Skráningarfærsla handrits

AM 261 4to

Bréfabók Skálholtsstóls ; Ísland

Athugasemd
Titill í handriti: Bréfabók Herra Odds Einarssonar. Scalholtensia varia
Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-2v)
Um Skálholtsreka fyrir vestan
Titill í handriti

Um Skálholtsreka fyrir vestan

Upphaf

Það gjörum við Narfi Jónsson og Þorbjörn Jónsson prestar …

Athugasemd

1. febrúar 1492. Narfi Jónsson og Þorbjörn Jónsson prestar skrifa upp skrá frá 22. mars 1444 um reka Skálholtsstaðar á Ströndum.

Pr. í Íslenzku fornbréfasafni II, nr. 381 B; IV, nr. 693 og VII, nr. 177.

6. ágúst 1599 á Kirkjubóli í Langadal votta síra Snæbjörn Torfason, síra Ólafur Halldórsson, síra Þorsteinn Oddsson og Ari Ólafsson að hafa lesið ofannefnt bréf.

7. ágúst 1619 á Stað í Steingrímsfirði vottar Oddur Einarsson biskup eigin hendi að hafa ofanskrifað bréf meðal kirkjunnar bréfa í Skálholti.

7. ágúst 1619 vottar séra Einar Sigurðsson og sjö aðrir að Oddur biskup lét skrifa ofanskrifað bréf eftir sinni vísitasíubók og gaf séra Einari fullkomlegt umboð yfir greindum Skálholtsdómkirkjurekum.

Bl. 3-4 auð.

Efnisorð
2 (5r-6v)
Um Skálholtsreka
Titill í handriti

Um Skálholtsreka

Upphaf

Þessa reka og hvalvonir á staðurinn í Skálholti, þrjá hluti í Þistilfirði …

Notaskrá

Pr. í Íslenzku fornbréfasafni II, 67 og áfram.

Athugasemd

Skrifað í Vallanesi xii dag Augusti anno a Christo natu m.d.lxx eftir registro Schalholtensi.

Eyjólfur Jónsson og Guðmundur Guðmundsson votta eigin höndum að hafa séð og yfirlesið ofangreinda skrá 28. júní 1620 í Skálholti.

Eyjólfur Jónsson og Guðmundur Guðmundsson votta eigin höndum að hafa séð og yfirlesið ofangreinda skrá 28. júní 1620 í Skálholti.

Efnisorð
3 (7r-v)
Um Skálholtsreka fyrir vestan
Titill í handriti

Um Skálholtsreka fyrir vestan

Upphaf

Það gjörum við Narfi Jónsson og Þorbjörn Jónsson prestar …

Athugasemd

Skrifað í Skálholti sunnudaginn næstan eftir Benedictus messu anno domini MCDxl qvanto.

Sama skrá og nr. 1.

Bl. 8 autt.

Efnisorð
4 (9r-v)
Rekaskrá
Upphaf

Þessa reka og hvalvonir á staðurinn í Skálholti …

Notaskrá
Athugasemd

3. ágúst 1614. Uppskrift gamallrar skrár er lá á Hofi í Vopnafirði yfir Skálholtsreka fyrir austan.

Uppskriftina votta eigin höndum Sigurður Ólafsson, Jón Ögmundsson, Oddur Þorkelsson, Bjarni Oddsson.

Efnisorð
5 (10r-11r)
Um Skálholtsreka
Upphaf

Þessa reka og hvalvonir á staðurinn í Skálholti …

Athugasemd

Sama skrá og næst á undan, sbr. Íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 68.

Efnisorð
6 (11v)
Um portio kirkjunnar á Kirkjubæ
Titill í handriti

Um portio kirkjunnar á Kirkjubæ

Upphaf

Anno 1618 þann 6. dag Augusti á Kirkjubæ á Útmannasveit …

Athugasemd

Enginn titill í handriti.

Reiknuð portio kirkjunnar af fastagóssi í þessari sókn í 34 ár sem sálugi séra Hallur Högnason hafði staðinn haldið. Séra Ólafur Einarsson hafði haldið staðinn í 10 ár.

Efnisorð
7 (11v-12r)
Um portio kirkjunnar á Kirkjubæ
Upphaf

Anno 1618 þann 6. dag Augusti á Kirkjubæ á Útmannasveit …

Athugasemd

Samningur við þrjá syni séra Halls Högnasonar, Odd og tvo Jóna, um það sem misreiknast hafði um portion kirkjunnar að Kirkjubæ, að biblían og kaleikurinn skuli vera kirkjunnar eign o.s.frv.

Eiginhandarundirskriftir Þorleifs Einarssonar, Auðunar Jónssonar og Gottskálks Oddssonar.

Efnisorð
8 (12v)
Fornbréf
Upphaf

Það meðkenni eg Ólafur Einarsson prestur …

Athugasemd

Enginn titill í handriti.

Uppskrift bréfs frá 24. ágúst 1618.

Ólafur Einarsson prestur á Kirkjubæ gefur öldungis kvitta og ákærulausa þá bræður Odd og Jóna Hallssyni.

Oddur Einarsson meðkennir að hafa verið á Kirkjubæ með förunautum sínum þegar sáttin var gjörð.

Blöð 13-15 auð.

Efnisorð
9 (16r-23v)
Um þann reka á millum Dyralóns og Stjörnusteins
Titill í handriti

Um þann reka á millum Dyralóns og Stjörnusteins

Notaskrá

Skjölin eru prentuð í Ólafur Halldórsson, Vitnisburðir frá 1604-1605 um rekamörk á Stokkseyri, bls. 177-193.

Athugasemd

Uppskrift skjala er þann reka varða úr tíð Odds Einarssonar Skálholtsbiskups.

Efnisorð
9.1 (16r-v)
Fyrst gamalt dómsbréf að sá reki var dæmdur vera og verið hafa eign kirkjunnar og staðarins í Skálholti
Titill í handriti

Fyrst gamalt dómsbréf að sá reki var dæmdur vera og verið hafa eign kirkjunnar og staðarins í Skálholti

Upphaf

Það gjörum við Ólafur Oddsson Grímur Þorsteinsson prestar …

Notaskrá

Prentað eftir þessu handriti í Íslenzku fornbréfasafni IV, nr. 631.

Efnisorð
9.2 (16v-17r)
II Vitnisburður séra Stefáns Gíslasonar
Titill í handriti

II Vitnisburður séra Stefáns Gíslasonar

Upphaf

Það gjöri ég Stefán prestur Gíslason góðum mönnum kunnugt …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi dags. í Odda á Rangárvöllum 28. ágúst 1605.

Efnisorð
9.3 (17r-v)
III Vitnisburður Teits Björnssonar
Titill í handriti

III Vitnisburður Teits Björnssonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber ég Teitur Björnsson …

Athugasemd

Skr. eftir bréfi dags. á Holtastöðum í Langadal 25. júlí 1605.

Efnisorð
9.4 (17v-18v)
IV Vitnisburður Teits Gíslasonar
Titill í handriti

IV Vitnisburður Teits Gíslasonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber ég Teitur Gíslason …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi dags. í Skálholti 17. janúar 1605.

Efnisorð
9.5 (18v)
V Laxárholtsdómur uppá vitnisburð Teits Gíslasonar
Titill í handriti

V Laxárholtsdómur uppá vitnisburð Teits Gíslasonar

Upphaf

Anno 1605 þann xxiiij septembris á Laxárholti …

Athugasemd

Skr. eftir bréfi dags. í Laxárholti 24. september 1605.

Efnisorð
9.6 (19r-v)
VI Vitnisburður Gísla Þorbjarnarsonar
Titill í handriti

VI Vitnisburður Gísla Þorbjarnarsonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Gísli Þorbjarnarson …

Athugasemd

Skr. eftir bréfi dags. 20. janúar 1605.

Efnisorð
9.7 (19v-20r)
VII Vitnisburður Jóns Guðmundssonar
Titill í handriti

VII Vitnisburður Jóns Guðmundssonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð berum við eftirskrifaðir menn …

Athugasemd

Skr. eftir bréfi 20. janúar 1605.

Efnisorð
9.8 (20r)
VIII Vitnisburður Gríms Jónssonar
Titill í handriti

VIII Vitnisburður Gríms Jónssonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Grímur Jónsson …

Athugasemd

Skr. eftir bréfi föstudag fyrsta í vetri 1605.

Efnisorð
9.9 (20v-21r)
IX Vitnisburður Guðlaugs Þorsteinssonar
Titill í handriti

IX Vitnisburður Guðlaugs Þorsteinssonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Guðlaugur Þorsteinsson …

Athugasemd

Skr. eftir bréfi dags. 25. janúar 1605.

Efnisorð
9.10 (21r-v)
X Vitnisburður Vernharðs Teitssonar
Titill í handriti

X Vitnisburður Vernharðs Teitssonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Vernharður Teitsson …

Athugasemd

Skr. eftir bréfi dags. miðvikudag næstan eftir Marteinsmessu 1605.

Efnisorð
9.11 (21v)
XI Vitnisburður Bjarna Jónssonar
Titill í handriti

XI Vitnisburður Bjarna Jónssonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Bjarni Jónsson …

Athugasemd

Skr. upp eftir bréfi dags. 27. október 1604.

Efnisorð
9.12 (22r)
XII Vitnisburður Gísla Þorbjarnarsonar
Titill í handriti

XII Vitnisburður Gísla Þorbjarnarsonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Gísli Þorbjarnarson …

Athugasemd

Skr. upp eftir bréfi dags. 19. nóvember 1604.

Efnisorð
9.13 (22r)
XIII Vitnisburður Gunnlaugs Eyjólfssonar
Titill í handriti

XIII Vitnisburður Gunnlaugs Eyjólfssonar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Gunnlaugur Eyjólfsson …

Athugasemd

Skr. upp eftir bréfi dags. 9. janúar 1605.

Efnisorð
9.14 (22v)
XIV Meðkenning Jóns Bernharðssonar um Dyralón
Titill í handriti

XIV Meðkenning Jóns Bernharðssonar um Dyralón

Upphaf

Svofelldan vitnisburð berum vér eftirskrifaðir menn …

Athugasemd

Skr. upp eftir bréfi dags. 24. september 1605 á Laxárholti.

Efnisorð
9.15 (22v-23v)
Vitnisburður Kristínar Felixdóttur
Titill í handriti

Vitnisburður Kristínar Felixdóttur

Upphaf

Það meðkenni eg Kristín Felixdóttir …

Athugasemd

Skr. upp eftir bréfi 22. september í Skálholti.

Efnisorð
10 (24r-v)
Um Keflavíkurreka sem liggur fyrir utan Þorlákshöfn
Titill í handriti

Um Keflavíkurreka sem liggur fyrir utan Þorlákshöfn

Upphaf

Öllum mönnum sem þetta bréf sjá …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni XIV, nr. 380.

