„Annalar vm þad sierlega sem til | heffur fallid J Danmork. Noregi, Þyska|landi og Islandi og Annarstadar, frä þui Datum skriffadist 636“
„Constantinus filius Heraclyti“
„Þorgeir Eigilsson og Torfi Kodra|nsson“
Afrit af Konungsannál (GKS 2087 4to), en einnig er hér stuðst við eldri annálasamsteypu samhljóða AM 412 4to.
Aftan við, á 98v-99r, eru annálsgreinar fyrir árin 1395 og 1396 sem skrifari hefur bætt við síðar.
Bl. 99v og 100 auð.
Blaðmerking með hendi Kålunds, með rauðu bleki 1-99 (1r-99r). Hann merkir einnig seðlana fremst I-VII.
Þrettán kver:
Ein hönd.
séra Jón Pálsson.
Band frá 1712 (208 mm x 160 mm x 26 mm). Tréspjöld og kjölur klædd gulleitu skinni, e.t.v. bókfelli eða endurnýttu skinni. Að framan er eitt saurblað úr bandi en að aftan eru þau tvö.
Fimm fastir seðlar fremst (einn límdur við og tveir límdir á fremra saurblað úr bandi) með hendi Árna Magnússonar. Hér eru t.d. upplýsingar um feril, skrifara, afrit af annálunum, en einnig lesbrigiði úr öðrum handritum.
Skrifað af séra Jóni Pálssyni skrifara Þorláks Skúlasonar biskups ( Guðrún Ása Grímsdóttir 1998:45 ).
Var áður hluti af stærra handriti þar sem í voru einnig Annálar Björns á Skarðsá, bundnir aftan við. Árið 1712 tók Árni handritið í sundur og fjarlægði annála Björns úr því og lét binda það inn að nýju (sbr. seðil).
Þorlákur Skúlason biskup átti fyrstur handritið. Árið október 1712 í október fékk Árni Magnússon það lánaði hjá Þormóði Torfasyni. Eiginkona Þormóðs gaf Árna handritið síðan 1. maí 1715 (sbr. seðil).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1973.