Skráningarfærsla handrits

AM 247 4to

Bréfabók Gísla biskups Oddssonar ; Ísland, 1635

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-164v)
Bréfabók Gísla biskups Oddssonar
Athugasemd

Óheilt.

Meðal efnis eru frumskjöl frá 1629, í tíð Odds Einarssonar biskups.

Efnisorð
1.1 (161r-164v)
Registur yfir þessa bók
Titill í handriti

Registur yfir þessa bók

Athugasemd

Samkvæmt efnisyfirliti ætti handritið að vera 180 blöð, en nú vantar aftan af því.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír
Blaðfjöldi
164 blöð ().
Tölusetning blaða

Blaðmerkt á neðri spássíu frá 1-172, en í blaðmerkingu vantar af því að blöð vantar í handrit. Seðlar við bl. 5 og 30, fjórir seðlar við bl. 44 og seðlar sem nú eru merktir sem bl. 90 og 93 hafa upprunalega verið ómerktir.

Umbrot

Ástand

Bl. 31-37, 112-116, 128, 144-148, 155, 166 vantar í handrit, en einnig vantar aftan af því.

Band

Band frá 1964.  

Uppruni og ferill

Uppruni

Skrifað um 1635 (sjá  Katalog I , bls. 512). Megintímasetningin í Katalog er hins vegar fyrri helmingur 17. aldar.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. apríl 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 512 (nr. 973). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 28. september 2001.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið 1964. Blöð í arkarbroti sér í kápu í öskju með hdr. Eldra band fylgir ekki.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í september 1973.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn