Tvö kver.
Band (172 mm x 120 mm x 10 mm) er frá 1965-1968.
Kver eru saumuð á móttök; utan um kverin er kápa úr sýrufríum pappa.
Handritið er í brúnni strigaklæddri öskju ásamt AM 116-I, -III, -IV, -V 8vo.
Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í Katalog II , bls. 400.
Að því er fram kemur í Katalog II , bls. 400 og á seðli Árna Magnússonar þá er sagan af Vestfjörðum. Handritið var samkvæmt sömu heimildum að öllum líkindum í eigu sr. Tómasar á Snæfjöllum.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. maí 1975.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1965-1968.