Skráningarfærsla handrits

AM 52 8vo

Kristinréttur Árna biskups ; Ísland, 1490-1510

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-29r)
Kristinréttur Árna biskups
Athugasemd

Á bl. 29v eru lagaformálar fyrir setningu héraðsþinga og þingslit Erlendar Þorvarðarsonar lögmanns fyrir sunnan og austan á Íslandi.

Á bl. 30r eru útreikningar um nytjar af fjöru Þykkvabæjar í Landbroti og Dalbæjar og formúlur fyrir kyrrsetningu.

Neðri hluti bl. 29r og bl. 30 upprunalega auð.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
30 blöð ().
Umbrot

Ástand

  • Flest blöðin eru götótt og fúin.
  • Eyða á eftir bl. 25v.

Skreytingar

Stór skreyttur upphafsstafur með dreka og dýramyndum.

Á bl. 10r, 21r og 27r eru teikningar af mannshöfðum á spássíu.

Leifar af rauðum upphafsstöfum og fyrirsögnum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á bl. 24v er skrifað tvisvar með óæfðri hendi: Þodu magnuſſon heu lesit a þeſſa bok.

Band

Band frá því í desember 1977.

Fylgigögn

  • Tveir seðlar með hendi Árna Magnússonar.
  • Seðill 1 (54 mm x 127 mm): Kristinréttur Árna biskups [í] 8vo kominn til mín frá síra Torfa Halldórssyni á Vindási, en til hans frá Ólafi Ólafssyni í Hvammi í Kjós.
  • Seðill 2 (120 mm x 70 mm: Þessi Kristinréttur heyrir til síra Torfa Halldórssonar á Vindási í Kjós. Til hans kominn fra Ólafi Ólafssyni í Hvammi í Kjós. Heimtir hann aldrei aftur. Dixit 1710 ultimo Martii.
  • Efnisyfirlit Jóns Sigurðssonar.

Uppruni og ferill

Uppruni

Bl. 1r-29r eru tímasett um 1500 en bl. 29v c1521-1552 (sjá  ONPRegistre , bls. 465, og Katalog II , bls. 359).

Bl. 30r er tímasett til 17. aldar í  Katalog II , bls. 359.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá sr. Torfa Halldórssyni á Vindási en hann hafði fengið hjá Ólafi Ólafssyni í Hvammi í Kjós.

Árið 1664 átti handritið Valgerður Ólafsdóttir, en Vigfús Guðmundsson e.t.v. síðar (bl. 29r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. apríl 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 359 (nr. 2250). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. desember 1909. ÞS skráði 15. janúar 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í desember 1977. Eldra band fylgir og lýsing Jóns Sigurðssonar á innihaldi innfest í kápu.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Myndir af efni úr eldra bandi á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Í kassa ásamt fleiri myndum frá Kaupmannahöfn af gömlu bandi.

Notaskrá

Höfundur: Halldór Hermannsson
Titill: Icelandic illuminated manuscripts of the middle ages,
Umfang: 7
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans
Titill: Et brudstykke af Kongespejlet. Med bemærkninger om indholdet af AM 668 4to,
Umfang: s. 105-112
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Lýsigögn
×

Lýsigögn