Á umbúðum er titill (Skiduklausturz bie a Copiu) og athugasemd (Sendt af Beſſa Gudmundsſyne uppä Alþing 1704.) með hendi Árna Magnússonar.
Á fremra saurblaði stendur með hendi Árna Magnússonar: „Skriðuklaustursbréf copiur. Sent af Bessa Guðmundssyni upp á Alþing[i] 1704.“
Handritið er tímasett til um 1700 í Katalog I , bls. 522.
Samkvæmt AM 477 fol., ætti annað eintak af bréfunum (í fólíó) að vera undir þessu safnmarki, en er þar ekki nú.
Árni Magnússon fékk handritið frá Bessa Guðmundssyni árið 1704 (sjá umbúðir).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 5. október 1973.