Skráningarfærsla handrits

AM 175 c 4to

Réttarbætur ; Ísland, 1440-1460

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-10v)
Jónsbók
Athugasemd

Útdráttur, en sum blöðin virðast ekki í réttri röð.

Efnisorð
2 (10v-13r)
Jónsbók
Athugasemd

Erfðatal, nær yfir 13 erfðir með réttarbótum.

Efnisorð
3 (13r-16v)
Réttarbætur
Athugasemd

Frá 13.-14. öld. Endar á Réttarbót Hákonar konungs: Þa uılıum uer at allır. Aftan við eru leifar af rauðritaðri fyrirsögn, þannig að svo virðist sem glatast hafi aftan af handritinu.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
16 blöð ().
Umbrot

  

Skrifarar og skrift

Ein hönd.

Skreytingar

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Bl. 16v: Á neðri spássíu er hálfmáð rúnastafróf.
 • Spássíugreinar að hluta til frá 17. öld.
 • Spássíugrein á efri spássíu á bl. 10v með sömu hendi og handritið.

Band

Band frá júlí 1978.  

Fylgigögn

 • Einn seðill (105 mm x 96 mm)með hendi Árna Magnússonar: Þetta hefur fyrrum verið eign Skálholtskirkju, misi valde fallar. Ég hafði það óefað í Kaupenhafn fyrrum hjá Bartholino. Nokkuð úr Jónsbók.
 • Nákvæmt efnisyfirlit Jóns Sigurðssonar fylgir handritinu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1450 (sjá  ONPRegistre , bls. 449), en til c1400 í  Katalog I , bls. 455.

Var áður hluti af stærri bók. Í þeirri bók var einnig AM 175 a 4to.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá Skálholti, en það virðist hafa verið eign kirkjunnar (sbr. seðil og AM 435 a-b 4to).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 9. júlí 1979.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 455-456 (nr. 848). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í október 1886. GI skráði 12. ágúst 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978. Eldra band fylgir með í öskju.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen í maí 1974.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 175 c 4to
 • Efnisorð
 • Lög
 • XML
 • Opna XML færslu  

Lýsigögn