Skráningarfærsla handrits

AM 606 g 4to

Ólafs rímur Tryggvasonar ; Ísland, 1601-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-11r)
Ólafs rímur Tryggvasonar
Titill í handriti

Rymur aff Olafe konge Trygguasyne

Athugasemd

Átta rímur.

Bl. 11v-12v auð.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír með vatnsmerkjum.
  • Aðalmerki: Tvöfaldur kross með kórónu efst (bl. 1, 3, 6, 8, 9, 12).

Vatnsmerki á auka tvinni er stórt skjaldarmerki Amsterdam. (Sama vatnsmerki finnst á innri saurblöðum AM 410 4to.)

Blaðfjöldi
12 blöð (203 mm x 156 mm). Bl. 11v-12v auð.
Tölusetning blaða

Handritið er blaðsíðumerkt 1-21, síðari tíma viðbót.

Kveraskipan

Tvö kver:

  • Kver I: 1-8 (1+8, 2+7, 3+6, 4+5), 4 tvinn.
  • Kver II: 9-12 (9+12, 10+11), 2 tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er 170 mm x 130 mm.
  • Línufljöldi er 26-30.
  • Tvö skástrik marka enda rímna-línu.
  • Leturflötur er afmarkaður með þurroddi við ytri spássíu.
  • Griporð á bl. 8v, pennaflúruð.
  • Síðustu orð á síðu hanga á stöku stað undir leturfleti.

Ástand

  • Blettir við jaðar.
  • Bleksmitun.

Skrifarar og skrift

Séra Jón Pálsson, fljótaskrift en latína er með snarhönd. (

Sama hönd og AM 410 4to.)

Skreytingar

Upphafsstafir blekdregnir skrautstafir (1-2 línur).

Fyrirsagnir og fyrsta lína rituð í kansellískrift.

Skreyting við eða umhverfis griporð.

Lítill bókarhnútur á bl. 11r.

Jaðar hefur verið litaður dökk blár.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugrein frá 18. öld á bl. 1r þar sem vísað er í Specimen Runicum Magnúsar Ólafssonar um hver höfundur rímnanna sé, Sigurdus Cæcus.

Band

Band frá ca. 1771-1780, pappaspjöld og kjölur klæddur handunnum pappír, með prentað mál á spjaldblöðum. Titill og safnmark skrifað framan á kápu með svörtu bleki. Tveir límmiðar á kili með safnmarki og hlaupandi tölu.

Fylgigögn

Eitt blað (203 mm x 156 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar: Ólafs rímur Tryggvasonar Sigurðar blinda. Fengnar 1712 í octobri hjá monsieur Þormóði Torfasyni, og voru þá innbundnar framan við annála. Tvenna, gamla og Björns á Skarðsá. Eru (sem mér sýnist) með hendi eins skrifara herra Þorláks biskups á Hólum, og var bókin öll með sömu hendi rituð.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað á Íslandi með hendi skrifara Þorláks Þórðarsonar biskups (sbr. seðil), en handritið er tímasett til 17. aldar í Katalog II, bls. 12.

Var áður hluti af stærra handriti þar sem í voru Annálar Björns á Skarðsá, bundnir aftan við (sbr. seðil). Einnig voru blöð sem nú eru í AM 410 4to í þessu handriti.

Ferill

Árni Magnússon fékk blöðin frá Þormóði Torfasyni í október 1712 (sbr. seðil).

Árið 1730 voru blöðin hluti af No 606 in 4to (sbr. AM 456 fol., bl. 24r; AM 477 fol., 42r).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. janúar 1984.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill
  • MJG uppfærði með gögnum frá BS, 27. febrúar 2024.
  • ÞS skráði 29. ágúst 2001.
  • Tekið eftir Katalog II, bls. 12 (nr. 1542). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?.
Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Filma á handritadeild Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns.

Notaskrá

Titill: Hemings þáttr Áslákssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Fellows-Jensen, Gillian
Umfang: 3
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn