Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 441 4to

Víga-Glúms saga ; Ísland, 1675-1699

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1bisr)
Víga-Glúms saga
Upphaf

Illt er á jörð oforðið, aldur bölvar mjög skáldi …

Niðurlag

… Og lýkur hér nú sögu Víga-Glúms Eyjólfssonar. Njóti sá er nam, heilir þeir er hlýddu.

Athugasemd

Einungis niðurlagið.

Blað 1 var límt yfir niðurlag Víga-Glúms sögu. Það hefur nú verið losað frá og er autt að öðru leyti en neðst í hægra horni blaðs 1r hefur bókbindari skrifað eftirfarandi skýringu:Tidligere sammenklabet med det flg. blad. Arskildt 15/1 1976.

2 (1bisv-45v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Eyrbyggjum

Upphaf

Ketill flatnefur hét einn ágætur hersir í Noregi …

Niðurlag

… og lúkum vér svo þessari sögu, þeirra Þórsnesinga, Eyrbyggja og Álftfirðinga.

Athugasemd

Texti er sumstaðar máður og illlæsilegur t.d. nokkrar línur á blaði 27r og tvær efstu línurnar á blaði 43r.

3 (45v-110r)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Hér byrjast saga af Laxdælum.

Upphaf

Ketill flatnefur hét maður, hann var son Bjarnar bunu …

Niðurlag

… Þorkell Gellisson var hið mesta nytmenni og var sagður manna fróðastur.

Athugasemd

Þannig enda sögur Laxdælu af Z-flokki (sbr. Einar Ólafur Sveinsson, Íslenzk fornrit V, 1934, ) auk þess sem þar fylgja frekari lyktir:Og lýkur þar nú sögunni. Bollaþáttur sem hér fylgir án fyrirsagnar er í handritum af M- og V-flokki, skv. sömu heimild.

3.1 (110r-115v)
Bolla þáttur
Upphaf

Í þann tíma er Bolli Bollason bjó í Tungu …

Niðurlag

… Bolli bjó í Tungu til dauðadags og höfum vér ei heyrt þessa sögu lengri. Endir.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
ii + 116 + i blöð, þar með talið blað merkt 1bis (203 mm x 167 mm). Blað 1 er autt.
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking með blýanti: 1, 1bis-115.

Kveraskipan

Fimmtán kver.

 • Kver I: 1 saurblað + blöð 1, 1bis-2, 2 tvinn
 • Kver II: blöð 3-11, 4 tvinn.
 • Kver III: blöð 11-18, 4 tvinn.
 • Kver IV: blöð 19-26, 4 tvinn.
 • Kver V: blöð 27-34, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 35-42, 4 tvinn.
 • Kver VII: blöð 43-50, 4 tvinn.
 • Kver VIII: blöð 51-58, 4 tvinn.
 • Kver IX: blöð 59-66, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 67-74, 4 tvinn.
 • Kver XI: blöð 75-82, 4 tvinn.
 • Kver XII: blöð 83-90, 4 tvinn.
 • Kver XIII: blöð 91-98, 4 tvinn.
 • Kver XIV: blöð 99-106, 4 tvinn.
 • Kver XV: blöð 107-115, 4 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca (160-170 mm x 145-150 mm).
 • Línufjöldi er á bilinu ca 26-34.

Ástand

 • Límt var yfir blað 1bisr, niðurlag Víga-Glúms sögu, en blöðin voru aðskilin 1976 (sbr. upplýsingar á blaði 1r).
 • Blöð eru víða blettótt og skítug (sbr. blöð 1v-2r og 108r-115v)
 • Sumstaðar er blekið orðið heldur dauft (sbr. t.d. á blöðum 10v-11r) og texti því mislæsilegur.
 • Texti sést sumstaðar í gegn (sbr. t.d. 57r-58v).

Skrifarar og skrift

Með hendi sr. Ólafs Gíslasonar; fljótaskrift.

Skreytingar

 • Fyrirsagnir og fyrsta lína texta eru með stærra og settarar letri en meginmálið (sjá t.d. blöð1bisv og 45v.

 • Sums staðar má sjá fyllta upphafsstafi (sbr. 1bisv-2r.

 • Bókahnútar á blöðum 1bisr og blaði 115v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Band

Band (210 null x 195 null x 33 null) er frá september 1976.

Pappaspjöld eru klædd fínofnum striga, grófari strigi á hornum og kili. Saumað á móttök. Ytri saurblöð tilheyra þessu bandi.

Í eldra bandi voru spjöld og kjölur klædd bókfelli úr kirkjulegu latnesku handriti frá því um 1200.  

Fylgigögn

 • Seðill (86 mm x 143 mm milli saurblaða fremst) með hendi Árna Magnússonar: Eyrbyggja saga, Laxdæla saga úr bókum er ég fékk af síra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði.
 • Miði með upplýsingum um forvörslu bands.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið er skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1675-1700, en til 17. aldar í  Katalog I , bls. 638.

Handritið var áður hluti af stærri bók sem í voru (í þessari röð): AM 552 f 4to, AM 564 b 4to, AM 552 e 4to, AM 552 a 4to, AM 552 i 4to, AM 591 f 4to, AM 552 d 4to, AM 552 o 4to, AM 565 a 4to, AM 565 b 4to, AM 441 4to, AM 552 k alfa 4to, AM 591 c 4to, AM 591 d 4to, AM 591 h 4to og AM 459 4to (Loth, A. 1960).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið úr bók frá séra Ólafi Gíslasyni á Hofi í Vopnafirði (sbr. seðil).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 1. apríl 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

VH skráði handritið 27. mars 2009; lagfærði í nóvember 2010  GI skráði 27. nóvember 2001. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 14. maí 1887. Katalog I , bls. 638-639 (nr. 1210).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í september 1976. Eldra band fylgdi.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter
Umfang: s. 113-142
Höfundur: Scott, Forrest S.
Titill: Eyrbyggja saga. The vellum tradition,
Umfang: 18
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Titill: , Laxdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: 19
Lýsigögn
×

Lýsigögn