Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 343 a 4to

Fornaldar- og riddarasögur ; Ísland, 1450-1475

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-5v)
Þorsteins þáttur bæjarmagns
Upphaf

Í þann tíma er Hákon jarl Sigurðarson réð fyrir Noregi …

Niðurlag

… hvarf af orminum, hurfu hornin Hvítingar.

Baktitill

Lúkum vér þar Þorsteins þætti bæjarbarns.

2 (5v-14r)
Samsons saga fagra
Upphaf

Artúr hét konungur er réð fyrir Englandi …

Niðurlag

… og rís þar af ævintýri er kallað er Skikkjusaga og lúkum vér þessi sögu með sannorðu niðurlagi.

Efnisorð
3 (14r-21v)
Egils saga einhenda og Ásmundar berserkjabana
Upphaf

Hertryggur hefir konungur heitið. Hann réð fyrir austur í Rússía …

Niðurlag

… hefir síðan engi hlutur fundist af henni og engu því, sem þar var á og lúkum vér þar þessi sögu.

4 (21v-30v)
Flóres saga konungs og sona hans
Upphaf

Ef menn girnast að heyra fornar frásagnir …

Niðurlag

… hver afdrif orðið hafa þessara manna.

Baktitill

Því lúkum vér þar nú sögu Flóres konungs og sona hans.

Athugasemd

Blað 28v er upprunalega autt.

Efnisorð
5 (30v-48v)
Vilhjálms saga sjóðs
Upphaf

Saga þessi hefst fyrst í Englandi …

Niðurlag

… skrifaði og fyrir sagði og til hlýddi et cetera vantre (?).

Efnisorð
6 (48v-54r)
Yngvars saga víðförla
Upphaf

Eirekur hét kóngur er réð fyrir Svíþjóðu …

Niðurlag

… fyrri frændur sína og þar lyktum við þessa sögu.

Athugasemd

Vantar eitt blað á eftir blaði 53, sbr. athugasemd Árna Magnússonar.

7 (54r-57v)
Ketils saga hængs
Upphaf

Hallbjörn hét maður. Hann var kallaður hálftröll …

Niðurlag

… Örvar-Oddur var sonur Gríms. Og lýkur hér þessari sögu.

8 (57v-59v)
Gríms saga loðinkinna
Upphaf

Svo er sagt af Grími loðinkinna, að hann var bæði mikill og sterkur …

Niðurlag

… [Hann varð ellidauður maður.]

Baktitill

[Og lýkur hér sögu Gríms loðinkinna. En hér hefur upp Örvar-Odds sögu, og er mikil saga.]

Athugasemd

Niðurlagið er illlæsilegt vegna þess hve blaðið var orðið snjáð. Lesið var með hliðsjón af útgefnum texta og má ætla af orðafjölda og orðalengd í handriti að um samræmi við hann sé að ræða. Textinn er þó hafður innan hornklofa.

9 (59v-81v)
Örvar-Odds saga
Upphaf

Grímur hét maður og var kallaður loðinkinni. Því var hann svo kallaður, að hann var með því alinn …

Niðurlag

… og sá ættbogi hefir þar upp vaxið.

Baktitill

Og lýkur þar nú sögu Örvar-Odds, eftir því sem þér hafið nú heyrt frá sagt.

10 (81v-87r)
Áns saga bogsveigis
Upphaf

Í þann tíma er fylkiskonungar voru í Noregi …

Niðurlag

… faðir Sigurðar bjóðaskalla, ágæts manns í Noregi.

Baktitill

Og lýkur hér við sögu Áns bogsveigis.

11 (87r-98v)
Sálus saga og Nikanórs
Upphaf

Það er upphaf þessarar frásagnar …

Niðurlag

…Og lýkur nú svo sögu þeirra fóstbræðra Sálus konungs og hins frækna hertoga Níkanors.

Efnisorð
12 (99r-103v)
Hálfdanar saga Eysteinssonar
Upphaf

Þrándur hefir konungur heitið. Við hann er kenndur Þrándheimur í Noregi …

Niðurlag

…Og lúkum vér þar þessi frásögu, og sitjið í frið.

13 (103v-104v)
Bósa saga
Athugasemd

Tvö brot - Í því fyrra eru nokkrar upphafslínur sögunnar og það seinna er úr síðari hluta hennar en niðurlagið vantar.

13.1 (103v)
Bósa saga - fyrra brot
Upphaf

Þessi saga hefst eigi af lokleysu þeirri, er kátir menn skrökva sér til skemmtanar …

Niðurlag

… móðerni átti hann göfugt …

Athugasemd

Átta upphafslínur sögunnar.

13.2 (104)
Bósa saga - seinna brot
Upphaf

… sem eg hef drukkið ferskan mjöð …

Niðurlag

… so niður um allt bakið að öll …

Athugasemd

Nokkrar línur af niðurlagi sögunnar vantar.

14 (105r-108r)
Vilmundar saga viðutan
Upphaf

… mjög lík þeirri sem hann sá í …

Niðurlag

… og endum við so sögu Vilmundar viðutan með því ályktarorði af þeim sem skrifað hefur að sá sem lesið hefur og hinir sem til hafa hlýtt. Allir þeir sem eigi eru so ríkir að þeir eiga eigi konungi vorum skatt að gjalda þá kyssi þeir þá sem söguna lesið hefur [í þakklæti (?)] og sitjið í konungs frið sem þér fáið þaðan [valið/valist(?)].

Athugasemd

Vantar framan af sögunni.

Efnisorð
15 (108r-110r)
Perus saga meistara
Upphaf

Bræður tveir voru suður í lönd[um] …

Niðurlag

… þessu ævintýri.

Athugasemd

Blöðin eru illa farin dökk, orpin og máð og af þeim sökum illlæsileg. Blað 110v er upprunalega autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn.
Blaðfjöldi
i + 110 + i blöð (210-230 mm x 120-155 mm). Blað 28 er einungis skinnræma og v-hlið þess 28v var upprunalega auð. Blað 110v var einnig upprunalega autt.
Tölusetning blaða

Blöð eru tölusett síðar með penna í hægra horn: 1-110.

Kveraskipan

Samtals 14 kver.

 • Kver I: blöð 1-8, 4 tvinn.
 • Kver II: blöð 9-18, 4 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver III: blöð 19-26, 3 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver IV: blöð 27-35, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver V: blöð 36-43, 4 tvinn.
 • Kver VI: blöð 44-51, 3 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver VII: blöð 52-60, 3 tvinn + 3 stök blöð.
 • Kver VIII: blöð 61-69, 4 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver IX: blöð 70-77, 4 tvinn.
 • Kver X: blöð 78-88, 5 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XI: blöð 89-99, 5 tvinn + 1 stakt blað.
 • Kver XII: blöð 100-103, 1 tvinn + 2 stök blöð.
 • Kver XIII: blöð 104-106, 3 stök blöð.
 • Kver XIV: blöð 107-110, 2 tvinn.

Umbrot

 • Leturflötur er ca 185-200 mm x 110-125 mm.
 • Línufjöldi er ca 40-45.
 • Markað er fyrir línum.
 • Auðir reitir fyrir upphafsstafi og fyrirsagnir (sbr. t.d. blað 80v).
 • Bendistafir (v) á spássíum til að merkja vísur í texta eru á blöðum 55v, 56v, 57v, 58r, 66r, 68v, 74, 77, 81r, 83r og 84r (en skv. http://skaldic.arts.usyd.edu. eru vísur einnig á blöðum: 59v, 60v, 63v, 65v, 67v, 68r, 70v, 78v, 79r, 80r, 81v, 82, 83v, 84v, 86, 87r).

Ástand

 • Vantar eitt blað í handrit á eftir blaði 53.
 • Vantar í handrit á eftir blöðum 103 og 104.
 • Skinnið er svart, mörg blöð slitin og texti vandlesinn, sbr. t. d. blað 9r og blað 60v.
 • Efra hornið er rifið af blaði 47.
 • Vantar neðan af blaði 67.
 • Skorið er af blaði 105.
 • Á blöðum 78, 82, 100 og 104 eru minniháttar skemmdir.
 • Á kápuspjöldunum má sjá ummerki eftir e.k. festingu, krækju eða ól sem lokað hefur bandinu og fremra spjald hefur upphaflega e.t.v. verið breiðara.

Skrifarar og skrift

Skrifari / Skrifarar er / eru óþekktur / óþekktir; léttiskrift. Í fljótu bragði er ekki hægt að segja til um fjölda skrifara. Þó stafagerð sé víða áþekk er stærð stafa og þéttleiki skriftar misjafn.

 • Blað 27 samanborið við blöðin á undan og næstu blöð á eftir gæti verið skrifað með annarri hendi.
 • Og með öðru móti virðist einnig skrifað á blöð 67v-68r. Blöðin fremst í handritinu eru skrifuð með mun stærri stöfum en t.d. blöð 89-95 og og-band er þar með ólíku móti. Á síðarnefndu blöðunum er það táknað með gegnumstrikaðri Z (sjá t.d. blað 92v) en rotundu, sbr. t.d. á blaði 1v.

Blað 35 er skrifað á sautjándu öld; árfljótaskrift.

 • Skrifari þess gæti verið Jón Gissurarson. Skriftin er öll stirðari en skrift Jóns í öðrum uppskriftum en greinilegt er að skrifari reynir að líkja eftir skrift í handriti, en mörg stafatákn eru lík táknun Jóns (ath. t.d. J, Á, ó, ð, var o.fl.)
.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Eftirfarandi listi yfir viðbætur og spássíukrot er ekki tæmandi - dæmi eru eftirfarandi:

 • Blað 35 er hugsanlega skrifað á fyrri hluta 17. aldar (sjá: Skrift)
 • Athugasemd Árna Magnússonar á blaði 53.
 • Fleiri yngri spássíugreinar eru hér og þar m.a.:
 • Á blöðum 84r-85v eru tvær samskonar myndir af dreka með mannshöfuð (hugsanlega samtímaverk - verk skrifarans???).

Band

Upprunalegt band (230-232 null x 125-143 null x 70-73 null); sver tréspjöld. Þrír sverir taumar halda kverunum og spjöldunum saman.

Fylgigögn

Seðill með efnisyfirliti með hendi Árna Magnússonar (sjá einnig AM 435 a 4to, blað 103v).

Uppruni og ferill

Uppruni
Handritið er skrifað á Íslandi eftir miðja 15. öld.

Það er tímasett til ca 1450-1475 (sjá  ONPRegistre , bls. 452), en til 15. aldar í  Katalog I , bls. 578.

Ferill

Christopher Sanders telur handritið með hópi handrita sem tengjast bókagerð á Möðruvöllum fram og segir það vafalaust skylt Perg. fol. nr 7 (Tales of knights. Perg. fol. nr 7 in The Royal Library, Stockholm).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 23. mars 1976.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 578-579 (nr. 1091). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 1. október 2002. VH jók við og skráði handritið skv. reglum TEI P5 í júlí 2011.

Viðgerðarsaga

Handritið var lánað Britte Olrik Fredriksen 5. desember 1989.

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1965.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í september 1973.

Notaskrá

Titill: , Late Medieval Icelandic romances II: Saulus saga ok Nikanors. Sigurðar saga Þogla
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 21
Titill: , Late Medieval Icelandic romances IV: Vilhjálms saga sjóðs. Vilmundar saga viðutan
Ritstjóri / Útgefandi: Loth, Agnete
Umfang: 23
Höfundur: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Titill: Hallamál : rétt Haraldi Bernharðssyni fimmtugum 12. apríl 2018, Stóð og stjörnur
Umfang: s. 7-10
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda II.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: Fornaldar sögur Norðrlanda III.
Ritstjóri / Útgefandi: Rafn, C. C.
Titill: , Bevers saga
Ritstjóri / Útgefandi: Sanders, Christopher
Umfang: 51
Titill: , Mírmanns saga
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 17
Höfundur: Seip, Didrik Arup
Titill: Palæografi. B. Norge og Island, Nordisk kultur
Umfang: 28:B
Höfundur: Hansen, Finn
Titill: Forstærkende led i norrønt sprog, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 98
Höfundur: Hugus, Frank
Titill: Some notes on the sources of Blómstrvallasaga,
Umfang: s. 335-342
Höfundur: Lindblad, Gustaf
Titill: Studier i Codex Regius av äldre eddan
Höfundur: Guðbjörg Kristjánsdóttir
Titill: Gripla, Lýsingar í íslenskum handritum á 15. öld
Umfang: 27
Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð, Gripla
Umfang: 15
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Jakob Benediktsson
Titill: Lærdómslistir, Um tvenns konar framburð á ld í íslensku
Umfang: s. 98-111
Titill: , Samsons saga fagra
Ritstjóri / Útgefandi: John Wilson
Umfang: 65
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Til Yngvars sagas overlevering,
Umfang: s. 176-178
Titill: , Íslenzk fornkvæði. Islandske folkeviser
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 10-17
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Athuganir Árna Magnússonar um fornsögur, Gripla
Umfang: 4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Kolbrún Haraldsdóttir
Titill: Eiríks saga víðförla í miðaldahandritum, Gripla
Umfang: 30
Titill: , [Friðþjófs saga]. Sagan ock rimorna om Friðþiófr hinn frækni
Ritstjóri / Útgefandi: Ludvig Larsson
Umfang: 22
Höfundur: Kalinke, Marianne E.
Titill: Scribes, editors, and the riddarasögur, Arkiv för nordisk filologi
Umfang: 97
Titill: Ordbog over det norrøne prosasprog: Registre
Ritstjóri / Útgefandi: Den arnamagnæanske kommision
Höfundur: Springborg, Peter
Titill: Småstykker 9. Fra Snæfjallaströnd,
Umfang: s. 366-368
Titill: Áns rímur bogsveigis, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rit
Ritstjóri / Útgefandi: Ólafur Halldórsson
Umfang: s. 197 p.
Höfundur: Ólafur Halldórsson
Titill: Íslenzkar miðaldarímur: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi : Rit, Bósa rímur
Umfang: s. 136 p.

Lýsigögn