Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 641 4to

Nikulássaga erkibiskups ; Ísland, 1430-1500

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-33v)
Nikulássaga erkibiskups
Höfundur

Bergur Sokkason

Niðurlag

… þess í milli …

Athugasemd

Brot.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
33 blöð (175-180 mm x 130-135 mm).
Tölusetning blaða

  • Blaðmerkt er neðst í hægra horn (rektó), 1-33. Strikað er yfir blaðmerkingu sem kemur fyrir á neðri spássíu fyrir miðju.

Kveraskipan

Sex kver + eitt stakt blað sem saumað er sér á móttak.

  • Kver I: blöð 1-4; 2 tvinn.
  • Kver II: blöð 5-12; 4 tvinn.
  • Kver III: blöð 13-18; 3 tvinn (blað 18 er aðeins ræma).
  • Kver IV: blöð 19-22; 2 tvinn.
  • Kver V: blöð 23-26; 2 tvinn.
  • Kver VI: blöð 27-32; 3 tvinn.
  • Eitt stakt blað: blað 33.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Línufjöldi er ca 21-22.
  • Eyður eru fyrir upphafsstafi á blöðum 7v-12r og víðar.

Ástand

  • Handritið hefur allt verið tekið í sundur og tvístrast (nokkur blöð voru á sínum tíma sett inn í AM 642 4to).
  • Blöð 1-4 eru verulega sködduð og blöð 23r og 26v eru mjög slitin.
  • Af blaði 18 er einungis strimill af innri hluta varðveittur.
  • Skorið hefur verið af ytri spássíu blaða 20 og 22.

Skrifarar og skrift

  • Árléttiskrift. Skrifari er óþekktur.

Skreytingar

  • Rauðir, grænir og hvítir upphafsstafir, sjá blöð 5r, 6v, 13r og 14r.

  • Rauðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugreinar:

  • Á neðri spássíu blaðs 2r er skrifað: sbr. 640 2 b.
  • Á efri spássíu blaðs 5r er skrifað: sbr. 640. 21 b.
  • Á efri spássíu blaðs 13v er skrifað: Ívar á þessa bók, hana gaf mér fað….
  • Á neðri spássíu blaðs 13v-14r er pennaflúr.
  • Á neðri spássíu blaðs 15v er skrifað: vantar í blað.
  • Á neðri spássíu blaðs 17v er skrifað: sbr. 640. 28 b 12. línu. Örlítið neðar á spássíunni stendur: frá 3. blaði hingað til vantar ekki inn í. Þar fyrir neðan er stafaflúr.
  • Á efri spássíu blaðs 19r er skrifað: sbr. 640. 29 a, 15. línu.
  • Á neðri spássíu blaðs 19v er skrifað: Andrés Ívar á þessa bók. Á spássíunni er einnig ólæsilegt stafaflúr.
  • Á efri spássíu blaðs 20r er skrifað: sbr. 640. 30 b neðst - 31 b.
  • Á efri spássíu blaðs 21r er skrifað: sbr. 640. 31 b. Á neðri spássíu blaðsins er skrifað Þessi tvö blöð skakkt brotin; 17. blaðið ætti að vera framar.
  • Á efri spássíu blaðs 23r er skrifað: sbr. 638 4to 90 b 7 [….] = 640. 38 a.
  • Á efri spássíu blaðs 24r er skrifað: sbr. 640. 38 b. Þar fyrir ofan er skrifað eitthvað illlæsilegt en lesa má 642 2.
  • Á efri spássíu blaðs 26r er skrifað: sbr. 638 4to 94. b 2:l = 640. 39 b .
  • Á efri spássíu blaðs 27r er skrifað: sbr. 640. 42 b.
  • Á efri spássíu blaðs 28r er skrifað: beint framhald þess er stendur í 18. blaði, sbr. 640. 43 b.
  • Á neðri spássíu blaðs 32v er skrifað: Á 19. blaði stendur framhald þessa máls.
  • Á efri spássíu blaðs 33r er skrifað: sbr. 640. 45 b.
.

Band

Band (193 null x 165 null x 25 null) er frá 1968. Spjöld eru klædd fíngerðum striga. Leður er á kili og hornum. Saurblöð fylgja bandi. Handritið liggur í strigaklæddri pappaöskju með leðurklæddum kili.

Fylgigögn

1) Í handriti eru meðfylgjandi:

  • Tveir fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar sem á eru athugagreinar er varða söguna.
  • Seðill 1 (39 mm x 106 mm) Framan af Nikulássögu fragment
  • Seðill 2 (151 mm x 98 mm) Úr Nikulássögu erkibiskups Mirensis sitt, svo að kalla úr hverjum stað.
  • Framan við aftara saurblað eru þrír bútar úr blöðum límdir á gegnsæjan pappír.

2) Meðfylgjandi í sér hólfi í öskju er:

  • Foliotvíblöðungur í pappakápu með álímdum strigakili. Þar eru orðskýringar skrifaðar af Árna Magnússyni m.m.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett ca 1430-1500 (sjá  ONPRegistre , bls. 457), en um 1400 í  Katalog II , bls. 49.

Ferill

Sennilega er minnst stuttlega á þetta handrit í AM 435a 4to, blaði 18v (sbr. Katalog II , bls. 49).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. október 1995.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 20. ágúst 2009; lagafærði í janúar 2011.

ÞS skráði 11. september 2001.

Kålund gekk frá handritinu til skráningargekk frá handritinu til skráningar í 25. apríl 1888 (sjá Katalog II> , bls. 49 (nr. 1628).

GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn í janúar-apríl 1995. Nákvæm lýsing á viðgerðum og ljósmyndun fylgir.

Bundið í Kaupmannahöfn 1968.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í júní 1973.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans, Shook, L. K., Widding, Ole
Titill: The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist, Mediaeval Studies
Umfang: s. 294-337
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: , Íslenskar Nikulás sögur, Helgastaðabók: Nikulás saga: Perg. 4to nr. 16 Konungsbókhlöðu í Stokkhólmi
Ritstjóri / Útgefandi: Selma Jónsdóttir, Stefán Karlsson, Sverrir Tómasson
Umfang: II
Höfundur: Sverrir Tómasson
Titill: Góssið hans Árna, "Bið fyrir mér dándikall." Ærlækjarbók
Umfang: s. 63-77
Lýsigögn
×

Lýsigögn