Athugasemd

Uppskrift eftir bréfi dags. í Skálholti 6. október 1566.

Efnisorð
11 (24v-25r)
Áreiðarbréf um Keflavík
Titill í handriti

Áreiðarbréf um Keflavík

Upphaf

In nomine Domine. Amen. Skeði svo um vorið miðviku …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni XIV, nr. 439.

Athugasemd

Uppskrift eftir bréfi frá 30. apríl 1567.

Efnisorð
12 (25v-26r)
Dómur um Keflavík
Titill í handriti

Dómur um Keflavík

Upphaf

Öllum mönnum sem þetta bréf sjá eður heyra …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Alþingisbókum I, 152-153.

Athugasemd

Á Öxarárþingi 1573. Dómur um Keflavík er liggur fyrir utan Þorlákshöfn.

Frumrit Bps. Skalh. Fasc. VI, 32.

Bl. 26v autt.

Efnisorð
13 (27r-v)
Rekabréf
Titill í handriti

Um rekann á Skeiðum

Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni IX, nr. 524.

Athugasemd

Um rekann á Skeiðum [svo!] milli Ölfusáróss og Þorlákshafnar.

Efnisorð
14 (27v)
Vitnisburðarbréf ábóta Halldórs
Titill í handriti

Vitnisburðarbréf ábóta Halldórs

Upphaf

Vær bróðir Halldór með Guðs náð …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 232.

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi dags. á Helgafelli 1509.

Efnisorð
15 (28r-29r)
Rekadómur
Titill í handriti

Annar dómur um rekann á Skeiði

Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni, nr. 213.

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi dags. á Bakkárholti í Ölfusi 1564.

Efnisorð
16 (29r)
Bréf lögmannsins Erlends Þorvarðssonar
Titill í handriti

Bréf lögmannsins Erlends Þorvarðssonar

Upphaf

Það gjöri ég Erlendur Þorvarðsson lögmaður sunnan og austan á Íslandi …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni XI, nr. 412.

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi sem útgefið var á Strönd í Selvogi laugardaginn næstan fyrir Pétursmessu og Páls 1546.

Efnisorð
17 (29r-30r)
Vitnisburðir um frí skipstöðu Skálholtskirkju á Bjarnastöðum í Selvogi
Titill í handriti

Vitnisburðir um frí skipstöðu Skálholtskirkju á Bjarnastöðum í Selvogi

Efnisorð
17.1 (29r-v)
I
Titill í handriti

I

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Einar prestur Ólafsson …

Athugasemd

Vitnisburður Einars prests Ólafssonar um frí skipstöðu Skálholtskirkju á Bjarnastöðum í Selvogi. Einar var 16 vetra er hann kom í Skálholt til ráðsmannsdjákna hjá séra Jóni heitnum Héðinssyni og þar eftir var hann ráðsmannsdjákni hjá séra Jóni heitnum Þorsteinssyni er kallaður var Búland. Síðan eru liðin 62 ár.

Skrifað eftir bréfi dags. í Efstadal á fjórða degi páska 1575.

Efnisorð
17.2 (29v)
II
Titill í handriti

II

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber ég Þórður prestur Jónsson …

Athugasemd

Vitnisburður Þórðar prests Jónssonar um frí skipstöðu Skálholtskirkju á Bjarnastöðum í Selvogi. Kom til séra Gvendar heitins frænda til ráðsmannsdjákna, síðan fór hann ofan fyrir fjall og hafa liðið síðan 40. ár.

Skrifað eftir bréfi dags. í Steinholti sunnudaginn í páskaviku 1575.

Efnisorð
17.3 (29v)
III
Titill í handriti

III

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber ég Ormur Þorsteinsson …

Athugasemd

Vitnisburður Orms Þorsteinssonar að Skálholtskirkja hafði frí skipstöðu á Bjarnastöðum í Selvogi. Segist barnfæddur í Selvogi og hafa þetta verið 62 ár síðan hann til mundi.

Skrifað eftir bréfi dags. í Nesi í Selvogi 23. apríl 1575.

Efnisorð
17.4 (30r)
IIII
Titill í handriti

IIII

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber ég Úlfhéðinn Þórðarson …

Athugasemd

Vitnisburður Úlfhéðins Þórðarsonar að frá hans barnæsku það lengst hann til man hefir Skálholtsstaður átt frí skipstöðu á Bjarnastöðum og hefur hann nú þrjá vetur um sjötugt.

Skrifað eftir bréfi dags. á Þorkötlustöðum í Grindavík 30. ágúst 1575.

Bl. 30v autt.

Efnisorð
18 (31r-v)
Um Tungu í Grafningi. Gjafabréf.
Titill í handriti

Um Tungu í Grafningi. Gjafabréf.

Upphaf

In nomine Domini. Amen. Var svofelldur kaupmáli lýstur og staðfestur í Klausturhólum í Grafningi …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni XI, nr. 359.

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi dags. á Klausturhólum 8. júní 1545.

Efnisorð
19 (31v)
Um landamerki á milli Bítsfells og Tungu
Titill í handriti

Um landamerki á milli Bítsfells og Tungu

Upphaf

Með þessum landamerkjum úr víkinni og í garðinn …

Notaskrá

Pr. eftir frumriti í Íslenzku fornbréfasafni XI, nr. 359.

Efnisorð
20 (31v-32r)
Kaupbréf um Tungu og Hægindi
Titill í handriti

Kaupbréf um Tungu og Hægindi

Upphaf

Ég Marteinn Einarsson undir Guðs þolinmæði biskup í Skálholti …

Notaskrá

Pr. eftir uppskrift á skinni í Íslenzku forbréfasafni XII, nr. 300.

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi dags. í Skálholti fjórða dag í páskum 1553.

Efnisorð
21 (32r-v)
Tungubréf
Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber Jón prestur Jónsson …

Athugasemd

Enginn titill í handriti

Jón prestur Jónsson vottar að Alexíus Pálsson og Jón Pálsson gáfu Ólafi Árnasyni jörðina Tungu með sínu ráði og samþykki Ásmundar bróður hans.

Skrifað eftir bréfi dags. í Mýdal í Kjós mánudaginn eftir transfiguratio 1577.

Frumbréfið er í Bps. Skalh. Fasc. VI, 20.

Efnisorð
21.1 (32v)
Tungubréf
Upphaf

Við eftirskrifaðir menn Sigurður Einarsson og Hákon Ásgeirsson prestar Skálholtsstiktis …

Athugasemd

Enginn titill í handriti.

Transskrift Sigurðar Einarssonar og Hákonar Ásgeirssonar presta Skálholtsstiktis að þeir sáu og yfirlásu ofangreint jarðakaupabréf.

Skrifað eftir bréfi dags. í Skálholti 12. mars 1591.

Efnisorð
22 (32v-34v)
Áreið á millum Ásgarðs og Brúar
Titill í handriti

Áreið á millum Ásgarðs og Brúar

Upphaf

Það gjörum vér Erasmus Vilhjálmsson …

Athugasemd

Áreið vegna landamerkjadeilna milli Ásgarðs dómkirkjunnar jarðar og Neðri Brúar Þingvallakirkjujarðar, miðvikudaginn í annarri viku páska 1573.

Þetta skrif er með viii innsiglum anno 1611.

Frumbréfið er í Bps. Skalh. Fasc. VI, 18.

Efnisorð
23 (34v-35v)
Vitnisburður um Úteyjarlandamerki
Titill í handriti

Vitnisburður um Úteyjarlandamerki

Upphaf

Það meðkennist eg Jón Þórðarson …

Notaskrá
Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1568.

Efnisorð
24 (35v-36v)
Áreiðarbréf í millum Ketilvalla og Hjálmstaða
Titill í handriti

Áreiðarbréf í millum Ketilvalla og Hjálmstaða

Upphaf

Jeg Þórður Guðmundsson lögmann sunnan og austan á Íslandi gjöri góðum mönnum kunnigt …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi dags. 3. ágúst 1574.

Frumbréfið er í Bps. Skalh. Fasc. XI, 10.

Efnisorð
25 (36v-38r)
Dómur um Skógarspjöll hjá Miðdal
Titill í handriti

Dómur um Skógarspjöll hjá Miðdal

Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra …

Athugasemd

Sex manna dómur nefndur af Ólafi Jónssyni konungs umboðsmanni í Árnessýslu um klögun Gísla bónda Sveinssonar í umboði Gísla biskups til séra Ólafs Gíslasonar og bræðra hans Diðriks og Árna út af skógarnautn - hafði sá skógur fallið Ketilvöllum með áreið Þórðar lögmanns.

Skrifað eftir bréfi dags. Mánudaginn næstan fyrir uppstigningardag 1575 á Borgarþingi.

Frumbréfið er í Bps. Skalh. Fasc. XI, 11.

Stærsti hluti bl. 38r og bl. 38v auð.

Efnisorð
26 (39r-40r)
Héraðsdómur um Keflavikurreka
Titill í handriti

Héraðsdómur um Keflavikurreka

Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1566.

Í lokin segir að bréfið lá í Skálholti með átta hangandi innsiglum árið 1624.

Sama bréf og nr. 10, bl. 24r-v.

Efnisorð
27 (40v-41v)
Áreiðarbréf um Keflavík
Titill í handriti

Áreiðarbréf um Keflavík

Upphaf

In Nomine Domini Amen …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1567.

Sama bréf og nr. 11, bl. 24v-25r.

Efnisorð
28 (41v-43r)
Alþingisdómur um Keflavík fyrir utan Þorlákshöfn
Titill í handriti

Alþingisdómur um Keflavík fyrir utan Þorlákshöfn

Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1573.

Frumrit Bps. Skalh. Fasc. VI, 32. Pr. eftir frumriti í Alþingisbókum I, 152-153.

Sama bréf og nr. 12, bl. 25v-26r.

Efnisorð
29 (43r-44v)
Um rekann á Skeiði
Titill í handriti

Um rekann á Skeiði

Upphaf

Öllum mönnum þeim sem þetta bréf sjá eður heyra …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1532.

Sama bréf og nr. 13, bl. 27r-v.

Efnisorð
30 (44v-45r)
Vitnisburður ábóta Halldórs
Titill í handriti

Vitnisburður ábóta Halldórs

Upphaf

Vær bróðir Halldór með Guðs náð ábóti á Helgafelli …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1509.

Sama bréf og nr. 14, bl. 27v.

Efnisorð
31 (45r-47v)
Héraðsdómur um rekann á Skeiði
Titill í handriti

Héraðsdómur um rekann á Skeiði

Upphaf

Öllum mönnum sem þetta bréf sjá eður heyra …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1564.

Sama bréf og nr. 15, bl. 28r-29r.

Efnisorð
32 (47v-48r)
Vitnisburður um landamerki milli Miðengis og Snæfoksstaða
Titill í handriti

Vitnisburður um landamerki milli Miðengis og Snæfoksstaða

Upphaf

Það gjörum við Kolbeinn Andrésson …

Notaskrá

Pr. eftir frumbréfi í Íslenzku fornbréfasafni VIII, nr. 436.

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1515.

Efnisorð
33 (48r-v)
Bréf Erlends lögmanns um rekann á Skeiði og jarðirnar í Ölvesi
Titill í handriti

Bréf Erlends lögmanns um rekann á Skeiði og jarðirnar í Ölvesi

Upphaf

Það gjöri eg Erlendur Þorvarðsson lögmaður sunnan og austan …

Athugasemd

Skrifað eftir bréfi frá 1546.

Sama bréf á bl. 29r.

Efnisorð
34 (49r-50v)
Hér eftir fylgja nokkrir vitnisburðir um skipstöðu á Bjarnastöðum í Selvogi
Titill í handriti

Hér eftir fylgja nokkrir vitnisburðir um skipstöðu á Bjarnastöðum í Selvogi

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Einar prestur Ólafsson …

Athugasemd

Skrifað eftir skjölum frá 1575.

Sömu bréf á bl. 29r-30v.

Efnisorð
35 (51r-51v)
Um Hjallareka
Titill í handriti

Um Hjallareka

Upphaf

Anno 1624 22. maí í Skálholti sagði Páll Pálsson að faðir sinn hefði fengið einhvörstaðar gamlan máldaga Strendur og Hjalla sem so byrjast: Þessi eru hvalamál í Selvogi …

Niðurlag

… sá máldagi sem skrifaður er á söngbókinni á Hjalla sé so látandi að kirkjan á Hjalla eigi allan reka í Keflavík og fjöru þar.

Efnisorð
36 (51v-52r)
Útskrift af gömlum máldaga.
Titill í handriti

Útskrift af gömlum máldaga.

Upphaf

Þessi eru hvalamál í Selvogi. Strendur eiga hálfan hvalrétt …

Niðurlag

… Þetta fyrrskrifað copij er komið frá Hákoni Björnssyni en Indriði Jónsson í Selvogi sendi það Árna Oddssyni Anno 1624.

Athugasemd

Sami máldagi og nr. 35.

Pr. í Íslenzku fornbréfasafni II, nr 54.

Efnisorð
37 (52r-v)
Vitnisburður um landamerki milli Ness í Selvogi og Þorlákshafnar
Titill í handriti

Vitnisburður um landamerki milli Ness í Selvogi og Þorlákshafnar

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Þorkell Jónsson …

Athugasemd

Vitnisburður Þorkels Jónssonar sem hefur alla tíð verið í Selvogi síðan hann var fimm eða sex ára en hefir nú átján vetur um fertugt. Hann vitnar að Þorlákshöfn eigi land a Þrívörðum að austan en Nes í Selvogi að vestan eða utan.

Skrifað eftir bréfi dags. Skálholti 17. júní 1624.

Efnisorð
38 (52v-53r)
Máldagi Hjallakirkju eftir Vilkinsbók
Titill í handriti

Máldagi Hjallakirkju eftir Vilkinsbók

Upphaf

Kirkja hins heilaga Ólafs konungs að Hjalla í Ölvesi …

Athugasemd
Efnisorð
39 (53r-v)
Af Strandarkirkju máldaga úr Vilkinsbók
Titill í handriti

Af Strandarkirkju máldaga úr Vilkinsbók

Upphaf

Kirkja Maríu guðsmóður og hins blessaða Thomas erkibiskups á Strönd …

Notaskrá

Máldaginn er pr. heill í Íslenzku fornbréfasafni IV, bls. 100-101.

Athugasemd

Aðeins hluti máldagans er skrifaður upp hér.

Aftast stendur: Þetta fyrr skrifað finnst so orðrétt skrifað í þeirri gömlu Wilkinsbók sem liggur í Skálholti Anno 1624.

Efnisorð
40 (53v)
Hjallakirkja
Titill í handriti

Hjallakirkja

Upphaf

Kirkjan á Hjalla í Ölvesi á land að Bakka …

Notaskrá

Pr. í Íslenzku fornbréfasafni XV, bls. 642-643.

Athugasemd

Máldagi Hjallakirkju.

Undir stendur: Þetta finnst so orð eftir orð í þeirri bók sem kölluð er Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar sáliga, hún liggur í Skálholti Anno 1624.

Efnisorð
41 (54r)
Kirkjan á Strönd
Titill í handriti

Kirkjan á Strönd

Upphaf

Kirkjan á Strönd í Selvogi á …

Notaskrá

Pr. í Íslenzku fornbréfasafni XV, bls. 641-642.

Athugasemd

Hluti af máldaga Strandarkirkju í Selvogi.

Undir er sama klausa og við Máldaga Hjallakirkju að ofan.

Bl. 54v autt.

Efnisorð
42 (55r-v)
Anno 1624 17. apríl Þorlákshöfn
Titill í handriti

Anno 1624 17. apríl Þorlákshöfn

Upphaf

Summa uppá svör lögmannsins um hvalinn …

Athugasemd

Lögmaðurinn er Gísli Hákonarson sem var í fyrirsvari fyrir Hjallakirkju í Ölfusi.

