Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 116 I 8vo

Droplaugarsona saga ; Ísland, 1600-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-37r)
Droplaugarsona saga
Titill í handriti

Saga af Helga og Grími Droplaugarsonum

Upphaf

Ketill hét maður er kallaður var þrymur …

Niðurlag

… Þangbrandur prestur kom til Íslands féll Helgi Droplaugarson

Athugasemd

Blöð 37bisv-37quaterv eru auð.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
40 blöð (155-157 mm x 93-100 mm) þar með talin blöð 37bis, 37ter og 37quarter. Blöð 37bisv-37quarter eru auð.
Tölusetning blaða

Tvenns konar blaðmerking.

 • Blaðmerkt er með fjólubláum lit (á miðri neðri spássíu) 1-37c (37bis-37quarter).
 • Blaðmerkt er með blýanti (hægra horn efst) 1-37c (37bis-37quater).

Kveraskipan

Fimm kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-37quater, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 122-127 mm x 75-80 mm
 • Línufjöldi er ca 22-25.
 • Griporð (sbr. t.d. blöð 34v-35v).

Ástand

 • Bleksmitun; texti sést víða í gegn (sjá t.d. blöð 1-8).

Skrifarar og skrift

 • Með einni hendi.
 • Fljótaskrift.

Band

Band (172 mm x 120 mm x 10 mm) er frá 1965-1968.

Kver eru saumuð á móttök; utan um kverin er kápa úr sýrufríum pappa.

Handritið er í brúnni öskju ásamt AM 116-II, -III, -IV-V 8vo.

Fylgigögn

 • Fastir seðlar/umslag með upplýsingum um aðföng og feril. Seðlarnir tilheyra AM 116 I 8vo., AM 116 II 8vo., AM 116 III 8vo., AM 116 IV 8vo. og AM 116 V 8vo.
 • Seðill 1 (tvinn merkt a, 162 mm x 103 mm): Þetta exemplar Droplaugarsona sögu fékk ég 1708 af monsieur Jóni Þorlákssyni og kallar hann söguna Fljótsdælu. Segist hafa nýlega öðlast hana úr Vopnafirði. perleg
 • Seðill 2 (tvinn merkt b, 162 mm x 103 mm): Hrafnkels saga Gunnars saga Keldugnúpsfífls.
 • Seðill 3 (merktur c, 152 mm x 90 mm): Eigi veit ég hver skrifað hefur þá Hrafnkels sögu sem ég þér í fyrra sendi. Hún er, að ég meina, af Vestfjörðum komin, hefur hana átt séra Tómas á Snæfjöllum. Jón Hákonarsson. 1698.
 • Laus seðill með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 400.

Ferill

Árni Magnússon fékk söguna árið 1708 frá Jóni Þorlákssyni sem kallaði hana Fljótsdælu (sjá seðil). Jón Þorláksson hafði nýlega fengið söguna úr Vopnafirði (sjá einnig í  Katalog II , bls. 400).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. maí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH endurskráði handritið14. september 2009; lagfærði í nóvember 2010,

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 1. febrúar 1890. Katalog I , bls. 400 (nr. 2321).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall 1965-1968.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn