Ná frá Sesari til 1427 e.Kr..
Pappír með vatnsmerkjum.
Vatnsmerki 1. Aðalmerki: MARCHAIX IS5000-04-0417_1v // Ekkert mótmerki ( 1 ).
Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Lítið skjaldarmerki, skjöldur skiptur niður og kóróna efst IS5000-04-0417_11v // Ekkert mótmerki ( 2+5 , 7 , 9+14 , 11+12 , 16+23 , 18+21 , 24 , 26+29 , 31 , 34+35 ).
Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Skjaldarmerki, skjöldur skiptur niður, blóm? IS5000-04-0417_37v // Ekkert mótmerki ( 37+44 ).
Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Skjaldarmerki með ljóni og kórónu IS5000-04-0417_38v // Ekkert mótmerki ( 38+43 ).
Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Skjaldarmerki með fangamarki R IS5000-04-0417_64r // Ekkert mótmerki ( 45-46 , 51-52 , 53+60 , 54+59 , 62 , 64+65 ).
Band frá desember 1977.
Fastur seðill (199 mm x 153 mm) með hendi Árna Magnússonar: „Oddaverjaannálar frá síra Þórði Jónssyni. síðar var bætt við: Þá hefur til forna átt Ormur Fúsason í Eyjum“. Það er reyndar tvinn, aftara blað er autt.
Handritið er tímasett til seinni hluta 16. aldar í Katalog I , bls. 622.
Ormur Fúsason í Eyjum átti eitt sinn handritið, en til Árna Magnússonar er það komið frá séra Þórði Jónssyni í Hítardal (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. mars 1978.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í desember 1977. Eldra band fylgdi.