Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 466 12mo

Rímtal með útskýringu ; Ísland, 1600-1698

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1v-31r)
Rímtal með útskýringu
1.1 (1v-13r)
Dagatal; Janúar - desember
Upphaf

Janúar, miðsveturmánuður …

Niðurlag

…Desember, skammdegismánuður.

Athugasemd

Blað 1r er upprunalega autt

Efnisorð
1.2 (13v-14r)
Um aldakomu
Titill í handriti

Um aldakomu

Upphaf

Átta dag jóla höldum vér upphaf árs og alda …

Niðurlag

… en tíundi vetur annar tunglaldar.

1.3 (14v)
Sólaraldarhringur
Titill í handriti

Sólaraldarhringur

Athugasemd

Teikning af hringnum með útskýringum.

Sólaröld hin minni, 28 ára tímabil. Sá tími sem leið milli þess að sömu vikudagar féllu á sömu mánaðardaga árið um kring í júlíanska tímatalinu (gamla stíl). Slík endurtekning á 28 ára fresti á sér líka stað í gregoríanska tímatalinu (nýja stíl), nema yfir þau aldamótaár sem þar eru felld úr tölu hlaupára.

Sólaröld hin stærri, 400 ára tímabil. Sá tími sem líður milli þess að sömu vikudagar falli á sömu mánaðardaga árið um kring í núgildandi tímatali (nýja stíl) (http://www.almanak.hi.is/rim.html).

1.4 (15r)
Tunglaldarhringur
Titill í handriti

Tunglaldarhringur

Athugasemd

Teikning af hringnum með útskýringum.

Ein tunglöld, 19 ára tímabil. Í lok hverrar tunglaldar er aldur tunglsins (þ. e. tíminn sem liðinn er frá nýju tungli) mjög nærri því sem hann var í upphafi tímabilsins, þannig að kvartilaskipti tungls endurtaka sig nokkurn veginn á sömu mánaðardögum á 19 ára fresti. (sjá: http://www.almanak.hi.is/rim.html).

1.5 (15v-16v)
Að finna sunnudagsbókstafinn
Titill í handriti

Að finna sunnudagsbókstafinn

Athugasemd

Tafla.

Sunnudagsbókstafur er sá bókstafur sem fellur við sunnudaga í árinu ef fyrsti dagur ársins og sjöundi hver dagur frá honum er merktur með A, annar dagur ársins og sjöundi hver frá honum með B, þriðji dagur og sjöundi hver frá honum með C og svo framvegis þar til komið er að bókstafnum G. Í hlaupárum er hlaupársdeginum annaðhvort sleppt úr röðinni eða honum gefinn sami bókstafur og deginum á eftir. Hlaupárin fá því tvo sunnudagsbókstafi, og gildir sá fyrri fyrir tímabilið frá áramótum til hlaupársdags, en sá síðari frá hlaupársdegi til ársloka (http://www.almanak.hi.is/rim.html).

1.6 (16v)
Ein hlaupársvísa
Titill í handriti

Ein hlaupársvísa, heyrir til sólaröld

Upphaf

Elos flos / eve …

Niðurlag

… Bellauhbus / Aslaut.

Skrifaraklausa

Sunndagsbókstafir standa fyrstir í hverju orði til enda.

Efnisorð
1.7 (17r)
Þorri
Titill í handriti

Að finna miðjan vetur eður inngang þorra

Upphaf

Tel einn miðvikudag lausan frá þrettánda degi jóla …

Niðurlag

… Enn áttunda vetur í sólaröld kemur þorri þann 16. dag janúar en ekki oftar.

1.8 (17r-18r)
Rímspillisár
Titill í handriti

Um rímspillisár

Upphaf

Það er misseristal þá rímspillir er / að Jónsmessu …

Niðurlag

… Sá vetur heitir rímspillir. Hann er áttundi í sólaröld .

