Skráningarfærsla handrits

AM 695 a 4to

Trúarljóð

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-3r)
Postulavísur síra Guðmunds Erlendssonar
Höfundur

Guðmundur Erlendsson

Titill í handriti

Postula vysur Sira Gudmunds Ellendssonar

Efnisorð
2 (3r-9r)
Lilja
Höfundur

Eysteinn Ásgrímsson

Titill í handriti

Agiætt kvædi er heitir Lilia

Efnisorð
3 (9r-11r)
Ljómur
Höfundur

Jón Arason biskup

Titill í handriti

Liömur Biskups Jons Arasonar

Efnisorð
4 (11r-14r)
Niðurstigningarvísur
Höfundur

Jón Arason biskup

Titill í handriti

Nidurstignyngar vysur

Efnisorð
5 (13r-14r)
Englabrynja eftir ABC
Titill í handriti

Eingla Brinia epter ABC

Efnisorð
6 (14v-19v)
Gimsteinn
Titill í handriti

Kvedlyngur sa Gimsteirn kallast

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
19 blöð (195 mm x 164 mm), þar með talinn seðill Árna Magnússonar (bl. 15).
Umbrot

Ástand

Strikað yfir fyrirsögn neðst á bl. 19v.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Líklega sr. Markús Snæbjörnsson í Ási ( Katalog II , bls. 108).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bl. 15 seðill með athugagrein Árna Magnússonar á rektósíðu (versósíða auð), um aldur kvæðisins Gimsteins og þann, að hans mati, ranglega nefnda höfund þess, Bergstein blinda.

Band

Uppruni og ferill

Uppruni

Líklega skrifað af sr. Markúsi Snæbjörnssyni í Ási. Tímasett til síðari hluta 17. aldar í  Katalog II , bls. 108.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 7. maí 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog II , bls. 108 (nr. 1735). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. DKÞ skráði handritið 22. september 2003.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Íslensk miðaldakvæði I.2
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Valgerður Kr. Brynjólfsdóttir
Titill: Meyjar og völd : rímurnar af Mábil sterku
Lýsigögn
×

Lýsigögn