Aftan við er registur.
Tvídálka (nema formálinn á bl. 1r-2v).
Ein hönd.
Upphafsstafir í mörgum litum, sumir mjög stórir og mikið skreyttir.
Rauðar fyrirsagnir.
Fremst og aftast eru pappírsblöð, en á fremstu bls. eru nöfn á eigendum handrits, áletranir og þess háttar.
Leðurband með spennum, málmur á hornum og miðjuskjöldur.
Með hendi Guðmundar Illugasonar og tímasett til 1591 í Katalog I , bls. 419. Um Guðmund og skjöl honum tengd, sjá blöð í oktavó.
Eigendur voru m.a. Bjarni Pétursson (1632), Björn Pálsson og Jón Vigfússon í Lögmannshlíð (1671) (sbr. pappírsbl. fremst í hdr.). Árni Magnússon útvegaði séra Þórði Jónssyni á Staðarstað handritið þegar Þórður dvaldi eitt sinn í Kaupmannahöfn, en fékk það lánað hjá honum árið 1707 (sjá. seðla).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 12. júlí 1973.