Athugasemd

Rímspillir er það tímabil í íslenska misseristalinu þegar allir viðmiðunartímar tengdir gömlu misserunum verða degi seinna (miðað við dagsetningar eða messudaga) en mögulegt er samkvæmt venjulegum rímreglum. Þetta gerist í þau skipti sem sumarauka er skotið inn degi síðar en venjulega, oftast á 28 ára fresti. Rímspillir stendur frá sumaraukanum, þ. e. frá miðsumri, fram á hlaupársdag næsta ár (http://www.almanak.hi.is/rim.html).

1.9 (18r-19r)
Að finna föstugang
Titill í handriti

Að finna föstugöngu. Þessi atferli eru rétt þar til

Upphaf

Tungl það sem kemur næst eftir jólatungl skal heita þorratungl …

Niðurlag

… Þessi fimm tungl kallast öll merkitungl og skulu ekki aukatungl í milli þeirra koma.

Athugasemd

Föstugangur (föstuinngangur) (föstuígangur, föstugangur), fyrstu dagar þeirrar viku sem langafasta hefst í, þ. e. sunnudagur, mánudagur og þriðjudagur á undan öskudegi, eða aðeins fyrsti dagurinn af þessum þremur (föstuinngangs-sunnudagur) (http://www.almanak.hi.is/rim.html).

1.10 (19v-20r)
Fjöldi vikna milli jóladags og sunnudags í sjö vikna föstu
Athugasemd

Tafla með skýringum.

1.11 (20r-22r)
Föstugangur fyrsta til nítjánda vetur í tunglöld
Niðurlag

… Þessi fimm tungl kallast öll merkitungl og skulu ekki aukatungl í milli þeirra koma.

1.12 (22v-23r)
Páskadagur
Athugasemd

Tafla sem sýnir þá daga í mars eða apríl sem páskadaginn ber upp á í tunglöld.

1.13 (23r-24r)
Um sumarkomu
Titill í handriti

Um sumarkomu

Upphaf

Tel frá Maríumessu á lönguföstu tvo fimmtudaga lausa …

1.14 (24r-25r)
Um vikur og daga í ári
Titill í handriti

Um vikur og daga í ári

Upphaf

Í einu ári eru 52 vikur …

Niðurlag

… þá er þær 6 stundir koma saman á fjórða hvörju ári sólaraldar og gjöra einn dag og hefur það ár 366 daga.

1.15 (25r-26v)
Um 7 aukatungl
Titill í handriti

Um 7 aukatungl

Upphaf

Aukatungl eru sjö í hvörri xix ára öld …

Niðurlag

… og með þeim hætti teljast öll aukatungl til áttunda dags jóla.

1.16 (26v-27r)
Um imbruvikur
Titill í handriti

Um imbri (!) vikur

Upphaf

Imbrudagur á haust byrjast …

Niðurlag

… næsta miðvikudag eftir hvítasunnu.

Athugasemd

Imbrudagar eru fjögur árleg föstu- og bænatímabil, sem standa þrjá daga í senn, miðvikudag, föstudag og laugardag eftir 1) öskudag, 2) hvítasunnudag, 3) krossmessu (14. september) og 4) Lúsíumessu (13. desember). Nafnið er komið úr engilsaxnesku og merking þess umdeild, en giskað á að það merki "umferð", þ. e. umferðarhelgidaga sem endurtaka sig aftur og aftur á árinu. Jafnframt virðist nafnið hafa orðið fyrir áhrifum af latneska heitinu quatuor tempora: fjórar tíðir, þ. e. fjórar kirkjulegar (kaþólskar) árstíðir sem árinu var skipt í og hófust með imbrudögum. imbruvika, vika sem imbrudagar falla í. Upprunalega mun átt við vikuna sem hefst með fyrsta imbrudegi (http://www.almanak.hi.is/rim.html).

1.17 (27v)
Um Gyðinga páska
Titill í handriti

Um Gyðinga páska

Athugasemd

Tafla.

1.18 (28r)
Árstíðirnar
Upphaf

Ár skiptist í fjórðunga …

Athugasemd

Vísa þessu tengd: Clemens vottar vetur …

1.19 (26v-27r)
Stundir dagsins
Upphaf

Dagur er með tvennu móti …

Niðurlag

… stundir eður klukkutímar í hvorri eykt.

