Skráningarfærsla handrits

AM 611 a 4to

AM 611 a 4to ; Ísland, 1600-1700

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
8 blöð
Band

Band frá c1772-1780 (197 mm x 157 mm x 4 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Efnisyfirlit framan á kápu. Á spjaldblöðum sést spegilmynd af prentuðu máli.

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. mars 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS skráði 20. desember 2002, sjá einnig Katalog II , bls. 16 (nr. 1556). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 28. febrúar 1888.

Viðgerðarsaga

Viðgert í Kaupmannahöfn 1964.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Hluti I ~ AM 611 a I 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-2v)
Rímur af Flóres og Leó
Athugasemd

Tvö brot, en ekki úr rímum þeirra Bjarna skálda Jónssonar og Hallgríms Péturssonar. Brotin eru úr 2. og 3. rímu, hliðstætt síðari hluta 1. rímu og nokkru af 2. rímu í Flóres rímum Bjarna skálda (sjá Finnur Sigmundsson, 1956: xviii-xix).

Efnisorð
1.1 (1r-1v)
Enginn titill
Upphaf

hef eg a lyst / hrecke þeirra oc prette

Niðurlag

hond / gade eij ad þui

Athugasemd

Texti einnig skertur vegna slits og afskurðar.

Efnisorð
1.2 (2r-2v)
Enginn titill
Upphaf

[kue]ikia bal / mikid framan mitt hia rom

Niðurlag

þar til gud sie vittne mier

Athugasemd

Texti einnig skertur vegna slits og afskurðar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
2 blöð (132 mm x 103 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðsíðumerking 1-4.

Kveraskipan

Stök blöð.

Umbrot

 • Leturflötur er u.þ.b. 120 mm x 90 mm.
 • Línufjöldi er 19-21.

Ástand

 • Vantar bæði framan og aftan af.
 • Skorið hefur verið neðan af báðum blöðunum og eftir ytri spássíu bl. 1.
 • Trosnað hefur af innri spássíu beggja blaða.
 • Skriftin máð og á 2v er aflöng blekklessa.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari.

Fylgigögn

Utanum blöðin er fastur seðill með hendi Árna Magnússonar o.fl. með upplýsingum um efni.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til 17. aldar (sjá Katalog II , bls. 16).

Hluti II ~ AM 611 a II 4to

Tungumál textans
íslenska
2 (3r-8v)
Rímur af Sigurði fót og Ásmundi Húnakóngi
Upphaf

[… Skein] a ytum skyrtann su

Athugasemd

Sex rímur, óheilar. Vantar framan og aftan af, texti einnig skertur vegna afskurðar og slits.

Byrjar í 35. erindi 1. rímu (skv. Rímnasafni, 1913-22), en það er ólæsilegt sökum slits. Hér er byrjað á 36. er.

Síðustu línurnar ólæsilegar sökum slits en sennilega endar handritið í 30. erindi 6. rímu, eða þar um bil.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
6 blöð (u.þ.b. 190 mm x 152 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðsíðumerking með blýanti og penna, 1-12.

Kveraskipan

Ein örk, 6 bl., 3 tvinn.

Umbrot

 • Leturflötur er u.þ.b. 170 mm x 130 mm
 • Línufjöldi er 28-30.
 • Griporð.

Ástand

Skriftin er mjög máð og skorið hefur verið ofan af blöðunum.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Pennakrot á 1r, 3r-v, 4r (gud), 5r.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til 17. aldar (sjá Katalog II , bls. 16).

Notaskrá

Höfundur: Bjarni Jónsson, Hallgrímur Pétursson
Titill: Rímur af Flóres og Leó, Rit Rímnafélagsins
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Sigmundsson
Umfang: 6
Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 611 a 4to
 • XML
 • Opna XML færslu  

Lýsigögn