Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 555 a 4to

Njáls saga ; Ísland, 1650-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

(1r-65v)
Njáls saga
Titill í handriti

Hér byrjar Njáls sögu eður Íslendinga sögu

Upphaf

Mörður hét maður er kallaður var gígja …

Niðurlag

… í þeirri ætt.

Baktitill

Og ljúkum vér þar Brennu-Njáls sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 65 + i blöð (198-202 mm x 160 mm). Neðri hluti blaðs 65v er auður.
Tölusetning blaða

 • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti 1-65.
 • Seðlarnir eru merktir með rauðu bleki, a-b.

Kveraskipan

17 kver.

 • Kver I: bl. 1-2, tvinn.
 • Kver II: bl. 3-6, 2 tvinn.
 • Kver III: bl. 7-10, 2 tvinn.
 • Kver IV: bl. 11-14, 2 tvinn.
 • Kver V: bl. 15-18, 2 tvinn.
 • Kver VI: bl. 19-22, 2 tvinn.
 • Kver VII: bl. 23-26, 2 tvinn.
 • Kver VIII: bl. 27-30, 2 tvinn.
 • Kver IX: bl. 31-34, 2 tvinn.
 • Kver X: bl. 35-38, 2 tvinn.
 • Kver XI: bl. 39-42, 2 tvinn.
 • Kver XII: bl. 43-46, 2 tvinn.
 • Kver XIII: bl. 47-50, 2 tvinn.
 • Kver XIV: bl. 51-53, tvinn og stakt blað (bl. 52).
 • Kver XV: bl. 54-57, 2 tvinn.
 • Kver XVI: bl. 58-61, 2 tvinn.
 • Kver XVII: bl. 62-65, 2 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 180-185 null x 145-150 null.
 • Línufjöldi er ca 36-45 (línum fjölgar á öftustu blöðunum).
 • Síðustu orð á síðu hanga víða undir leturfleti.
 • Griporð á blöðum 1r-2v og víðar.

Ástand

 • Lélegur pappír og blekið hefur sums staðar farið í gegn, blöð 3-6 eru til dæmis illa leikin.
 • Sum blöðin hafa morknað á jöðrum og hornum (einkum fremst og aftast) og hefur verið gert við þau.
 • Lítið gat er í gegnum blöð 3-43, efst við kjöl.
 • Blettir (vatnsblettir og annað) yfir texta á blöðum 3v-7v, 10r, 11r-v, 14v-17r, 21v, 23r-25r, 32r-33r.

Skrifarar og skrift

Með hendi séra Páls Ketilssonar, fljótaskrift. Skriftin er fíngerð og þétt.

Blöð 1-2 eru með annarri hendi, fljótaskrift.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Blöð 1-2 eru innskotsblöð.
 • Efst til hægri á bl. 1r stendur P Septimii.
 • Strikað hefur verið við texta á stöku stað á spássíum (sjá til dæmis bl. 58v og 64v.

Band

 • Band frá því í nóvember 1975 (213 mm x 185 mm x 25 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
 • Handritið liggur í öskju með eldra bandi.

 • Eldra pappaband frá árunum 1772-1780. Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír. Spjaldblöð úr prentaðri bók. Titill og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili. Spjaldblöð úr prentaðri bók.

Fylgigögn

Tveir seðlar bundnir fremst með hendi Árna Magnússonar:

 • Fremri seðillinn (102 mm x 135 mm) er með upplýsingum um feril (Nials saga: ex Bibliotheca Septimio=Rostgaardiana. sed mea nunc est ex Dono Domini Rostgardi.á rektóhlið (versóhlið er auð).
 • Aftari seðillinn (162 null x 105 null) er með upplýsingum um uppruna handritsins á rektósíðu: Eg held að ekki muni merkilegt það Njálu exemplar, sem þér séð hafið með minni hendi utanlands. (puta hjá sra Peder Syv) en önnur var uppskrifuð í Hvammi af mínum góða föður eftir pergamentsbók (ef mig rétt minnir) frá Þórði Steindórssyni. Sr. Páll Ketilsson 1699. Neðst á seðlinum stendur: Þessi er eigi skrifuð eftir Exemplari Þórðar Steind.s. Á versóhlið er texti sem strikað hefur verið yfir.
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til síðari helmings 17. aldar í  Katalog I , bls. 702.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið úr safni Frederik Rostgaard: Ex Bibliotheca Septimio-Roſtgardianâ. Sed mea nunc est ex Dono Domini Rostgardi (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. febrúar 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P522. apríl 2009 og síðar.
 • ÞS færði inn grunnupplýsingar 10. desember 2001.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 23. september 1887(sjá Katalog I 1889:703-704 (nr. 1370) .

  GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1975. Eldra band fylgir með handritinu í öskju.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 555 a 4to
 • Efnisorð
 • Íslendingasögur
 • Fleiri myndir
 • LitaspjaldLitaspjald
 • XML
 • Opna XML færslu  
 • PDF í einni heild
 • UpplýsingarUpplýsingar
Efni skjals
×
 1. Njáls saga

Lýsigögn