Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 496 4to

Sögubók ; Ísland, 1639-1640

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-13r (bls. 1-25))
Gunnars saga Keldugnúpsfífls
Titill í handriti

Saga af Gunnari Keldugnúpsfífli

Upphaf

Þorgrímur hét maður. Hann bjó þar sem nú heitir á Hörgslandi …

Niðurlag

… Þóttu það allt vera miklir menn fyrir sér og lýkur þar þessari sögu.

2 (13r-14r (bls. 25, 26, 57))
Hrafnkels saga Freysgoða
Titill í handriti

Sagan af Hrafnkeli goða skrifuð á Hólum í Hjaltadal þann 16. decembris, anno 1639.

Upphaf

Það var á dögum Haralds kóngs hins hárfagra …

Niðurlag

… og lýkur hér frá Hrafnkeli að segja.

Athugasemd

Sagan er óheil.

3 (14r-15v (bls. 57-60))
Þorsteins þáttur forvitna
Titill í handriti

Ævintýr. Af Þorsteini forvitna. Ævintýr.

Upphaf

Þorsteinn hét maður …

Niðurlag

… og skildust þeir kóngur með hinni mestu vináttu.

Baktitill

Og lýkur þar frá Þorsteini hinum forvitna.

4 (15v-16r (bls. 60-61))
Þorsteins þáttur sögufróða
Titill í handriti

Eitt ævintýr af Þorsteini nokkrum austfirskum.

Upphaf

Í Austfjörðum óx upp sá maður er Þorsteinn hét …

Niðurlag

… Lýkur þar þetta ævintýr.

5 (16r-23r (bls. 62-75))
Þorsteins saga hvíta
Titill í handriti

Sagan af Þorsteini hvíta

Upphaf

Maður hét Ölvir hinn hvíti …

Niðurlag

… og varð úr fullur fjandskapur sem segir í Vopnfirðinga sögu.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Þorsteins hins hvíta.

6 (23r-24v (bls. 75-78))
Þorsteins þáttur Austfirðings
Titill í handriti

Ævintýr af Þorsteini nokkrum austfirskum

Upphaf

Þorsteinn hét maður austfirskur að ætt …

Niðurlag

… og lýkur þar með frá honum að segja.

7 (24v-32v (bls. 78-94))
Gunnars þáttur Þiðrandabana
Titill í handriti

Sagan af Gunnari Þiðrandabana

Upphaf

Ketill hét maður og var kallaður þrymur …

Niðurlag

… og var hann í Noregi til elli ævi sinnar.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Gunnars Þiðrandabana.

8 (32v-37r (bls. 94-103))
Þorsteins þáttur stangarhöggs
Titill í handriti

Þáttur úr Vopnfirðingasögu

Upphaf

Maður hét Þórarinn er bjó í Sunnudal …

Niðurlag

… og lýkur hér frá þeim að segja.

Titill í handriti

Saga af Víga-Skútu

Upphaf

Þorsteinn höfði hét maður …

Niðurlag

… Þóroddur réð þeim Illuga og Birni að fara til Ölvis hins…

Skrifaraklausa

Þessi saga kallast öðru nafni Reykdælinga saga

Athugasemd

Þessi klausa skrifarans er til hliðar við titil sögunnar á blaði 37r.

Það vantar aftan af sögunni en uppskriftinni lýkur á blaði 77v; blöð 78r-85v (bls. 185-200) eru auð.

Fyrir neðan þar sem textann þrýtur á blaði 77v hefur nokkrum línum úr rímu verið bætt við með annarri hendi: Mínir næra mælskan rýrð …

10 (86r-99v (bls. 201-228))
Valla-Ljóts saga
Titill í handriti

Söguþátttur um Vallna-Ljót

Upphaf

Sigurður hét maður …

Niðurlag

… en Guðmundur hélt virðingu sinni allt til dauðadags og lýkur þar þessari sögu.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 99 + i blöð (189 mm x 132-135 mm). Blöð 78r-85v (bls. 185-200) eru auð; blað 99v (bls. 228) er autt að hálfu.
Tölusetning blaða

 • Eldri blaðsíðumerking 1-27 (27 er leiðrétt síðar í 57), 58-228.
 • Blaðmerking með blýanti 1-99.

Kveraskipan

Þrettán kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-13, 1 tvinn + 3 stök blöð.
 • Kver III: blöð 14-21, 4 tvinn
 • Kver IV: blöð 22-29, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 30-37, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 38-45, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 46-53, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 54-61, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 62-69, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 70-77, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 78-85, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 86-93, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 94-99, 2 tvinn + 2 stök blöð.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 170-175 mm x 110-115 mm.
 • Línufjöldi er ca 29-33.
 • Griporð eru á stöku stað (sbr. t.d. á blöðum 45v-46r).

Skrifarar og skrift

-Með hendi Jóns Pálssonar, fljótaskrift.

Skreytingar

 • Í fyrirsögnum er letur stærra og settara en letur í megintexta, sömuleiðis eru upphafsstafir á stundum pennaflúraðir (sjá t.d. blað 14r).

 • Ýmiss konar pennaflúr sem nær út fyrir leturflötinn kemur fyrir í tengslum við upphafsstafi og leggi stafa sem geta orðið æði langir, sérstaklega leggir y. Dæmi um þetta eru á blaði 93v en þar má t.d. sjá tvö B sem leka yfir ytri spássíu, það gerir y sömuleiðis. Inn í texta nær y í fjórðu línu neðanfrá skáhallt frá myndunarstað niður í neðstu línu; e og æ eru einnig skemmtilega dregin.

 • Tákn eða flúr á hægri spássíu er á blaði 1r.

 • Bókahnút eða ígildi hans má finna við lok sumra sagnanna. Þar er um tákn að ræða sem líkist stóru lágsteflings-e. Þau koma ýmist fyrir stök (sbr. á blaði 32v), tvö saman (sbr. á blaði 14r) eða þrjú (sbr. á blaði 99v).

Band

Band (196 null x 158 null x 35 null) er frá 1. maí 1970.

Spjöld eru klædd fínofnum striga. Grófari strigi er á hornum og kili.

Kver eru saumuð á móttök.

Saurblöð tilheyra þessu bandi.

Eldra band (196 null x 141 null x 25 null) er klætt bókfelli.

Eldri saurblöð, þrjú að framan og þrjú að aftan, fylgja eldra bandi.

Á þriðja fremra saurblaði í eldra bandi er innihaldslýsing og þar er einnig getið um ritunartímann og fyrir hvern bókin var skrifuð (sjá Uppruni).

Fylgigögn

 • Á álímdum seðli á fremra spjaldblaði eldra bands kemur fram eignarhald bókarinnar 1652 og 1665 (sjá Feril).

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi veturinn 1639-1640 að fyrirsögn Þorláks biskups Skúlasonar. Blað 13r staðfestir þetta að hluta en þar kemur fram að Hrafnkels saga sé skrifuð á Hólum í Hjaltadal. Handritið er tímasett til um 1640 í  Katalog I , bls. 665. Það var áður í bók með AM 329 4to.

Ferill

Árið 1652 var handritið í eigu Þorláks Skúlasonar og 1665 hefur

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 6. maí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 3. júní 2009; lagfærði í janúar 2011 Kålund gekk frá handritinu til skráningar 21. júní 1887. Katalog I; , bls. 665 (nr. 1268).

Viðgerðarsaga

Bundið af Otto Ehlert á árunum 1880-1920.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Titill: Ljósvetninga saga með þáttum. Reykdæla saga ok Víga-Skútu. Hreiðars þáttr,
Ritstjóri / Útgefandi: Björn Sigfússon
Umfang: 10
Titill: , Hemings þáttr Áslákssonar
Ritstjóri / Útgefandi: Fellows-Jensen, Gillian
Umfang: 3
Höfundur: Guðvarður Már Gunnlaugsson
Titill: AM 561 4to og Ljósvetninga saga, Gripla
Umfang: 18
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Austfirðinga sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jakobsen, Jakob
Umfang: 29
Titill: Austfirðinga sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Jóhannesson
Umfang: 9
Titill: , Valla-Ljóts saga
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Titill: Eyfirðinga sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jónas Kristjánsson
Umfang: 9
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Jóns saga Hólabyskups ens helga,
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Titill: , Morkinskinna
Ritstjóri / Útgefandi: Ármann Jakobsson, Þórður Ingi Guðjónsson
Umfang: XXIII-XXIV
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum
Lýsigögn
×

Lýsigögn