Skráningarfærsla handrits

AM 363 I-III 4to

Fornaldarsögur ; Ísland, 1690-1710

Innihald

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
24 blöð.
Tölusetning blaða

Handritin hafa bæði verið blaðmerkt í einu á síðari tímum (með rauðu bleki) 1-24.

Band

Band frá 1772-1780 (202 mm x 162 mm x 70 mm). Pappaspjöld og kjölur klædd handunnum pappír.

Uppruni og ferill

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 8. nóvember 1982.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert (minniháttar) af Birgitte Dall árið 1981.

Matthias Larsen Bloch batt á árunum 1772-1780.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti I ~ AM 363 I 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-6v)
Illuga saga Gríðarfóstra
Titill í handriti

Søguþattur Af Illuga | Grÿdarfőstra

Upphaf

Sä kongur hiet Hryngur

Niðurlag

Og lycktumm vier hier sógu Illuga Grÿdarfőstra

Athugasemd

Afrit af handriti með hendi séra Jóns Erlendssonar í Villingaholti (sbr. athugasemd með hendi Árna Magnússonar á 1r).

Bl. 7 og 8 auð, bl. 6v að mestu autt.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
8 blöð (196 mm x 159 mm).
Tölusetning blaða

Seinni tíma blaðmerking (með rauðu bleki) 1-8 (1r-8r).

Kveraskipan

Eitt kver (8 blöð, 4 tvinn).

Umbrot

 • Leturflötur er 160-162 mm x 143-146 mm.
 • Línufjöldi er 24-27.
 • Síðutitill á 4v.
 • Griporð.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari. Sá sami og skrifar AM 363 III 4to.

Skreytingar

Bl. 1r: Upphafsstafur dreginn ögn stærra.

Bl. 1r: Stafir í fyrirsögn dregnir ögn stærra.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Spássíugrein á 1r.

Uppruni og ferill

Uppruni

Kålund tímasetur handritið til um 1700 ( Katalog (I) 1889:587 ).

Aðrar upplýsingar

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti II ~ AM 363 II 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1r-6r)
Illuga saga Gríðarfóstra
Titill í handriti

Sǫguþättur af Illuga Grïdarfőstra

Upphaf

Þad er upphaff þessarrar sǫgu

Niðurlag

og lïkur hier sǫgu Illuga Grïdarföstra

Athugasemd

Strikað er yfir upphafið á latneskri þýðingu sögunnar á 6v.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
6 blöð (195 mm x 157 mm).
Tölusetning blaða

 • Blaðmerkt 545-556 (1r-6v).
 • Seinni tíma blaðmerking (með rauðu bleki) 9-14 (1r-6r).

Kveraskipan

Eitt kver (6 blöð, 3 tvinn).

Umbrot

 • Leturflötur er 160-173 mm x 134-136 mm.
 • Línufjöldi er 22-26.

Ástand

Strikað yfir texta á 6v.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Árni Magnússon.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Kaflafyrirsagnir á spássíum.
 • Lesbrigði á spássíum: 1r og 1v.
 • Athugasemd við texta: 6r.
 • Pennakrot: 1r (neðst).

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað af Árna Magnússyni og tímasetur Kålund handtirið til um 1700 ( Katalog (I) 1889:587 ).

Aðrar upplýsingar

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Hluti III ~ AM 363 III 4to

Tungumál textans
íslenska
1 (1-10r)
Gautreks saga
Titill í handriti

Søguþa̋ttur Af Giafa Ref | og DalaFÿflumm

Upphaf

Gaute hefur kongur heited

Niðurlag

Og endar hier nu þa̋tt Giaffa Reffs og Dalafÿffla

Athugasemd

Bl. 10v autt.

Lýsing á handriti

Blaðfjöldi
10 blöð (196 mm x 159 mm).
Tölusetning blaða

Seinni tíma blaðmerking (með rauðu bleki) 15-24 (1r-10r).

Kveraskipan

Eitt kver (10 blöð, 5 tvinn).

Umbrot

 • Leturflötur er 160-165 mm x 136-143 mm.
 • Línufjöldi er 23-30.
 • Griporð víða.

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Óþekktur skrifari. Sá sami og skrifar AM 363 I 4to.

Skreytingar

Bl. 1r: Upphafsstafur ögn skreyttur.

Bl. 5v og 8v: Upphafsstafir dregnir ögn stærra.

Stafir í fyrirsögn dregnir ögn stærra.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Uppruni og ferill

Uppruni

Kålund tímasetur handritið til um 1700 ( Katalog (I) 1889:587 ).

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá einhverjum Birni (1r).

Aðrar upplýsingar

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Davíð Erlingsson
Titill: Illuga saga og Illuga dans, Gripla
Umfang: 1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: , Colligere fragmenta, ne pereant
Umfang: s. 1-35
Lýsigögn
×

Lýsigögn