Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 434 fol.

Ráðleggingar um prentun bóka ; Danmörk, 1753-1773

Tungumál textans
íslenska (aðal); latína

Innihald

1 (1r-21v (bls. 1-42))
Ráðleggingar um prentun bóka
Titill í handriti

Meditationes qvædam de curis episcopalibus circa rem literariam in Islandia inprimis adhibendis qvas Nobilissimi ac Eruditissimi Domini Dni Gislonis Magnæi …

Upphaf

Vel mætti til vera historía um prentverkið …

Niðurlag

um eilíft sumar óendanlegra gæða.

Skrifaraklausa

Hafniæ Die orastino Inaugurationis Ejus Episcopalis Anno Domini, aera vulgari MDCCLV. Cultor et servus observantissimus Johannes Olavius.

Athugasemd

Íslenski titillinn er á bl. 9r en á undan fer tileinkun og inngangur að ritgerðinni.

Ritgerð samin í Kaupmannahöfn 1755 handa Gísla Magnússyni Hólabiskupi (sbr. titilsíðu á bl. 1r og bl. 2v (sbr. einnig Jón Helgason 1926:270-273 )).

1.1 (21v (bls. 42))
Vísa til Gísla Magnússonar biskups
Upphaf

Vonum víst að muni / víslega biskup Gísli …

Athugasemd

Vísan er átta ljóðlínur.

Efnisorð
2 (22r-37v (bls. 43-74))
Tractatus de re antiqvaria
Titill í handriti

Tractatus de re antiqvaria seu De Scientia Antiqvitatum Literaria …

Vensl

Uppkast að þessari ritgerð er í AM 998 4to og JS 124 fol (sbr. Jón Helgason 1926:313 ).

Upphaf

Ut lectori patescat causa cur hæc de studio Antiqvitatum …

Niðurlag

… ætatis vero sexagesimo, semi-completo.

Athugasemd

Ritgerð samin í Kaupmannahöfn 1765.

Tungumál textans
latína
3 (38r-50v (bls. 75-100))
Um fornmannahauga á Íslandi og í Noregi
Titill í handriti

Um fornmanna hauga nokkra, kumla og dysjar á Íslandi og í Noregi. Einnig um fornmanna fé í haugum fundið í Ísafjarðarsýslu

Vensl

Eftirrit er í JS 124 fol.

Upphaf

Vestan fram við Ísafjarðardjúp …

Niðurlag

… og jafnvel þó sem alin hafi ei verið stærri.

Athugasemd

Ritgerð líklega samin 1753.

Svo virðist sem Jón hafi sjálfur snúið þessari ritgerð á dönsku og var hún prentuð í Antiqvariske Annaler II, 1815:159-192 , en handritið mun vera glatað eftir því sem best er vitað.

4 (51r-62v (bls. 101-124))
Þjóðfræðaefni
Upphaf

Munnmæli eru um tröllaverk í nokkrum stöðum á Íslandi …

Athugasemd

Nokkrar smágreinar um tröll, hauga, steina, krossa og álfa.

Sumar greinarnar eru jafngamlar ritgerðinni á undan en aðrar eru frá því um 1773.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Pappír.
Blaðfjöldi
i + 62 + i blöð (336 mm x 208 mm). Nokkur blaðanna eru í minna broti: 5, 7, 23, 40, 42, 45, 52, 56, 57. Bl. 40v er autt.
Tölusetning blaða

 • Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti neðst 1-62.
 • Eldri blaðsíðumerkingar eru efst á ytri spássíu, 1-124.

Kveraskipan

Ellefu kver.

 • Kver I: bl. 1-9, 3 tvinn og 3 stök blöð.
 • Kver II: bl. 10-17, 4 tvinn.
 • Kver III: bl. 18-21, 2 tvinn.
 • Kver IV: bl. 22-26, 2 tvinn og stakt blað.
 • Kver V: bl. 27-30, 2 tvinn.
 • Kver VI: bl. 31-36, 3 tvinn.
 • Kver VII: bl. 37-49, 5 tvinn og 3 stök blöð.
 • Kver VIII: bl. 50-52, 1 tvinn og 1 stakt blað.
 • Kver IX: bl. 53-58, 3 tvinn.
 • Kver X: bl. 59-60, 1 tvinn.
 • Kver XI: bl. 61-62: 1 tvinn.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er að jafnaði ca 270-280 mm x 150-155 mm en í aftasta hlutanum getur hann hlaupið frá ca 265-290 mm x 150-170 mm.
 • Línufjöldi er ca 37-50 á fullskrifuðum blöðum.
 • Sums staðar er strikað fyrir leturfleti (sjá til dæmis bl. 22r-30r og víðar).
 • Síðutitlar á bl. 24v-30v, 33v-34r, 38v-47r (að undanskildum smærri blöðum sem skrifari hefur bætt við síðar en eru blaðmerkt með handritablokkinni).

Ástand

Blettur efst á bl. 1 en skemmir ekki textann.

Skrifarar og skrift

Eiginhandarrit Jóns Ólafssonar úr Grunnavík, fljótaskrift.

Skreytingar

Bókahnútur á bl. 21v.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Viðbætur skrifara, athugasemdir og efnisorð eru allvíða á spássíum.

Band

Band frá 17. febrúar 1984 (339 mm x 235 mm x 18 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað í Kaupmannahöfn ca 1753-1773.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 14. júlí 1985.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

 • ÞS skráði 10.-12. nóvember 2008 og síðar.
 • DKÞ færði inn grunnupplýsingar 15. ágúst 2002.
 • Kålund gekk frá handritinu til skráningar janúar 1886. Katalog I , bls. 321 (592).

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Myndir gerðar í lesvél á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi.

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Sønderdelte arnamagnæanske papirhåndskrifter
Umfang: s. 113-142
Titill: Úlfhams saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Aðalheiður Guðmundsdóttir
Umfang: 53
Höfundur: Jón Samsonarson
Titill: , Nokkur rit frá 16. og 17. öld um íslenzk efni
Umfang: s. 221-271
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Þórunn Sigurðardóttir
Titill: Heiður og huggun : erfiljóð, harmljóð og huggunarkvæði á 17. öld,
Umfang: 91
Lýsigögn
×

Lýsigögn