Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 615 d 4to

Rímur af Sigurgarði hinum frækna ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-30v)
Rímur af Sigurgarði hinum frækna
Titill í handriti

Fyrsta Sigurgardz Ryma ferskeytt

Athugasemd

16 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
Blaðfjöldi
30 blöð (202 mm x 157 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með svörtu bleki á annarri hverri rektósíðu 1-59, síðari tíma viðbót.

Bætt hefur verið við blaðsíðumerkingu með blýanti, þar sem áður vantaði, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Fimm kver:

  • Kver I: bl. fols. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 25-26 (25+26), 1 tvinn.
  • Kver V: bl. 27-30 (27+30, 28+29), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170-175 mm x 135 mm.
  • Línufjöldi er 32-35.
  • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

  • Blettótt og dökkt.
  • Saumgöt.
  • Gamlar viðgerðir.

Skrifarar og skrift

Með hendi Bjarna Jónssonar, blendingsskrift. (Sjá Springborg 1969, bls. 228).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á eftir rímunum er vísa (4 vo) og pennakrot þar sem eiganda bókarinnar er getið: hier endast Sigurgards Rymur ad kueda og skrifa[.] Þessa bok A Eg Øløf Gudmúnz Døtter enn Jon Biarnar son hefur skrifad þesse Ørd. Ender, (bl. 30v).

Band

Band frá c1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír, með prentað mál á spjaldblöðum. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með bleki. Tveir límmiðar eru á kili.

Fylgigögn

Fastur seðill fremst með hendi Árna Magnússonar: Sigurðar rímur 16, fengnar 1710 af Sigmundi Sæmundssyni. Og voru þá aftan við sögur af Vilhjálmi sjóð, af Dínus drambláta, af Hrólfi Gautrekssyni, af Sörla sterka, af Fertram og Plato.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 25. Það var upprunalega hluti af stærri bók og voru þá aftan við: Vilhjálms saga sjóðs, Dínus saga drambláta, Hrólfs saga Gautrekssonar, Sörla saga sterka og Fertrams saga og Platos.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Sigmundi Sæmundssyni 1710 (sbr. fastan seðil fremst). Ólöf Guðmundsdóttir á Eyri við Seyðisfjörð átti m.a. bókina (sbr. pennakrot aftast).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 1. mars 2024.
  • ÞS skráði 10. september 2001.
  • Tekið eftir Katalog II , bls. 25 (nr. 1589). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn