Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 552 f 4to

Króka-Refs saga ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-14r)
Króka-Refs saga
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Króka-Ref

Upphaf

Á dögum Hákonar kóngs Aðalsteinsfóstra …

Niðurlag

… og er margt göfugra manna frá honum komið.

Baktitill

Og lúkum vér hér sögu Króka-Refs.

2 (14v-16r)
Konungatal
Titill í handriti

Ættartala einvaldskonunga í Noregi til skjallegri skilnings sagnanna

Upphaf

Eftir því sem menn allra lengst uppspyrja …

Niðurlag

… hverjir nú höfðu regierað í 500 ár fyrr en Noreg komst undir Danmörk.

Efnisorð
3 (16v-29v)
Víglundar saga
Titill í handriti

Víglundar saga

Upphaf

Haraldur hinn hárfagri var sonur Hálfdanar svarta …

Niðurlag

… og voru þrjú brullaupin þar undireins haldin.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 29 + i blöð (200-205 mm x 158-163 mm).
Tölusetning blaða

  • Upprunaleg blaðmerking B-H (ekki á hverju blaði og hefst á bl. 4r.
  • Handritið hefur verið blaðmerkt síðar með blýanti, 1-29.

Kveraskipan

Sex kver.

  • Kver I: bl. 1-6, 3 tvinn.
  • Kver II: bl. 7-16, 5 tvinn.
  • Kver III: bl. 17-22, 3 tvinn.
  • Kver IV: bl. 23-24, 1 tvinn.
  • Kver V: bl. 25, stakt blað.
  • Kver VI: bl. 26-29, 2 tvinn.

Umbrot

  • Tvídálka, nema blöð 1r og 14v-16r.
  • Leturflötur er ca 155-160 mm x 125-130 mm.
  • Línufjöldi er 26-30.
  • Griporð. Á bl. 1v og 2r eru griporð undir báðum dálkum.
  • Strikað fyrir leturfleti á bl. 1r.

Ástand

  • Gert hefur verið við handritið við kjöl og hefur texti skerst örlítið á blaði 16v.
  • Handritið er nokkuð skítugt og blettótt en skerðir þó ekki texta.
  • Í Víglundar sögu hefur víða verið strikað undir orð og setningar með blýanti og X sett á spássíur.
  • Blek hefur smitast í gegn frá upphafsstaf á bl. 1r á bl. 1v.

Skrifarar og skrift

Talið skrifað af séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði, fljótaskrift.

Skreytingar

Upphafsstafir stórir og pennaflúraðir, margir með plöntuformum. Upphafsstafir á bl. 1r (A) og 16v (H) eru stórir og er skreytingin í kringum þá ferhyrndur rammi fylltur plöntuformum.

Fyrirsagnir feitletraðar og pennaflúraðar með plöntuformum (bl. 1r og bl. 16v).

Bókahnútur á blaði bl. 15r, örlítill bókahnútur á bl. 14r.

Skreyting með rauðu bleki á neðri spássíu bl. 1r.

Víða pennaflúr undir griporðum (sjá til dæmis bl. 9r-v, 10v, 17v.

Band

Band frá júlí 1976 (215 mm x 185 mm x 12 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Handritið liggur í öskju ásamt gömlu bandi og bókbandsleifum (þremur pappírsstrimlum með lesmáli).

Eldra pappaband frá árunum 1772-1780. Titlar og safnmark skrifað framan á kápu. Blár safnmarksmiði á kili.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (202 mm x 162 mm) fremst með hendi Árna Magnússonar með titlum og upplýsingum um uppruna: Krokarefs saga. Viglundar saga. Ur bokum sem eg feck af Sr olafi Gislasyne ä Hofi i Vopnafirde.
  • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið hjá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi (sjá seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 18. maí 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði samkvæmt reglum TEI P524.-27. mars 2009 og síðar.
  • ÞS færði inn grunnupplýsingar 4. desember 2001.
  • Kålund gekk frá handritinu til skráningar 15. september 1887(sjá Katalog I 1889:694 (nr. 1337) .

    GV sló inn texta af seðlum Árna Magnússonar undir umsjón ÞS og með hliðsjón af gögnum frá MJ.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1976.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

  • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Negatíf örfilma á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi frá október 1993 (í öskju 394).

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Króka-refs saga og Króka-Refs rímur
Ritstjóri / Útgefandi: Pálmi Pálsson
Umfang: 10
Höfundur: Ohlsson, Tove Hovn
Titill: Seks papirstrimler i AM 578 g 4to,
Umfang: s. 327-342
Lýsigögn
×

Lýsigögn