Skráningarfærsla handrits

AM 131 4to

Jónsbók ; Ísland, 1550-1560

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (2r-76r)
Jónsbók
Athugasemd

Bl. 1r upprunalega autt.

Efnisorð
2 (76v-)
Réttarbót Eiríks konungs Magnússonar
Efnisorð
3 (-80v)
Réttarbætur Hákonar konungs Magnússonar
Athugasemd

Hér eru varðveittar tvær réttarbætur.

Aftan við á bl. 80v eru nokkrir lagaformálar.

Efnisorð
4 (81r-95v)
Kristinréttur Árna biskups
Athugasemd

Á efri spássíu á bl. 81r: a gula þingſ bok.

Bl. 96 upprunalega autt.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
96 blöð ().
Umbrot

Skreytingar

Litskreytt heilsíðumynd af Ólafi konungi helga í hásæti með öxi og bók (1v).

Upphafsstafir í ýmsum litum.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

  • Bl. 1r: Lagaformáli um bann við burtflutningi á eignum. Þar á eftir er útdráttur úr réttarbót.
  • Bl. 96: Fróðleikur af ýmsum toga, t.d. um burðartíma nafngreindra kúa, og stafróf með höfðaletri.
  • Spássíugrein á bl. 81r.

Band

Band frá maí 1973.

Innan úr eldra bandi eru varðveitt tvö bréf til Kolbeins Einarssonar frá Tungu í Fáskrúðsfirði. Annað er dagsett 1689.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til c1550-1560, en til 16. aldar í  Katalog I , bls. 419.

Ferill

Kolbeinn Einarsson frá Tungu í Fáskrúðsfirði átti eitt sinn bókina (sbr. sendibréf úr bandi). Á bl. 1v kemur og fram að Jón Sturluson (17. öld) erfði bókina.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 3. október 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 419. Kålund gekk frá handritinu til skráningar 7. október 1886. GI skráði 17. apríl 2002.

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í maí. Eldra band og tvö bréf úr bandi fylgdu með í öskju.

Myndir af handritinu

  • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
  • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar, gerðar af Kristjáni Pétri 1974.

Notaskrá

Lýsigögn
×

Lýsigögn