„Hrafnkels þáttur þétta“
„Það var á dögum Haralds konungs hins hárfagra …“
„… og lýkur þar frá Hrafnkel að segja.“
„Hér byrjar að segja af Gunnari Keldugnúpsfífli.“
„Þorgrímur hét maður …“
„… og lýkur þar þessari sögu af Gunnari Keldugnúpsfífli.“
Fimm kver.
Band (172 mm x 120 mm x 10 mm) er frá 1965-1968.
Kver eru saumuð á móttök; utan um kverin er kápa úr sýrufríum pappa.
Handritið er í brúnni öskju ásamt AM 116-I, -III, -IV, -V 8vo.
Handritið er skrifað á Íslandi líklega á Mýri eða Skarði á árunum 1631-1655. Á því er sama hönd og á AM 109 a I 8vo, 1, 4, 5 (sjá seðil). Handritið er tímasett til 17. aldar Katalog II , bls. 400.
Sögurnar eru komnar af Vestfjörðum en bókina átti sr. Tómas á Snæfjöllum að því er Jón Hákonarson taldi líklegt í bréfi til Árna, dags. 1698 (sjá seðil og Katalog II , bls. 400).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. maí 1975.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1965-1968.