Skráningarfærsla handrits

AM 428 4to

Skálholtsannáll hinn forni ; Ísland, 1690-1710

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-174v)
Skálholtsannáll hinn forni
Athugasemd

Afrit af AM 420 a 4to.

Bl. 175-77 auð.

Efnisorð
2 (178r-179v)
Annálsbrot
Athugasemd

Annálsgreinar um norsku konungsfjölskylduna á árunum 1268-1389.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
179 blöð ().
Umbrot

  • Aðeins skrifað á vinstri síðu hverrar opnu.
  • Ártöl tilfærð á spássíum á bl. 1r-174v.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Band

Band frá því í júlí 1976.

Fylgigögn

Fjórir seðlar með hendi Árna Magnússonar.

  • Seðill 1 (A) (119 mm x 98 mm) með tímareikningar: Ind. XI. 148 - 30 / Ind. IX. 118 - 30 / Ind. VII. 88 - 30 / Ind. V. 58 - 30 / Ind. III. 28 - 15 / Ind. II. 13. Indict. I cæpit tribus annis ante ram christianam.
  • Seðill 2 (B) (90 mm x 77 mm): Biskup plenis literis vid. 1238 manud. plenus literis ad. 1264 í Skálholtsannál hinum forna.
  • Seðill 3 (er tvinn þar sem seðill II-III, sem er einnig tvinn, er lagður hjá)) (193 mm x 152 mm): Þessa annála kallar magister Brynjólfur í sinni collectione annalium (með hendi síra Jóns í Villingaholti) Skálholtsannál hinn forna. Þeir eru af besta slagi. Framan til hafa þeir eins mutili verið, þá magister Brynjólfur þá brúkaði sem þeir nú eru, nimirum cæperunt in anno Christi 140 abruptis prioribus. Eins hefur og í þá vantað frá 1012 til 1181 exclusione. Og eru þessir defectus mentioneraðir (að þeir svo séu) í collectione þessari. Eins hefur og þá vantað í þessa annála annos 1265-72 1/2 og er það víst, því ekkert er úr þessum árum í collectione annálanna magisters Brynjólfs. En annálarnir hafa hér, óefað, margt haft, sem eigi finnst í Flateyjarannál. Ad calcem anni 1356 skrifar síra Jón í sinni harmonica compilatione annalium. Nú endar Skálholtsannáll, svo hann skrifar nudi lingua fram: þetta er þar fyrir utan víst, því aftan við pergamentsblöðin er heil hrein blaðsíða.
  • Seðill 4 (II-III, tvinn innan í tvinn með seðli I) (194 null x 158 null): Úr þessum annál hefur síra Jón Egilsson (sem prestur var í Hólum í Hreppum, og síðan vígsluprestur í Skálholti) gjört excerpta. Er það flest allt um Ísland sem hann hefur úr þeim uppteiknað. Ég hefi haft þessi hans excerpta með hans eigin hendi í kveri í octavo, sem átt hefur herra Oddur biskup, og var aftan við þessa excerpta í sama kveri, og með sömu hendi síra Jóns: vitlóftigt (?) inntak úr Hungurvöku. Kverið var mjög svo tekið til að fúna. Úr eru þessi hans excerpta annalium, hjá mér fortærð. Voru og að engu gagni fyrir þá sem þennan annál hafa því bæði voru ártölin víða röng (skildi stundum um 1 eða 2 ár) svo og hafði síra Jón víða mislesið bókina, og sums staðar úr máta rangt. Excerpta þessi endaðist med anno Christi 1356 og hafði síra Jón skrifað þar aftan við allra síðast: Nú hafði ég ekki annálinn lengra til eftir að skrifa, og því verður hér nú að standa. Anno 1601, 27. novembris. Það sýnist, að annállinn hafi verið eins mutileraður þá þessi excerpta gjörð eru, sem hann nú er. Að vísu voru hér engin excerpta úr þeim árunum sem nú vantar í miðjuna. Fyrstu blöðin af excerptis voru af fúa fordjörfuð, varð svo ekki séð hvar excerpta hefði tiltekið. Ég ætla annars það muni hafa verið: með Íslandsbyggð því flest allt af excerptis var (sem áður er sagt) um Ísland, og þó margt útilátið af því, sem þessi annáll um Ísland hefur. Ad ann. 1349 stóð í þessum excerptis: Vígður Gyrðir biskup Ívarsson til Skálholts. Eldsuppkoma sú sjöunda í Heklu og myrkur svo mikið að enginn sá öngu um miðdegi. Hér er skalli í membrana, sem síra Jóni sýnist að hafa fyllt ex conjectura. Strax eftir þessi annálsexcerpta var í kverinu compendium Hungurvöku, sem áður er sagt, og liggur það enn nú hjá mér. Titillinn á þessu compendio er: Annar annáll um Skálholt og þá biskupa er þar voru.

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Árna Magnússyni og tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 631.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. júlí 1977.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 631 (nr. 1196). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 14. ágúst 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1976.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Storm, Gustav
Titill: Islandske annaler indtil 1578
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn