„ Öllum góðum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra sendir bróðir Jón, með guðs miskunn, biskup í Skálaholti …“
„… setjum vér vort innsigli fyrir þetta bréf er gert var í Alviðru, ári og degi fyrr sögðum“
Íslenzkt fornbréfasafnII. nr. 510, bls. 786-787. Kaupmannahöfn 1893
Islandske originaldiplomer indtil 1450. s. 21. Bréf nr. 19. Köbenhavn 1963.
Bréf Jóns Sigurðarsonar Skálholtsbiskups með hverjum máldaga hann vígði kirkjuna að Alviðru í Dýrafirði 5. september 1344 (sbr. AM 479 fol.)).
Upprunaleg blaðsíðumerking.
Óþekktur skrifari, léttiskrift.
Á blaði 1v er skrifað með hendi frá 16. öld (etv. hendi Eggerts Hannessonar lögmanns):"bref fyrer aluidru kirkiu".
Umbúðir og askja frá 1996-1997 (209 mm x 172 mm x 10 mm).
Bréfið var skrifað á Íslandi.
Í niðurlagi bréfsins kemur fram að það var skrifað á Alviðru í Dýrafirði 5. september 1344. Klausa á bakhlið bréfsins bendir til þess að Eggert Hannesson hafi haft það undir höndum á 16. öld. .
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við bréfinu í desember 1996.
Gert var við bréfið og búið um það í nýjum umbúðum af forvörðum á viðgerðarstofu Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn á árunum 1996-1997.
Eldri umbúðir, einföld mappa úr brúnum pappír, liggur með í öskjunni.