Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 486 1-6 4to

Sögubók ; Ísland, 1600-1699

Athugasemd
Sex sögur úr mismunandi handritum.

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 127 + i blöð (212 mm x 163 mm).
Tölusetning blaða
Síðari tíma blaðmerking með blýanti 1-127.
Kveraskipan

Sautján kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-17, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver III: blöð 18-25, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 26-30, 2 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver V: blöð 31-38, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 39-46, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 47-54, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 55-62, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 63-68, 1 tvinn + 4 stök blöð.
 • Kver X: blöð 69-76, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 77-84, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 85-92, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 93-101, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XIV: blöð 102-106, 2 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XV: blöð 107-112, 3 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 113-122, 5 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 123-127, 2 tvinn + 1 stakt blað.

Til er lýsing á kveraskiptingu.

Band

Band (218 null x 173 null x 30 null) er frá 1730-1780.

Fylgigögn
Einn seðill fastur á saurblað 1r ritaður með hendi Árna Magnússonar: (Þorláks saga) Ísfirðinga saga. Hænsa Þóris saga. Hólmverja saga. Víglundar saga, defect. [Ath. neðst á seðlinum: það var það sem vantaði framan við í bók Gísla Jónssonar, og tók ég það héðan, og lagði þangað.] Flóamanna saga. Þórðar hreðu saga. [Einnig eru seinni tíma viðbætur á seðlinum]. Á saurblaðinu stendur með hendi Árna Magnússonar: Þessi Ísfirðinga saga er confereruð við hönd síra Jóns Erlendssonar í Villingaholti í bók í folio, sem heyrði til hans høj excellence herra Ulr. Chr. Güldenlewe.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett í einu lagi til 17. aldar í  Katalog I , bls. 660. Hænsa-Þóris saga (2), Harðar saga (3) og Víglundar saga (6) eru allar úr einu og sama handriti, og Árni Magnússon virðist hafa talið þær skrifaðar með sömu hendi og Bárðar saga Snæfellsáss (5), sem hann fékk úr sagnasafni sem tilheyrði Gísla Jónssyni á Leirá, þ.e.a.s. með hendi Einars Eyjólfssonar (sbr. seðil d á milli blaða 30 og 31v). Virkt skriftartímabil Einars var ca 1660-1695.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. apríl 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 15. apríl 2009; lagfærði í desember 2010. DKÞ skráði 21. ágúst 2003, Kålund gekk frá handritinu til skráningar 16. júní 1887 Katalog I> , bls. 660-661 (nr. 1258).

Viðgerðarsaga

Bundið af Matthiasi Larsen Bloch á árunum 1730-1780.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 486 1 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-28r)
Hávarðar saga Ísfirðings
Titill í handriti

Sagan af Hávarði sem nefndist Ísfirðingur og [syni] hans Ólafi Bjarnaryl

Upphaf

Það er upphaf þessarar sögu að Þorbjörn hét maður …

Niðurlag

… Og ljúkum vér hér sögu Hávarðar.

Athugasemd

Niðurlag með öðru orðalagi má lesa milli lína en mikið er um undirstrikanir og lesbrigði milli lína og á spássíum: Og ljúkum vér þar nú þessari sögu að sinni með þessu efni.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
30 blöð (195-210 mm x 153-164 mm). Blað 13v er autt að mestu. Blöð 28v-30v eru auð.
Tölusetning blaða

Blaðmerkt er með blýanti 1-30 (hluti af heild 1-127).

Kveraskipan

Fjögur kver (hluti af heild 1-17).

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-17, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver III: blöð 18-25, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 26-30, 2 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 150 mm x 115 mm.
 • Línufjöldi er ca 26.
 • Markað hefur verið fyrir innri og ytri spássíum með beini.
 • Sagan endar í totu (sjá blað 28r).
 • Upphafleg kaflaskipting: i-xxi.

 • Síðutitlar ná yfir opnu (síðutitillinn Af Hávarði Ísfirðingi skiptist t.d. þannig, sbr. blöð 27v-28r að á efri spássíu blaðs 27v stendur: Af Hávarði og á efri spássíu blaðs 28r: Ísfirðingi).
 • Griporð (sbr. t.d. blöð 16v-17r).

Ástand

 • Blöð eru víða skítug (sbr. t.d. blöð 8v-9r) og blettir á blöðum (sbr. t.d. blað 26r og víðar).

Skrifarar og skrift

Með hendi Einars Eyjólfssonar, blendingsskrift. Blað 13 er skrifað af skrifara Árna Magnússonar.

Skreytingar

 • Pennaflúraðir upphafsstafir (sjá t.d. blöð 1r, 10v og víðar).

 • Pennaflúruð fyrirsögn í upphafi sögu (sjá blað 1r) sem og síðutitlar (sjá t.d. blöð 1v-2r).

 • Skrautbekkur við fyrirsögn (sjá blað 1r).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Blað 13 er innskotsblað sem bætt var við fyrir Árna Magnússon.
 • Lesbrigði úr AM 160 fol. á spássíum og milli lína (sjá t.d. blöð 2v-3r).
 • Frá og með þriðja kafla eru síðari tíma viðbótarkaflamerkingar á spássíu til hliðar við þá fyrri eða á öðrum stöðum (iii-xx) (dæmi um þetta er t.d. á blaði 27r).
 • Nöfnin Einar Ólafsson á blaði 29v og Þorsteinn Arngrímsson á blaði 30r eru síðari viðbætur en blöðin voru upprunalega auð.

Fylgigögn

Þrír fastir seðlar með hendi Árna Magnússonar:

 • Seðill a, octavoseðill (164 mm x 105 mm) er fremst (á milli fremra kápuspjalds og seðils b). Á honum er efnisyfirlit og athugagrein varðandi Víglundar sögu. Einnig síðari tíma athugasemdir um efnið.
 • Á seðli b, kvartóblaði (210 mm x 160 mm) á milli seðils a, og blaðs 1r eru upplýsingar um handrit sem Hávarðar saga hefur verið borin saman við.
 • Seðill c (116 mm x 97 mm) er festur við blað 6r. Þar á eru efnislegar athugasemdir.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 660, en virkt skriftartímabil skrifarans var ca 1660-1695 og seinni hluta 17. aldar því nær lagi.

Hluti II ~ AM 486 2-3, 6 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (31r-44r)
Hænsa-Þóris saga
Titill í handriti

Hér byrjast sagan af Hænsna-Þórir

Upphaf

Oddur hét maður Önundarson …

Niðurlag

… Og lýkur hér Hænsna-Þóris sögu.

Athugasemd

Texti hefur skaddast í neðri hornum blaða 31r-44r.

2 (44v-67r)
Harðar saga
Titill í handriti

Saga af Hörð og hans fylgjurum þeim Hólmverjum

Upphaf

Á dögum Haralds hins hárfagra …

Niðurlag

… Ljúkum vér svo sögu Hólmverja.

Athugasemd

Niðurlagi sögunnar er bætt við á blaði 67r af Árna Magnússyni, en upprunalegt niðurlag er yfirstrikað á blaði 102r.

3 (102r-102r)
Harðar saga
Upphaf

… og tekið fé allt …

Niðurlag

… Ljúkum vér svo sögu Hólmverja.

Athugasemd

Hér er upprunalegt niðurlag sögunnar; yfirstrikað.

4 (102v-126v)
Víglundar saga
Titill í handriti

Víglundar saga. Kapituli 1.

Upphaf

Haraldur hinn hárfagri var son Halfdanar svarta …

Niðurlag

… Endast hér nú þessi saga af Víglundi hinum væna.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
64 blöð (187-207 mm x 152-160 mm). Blöð 67v-68v eru auð, sömuleiðis blað 127 og blað 126v að hálfu.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðmerking með blýanti 31-67, 102-126 (hlutar af heild 1-127).

Kveraskipan

Níu kver, kver V-IX, XIV-XVII (hluti af heild 1-17):

 • Kver V: blöð 31-38, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 39-46, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 47-54, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 55-62, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 63-68, 1 tvinn + 4 stök blöð.
 • Kver XIV: blöð 102-106, 2 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XV: blöð 107-112, 3 tvinn.
 • Kver XVI: blöð 113-122, 5 tvinn.
 • Kver XVII: blöð 123-127, 2 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 150-160 mm x 115-125 mm.
 • Línufjöldi er ca 26-28.
 • Skreyttir upphafsstafir eru dregnir út úr leturfleti (sbr. 32r og 44v og víðar).
 • Síðutitlar ná yfir opnu (síðutitillinn Hænsna Þórir skiptist t.d. þannig, sbr. blöð 34v-35r að á efri spássíu blaðs 34v stendur: Hænsna og á efri spássíu blaðs 35r: Þórir). Þetta á einnig við um síðutitla hinna saganna.
 • Griporð eru víðast hvar (sbr. t.d. blað 44v). Þau hafa þó sumstaðar morknað af, sbr. t.d. blað 45r.

Ástand

Sumstaðar hefur morknað úr blöðum og mörg hver eru viðgerð:

 • Texti hefur skaddast af þeim sökum í neðri hornum blaða 31r-44r.
 • Sömuleiðis hefur morknað úr efri spássíum (sjá t.d. blað 42r).
 • Blekblettur á blaði 45v skemmir textann lítillega.

Skrifarar og skrift

Með hendi Einars Eyjólfssonar (sbr. seðil d á milli blaða 30 og 31v), blendingsskrift.

Skreytingar

 • Pennaflúraðir upphafsstafir (sjá t.d. blöð 31r 44v og 102v).

 • Pennaflúraðar fyrirsagnir (sjá blöð 31r, 44v og 102v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Blöð 67-68 eru innskotsblöð með hendi Árna Magnússonar; skrifað er á liðlega helming blaðs 67r.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 660, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1660-1695 og seinni hluti 17. aldar því nær lagi.

Hluti III ~ AM 486 4 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (69r-73r)
Þórðar saga hreðu
Titill í handriti

Sagan af Þórði hreðu

Upphaf

Hrólfur í Bergi Upplendingakóngur …

Niðurlag

… Hann var gleðimaður mikill.

Athugasemd

Aftan við eru nokkur orð úr næstu setningum í sögunni og eyður sem síðar hafa verið fylltar.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
8 blöð (202-210 mm x 153-160 mm). Blöð 73v-76r eru auð; blað 76v er autt að mestu. Neðsti hluti blaðs 73r er auður.
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt með blýanti 69-76 (hluti af heild: 1-127).

Kveraskipan

Eitt kver (hluti af heild: 1-17).

 • Kver X: blöð 69-76, 4 tvinn.

Umbrot
 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 180-182 mm x 140 mm.
 • Línufjöldi er ca 30-35.
 • Kaflanúmer eru á spássíum (1-6 (kafli 1 er ómerktur og númer 5. kafla vantar)).
Ástand

 • Blöð eru blettótt og skítug (sjá blað 69r og auðu blöðin frá 73v-76r).

Skrifarar og skrift

Skreytingar

 • Pennaflúraðir upphafsstafir (sjá t.d. blöð 69r og 70r-v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Síðari tíma eyðufyllingar í síðustu línum á blaði 73r.
 • Síðari tíma athugagreinar á blaði 76v, þar sem fram kemur að blaðið hefur upprunalega verið aftast í 180 blaða eða 45 arka sögusafni. Einnig er þar upptalning á sögunum sem hafa verið í því safni.

Fylgigögn

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett í einu lagi til 17. aldar í  Katalog I , bls. 660, en virkt skriftartímabil skrifara var ca 1660-1695 og seinni hluti 17. aldar því nær lagi. Handritið hefur áður verið hluti af stærra sögusafni sem innihélt einnig sögur af: Þorláki helga, Nikulási kóngi leikara, Vilhjálmi sjóð, Hávarði Ísfirðingi, Hænsna-Þóri, Herði og Hólmverjum, Víglundi, Ormi Stórólfssyni, Flóamönnum sem og Þórðar sögu hreðu; alls tíu sögur (sbr. blað 76v).

Hluti IV ~ AM 486 5 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (77r-101v)
Bárðar saga Snæfellsáss
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Bárði Snæfellsás

Upphaf

Dumbur hefur kóngur heitið …

Niðurlag

… Lýkur hér sögu Bárðar Snæfellsáss og Gests sonar hans.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
25 blöð (191-201 mm x 154-160 mm).
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking með blýanti 77-101 (hluti af heild 1-127).

Kveraskipan

Þrjú kver (hluti af heild 1-17).

 • Kver XI: blöð 77-84, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 85-92, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 93-101, 4 tvinn + 1 stakt blað.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 150-155 mm x 115-120 mm.
 • Línufjöldi er ca 25-27.
 • Markað hefur verið fyrir innri og ytri spássíum með beini.
 • Upphafsstafir eru víða dregnir út fyrir línu (sbr. t.d. blöð 81v og 84v).
 • Síðutitlar ná yfir opnu. Sem dæmi þá er skrifað Bárðar á efri spássíu blaðs 77v og saga á efri spássíu blaðs 78r.
 • Kaflatal á spássíum (sjá t.d. blöð 84r-v).
 • Griporð.

Skrifarar og skrift

Skreytingar

 • Pennaflúruð fyrirsögn (sjá blað 77r).

 • Pennaflúraðir upphafsstafir (sjá t.d. blöð 77r, 81v).

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Á spássíum eru viðbætur og leiðréttingar (sjá t.d. blöð 78v-79r).

Fylgigögn

Þrír seðlar með hendi Árna Magnússonar (f-h) og hluti af eldra saurblaði (i), á milli blaða 76v-77r:

 • Seðill f (157 mm x 103 mm) er með yfirliti yfir efni bókarinnar sem handritið tilheyrði, þ.e. sögusafni Gísla Jónssonar á Leirá, og vísu um Kjartan Ólafsson sem fylgdi Laxdæla sögu í þeirri bók: Kært var kóngi björtum.
 • Seðill g (159 mm x 105 mm) er með upplýsingum um aðföng.
 • Seðill h (157 mm x 98-102 mm) er með framhaldi á vísu um Kjartan og vísu um Bolla sem einnig fylgdi Laxdælu í bók Gísla Jónssonar: Bolli snilldar snilli.
 • Seðill i (88 mm x 135 mm) er hluti af saurblaði úr bók Gísla Jónssonar, þar sem hann hefur merkt sér bókina árið 1697. Á eftir fylgir efnisyfirlit þar sem fram kemur að Bárðar saga hefur staðið fremst en á eftir hafa fylgt Víglundar saga, Eyrbyggja saga og Laxdæla saga.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 660, en virkt skriftartímabil skrifarans var ca 1660-1695 og seinni hluti 17. aldar því nær lagi. Það hefur áður verið hluti af stærra sögusafni (sbr. seðla f og i).

Ferill

Árni Magnússon taldi bókina sem handritið tilheyrði fyrst hafa komið frá Þórði Jónssyni í Hítardal (sbr. seðil d). Árið 1697 átti hana Gísli Jónsson á Leirá í Borgarfirði (sbr. seðil i) en Árni fékk hana, að því er virðist, fyrst til láns en svo til eignar frá Magnúsi Jónssyni á Leirá (sbr. seðla d og g).

Aðrar upplýsingar

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , To afskrifter af AM 576 a-c 4to
Umfang: s. 161-172
Titill: Harðar saga. Bárðar saga. Þorskfirðinga saga. Flóamanna saga. [...et al.],
Ritstjóri / Útgefandi: Bjarni Vilhjálmsson, Þórhallur Vilmundarson
Umfang: 13
Titill: Havarðar saga Ísfirðings,
Ritstjóri / Útgefandi: Björn K. Þórólfsson
Umfang: 47
Höfundur: Ward, Elizabeth I.
Titill: Gripla, Completing Þórðar saga hreðu
Umfang: 27
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: McKinnell, John
Titill: , The reconstruction of Pseudo-Vatnshyrna
Umfang: s. 304-338
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: Árna saga biskups,
Ritstjóri / Útgefandi: Þorleifur Hauksson
Umfang: II
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Um Vatnshyrnu,
Umfang: s. 279-303
Titill: Harðar saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Hast, Sture
Umfang: 6
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Grænland í miðaldaritum
Lýsigögn
×

Lýsigögn