Skráningarfærsla handrits

AM 589 a 4to

AM 589 a 4to ; Ísland, 1450-1500

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-21v)
Kirjalax saga
Upphaf

hanſ har ok ſkeg

Niðurlag

æn huat ſem huer vıll um tala þa seger

Athugasemd

Óheil.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn og pappír.
Blaðfjöldi
21 blað.
Umbrot

Ástand

 • Vantar framan og aftan af handritinu.
 • Á eftir bl. 6 vantar blað.

Skreytingar

Örlitlar leifar af upphafsstöfum og fyrirsögnum.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Eyðufyllingar með hendi Árna Magnússonar: upphaf sögunnar á neðri spássíu bl. 1r og það sem á að koma á eftir bl. 6 og 21 á seðlum.
 • Athugasemdir Árna um endi sögunnar á seðli.
 • Trúarlegar athugasemdir með yngri hendi eru víða á neðri spássíu.
 • Á neðri spássíu bl. 21v stendur: þat giofer eg oddr.

Band

Band frá c1970-1980.

Fylgigögn

Þrír seðlar með hendi

 • Seðill 1 (tvinn í 8vo stærð) (150 mm x 98 mm): Kirjalax saga. Vantar aftan við og nokkrar línur framan við. Úr Samsonar sögu fagra, lítið. Valdimars saga. Af Clarus keisarasyni. Af Ector, vantar eitt blað (α) af Stúf Kattarsyni, vantar mikið aftan við. Af Þorsteini bæjarmagn. Af Agli einhenta. Af Hálfdani Brönufóstra, vantar endann. Úr Álaflekks sögu. Úr Hákonar sögu Hárekssonar. Af Sturlaugi starfsama, vantar upphafið. Af Gönguhrólfi. Þær sem undir eru strikaðar, eru héðan uppskrifaðar hjá mér. Það kann ég completera úr minni annarri membrana. Item úr konungsins membrana recenti. Nota. Þessa bók hefi ég fengið af magister Birni Þorleifssyni.
 • Seðill 2 (157 mm x 135 mm) með útdrætti úr Kirjalax sögu
 • Seðill 3 (188 mm x 144 mm) með útdrætti úr Kirjalax sögu

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er tímasett til seinni helmings 15. aldar (sjá ONPRegistre, bls. 456), en í  Katalog I , bls. 754, til 15. aldar. Það hefur upprunalega verið hluti af stærra handriti. Úr sama handriti og AM 589 b 4to.

Ferill

Árni Magnússon segist hafa fengið safnið AM 589 4to frá mag. Birni Þorleifssyni.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. júní 1988.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 754 (nr. 1483). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 188?. ÞS skráði 24. ágúst 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 28. júní til 12. ágúst 1966. Yfirfarið á verkstæði í Kaupmannahöfn í mars 1988. Trúlega bundið að nýju af Birgitte Dall c1970-1980.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Útgefið í Early Icelandic Manuscripts in Facsimile, nóvember 1977.

Notaskrá

Höfundur: Kedar, Benjamin Z., Westergård-Nielsen, Christian
Titill: Icelanders in the crusader kingdom of Jerusalem: a twelfth-century account, Mediaeval Scandinavia
Umfang: s. 193-211
Titill: , Mírmanns saga
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 17
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Nordisk kultur, Palæografi. B. Norge og Island
Umfang: 28:B
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Kirjalax saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 43
Titill: Hákonar saga Hárekssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Overgaard, Mariane
Umfang: 32
Höfundur: Springborg, Peter
Titill: Himmelrivende, Equus Troianus sive Trójuhestur tygjaður Jonnu Louis-Jensen
Umfang: s. 66-69
Höfundur: Skårup, Povl
Titill: Gripla, Tre marginalnoter om Erex saga
Umfang: 6
Titill: Tiodielis saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Ohlsson, Tove Hovn
Umfang: 72
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 589 a 4to
 • Efnisorð
 • Riddarasögur
 • XML
 • Opna XML færslu  
Efni skjals
×
 1. Kirjalax saga

Lýsigögn