Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 562 h 4to

Þorsteins þáttur sögufróða ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-3v)
Þorsteins þáttur sögufróða
Titill í handriti

Saga af Þorsteini fróða (al: austfirska)

Upphaf

Í Austfjörðum óx upp sá maður er Þorsteinn hét …

Niðurlag

… og var jafnan með kóngi. Og lýkur svo þessum söguþætti.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
4 blöð (210 mm x 163 mm). Blað 3 er að mestu leyti autt og bl. 4 er autt.
Tölusetning blaða

Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með rauðu bleki, 1-3. Blað 4 er ómerkt.

Kveraskipan

Tvö tvinn.

Umbrot

  • Eindálka.
  • Leturflötur er ca 150 mm x 110 mm.
  • Línufjöldi er 17.

Skrifarar og skrift

Með hendi Jóns Torfasonar, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Tilvísun til Noregskonunga sagna með hendi Árna Magnússonar á efri spássíu blaðs 1r.

Band

Band frá árunum 1772-1780 (214 mm x 168 mm x 3 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til um 1700 ( Katalog I 1889:716 ).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. mars 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn