Skráningarfærsla handrits

AM 150 8vo

Kvæðabók ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-9r)
Lukkunnar bók
Upphaf

Athöfn þín er öll sem dauð / enginn má þér hjálpa af nauð …

Niðurlag

… eilífum Guði að hvílast með.

Baktitill

Endir bókarinnar.

Athugasemd

88 erindi. Kvæðið er um jafnmör dýr. Hvert erindi hefur yfirskrift viðkomandi dýrs.

1.1 (1r-v)
Formáli
Upphaf

Þessi litla bók kallast Lukkunnar bók …

Niðurlag

… það veiti oss öllum vor kæri himneski faðir. Amen.

Efnisorð
2 (9v-14r)
Samhendingaflokkur sr. H[allgríms] sumar og vetur
Titill í handriti

Samhendingaflokkur sr. H[allgríms] sumar og vetur

2.1 (9v)
Sumars og vetrar verkun
Upphaf

Hlýtt er, vott var, / víst blítt, síst strítt …

Athugasemd

1 erindi. Merkt sem fyrsta erindi samstæðnanna.

Efnisorð
2.2 (9v-14r)
Samstæður
Titill í handriti

Gaman og alvara

Upphaf

Oft er ís lestur / illa skór festur …

Niðurlag

… gleðji gunnskara / gaman og alvara. Finis.

Athugasemd

28 erindi, merkt 2-29.

3 (14r-17v)
Aldarháttur
Titill í handriti

Aldarháttur Íslendinga ortur af sr. H[allgrími] P[éturssyni]

Upphaf

Áður á tíðum var tíska hjá lýðum …

Niðurlag

… og lyktar svo fræði. Finis.

Notaskrá

Ljóðmæli I.

Athugasemd

21 erindi.

4 (18r-22v)
Maríulykill
Titill í handriti

Maríulykill

Upphaf

Veittu mér að ég verða mætti / vonar maður sem allir aðrir …

Niðurlag

… friði oss Kristur alla.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði II.

Athugasemd

37 erindi. Sums staðar eignað Jóni Arasyni.

Efnisorð
5 (23r-26r)
Mikils ætta eg aumur að akta
Titill í handriti

Ein söngvísa af heilögum englum hvörja þjónustu þeir veita Kristo og oss um vora daga

Upphaf

Mikils ætta eg aumur að akta / ást og miskunn Guðs míns góða …

Niðurlag

… í dýkið elds lát hann detta. Dixi.

Athugasemd

24 erindi.

Efnisorð
6 (26v-28v)
Ólafsvísur
Titill í handriti

Vísur af Ólafi kóngi helga

Upphaf

Herra Ólaf hjálparinn Noregs landa / þér kom til handa …

Niðurlag

… lof þitt jafnan sungið sé.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði II.

Athugasemd

13 erindi.

Efnisorð
7 (28v-30r)
Ólafsvísur
Titill í handriti

Enn aðrar vísur af Ólafi kóngi helga

Upphaf

Þú faðir og son / þeir líf og ljós …

Niðurlag

… og um allar aldir njóta.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði II.

Athugasemd

14 erindi.

Efnisorð
8 (30r-32r)
Krossvísur
Höfundur
Titill í handriti

Nikulás diktur

Upphaf

Dýrðarfullur drottinn minn, / dugðu mér svo ég mætti …

Niðurlag

… vegligur Nikulás. Finis.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði II.

Athugasemd

22 erindi.

Efnisorð
9 (32r-34r)
Andreasdiktur
Titill í handriti

Andrés postula diktur

Upphaf

Temens veit eg tíma að skýra / taka í burt af lífið stýra …

Niðurlag

… fást mun ráð með fylgi þínu. Finis.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði II.

Athugasemd

23 erindi.

Efnisorð
10 (34r-36v)
Jóhannesdiktur
Titill í handriti

Jóhannes postula diktur

Upphaf

Bið eg nú einvaldsenglakóng fyrir almátt sinn …

Niðurlag

… hjálp mér Jóhannes.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði II.

Athugasemd

26 erindi.

Efnisorð
11 (36v-39r)
Krosskvæði
Titill í handriti

Krosskvæði

Upphaf

Hlýði allir ýtar snjallir …

Niðurlag

… þinn elskulegur sómi.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði I,2.

Athugasemd

46 erindi. Fyrsta erindið hér er úr öðru kvæði (sbr. Íslenzk helgikvæði I,2:207 og 273).

Efnisorð
12 (39r-42r)
Krossvísur
Höfundur
Titill í handriti

Hér byrjar Krossvísur

Upphaf

María drottning, mild og skær, / meyjanna ertu blóm …

Niðurlag

… og birta þar með letur.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði I,2.

Athugasemd

39 erindi.

Efnisorð
13 (42r-42v)
Maríuvísur
Titill í handriti

Maríuvísur

Upphaf

María meyjan skæra, / minning þín og æra …

Niðurlag

… móðir sönn að Elí. Finis.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði II.

Athugasemd

6 erindi.

Efnisorð
14 (45v-47v)
Pálsdiktur
Titill í handriti

Sankti Páls diktur

Upphaf

Bið eg að styrki málsnilld mína / minn drottinn fyrir gæsku sína …

Niðurlag

… höldar þeir sem heyrðu hans orð.

Notaskrá

Íslenzk helgikvæði II.

Athugasemd

31 erindi.

Efnisorð
15 (47v-49v)
Gyðingsdiktur
Titill í handriti

Diktur er kallast Gyðingsdiktur

Upphaf

Hér vil eg ágætt ævintýr / eitt af mörgum greina …

Niðurlag

… þér sé heiður hæsti herrann góði. Finis.

Athugasemd

25 erindi.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
iii + 60 + i blöð (220 mm x 83 mm). Auð blöð: 43r-45r (sjá þó viðbætur) og 50r-60v.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með bleki 1-49 og með blýanti 50-52. Bl. 53-60 eru ótölusett.

Kveraskipan

Átta kver.

 • Kver I: bl. 1-8, 4 tvinn
 • Kver II: bl. 9-16, 4 tvinn
 • Kver III: bl. 17-22, 3 tvinn
 • Kver IV: bl. 23-28, 3 tvinn
 • Kver V: bl. 29-36, 4 tvinn
 • Kver VI: bl. 37-44, 4 tvinn
 • Kver VII: bl. 45-52, 4 tvinn
 • Kver VIII: bl. 53-60, 4 tvinn

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 162 +/- 4 mm x 74 +/- 2 mm.
 • Línufjöldi er 28-36.
 • Erindi eru númerið á bl. 9v-22v og 28v-36v.
 • Visuorð eru yfirleitt sér um línu.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Leiðréttingar á spássíu á bl. 3v, 30v, 40v, 42r-43v og 48v.
 • Á bl. 43r eru tvö orð með hendi Árna Magnússonar, leiðréttingar við 6. erindi Maríuvísna á næstu síðu á undan.

Band

Band frá 1979 (214 mm x 113 mm x 19 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Miðar með safnmarki og hlaupandi númer í Katalog II 1894 eru límdir framan á band. Saurblöð tilheyra nýju bandi.

Fylgigögn

Tveir fastir seðlar fremst með hendi Árna Magnússonarmeð upplýsingum um innihald og feril.

 • Seðill 1 (165 mm x 102 mm): Á Vatnshorni á kveri í octavo oblongo. Lukkubók. Samhendur síra Hallgríms. Aldarháttur síra Hallgríms. Maríulykill inc: Veittu mér að ég verða mætti. Ólafsvísur. Enn aðrar Ólafsvísur. Nikulás diktur. Andrés postula diktur. Jóhannes postula diktur. Krosskvæði. Krossvísur. Maríuvísur. Pálsdiktur. Giðingsdiktur.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til seinni hluta 17. aldar í Katalog II (1894:417).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið að láni frá Jóni Hákonarsyni í Vatnshorni (sbr. seðil).

Aðföng
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. júní 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 13.-16. júlí 2010. JL færði inn grunnupplýsingar í júní 2010.

Notaskrá

Höfundur: Hallgrímur Pétursson
Titill: Ljóðmæli 1
Ritstjóri / Útgefandi: Margrét Eggertsdóttir
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Den danske Lykkebog på Island,
Umfang: s. 213-246
Titill: Íslensk miðaldakvæði I.2
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian

Lýsigögn