Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 569 a 4to

Rímur af Þorgeiri stjakarhöfða ; Ísland, 1700-1725

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-7r)
Rímur af Þorgeiri stjakarhöfða
Titill í handriti

Þorgeirs rímur

Upphaf

Margur hyggur sér til fjár / mun sá virðing þiggja …

Niðurlag

… og er sagt að Þorgeir muni þessari jarlsdóttur gifst hafa.

Athugasemd

Aðeins hluti af rímunum, laust mál víða á milli erinda og aftast. Rímurnar kunna að vera skrifaðar upp eftir minni.

Prentað eftir þessu handriti í Íslenzkum fornkvæðum IV, bls. 167-176, og nokkur erindi í Om digtningen på Island, bls. 139.

Bl. 7v-8v auð.

Efnisorð
2 (9r-10r)
Rímur af Þorgeiri stjakarhöfða
Titill í handriti

Þetta vantar framan við relationina

Upphaf

Eitt sinn þá Ólafur kóngur Tryggvason lá á skipi …

Niðurlag

… var kóngur búinn að reikna saman fjölskyldu karls.

Athugasemd

Frásögn í lausu máli um það sem vantar framan á rímurnar.

Bl. 10v autt.

3 (11r-12v)
Saga af Þorgeiri stjakarhöfða
Upphaf

Í mínu ungdæmi hefi ég heyrt frásögn nokkra um Þorgeir stjakarhöfða …

Niðurlag

… Hér af fékk Þorgeir stjakarhöfði nafn.

Athugasemd

Hvor tveggja textinn prentaður eftir þessu handriti í Íslenzkum fornkvæðum IV, 176-177, Íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum I, bls. 164-165, Íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum I, bls. 157, og Om digtningen på Island, bls. 139-140.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír. Hluti af vatnsmerki neðst á bl. 7.
Blaðfjöldi
12 blöð (165 mm x 105 mm).
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðsíðumerking, aðeins rektósíður merktar.

Kveraskipan

Fjögur kver

  • Kver I: Blöð 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: Blöð 5-8, 2 tvinn.
  • Kver III: Blöð 9-10, tvinn.
  • Kver IV: Blöð 11-12, tvinn.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 140-150 mm x 90 mm.

Línufjöldi ca 22-23.

Griporð á stöku stað.

Ástand
Milli blaða 4 og 5 er blaðbrotsblað frá spjaldblaði merkt 4bis
Skrifarar og skrift
Tvær hendur.

I. 1r-7r: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

II. 9r-12v: Óþekktur skrifari, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Árni Magnússon bætir við titilinn á bl. 1r: [Stjakarhöfða].
  • Bl. 9-12 eru skrifuð fyrir Árna, sem skrifar sjálfur nafn sitt efst á bl. 11r: AMagnæus.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (168 mm x 113 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til upphafs 18. aldar ( Katalog I , bls. 731).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. nóvember 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

ÞS grunnskráði 2. nóvember 2001 og fullskráði 13. mars 2017.

Kålund gekk frá handritinu til skráningar 28. október 1887 ( Katalog I , bls. 731 (nr. 1417).

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Munnmælasögur 17. aldar, Íslenzk rit síðari alda
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Einarsson
Titill: , Íslenzk Fornkvæði: Islandske Folkeviser Bd I-VIII
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: X-XVII
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri: Safnað hefur Jón Árnason
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Böðvarsson, Bjarni Vilhjálmsson
Titill: Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Höfundur: Jón Jónsson Stafafelli
Titill: Huld, Þorgeirs rímur stjakarhöfða (og Lítil athugasemd eftir sr. Jón Jónsson að Stafafelli)
Ritstjóri / Útgefandi: Pálmi Pálsson
Umfang: 1
Titill: Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Árnason
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn