Skráningarfærsla handrits

AM 711 b 4to

Maríuvísur ; Ísland, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-8v)
Bjóða vil eg þér bragsins smíð
Upphaf

Bioda vil eg þier bragsins smid

Athugasemd

Þessar vísur eru nefndar Vitjunardiktur hjá  Jóni Þorkelssyni:1888:45 .

Athugasemd Árna Magnússonar um uppskriftina á bl. 1r. Samkvæmt henni eru vísurnar skrifaðar eftir handriti með hendi Guðrúnar Hákonardóttur á Sólheimum í Mýrdal.

Bl. 1v autt.

Efnisorð
2 (12r-15r)
Allra kærasta jungfrú mín
Upphaf

Allra kærasta jungfru min

Athugasemd

Bl. 9r-10v, 11v og 15v auð.

Athugasemd Árna Magnússonar um uppskriftina á bl. 11r. Samkvæmt henni eru vísurnar skrifaðar eftir kálfskinnsrúllu frá c1520-40, en sú rúlla hefur eyðilagst 1728. Eftir sömu rúllu hefur verið skrifað kvæði um heilaga Önnu, en Kålund telur að sú uppskrift hafi glatast.

Efnisorð
3 (20v-28r)
Maríuvísur Halls prests
Höfundur

Hallur Ögmundsson

Titill í handriti

Mariu visur Hallz pr.

Upphaf

Sæluzt siofar stiarna

Athugasemd

Bl. 16r-18v og 19v auð.

Athugasemd Árna Magnússonar um uppskriftina á bl. 19r. Samkvæmt henni eru vísurnar skrifaðar eftir handriti í kvartóbroti (Hólmsbókinni) sem Árni fékk frá Þórði Péturssyni.

Titill á bl. 20r.

Efnisorð
4 (31v-33v)
María heyr mig háleitt víf
Höfundur

Loftur Guttormsson

Upphaf

Maria heyr mig haleitt vif

Athugasemd

Bl. 29r-30v auð.

Athugasemd Árna Magnússonar um uppskriftina á bl. 31r. Samkvæmt henni eru vísurnar skrifaðar eftir handriti frá Guðrúnu Hákonardóttur á Sólheimum í Mýrdal.

Efnisorð
5 (36v-43v)
Heyr skínandi skærust frú
Upphaf

Heyr skinandi skæruzt fru

Athugasemd

Bl. 34r-34v, 35v-36r og 44r-46v auð.

Athugasemd Árna Magnússonar um uppskriftina á bl. 35r. Samkvæmt henni er hér skrifað eftir vísum sem eru aftan við Konungsskuggsjá og framan við Heimsósóma í skinnhandriti sem Árni fékk frá Guðríði Gísladóttur, þ.e. AM 243 f fol.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
46 blöð (210 mm x 166 mm).
Umbrot

Að jafnaði einungis skrifað á versósíður frá bl. 20v.

Skrifarar og skrift

Skrifað af Árna Magnússyni, en skv. handritaskrá Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, AM 477 fol., bl. 48r, á að finnast undir númerinu 711 4to: qvædam vero manu Joh. Olavii (sjá einnig AM 711 a 4to).

Band

Fylgigögn

Fastur seðill (205 mm x 161 mm) með hendi Árna Magnússonar: Þessar Maríuvísur (svo ætla ég kvæðið heiti) eru ritaðar eftir hendi Guðrúnar Hákonardóttur á Sólheimum í Mýrdal.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Árna Magnússyni eftir ýmsum handritum (sbr. athugasemdir). Tímasett til upphafs 18. aldar í  Katalog (II) 1894:126 .

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog (II) 1894:126-127 (nr. 1770). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið 7. október 2003.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Saga heilagrar Önnu
Ritstjóri / Útgefandi: Wolf, Kirsten
Höfundur: Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir
Titill: Meyjar og völd : rímurnar af Mábil sterku
Lýsigögn
×

Lýsigögn