Skráningarfærsla handrits

AM 440 b 12mo

Partalopa rímur ; Ísland, 1601-1700

Athugasemd
Handritið er í heilu lagi, en er skráð hér í tveimur hlutum.

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
41 blað.
Band

Band frá því 1979. Handritið er bundið í pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, frá tíma Birgitte Dall.

Var áður í pappaspjöldum, með brúnum og bláum marmarapappír á innri spjöldum, frá tíma Kristian Kålund, um 1883-1919.

Eldra band er varðveitt með handritinu, en í blárri öskju.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er sennilega skrifað á Íslandi.

Kålund tímasetur það á 17. öld í Katalog II, bls. 486.

Ferill

Það er ekki vitað hvenær eða hvernig handritið komst í hendur Árni Magnússonar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 28. september 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði skráningu með gögnum frá BS, 9. febrúar 2024.
  • Már Jónsson annaðist hlut Árna Magnússonar 13. mars 2000.
  • Tekið eftir Katalog II bls. 486 (nr. 2528). Kålund gekk frá handritinu til skráningar ?. október 189?. NN tölvuskráði ??.
Viðgerðarsaga
Viðgerð og band frá 1979.
Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-28r)
Rímur af Partalopa
Titill í handriti

Rímur af Partalopa

Athugasemd

Neðst á 1r er með hendi Árna Magnússonar frá um 1710, prentað í Katalog: Þorvalldz Rỏgv. s.

Tungumál textans
íslenska
Efnisorð
2 (28r-29v)
Andleg kvæði
Titill í handriti

Eitt kvæði fallegt

Tungumál textans
íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerki.

  • Aðalmerki 1: Lilja (bl. 17 ).
  • Aðalmerki 2: Dárahöfuð og láréttar keðjulínur (bl. 18-29 ).

Blaðfjöldi
29 blöð (92 mm x 76-82 mm). Autt blað: 8v.
Tölusetning blaða

Blaðmerking 1-29, með svörtu bleki, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Fjögur kver:

  • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-29 (25+28, 26+27, 29), 2 tvinn, 1 stakt blað.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 75-80 mm x 70-75 mm.
  • Línufjöldi er 14-17.

Ástand

  • Blöð eru dökk, óhrein og blettótt, sérstaklega efra ytri horn á bl. 1-17, sem eru öll skemmd.
  • Blöðin eru óskorin.
  • Gert hefur verið við öll fjögur horn á bl. 1 og 29 með japönskum pappír.
  • Viðgerðir við kjöl á mörgum blöðum.
  • Bl. 29v er ólæsilegt.

Skrifarar og skrift

Ein hönd, blendingsskrift.

Skreytingar

Fyrsti upphafsstafurinn er aðeins hærri en meginmál.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Önnur hönd hefur skrifað: Parta lopa Rimur hægra megin við fyrirsögn (bl. 1r).
  • Önnur hönd hefur bætt við línum á neðri spássíu (bl. 24v-25r). Sama hönd hefur gert athugasemdir/leiðréttingar víðs vegar.

Hluti II

3 (30r-36v)
Kvæði
Titill í handriti

Eytt heylagt kvædi

Tungumál textans
íslenska
4 (37r-39r)
Kvæði
Titill í handriti

Annað kvæði

Tungumál textans
íslenska
5 (39v-41v)
Kvæði
Upphaf

O þu galenn fiall fäla

Tungumál textans
íslenska

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerki. Lóðréttar keðjulínur.

Blaðfjöldi
12 blöð (102 mm x 80 mm).
Tölusetning blaða
Blaðmerking 30-41, með svörtu bleki, síðari tíma viðbót.
Kveraskipan
Tvö kver:
  • Kver V: bl. 30-35 (30+35, 31+34, 32+33), 3 tvinn.
  • Kver VI: bl. 36-41 (36+41, 37+40, 38+39), 3 tvinn.
Umbrot
  • Eindálka.
  • Leturflötur er 85 mm x 65 mm.
  • Línufjöldi er 17-19.
  • Griporð, pennaflúruð.
Ástand
  • Blöð eru dökk.
  • Gert hefur við jaðar með japönskum pappír, texti er skertur.
  • Bl. 30r, 35v-36r og 41v eru dekkri og óhreinni en önnur blöð.
  • Bl. 36r blek hefur dofnað.
Skrifarar og skrift

Ein hönd, kansellískrift.

Skreytingar

Fyrsti upphafstafur er skemmdur, en aðrir upphafsstafir eru um 1-2 línur og oft skreyttir með línum og stafaflúri

Griporð skreytt með beinum og bogadregnum línum.

Á bl. 36v við lok textans, er skrautbekkur.

Á bl. 34r hefur skrifari teiknað fjóra krossa sem mynda tígul.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur
  • Pennaprufur (bl. 38v, 39r).
  • Nafnið Eynar Jonsson kemur stundum fyrir.
  • Á bl. 39r er teikning eftir óþekkta hönd, af andliti, með sítt hár og eitthvað sem kemur inn eða út úr munni þess.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn