Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 166 b 8vo

Um guði og gyðjur, Snorra-Edda og ýmis kvæði ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-2v)
Um guðina og gyðjurnar
Upphaf

Júpiter hvörn þeir kölluðu föður …

Athugasemd

Texti á blaði 1 hefur skerts lítillega þar sem morknað hefur úr jöðrum blaðsins.

2 (3r-26r)
Snorra-Edda
Titill í handriti

Kónganöfn

Upphaf

Kóngur er nefndur Halfdan …

Athugasemd

Brot af Skáldskaparmálum, Háttatali, og Skáldu sem samsvarar efnisatriði 6 í AM 166 a 8vo sem inniheldur útdrátt af annarri málfræðiritgerðinni eftir Codex Upsalensis og þriðju málfræðiritgerðina eftir AM 748 4to.

3 (26v-26v)
Grottasöngur
Titill í handriti

Kvæði þetta heitir Grottasöngur og ortu þær Fenja og Menja þá þær möluðu Fróða …

Upphaf

Nú eru komnar til konungs húsa …

Niðurlag

… er heimar kominn(!)

Athugasemd

Óheill.

4 (27r-31v)
Háttalykill
Titill í handriti

Háttalykill Lofts Guttormssonar

Athugasemd

Byrjar óheill í 6. erindi. Eftirfarandi eru erindi 7-75.

5 (31v-34v)
Háttalykill
Upphaf

Fyrst úr gýgjar gusti …

Athugasemd

Lykillinn er óheill og það vantar í hann erindi 17-33.

Sama efni og er í AM 166 a 8vo (efnisatriði 9).

6 (35r-40v)
Háttatalskvæði
Titill í handriti

Þriðja háttatalskvæði, stúfur

Upphaf

Flesta gleður falds rist …

Athugasemd

Sama efni og í AM 166 a 8vo (efnisatriði 10).

105 erindi.

Efnisorð
7 (40v-42v)
Háttatal rímna
Titill í handriti

Háttatal rímna Halls Magnússonar

Athugasemd

46 erindi.

Efnisorð
8 (42v-43v)
Sjálfdeilur Halls Magnússonar
Titill í handriti

Hallur Magnússon upp telur í sínum sjálfdeilum fimmtíu […]hætti.

Efnisorð
9 (43v-45r)
Ýmislegt
9.1 (43v-44r)
Vísur Þórðar Magnússonar
Titill í handriti

Þessar eftirfylgjandi vísur hefur kveðið Þórður Magnússon

Upphaf

Yndis nær á Grund …

9.2 (44r-44v)
Bragarhættir
9.3 (44v-45r)
Kvennakenningar
Titill í handriti

Í þessum vísum eru settar flestar kvennakenningar.

Upphaf

Blíð er mær við móðir …

9.4 (45r)
Bjarkamál
Titill í handriti

Úr Bjarkamálum

Upphaf

Gramur inn gjöflati …

10 (45v-48v)
Sólarljóð
Titill í handriti

Hér skrifast Sólarljóð

Upphaf

Fé og fjörvi, rænti fyrða kind …

Efnisorð
11 (48v)
Ljúflingsljóð
Titill í handriti

Ljúflingsljóð

Upphaf

Sofi sonur minn …

Athugasemd

Einungis fyrstu línur ljóðsins.

12 (49r-51v)
Hákonarmál
Titill í handriti

Eyvindur skáldaspillir orti kvæði eitt um fall Hákonar kóngs og … það eru kölluð Hákonarmál og eru þeirra upphaf:

Upphaf

Göndul og kögul sendi …

13 (51v-54r)
Fornmannavísur
13.1
Vísur Ketils hængs
Titill í handriti

Vísur Ketils hængs

Upphaf

Hvað er þars …

Athugasemd

2 vísur.

13.2
Svo [völv…..] um Örvar-Odd.
Titill í handriti

Svo [völv…..] um Örvar-Odd.

13.3
Hafursgrið
Titill í handriti

Hafursgrið

14 (54v-55v)
Hávamál hin gömlu
Titill í handriti

Hávamál hin gömlu

Upphaf

Gáttir allar, áður gangi fram …

15 (56r-57v)
Aldarháttur Hallgríms Péturssonar
Titill í handriti

Aldarháttur Hallgríms Péturssonar

Upphaf

Endur og tíðum, var tíska hjá líðum …

Athugasemd

18 erindi. Endar óheill.

Fyrir framan Aldarháttinn eru uppskriftir á úreltum íslenskum orðum. Á blöðum 58r-60v eru nokkur vers og pennaprufur.

16 (61r-64r)
Fornskáldavísur
Titill í handriti

Fornskáldavísur

Athugasemd

Nýrri kvæði eru á blaði 64v.

17 (65r-65v)
Enginn titill
Upphaf

Funa brands, fróns lind …

Athugasemd

Huganlega efnisleg viðbót við Háttalykil (sjá blöð 31v-34r).

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 65 + i blöð (1.blöð 1-64: 150-165 mm x 90-105 mm; 2) blað 65: 125 mm x 92 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking 1-65.

Kveraskipan

Ellefu kver.

 • Kver I: blöð 1-4, 2 tvinn.
 • Kver II: blöð 5-8, 2 tvinn.
 • Kver III: blöð 9-12, 2 tvinn.
 • Kver IV: blöð 13-18, 3 tvinn.
 • Kver V: blöð 19-25, 3 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VI: blöð 26-34, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver VII: blöð 35-41, 3 tvinn 1 stakt blað..
 • Kver VIII: blöð 42-47, 3 tvinn.
 • Kver IX: blöð 48-53, 3 tvinn
 • Kver X: blöð 54-59, 3 tvinn
 • Kver XI: blöð 60-65, 2 tvinn + 2 stök blöð.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 130 null x 75-80 null
 • Línufjöldi er ca 25-28 (á blaði 65 eru ca 18 línur hvoru megin).
 • Griporð eru víða (sjá t.d. blöð 52v og 63r).
 • Vísunúmer eru á spássíu (sjá t.d. á blaði 35r)
 • Á spássíu eru einnig víða dregin út atriði sem tengjast efni, s.s. bragarhættir (sjá t.d. blað 30v-31r).

Ástand

 • Skv. handritaskrá Jóns Ólafssonar geymdu handritin AM 166a-b ýmist efni sem nú er glatað, s.s. Kappavísur Þórðar á Strjúgi, vísur Jóns lærða, Bjarnar á Skarðsá (uppskriftin af kvæðunum er í NKS 1894 4to), Sigurdrífumál, Völuspá, Vafþrúðnismál, Sigurðarkviðu, Glælognskviðu, Kusavísur og Kusaljóð, Fiskavísur sr. Hallgríms Péturssonar, Brynhildarljóð með skýringum, skýringar yfir vísur í Ólafs sögu Tryggvasonar og nýjan formála yfir bókina Eddu og ef til vill eitthvað fleira (sjá ( Katalog (II) 2377:429 ).
 • Gert hefur verið við jaðar blaða þar sem úr þeim hefur morknað (sjá t.d. blað 1r og víðar).
 • Blöð eru blettótt og skítug (sjá t.d. blöð 7r, 42v-43r).

Skrifarar og skrift

 • Ýmsar hendur og skriftargerðir; á blaði 24r er dæmi um kansellískrift, blendingsskrift er t.d. á blaði 27r og fljótaskrift á blaði 53r.

Skreytingar

 • Skrautlegir upphafsstafir (sjá t.d. blöð 26v og 15v-16r).

Fyrirsagnir eru með ýmsu móti (sjá t.d. á blöðum 1r, 3r, 15v og 40v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar eru víða eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík.

Band

Band (170 mm x 125 mm x 25 mm) er frá 1964.

Strigi er á kili og hornum, spjöld eru klædd brúnyrjóttum pappír. Saumað á móttök.

Blandið er í brúnni strigaklæddri öskju

Fylgigögn

 • Lýsing Jóns Sigurðssonar á AM 166 a-b 8vo liggur með handritinu.
 • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar ( Katalog II 2377:428-429 ).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá Jóni Hákonarsyni á Vatnshorni 1702 (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. október 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 20-25. nóvember 2009; lagfærði í nóvember 2010, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. mars 1890 í Katalog II> , bls. 428 (nr. 2377).

Viðgerðarsaga

Notaskrá

Titill: Visions of the afterlife in old norse literature
Ritstjóri / Útgefandi: Carlsen, Christian
Höfundur: Hallgrímur Pétursson
Titill: Ljóðmæli 1
Ritstjóri / Útgefandi: Margrét Eggertsdóttir
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Arkiv för nordisk filologi, Nokkur íslenzk miðaldakvæði
Umfang: 40
Titill: , Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Höfundur: Jón Samsonarson, Ólafur Halldórsson, Stefán Karlsson
Titill: Heillavísa Bjarna (Samtíningur), Gripla
Umfang: 5
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Íslensk kappakvæði II., Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen
Umfang: 21

Lýsigögn