„ Vér, Þórarinn, með guðs náð, biskup í Skálaholti, heilsum öllum dugandi mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra, með guðs k[veðju] og vorri.“
„… settum vér vort innsigli fyrir þetta bréf, skrifað á Vatnsfirði xij°. kalendas septembris, anno domini, millisimo. ccc°. lx°. iij°.“
Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 169, bls. 199-200. Kaupmannahöfn 1890
Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 40. Bréf nr. 35. Köbenhavn 1963.
Bréf Þórarins Skálholtsbiskups staðfestir úrskurð séra Snorra kyngis officialis um ærgjald úr Æðey til Vatnsfjarðarkirkju, sem og máldaga kirkjunnar. (sbr. AM 479 fol.)).
Skinnið er ljóst og letrið greinilegt. Skorið hefur verið ofan af bréfinu svo að megnið af fyrstu línu vantar. Reynt hefur verið að endurgera línuna „Stadfestningar bref biskup[s þorarins uppa]“.
Óþekktur skrifari, léttiskrift.
Á blaði 1v er skrifað með hendi frá 17. öld: „Maldagabrefid kirkiunnar og hitt annad officialis brefid“.
Umbúðir og askja frá 1996-1997 (295 mm x 370 mm x 4 mm).
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað í Vatnsfirði 12. september 1363.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.