Meira en helmingur bréfanna er til séra Hjalta Þorsteinssonar í Vatnsfirði frá íslenskum embættismönnum, þ.á m. biskupum; fremst eru tvö bréf frá Gram prófessor (um lát Árna Magnússonar). Einnig bréf frá Jóni Ólafssyni úr Grunnavík, bréf til og frá ýmsum íslenskum embættismönnum, einkum á Norðvesturlandi, sem og nokkur kansellíbréf og stjórnsýslulegar tilskipanir. Safnið má líklega rekja til Jóns Ólafssonar úr Grunnavík. Meðal nafna bréfritara koma fyrir Árni Magnússon, Jón Þorkelsson, Magnús Gíslason, Jón Árnason, Páll Björnsson, Björn Einarsson, Jón Vídalín, Oddur Sigurðsson, Steinn Jónsson, Brynjólfur Þórðarson Thorlacius, Jón Halldórsson, Ólafur Gíslason, P. Beyer, O. Sivertsen, Fuhrmann, Lafrentz, Drese(?), Gísli Magnússon, Benedikt Thorsteinsson, Þorlákur Björnsson, Páll Vídalín, Þórður Guðmundsson, Gísli Jónsson, Jonas Enarius, Oddur Jónsson, Jón Sigurðsson, Jón Paulsson, Ólafur Árnason, G. Sigurðsson, Sig. Jónsson, Þorleifur Þorláksson (Thorlefus Thorlaci).
Handritið hefur nýlega verið blaðmerkt með blýanti fyrir miðju á neðri spássíu, 1-185.
Flest bréfin eru annaðhvort á tvíblöðungum eða stökum blöðum.
Með ýmsum höndum, flest bréfin eru með fljótaskrift en aðrar skriftartegundir koma einnig fyrir.
Á innskotsblaði fremst er skrá yfir bréfritara með dagsetningum og blaðnúmerum, ef til vill með hendi Kålunds.
Band frá nóvember 1975 (343 mm x 235 mm x 55 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum, saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.
Meirihluti bréfanna var skrifaður á Íslandi en mörg einnig í Danmörku. Þau eru tímasett til ca 1700-1750 í Katalog I , bls. 310.
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 11. nóvember 1985.
Viðgert og bundið af Birgitte Dall í nóvember 1975. Eldra band fylgir.
Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.