Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 562 b 4to

Þorsteins þáttur uxafóts ; Ísland, 1620-1670

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1v-10v)
Þorsteins þáttur uxafóts
Titill í handriti

Saga af Þorsteini uxafót

Upphaf

Þorkell hét maður, er bjó í Krossavík …

Niðurlag

… og féll á orminum langa.

Baktitill

Og endar hér að segja frá Þorsteini uxafót.

Athugasemd

Líklega hefur niðurlag annarrar sögu verið á bl. 1r en það er nú útkrassað og ólæsilegt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 10 + ii blöð (213 mm x 167 mm).
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðsíðumerking 1-19.
 • Síðari tíma blaðmerking með blýanti 1-10.

Kveraskipan

Tvö stök blöð fremst sem límd eru við aftari saurblöðin. Blöð 3-10, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 180 mm x 135 mm.
 • Línufjöldi er 24-26.
 • Kaflatal á spássíum.

Ástand

Krassað yfir texta á bl. 1r, sem var áður límt við fremra saurblað en hefur nú verið losað.

Skrifarar og skrift

Með hendi Ketils Jörundssonar, síðléttiskrift.

Band

Pappaband frá árunum 1772-1780 (214 mm x 170 mm x 5 mm). Pappaspjöld klædd handunnum pappír. Safnmark og titill skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Kålund tímasetti til 17. aldar ( Katalog I 1889:714 ) en virkt skriftartímabil Ketils Jörundssonar var c1620-1670.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 24. nóvember 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Mattias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 562 b 4to
 • Efnisorð
 • Íslendingaþættir
 • Fleiri myndir
 • LitaspjaldLitaspjald
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar

Lýsigögn