Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 112 8vo

Eyrbyggja saga ; Ísland

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-70r)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Hér hefur upp Eyrbyggju

Upphaf

Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir …

Niðurlag

… þessi bein þar niður sett og grafin. Endar hér nú sögu Eyrbyggja og Þórsnesinga.

Athugasemd

 • Blað 70v er autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 70 + ii blöð (155 mm x 98 mm). Blað 70v er autt.
Tölusetning blaða

 • Blaðsíðumerking 1-139; blaðsíða 140 er auð og ómerkt.

Kveraskipan

Níu kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-16, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 17-24, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 25-32, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 33-40, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 41-48, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 49-56, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 57-64, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 65-70, 2 tvinn + 2 stök blöð.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 130-140 mm x 80-85 mm.
 • Línufjöldi er ca 22-26.
 • Griporð (sbr. t.d. blöð 38v-39v).

Ástand

 • Sjá má merki eftir bókaorm á frá fremra spjaldblaði verso til og með blaði 35. Á blaði 35 er gatið lítið og aðeins eitt en víðast hvar eru þau fleiri eða fjögur til sex.
 • Skorist hefur af efstu línu blaða, t.d. á blöðum 20r og 35r.
 • Blöð eru víða blettótt og skýtug (sbr. t.d. blöð 12, 17 og 65).

Skrifarar og skrift

Skreytingar

 • K-ið í Ketill í upphafi sögunnar er blekfyllt og stærra en almennt og nær yfir upphaf þriggja lína.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Víða má sjá athugasemdir á spássíum (sjá t.d. á blaði 12v, 20v, 25v og víðar).

Band

Band (165 mm x 110 mm x 17 mm) er bókfellsband frá um 1800.

Á bókfelli í bandi markar fyrir línum og dálkastrikum dregnum með þurroddi og texta skrifuðum með dökku bleki auk leifa af rauðum stöfum.

Fylgigögn

 • Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar eru á milli annars saurblaðs verso og blaðs 1r. Á þeim eru upplýsingar um aðföng og feril.
 • Seðill 1 (160 mm x 101 mm): [Þet]ta fylgdist með Eyr[bygg]ja sögu þeirri með hendi Benedikts á Heste, er fékk hjá Guðrúnu Be[ne]diktsdóttur á Þingvöllum með hendi nefnds séra [Ben]edikts. Það fyrsta er úr Flateyjarbók. Það síðara útlagt úr þeirri Dönsku norsku króniku. Er ekki merkilegt til samans.
 • Seðill 2 (152 mm x 95 mm): þessa Eyrbyggia sgu hefi eg feinged fra Þingvllum, fyrst til läns. Nu 1710. er hun min, dono Gudrunar Benedictsdottur. Bokina hefur skrifad Sr Benedict ä Heste ä ungdoms arum sinum, seiger Gudrun Benedictsdottir.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi ca 1660-1680 (sjá seðil), en tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 398.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið að láni á Þingvöllum, en árið 1710 gaf eigandinn, Guðrún Benediktsdóttir, honum það.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 4. desember 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH jók við 10. september 2009; lagfærði í nóvember 2010.

ÞS skráði 4. febrúar 2002,

Kålund gekk frá handritinu til skráningar í 30. janúar 1890. Katalog II , bls. 398 (nr. 2317).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: A paper manuscript of Eyrbyggja saga ÍB 180 8vo,
Umfang: s. 161-181
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
 1. Eyrbyggja saga

Lýsigögn