„Rymur aff Olafe konge Trygguasyne“
Átta rímur. Bl. 11v autt.
Handritið er blaðsíðumerkt.
Ein hönd.
Spássíugrein frá 18. öld á bl. 1r þar sem vísað er í Specimen Runicum Magnúsar Ólafssonar um hver höfundur rímnanna sé, Sigurdus Cæcus.
Eitt blað fremst með hendi Árna Magnússonar: „Ólafs rímur Tryggvasonar Sigurðar blinda. Fengnar 1712 í octobri hjá monsieur Þormóði Torfasyni, og voru þá innbundnar framan við annála. Tvenna, gamla og Björns á Skarðsá. Eru (sem mér sýnist) með hendi eins skrifara herra Þorláks biskups á Hólum, og var bókin öll með sömu hendi rituð.“
Með hendi skrifara Þorláks Þórðarsonar biskups (sjá seðil), en handritið er tímasett til 17. aldar í Katalog II , bls. 12.
Var áður bundið framan við tvo gamla annála og annál Björns Jónssonar á Skarðsá (sjá seðil).
Í AM 477 fol., eru að auki nefndar undir númerinu AM 606 4to Rímur af Andra jarli, Hjálmþérs rímur og Rímur af Ormari Framarssyni, sem nú vantar en hafa að því er virðist einnig verið með hendi Jóns Sigurðssonar eldri.
Árni Magnússon fékk frá Þormóði Torfasyni í október 1712.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. janúar 1984.
Tekið eftir Katalog II , bls. 12 (nr. 1542). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 29. ágúst 2001.