Efnisorð
43 (56r-57v)
Anno 1624. Af sendibréfi til Stefáns Gunnarssonar um hval
Titill í handriti

Anno 1624. Af sendibréfi til Stefáns Gunnarssonar um hval

Upphaf

Eg gat eigi talað út við yður næst svo sem eg vildi …

Skrifaraklausa

Skrifað í Skálholti 27. septembris Anno 1624.

Athugasemd

Um hvalþrætu við Gísla lögmann vegna Hjallakirkju. Stefán Gunnarsson hafði verið Skálholtsstaðarráðsmaður nærri 40 ár.

Oddur Einarsson Skálholtsbiskup segir bréfið fyrir.

Bl. 58 autt.

Efnisorð
44 (59r-60r)
Svar uppá nokkrar greinir úr bréfi Gísla lögmanns 14. januari 1625
Titill í handriti

Svar uppá nokkrar greinir úr bréfi Gísla lögmanns 14. januari 1625

Upphaf

I Fyrst um það kot Bár í Flóa …

Athugasemd

1) Um Bár í Flóa, 2) Um Ölmóðsey, 3) Um sókn Einars bróður yðar á arfi eftir Einar heitinn …

Oddur Einarsson Skálholtsbiskup segir bréfið fyrir.

Bl. 60 að mestu leyti autt.

Efnisorð
45 (61r-v)
Vitnisburður Bjarna Jónssonar í Nesi í Selvogi um Hæringstaðaland í Flóa
Titill í handriti

Vitnisburður Bjarna Jónssonar í Nesi í Selvogi um Hæringstaðaland í Flóa

Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Bjarni Jónsson …

Athugasemd

Bjarni er barnfæddur í Flóa og rétt fimmtugur á þessu ári 1624 þegar vitnisburðurinn er útgefinn á Nesi í Selvogi 23. ágúst. Landamerkjum er lýst með mörgum örnefnum. Undir skrifa Bjarni Jónsson, Indriði Jónsson og Þórður Bjarnarson. Indriði er víslega sá er bjó í Eymu í Selvogi, lögréttumaður og skrifari góður.

Efnisorð
46 (62r-v)
Vitnisburður Bjarna Jónssonar í Nesi í Selvogi um Hæringsaðaland í Flóa
Upphaf

Svofelldan vitnisburð ber eg Bjarni Jónsson …

Athugasemd

Án fyrirsagnar í handriti.

Sami vitnisburður og næst á undan en með annarri hendi en sömu eiginhandarundirskriftum.

Efnisorð
47 (63r-v)
Um tíundina í Vestmannaeyjum úr Bréfabók biskups Ögmundar
Titill í handriti

Um tíundina í Vestmannaeyjum úr Bréfabók biskups Ögmundar

Upphaf

Vér bróðir Ögmundur með Guðs náð …

Notaskrá
Athugasemd

Aftast: Þetta lét eg Oddur Einarsson skrifa Anno 98 eftir gömlu bréfaskræðunni.

Efnisorð
48 (64r-v)
Dómtitill um sr Magnús Hróbjartsson
Titill í handriti

Dómtitill um sr Magnús Hróbjartsson

Upphaf

Anno domini 1604 þann 14 mai dómsmenn í Þjóðólfshaga …

Athugasemd

Í Þjóðólfshaga 14. maí 1604 útnefndur dómur þriggja presta og þriggja leikmanna af prófastinum séra Sigurði Einarssyni og valdsmanninum Gísla Árnasyni um mál séra Magnúsar Hróbjartssonar um hans uppheldi og hans konu og barna og um þær jarðir sem hann hefur haft sér til uppheldis hverjar nú fást ekki byggðar. Dómsmenn dæmdu til æðstu lögsagnara á næsta Öxarárþingi hvort bjargþrota prestabörn þeirra sem lifa og eru embættisfærir skuli vera undir sömu grein sem annað þrotbjargarfólk eftir landslagabók. Samdist og svo um að presturinn skyldi sitja að tiltölu á þeim þremur kirkjum sem biskupinn hafði til skikkað.

Efnisorð
49 (65r-66r)
Dómur um Árbæ og Þóristaði í Ölfusi, reka á Skeiði og skipstöðu á Bjarnastöðum
Upphaf

Öllum mönnum sem þetta bréf sjá eður heyra …

Athugasemd

Bréfið er frá 1588.

Bl. 66v-68v eru auð.

Á stöku blaði, bl. 69r, stendur m.h. Árna Magnússonar: Frá Bjarna Sigurðssyni, Árnasonar, Oddssonar biskups Einarssonar.

Efnisorð
50 (70r)
Anno 1629 eiga þessi fararlán að kvittast við staðarins heimamenn auk þeirra sem staðar landsetar hafa léð, anno 1628
Titill í handriti

Anno 1629 eiga þessi fararlán að kvittast við staðarins heimamenn auk þeirra sem staðar landsetar hafa léð, anno 1628

Upphaf

Ívar Ívarssyni iiii ærgildi fyrir far …

Efnisorð
51 (70v-71v)
Skógaheiti og þeirra takmörk fyrir norðan Skriðufell
Titill í handriti

Skógaheiti og þeirra takmörk fyrir norðan Skriðufell

Vensl

Sbr. AM 258 4to, bls. 181-185.

Upphaf

Þetta eru skóganöfn og skógamörk fyrir norðan Skriðufell …

Notaskrá

Pr. í Íslenzku fornbréfasafni XIII, bls. 865-867, og XIII, bls. 165-167.

Athugasemd

Skrifað eftir Bréfabók herra Gísla sáluga Jónssonar.

Bréfið er dags. Skálholti 14 dag februarii Anno 1629. Eiginhandarundirskriftir Odds Einarssonar, Árna Oddssonar, Vigfúsar Illugasonar, Jóns Gissurssonar, Ketils Jörundssonar, Páls Gunnlaugssonar, Gissurar Þorsteinssonar, Guðmundar Jónssonar.

Efnisorð
52 (72r-v)
Skógaheiti og þeirra takmörk fyrir norðan Skriðufell
Titill í handriti

Skógaheiti og þeirra takmörk fyrir norðan Skriðufell

Upphaf

Þetta eru skóganöfn og skógamörk fyrir norðan Skriðufell …

Athugasemd

Skrifað eftir Bréfabók herra Gísla sáluga Jónssonar

Sama skrá gerð á Leirá eftir næstu á undan. Undir er vottun fjögurra manna að þeir hafi séð og yfirlesið þessa kópíu og skrifa þeir undir eigin höndum Árni Oddsson, Þórður Henriksson, Nikulás Illugason og Þorsteinn Illugason.

Bl. 73 að mestu autt.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír. Vatnsmerki á saurblöðum fremst Fremra saurblað, bl. 13, 15, 69 og fremra saurbl. aftast.
Blaðfjöldi
iii + 73 + ii blöð (195-205 mm x 165 mm). Bl. 72-73 eru skjöl í folio. Auð blöð: 3-4, 8, 13-15, 26v, 30v, 38v, 54v, 58, 60v, 66v-68v, 69v, 73r.
Tölusetning blaða

Síðari tíma blaðsíðumerking með penna.

Kveraskipan

14 kver.

  • Kver I: bl. 1-4, 2 tvinn.
  • Kver II: bl. 5-8, 2 tvinn.
  • Kver III: bl. 9-16, 4 tvinn.
  • Kver IV: bl. 17-22, 3 tvinn.
  • Kver V: bl. 23-28, 3 tvinn.
  • Kver VI: bl. 29-30, 1 tvinn.
  • Kver VII: bl. 31-38, 4 tvinn.
  • Kver VIII: bl. 39-44, 3 tvinn.
  • Kver IX: bl. 45-50, 3 tvinn.
  • Kver X: bl. 51-54, 2 tvinn.
  • Kver XI: bl. 55-58, 2 tvinn.
  • Kver XII: bl. 59-60, 1 tvinn.
  • Kver XIII: bl. 61-68, stakt blað + tvinn + stakt blað + 2 tvinn.
  • Kver XIV: bl. 69-73, stakt blað og 2 tvinn.

Umbrot

Eindálka.

Leturflötur er ca 155-185 mm x 130-150 mm.

Línufjöldi ca 24-33.

Ástand

  • Bl. 59 mjög skaddað.
  • Sums staðar blettir en skerða þó ekki texta, t.d. á bl. 27r-30v og 31r-38v.

Skrifarar og skrift
Ýmsar hendur. Léttiskrift og fljótaskrift.

Bl. 5r-7v með hendi Guðmundar Guðmundssonar, síðar prests í Fljótshlíðarþingum, fljótaskrift.

Bl. 9r-v með hendi Jóns Ögmundssonar, síðar prests að Hofi í Vopnafirði, léttiskrift.

Bl. 11v-12r líklega með hendi Auðunar Jónssonar, síðar prests á Hesti í Borgarfirði, léttiskrift.

Bl. 16r-23v m.h. Bjarna Jónssonar, síðar prests í Stöð í Stöðvarfirði (sbr. Ólafur Halldórsson, Vitnisburðir frá 1604-1605 um rekamörk á Stokkseyri), léttiskrift.

Bl. 70v-71v m.h. sr. Vigfúsar Illugasonar, léttiskrift.

Margt með hendi Odds Einarssonar biskups .

Sumt e.t.v. með hendi Jóns Jónssonar lögmanns.

Skreytingar

Bókahnútur undir skrautrituðum titli á bl. 73v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Á aftara saurbl. fremst er athugasemd frá Árna Magnússyni um feril handritsins.
  • Á bl. 69 er athugasemd með hendi Árna Magnússonar, annars er það autt. Athugasemd þessi á við um fyrra eintakið af Skógaheiti og fjallar um feril þess.

Band

Band frá apríl 1970 (215 mm x 190 mm x 30 mm. Bókaspjöld úr pappa klædd fínofnum líndúk, leður á kili og hornum. Saumað á móttök.

Fremsta og aftasta saurblað tilheyra nýju bandi.

Fylgigögn

  • Fastur seðill (49 mm x 136 mm) með hendi Árna Magnússonar límdur á 3. saurblaði: Scalholtensia varia. Utan á pergamentinu stóð: Bréfabók herra Odds Einarssonar. Á sama blaði stendur einnig með hendi Árna: A. Magnæus possidet. er komið frá Leirárgörðum.
  • Í öskju með hdr. er lýsing Jóns Sigurðssonar á innihaldi þess á 6 blöðum (aftasta blaðsíðan er auð). Blöðin eru bundin í pappaspjöld. Fremst er seðill m.h. Jóns Þorkelssonar, dags. 30. apríl 1907, um ástand.
  • Laus seðill fremst um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi

Það er tímasett til um 1600 í  Katalog I , bls. 520.

Stór hluti bréfanna var þó skrifaður á öðrum og þriðja áratugi 17. aldar, yngsta bréfið árið 1629.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Leirárgörðum (sjá saurbl.). Fyrra eintakið af Skógaheiti hefur hann hins vegar fengið frá Bjarna Sigurðssyni, Árnasonar, Oddssonar, Einarssonar biskups.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. nóvember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

  • ÞS skráði 4. janúar til 13. febrúar 2017 með hliðsjón af skráningu GÁG.
  • GI færði inn grunnupplýsingar 2. október 2001.
  • Skráning Kristian Kålunds í Katalog I, bls. 520-521 (nr. 992).

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í apríl 1970. Eldra band fylgdi í öskju með handritinu.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í júní 1973.

Notaskrá

Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Um Skálholtsreka fyrir vestan
  2. Um Skálholtsreka
  3. Um Skálholtsreka fyrir vestan
  4. Rekaskrá
  5. Um Skálholtsreka
  6. Um portio kirkjunnar á Kirkjubæ
  7. Um portio kirkjunnar á Kirkjubæ
  8. Fornbréf
  9. Um þann reka á millum Dyralóns og Stjörnusteins
    1. Fyrst gamalt dómsbréf að sá reki var dæmdur vera og verið hafa eign kirkjunnar og staðarins í Skálholti
    2. II Vitnisburður séra Stefáns Gíslasonar
    3. III Vitnisburður Teits Björnssonar
    4. IV Vitnisburður Teits Gíslasonar
    5. V Laxárholtsdómur uppá vitnisburð Teits Gíslasonar
    6. VI Vitnisburður Gísla Þorbjarnarsonar
    7. VII Vitnisburður Jóns Guðmundssonar
    8. VIII Vitnisburður Gríms Jónssonar
    9. IX Vitnisburður Guðlaugs Þorsteinssonar
    10. X Vitnisburður Vernharðs Teitssonar
    11. XI Vitnisburður Bjarna Jónssonar
    12. XII Vitnisburður Gísla Þorbjarnarsonar
    13. XIII Vitnisburður Gunnlaugs Eyjólfssonar
    14. XIV Meðkenning Jóns Bernharðssonar um Dyralón
    15. Vitnisburður Kristínar Felixdóttur
  10. Um Keflavíkurreka sem liggur fyrir utan Þorlákshöfn
  11. Áreiðarbréf um Keflavík
  12. Dómur um Keflavík
  13. Rekabréf
  14. Vitnisburðarbréf ábóta Halldórs
  15. Rekadómur
  16. Bréf lögmannsins Erlends Þorvarðssonar
  17. Vitnisburðir um frí skipstöðu Skálholtskirkju á Bjarnastöðum í Selvogi
    1. I
    2. II
    3. III
    4. IIII
  18. Um Tungu í Grafningi. Gjafabréf.
  19. Um landamerki á milli Bítsfells og Tungu
  20. Kaupbréf um Tungu og Hægindi
  21. Tungubréf
    1. Tungubréf
  22. Áreið á millum Ásgarðs og Brúar
  23. Vitnisburður um Úteyjarlandamerki
  24. Áreiðarbréf í millum Ketilvalla og Hjálmstaða
  25. Dómur um Skógarspjöll hjá Miðdal
  26. Héraðsdómur um Keflavikurreka
  27. Áreiðarbréf um Keflavík
  28. Alþingisdómur um Keflavík fyrir utan Þorlákshöfn
  29. Um rekann á Skeiði
  30. Vitnisburður ábóta Halldórs
  31. Héraðsdómur um rekann á Skeiði
  32. Vitnisburður um landamerki milli Miðengis og Snæfoksstaða
  33. Bréf Erlends lögmanns um rekann á Skeiði og jarðirnar í Ölvesi
  34. Hér eftir fylgja nokkrir vitnisburðir um skipstöðu á Bjarnastöðum í Selvogi
  35. Um Hjallareka
  36. Útskrift af gömlum máldaga.
  37. Vitnisburður um landamerki milli Ness í Selvogi og Þorlákshafnar
  38. Máldagi Hjallakirkju eftir Vilkinsbók
  39. Af Strandarkirkju máldaga úr Vilkinsbók
  40. Hjallakirkja
  41. Kirkjan á Strönd
  42. Anno 1624 17. apríl Þorlákshöfn
  43. Anno 1624. Af sendibréfi til Stefáns Gunnarssonar um hval
  44. Svar uppá nokkrar greinir úr bréfi Gísla lögmanns 14. januari 1625
  45. Vitnisburður Bjarna Jónssonar í Nesi í Selvogi um Hæringstaðaland í Flóa
  46. Vitnisburður Bjarna Jónssonar í Nesi í Selvogi um Hæringsaðaland í Flóa
  47. Um tíundina í Vestmannaeyjum úr Bréfabók biskups Ögmundar
  48. Dómtitill um sr Magnús Hróbjartsson
  49. Dómur um Árbæ og Þóristaði í Ölfusi, reka á Skeiði og skipstöðu á Bjarnastöðum
  50. Anno 1629 eiga þessi fararlán að kvittast við staðarins heimamenn auk þeirra sem staðar landsetar hafa léð, anno 1628
  51. Skógaheiti og þeirra takmörk fyrir norðan Skriðufell
  52. Skógaheiti og þeirra takmörk fyrir norðan Skriðufell

Lýsigögn