Skráningarfærsla handrits

AM 100 1-3 8vo

Sethskvæði ; Ísland, 1700-1725

Athugasemd
Samsett handrit úr þremur hlutum.

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Blaðfjöldi
i + 22 blöð (152 mm x 100 mm).
Band

Handritið er bundið í pappaband og stendur „100“ utan á spjaldinu.

Saurblaðið aftan við tilheyrir AM 100 2 8vo (er tvinn með bl. 15).

Fylgigögn

Fastur seðill (128 mm x 78 mm) með hendi Árna Magnússonar á saurblaði fremst í handritinu sem á við AM 100 1 8vo: Úr bók Páls Vídalíns Lögmanns in octavo. Áður var seðillinn límdur fastur á neðri spássíu á bl. 2r.

Laus seðill aftast í handritinu: ad AM 100,8o: / Samme hånd som AM 1033,4o (JH). / 22/5-80 AL. (á við AM 100 1 8vo).

Uppruni og ferill

Ferill

Hlutarnir voru sett saman af Árna Magnússyni.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. júní 1980.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 18. janúar 1890.

BS skráði 30. mars 2022 samkvæmt reglum TEI P5 .

Viðgerðarsaga

Viðgerðir á bl. 22.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Árnasafni í Kaupmannahöfn, aðgengilegar á https://digitalesamlinger.hum.ku.dk/.

Hluti I ~ AM 100 1 8vo

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-13v)
Sethskvæði
Titill í handriti

Þetta Kallast Sethskuæde

Upphaf

Otte drottins upp haf er allra vitsku greina ...

Niðurlag

... Einum Gude æra Sie vm allar alldar Jä.

Athugasemd

50 erindi

Neðri parturinn af bl. 13v og allt bl. 14 eru auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Aðalmerki: Maid of Dort ("ProPatria") og "AJ" fyrir neðan // mótmerki: "ACD"(?).

Blaðfjöldi
14 blöð (152 mm x 100 mm). Autt blað: 14r-v.
Tölusetning blaða
Blaðmerking 1-14, seinni viðbót.
Kveraskipan

Tvö kver:

 • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5) (4 tvinn)
 • Kver II: bl. 9-14 (9+14, 10+13, 11+12) (3 tvinn)

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 108 mm x 65 mm.
 • Línufjöldi er ca 13-14.
 • Griporð eru á öllum blaðsíðum nema þeirri síðustu.

Ástand
 • Texti sést í gegn.
 • Bl. 1r er dekkra en hinar síðurnar.

 • Seðill með hendi Árna Magnússonar var áður límdur á neðri spássíu á bl. 2r.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari. Sama hönd skrifaði AM 1033 4to (sjá lausan seðil eftir Agnete Loth sem vísar í greiningu Jóns Helgasonar).

Skreytingar

Fyrsti upphafsstafurinn er aðeins stærri (ca ein og hálf lína á hæð) og örlítið skreyttur.

Lítill bókahnútur á bl. 13v.

Fyrirsögnin er með aðeins stærri stöfum.

Fylgigögn
(sjá að ofan)

Uppruni og ferill

Uppruni

Líklega skrifað á Íslandi. Það er tímasett til upphafs 18. aldar í Kålund (Katalog II, 390).

Ferill

Bókina, sem blöðin tilheyrðu, fékk Árni Magnússon frá Páli Vídalín Jónssyni (sbr. seðil).

Hluti II ~ AM 100 2 8vo

Tungumál textans
íslenska
1 (15r-21v)
Sethskvæði
Titill í handriti

Eitt Kvæde Vel=gamallt

Upphaf

Otte drottins Upphaf er, allra Viskugreina ...

Niðurlag

... Einum Drottni, æra sie umm allder allda Jä. Amen.

Athugasemd

40 erindi; 6. erindi var ekki skrifað í heildartexta og eru ca. 2,5 línur á bl. 15v auðar til að merkja það.

Neðri parturinn af bl. 21r og allt bl. 21v eru auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Aðalmerki: Coat of arms of Amsterdam // mótmerki: (ólæsilegir bókstafir í ramma).

Blaðfjöldi
14 blöð (152 mm x 100 mm). Autt blað: 21v.
Tölusetning blaða
Blaðmerking 15-21, seinni viðbót.
Kveraskipan

Eitt kver:

 • Kver I: bl. 15-21 (15+saurblaðið aftast, 16+21, 17+20, 18+19) (4 tvinn)

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 125 mm x 80 mm.
 • Línufjöldi er ca 17-18.
 • Engin griporð.
 • Vísur eru merktar á spássíu af skrifaranum.

Ástand

Texti sést í gegn.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Skreytingar

Fyrirsögnin er skrifuð með kansellískrift og stærri bókstöfum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 15r er orðið Edlid undirstrikað og endurtekið í spássíunni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Líkelga skrifað á Íslandi eða í Danmörku. Það er tímasett til upphafs 18. aldar í Kålund (Katalog II, 390).

Hluti III ~ AM 100 3 8vo

Tungumál textans
íslenska
1 (22r-22v)
Krossdrápa
Upphaf

... at snertta mvndi hennar hiarta hrærast...

Niðurlag

... sagdi sialf maria [000]dis klara ...

Athugasemd

Brot.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerki.

Blaðfjöldi
1 blað (197-203 mm x 74 mm).
Tölusetning blaða
Blaðmerking 22, seinni viðbót.
Kveraskipan
Eitt blað. Brotið er límt á bl. 21v (af AM 100 2 8vo).
Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 175 mm x 55 mm.
 • Línufjöldi er ca 25-26.
 • Engin griporð.

Ástand
 • Einungis eins blaðs brot, vantar bæði framan og aftan af.
 • Blaðið er í stærra broti, en hefur einhvern tíma verið brotið saman.
 • Blettótt og dökkt, sérstaklega á bl. 22r.
Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Í neðri spássíu á bl. 22v skrifaði seinni hönd tvær línur sem hægt eru að lesa þegar blaðið er brotið saman: Bref form fyrir Þorunnj O.dottur til Einarz og Sigurdar Jons sona.

Uppruni og ferill

Uppruni

Lílega skrifað á Íslandi. Það er tímasett til fyrri hluta 17. aldar í Kålund (Katalog II, 391).

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: van Deusen, Natalie M., Wolf, Kirsten
Titill: Toronto Old Norse and Icelandic Series, The Saints in Old Norse and Early Modern Icelandic Poetry
Umfang: 10
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 100 1-3 8vo
 • XML
 • Opna XML færslu  
Efni skjals
×

  Hluti I

 1. Sethskvæði
 2. Hluti II

 3. Sethskvæði
 4. Hluti III

 5. Krossdrápa

Lýsigögn