Skráningarfærsla handrits

AM 219 d 4to

Inntak um gjaftolla ; Ísland, 1600-1700

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-6v, 9r-9v)
Skjöl og bréf
Athugasemd

Sumt í frumriti og annað í afriti.

Meðal efnis: Tvö skjöl varðandi söluna á bænum Fossi á Skagaströnd, útnefning varalögréttumanns árið 1672 (frumrit), vitnisburður um skoðunargerð á Stapa árið 1644 (frumrit), útdráttur úr bréfi Eggerts Björnssonar í Bæ á Rauðasandi varðandi gjaftoll o.fl., reikningsskil Guðmundar Jónssonar árið 1662 á Bessastöðum (frumrit), latneskt meðmælabréf skrifað af Brynjólfi Sveinssyni biskupi árið 1667 fyrir Gísla Vigfússon stúdent.

2 (7r-8r)
Inntak um gjaftolla
Titill í handriti

Inntak vmm Giaftolla

Athugasemd

Bl. 8v autt.

Efnisorð
3 (9r-9v)
Skjöl og bréf
Athugasemd

Sjá fyrsta efnisþátt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
9 blöð, í ýmsu broti ().
Umbrot

  

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur.

Band

Band frá nóvember 1974.  

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til 17. aldar í  Katalog I , bls. 490.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 2. júlí 1975.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 490 (nr. 928). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í nóvember 1886. GI skráði 20. september 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1974. Eldra band fylgir í öskju með hdr.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 9. apríl 1973.

Notaskrá

Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×

Lýsigögn