1.20 (28r-29v)
Upphaf dagsins hjá ýmsum þjóðum
Titill í handriti

Upphaf dagsins hjá ýmsum þjóðum

Upphaf

Júðar byrjuðu daginn að fyrirfarandi sólsetri …

Niðurlag

… um hávetur eða skammdegi.

1.21 (29v-30r)
Um dagaheitin
Titill í handriti

Um dagaheitin

Upphaf

Sól heitir sunna og er við hana kenndur fyrsti dagur vikunnar og kallaður sunnudagur …

Niðurlag

… Saturnus heitir ein pláneta. Við hann er kenndur laugardagur og kallaður Saturnusdagur.

1.22 (30r-30v)
Að finna ix vikna föstu
Titill í handriti

Að finna ix vikna föstu

Upphaf

Þann 17. dag januari …

Niðurlag

… Þaðan er að telja ix vikur til páska.

1.23 (30v-31r)
Um páskadag
Titill í handriti

Um páskadag

Upphaf

Páskadagur hleypur um 35 daga og verður sá fyrsti 22. mars, síðasti 25. apríl …

Niðurlag

… fellur upp á sunnudag þá skal þann sunnudag ekki telja.

1.24 (31r)
Um hvítasunnu
Titill í handriti

Um hvítasunnu

Upphaf

Þann 9. dag maí þar byrjar …

Niðurlag

… og áður er sagt um ix vikna föstu og páska.

1.25 (31r)
Vísa um aðventuupphaf
Upphaf

Aðventutímaupphaf fæst / á þeim drottins degi /

Niðurlag

fyrir Barböru fellur næst / finnst glöggvara eigi.

Athugasemd

Blað 31v er upprunalega autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
31 blað, 117-119 null x 82-90 null.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með bleki: 1-31.

Blöð 1r og 31v voru upprunalega auð.

Kveraskipan

Samtals fjögur kver.

  • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
  • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
  • Kver IV: blöð 25-31, 3 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

  • Leturflötur er 90-100 null x 70-72. null
  • Línufjöldi er ca 13-17
  • Griporð með fljótaskrift á stöku stað (sjá t.d. á blöðum 14v-25r)

Ástand

Kápa handritsins er dökk og snjáð.

Skrifarar og skrift

Skrifari er óþekktur; léttiskrift, fljótaskirft á griporðum og skrifaraklausu á blaði 16v.

Skreytingar

Upphafsstafir í rauðum, grænum og svörtum lit eru víða í rímtalinu í fyrri hluta bókarinnar (sjá t.d. blöð 3v og 6v).

Víða er litað með rauðum eða grænum lit í upphafsstafi í síðari hluta bókarinnar (sjá t.d. blöð 17r og 23r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á blaði 1r (var upphaflega autt) er skrifað Bjarni Björnsson ; Vallholti, 1698(?)

Pennaprufur eru á blaði 31v.

Band

Skinnkápa (125-130 null x 80 (að framan)-180 null x 18-20 null) án spjalda. Leðurreimar eru þræddar í gegnum kápuna þar sem brotið hefur verið inn af. Kápan er eins og umslag um kverin; aftari hluti hennar lokast yfir handritið og er brotið innaf hornunum þannig að það myndast spíss.

Pappírsklæðning sem á er texti klæðir kápuna að innanverðu.

Fylgigögn

Smáseðill með hendi Árna Magnússonar frá um 1710: Frá sr. Skúla á Grenjaðarstað.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi á sautjándu öld (ekki eftir 1698).

Ferill

Eigandi árið 1698 var Bjarni Björnsson í Vallholti (sjá blað 1r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu (?).

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II bls. 501 (nr. 2553). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 22. september 1900 NN tölvuskráði ??. Már Jónsson annaðist hlut Árna Magnússonar í mars 2000. VH jók við og endurskráði skv. reglum TEI P5 í júlí 2011.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Lýsigögn