„Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra senda Erlendur Halldórsson …“
„… settu við okkur innsigli fyrir þetta bréf er gert var að Kvíabekk á fyrrsögðu ári og degi“
Íslenzkt fornbréfasafnIII. nr. 94, bl. 127. Kaupmannahöfn 1893
Islandske originaldiplomer indtil 1450.s. 34. Bréf nr. 30. København 1963.
Skeggi Oddsson handleggur Þorsteini bónda Eyjólfssyni jörðina Reppisá í Kræklingahlíð með gögnum og gæðum til æfinlegrar eignar upp í skuld til Þorsteins (DI III:127).
Óþekktur skrifari.
Á blaði 1v er „sinum“ skrifað með sömu hendi. Ártalið 1358 er ritað með yngri hendi.
Umbúðir frá 1996 eða fyrr (290 mm x 365 mm x 9 mm).
Báðir innsiglisþvengirnir eru varðveittir. Innsigli Erlends Halldórssonar er glatað en innsigli séra Þóris Þorkelssonar er varðveitt að hluta.
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Kvíabekk 24. október 1358.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn árið 1996 eða fyrr.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.