Skráningarfærsla handrits

AM 719 c 4to

Maríulykill ; Ísland, 1650-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-10r)
Maríulykill
Titill í handriti

Her skrifast | Mariu likill

Upphaf

Weit þu mer ad eg verda mætti

Athugasemd

Hvítt blað límt yfir bl. 10v.

Efnisorð
2 (11r-12v)
Maríuvísur
Höfundur

Jón Pálsson Maríuskáld

Titill í handriti

Sællrar Ma|riu vijsur. | Er mællt ad kvedid ha|fi Jon Mariu skalld |a Hölum

Upphaf

Maria meyan skæra

Athugasemd

Óheilar?

Efnisorð
3 (12v)
Ein gömul Maríukveðja
Athugasemd

Einungis upphafið, strikað yfir.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
12 blöð (113 mm x 68 mm).
Umbrot

Ástand

 • Vantar í handritið aftan við bl. 4 (?).
 • Hvítt blað límt yfir bl. 10v.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Þorsteinn Eyjólfsson.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Athugagrein Árna Magnússonar um að það vanti í handritið aftan við bl. 4.

Band

Fylgigögn

Fastur seðill (tvinn) (162 mm x 104 mm) með hendiÁrna Magnússonar: Oddur Einarsson í Steinum undir Eyjafjöllum á kver í litlu formi, hvar á eru aðskiljanlegar pápískar dróslur. Relatio Rannveigar Oddsdótttur. Kverið fékk ég síðan. Er í 18 blaða broti, með hendi Þorsteins Eyjólfssonar, og eru þar á: 1. Maríu lykill, incipit: Veit þú mér að ég verða mætti. 2. Maríuvísur, incipiunt: Mjúkast vildi ég mærðar vors. Er skrifað eftir prentuðu Vísnabókinni. 3. Maríuvísur, er mælt að kveðið hafi Jón Maru[?] skáld á Hólum. inc: María meyjan skæra minning þín og æra. 4. Tvær pápískar bænir. 5. Maríuævi, incipit: Ég vil jómfrú eina, jafnan lofa best. Er skrifuð eftir Vísnabókinni prentuðu og vantaði hér nokkur erindi síðast, sem burt voru rifin af kverinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Þorsteini Eyjólfssyni og tímasett til síðari hluta 17. aldar ( Katalog (II) 1894:143 ).

Ferill

Áður en Árni Magnússon fékk handritið átti það Oddur Einarsson á Steinum undir Eyjafjöllum, en Árni segir hann tengdan Rannveigu Oddsdóttur nokkurri (sbr. aths. á umslagi).

Í handritinu hafa einnig verið tvö Maríukvæði skrifuð eftir hinni prentuðu vísnabók og tvær papiskar bæner (sbr. efnisyfirlit á umslagi). Samkvæmt handritaskrá Jóns Ólafssonar (AM 477 fol.) voru einnig undir númerinu 719: Píslargrátur með hendi Jóns Sigurðssonar (sine Capite) og annar Maríulykill (Drottning æðsta dýr af ættum), e.t.v. í tveimur eintökum.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1979.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog (II) 1894:143-144 (nr. 1814) . Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið 27. október 2003.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 719 c 4to
 • Efnisorð
 • Helgikvæði
 • XML
 • Opna XML færslu  

Lýsigögn