Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 610 a 4to

Egils rímur Skallagrímssonar ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-95v)
Egils rímur Skallagrímssonar
Titill í handriti

Hier byriar Rymur af þeim Gamla | forfødur Eigle Skallagrijmſſyne huoriar | Jön Gudmundſſon ortt hefur, þä dätumm | skrifadeſt 1643

Upphaf

Mig hefur beded af mærdar hleim ...

Niðurlag

... mynumm verda äa kvædumm

Skrifaraklausa

finis EH.

Athugasemd

40 rímur.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
 • Vatnsmerki 1: Aðalmerki: Kver I: Lítið dárahöfuð með sjö bjöllum á kraga (bl. 1, 3v, 6v )

  Mótmerki: Fangamark IC (bl. 2, 5 )

 • Vatnsmerki 2: Aðalmerki: Stórt vatnsmerki sem er orð með mynd ofan á, dárahöfuð og kanna (bl. 89, 91, 94).
Blaðfjöldi
95 + i blað (190 mm x 160 mm).
Tölusetning blaða

Blaðsíðumerking með blýanti og svörtu bleki í efri ytra horni rektósíðna 1-190, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Tólf kver:

 • Kver I: bl. 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
 • Kver II: bl. 9-16 (9+16, 10+15, 11+14, 12+13), 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 17-24 (17+24, 18+23, 19+22, 20+21), 4 tvinn.
 • Kver IV: bl. 25-33 (25+32, 26+31, 27+30, 28+29, 33), 4 tvinn, 1 stakt blað.
 • Kver V: bl. 34-39 (34+39, 35+38, 36+37), 3 tvinn.
 • Kver VI: bl. 40-48 (40, 41+48, 42+47, 43+46, 44+45), 1 stakt blað, 4 tvinn.
 • Kver VII: bl. 49-56 (49+56, 50+55, 51+54, 52+53), 4 tvinn.
 • Kver VIII: bl. 57-64 (57+64, 58+63, 59+62, 60+61), 4 tvinn.
 • Kver IX: bl. 65-72 (65+72, 66+71, 67+70, 68+69), 4 tvinn.
 • Kver X: bl. 73-80 (73+80, 74+79, 75+78, 76+77), 4 tvinn.
 • Kver XI: bl. 81-89 (81+88, 82+87, 83+86, 84+85, 89), 4 tvinn, 1 stakt blað.
 • Kver XII: bl. 90-95 (90+95, 91+94, 92+93), 3 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Letur flötur er 165-190 mm x 125 mm.
 • Línufjöldi er 28-32.
 • Griporð, pennaflúruð.

Ástand

 • Handritið er dökkt og erfitt stundum að lesa skrift sums staðar.
 • Vegna afskurðar eru griporð skert.

Skrifarar og skrift

Óþekktur skrifari, með upphafsstafi EH skv. skrifaraklausu, skrifar með fljótaskrift, en upphaf 38. rímu (bl. 86v) er skrifað með kansellískrift. Stefán Karlson 1964, bls. 7 telur að skrifari hafi verið Þórður Jónsson að Strandseljum.

Skreytingar

Fyrsti upphafstafur er blekdreginn skrautstafur (ca 7 línur). Aðrir upphafstafir eru minni (2-3 línur) en einnig blekdregnir skrautstafir.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Fyrirsagnir og fyrsta lína eru skrifuð í kansellískrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Skrifari hefur skrifað upphafsstafi þess sem talar á spássíum (bl. 4v).
 • Á aftara saurblaði hafa verið límdar 13 ræmur sem voru teknar úr bandinu við forvörslu. Strimlarnir eru bæði úr prentuðu og handskrifuðu efni.

Band

Band frá árunum 1772-1780 ( mm x mm x mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu. Titill hefur verið leiðréttur frá Egils saga Skallagrims sonar í Egils rímur Skallagrims sonar. Leifar af límmiða á kili.

Kjölur er ekki góðu ástandi.
Fylgigögn

Fastur seðill (111 mm x 146 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Egils rímur Skallagrímssonar ortar af Jóni Guðmundssyni í Russeyjum [Rauðseyjum]. Úr bók er ég fékk 1709 frá Gísla Jónssyni í Mávahlíð. Þá bók hafði átt Magnús Björnsson á Bessastöðum í Steingrímsfirði 1702, [1]703, [1]704, 1705 í maí átti Gísli Jónsson bókina.

Laus miði, með nútíma hönd hefur skrifað: Egils rímur, AM 610 a 4to 1sta Ríma:

Sæbjörg (f. Sal.)

Haralldur lurpa

Hundþiöf kongur

Hlaupið yfir Auðbjörn konung,

Hafssfjörðuraustu ... fol. fremst.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog II, bls. 14. Það hefur upprunalega verið hluti af stærri bók (sjá seðil).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Gísla Jónssyni í Mávahlíð 1709. Það hafði átt Magnús Björnsson á Bassastöðum í Steingrímsfirði 1702, en í maí 1705 var það komið í eigu Gísla (sjá fastan seðil fremst).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 17. desember 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
Viðgerðarsaga

Athugað fyrir myndatöku júní 2010.

Myndað í júní 2013.

Jens Jacob Webber batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

Myndað fyrir handritavef í júní 2013.

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Titill: , Egils saga Skallagrímssonar. Bind I. A-redaktionen
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Umfang: 19
Höfundur: Björn Karel Þórólfsson
Titill: Rímur fyrir 1600
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Jón Þorkelsson
Titill: Íslensk kappakvæði II., Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen
Umfang: 21
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Gömul hljóðdvöl í ungum rímum, Íslenzk tunga
Lýsigögn
×

Lýsigögn