Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 396 fol.

Sögur, kvæði og lausavísur ; Ísland, 1675-1700

Titilsíða

Thesaurus historicus eður fróðleiksríkur sagnafésjóður … Samanfest og innbundið anno domini MDCCXXXI. Titilsíðan er á bl. 2r. Innihald þessarar bókar er á bl. 1r.

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (3r-10v)
Hungurvaka
Titill í handriti

Einn lítill bæklingur af fáum biskupum sem verið hafa á Íslandi þeim fyrstu og hverjum Skálholt var fyrst byggt og þar settur biskupsstóll og af hverjum það var tilsett og hvenær

Upphaf

Formálinn. Bækling þennan kalla eg Hungurvöku …

Niðurlag

… og þolinmæði við óhlýðna menn og rangláta.

Athugasemd

Óheil, vantar blað á milli bl. 5 og 6.

Efnisorð
2 (10v-20r)
Þorláks saga helga
Titill í handriti

Sagan af Þorláki biskupi helga

Upphaf

Þann tíma er stýrði Guðs kristni Anakletus páfi …

Niðurlag

… dýrðlegan kraftanna gimstein fyrir Guði, og mikils ráðandi. Finis.

Efnisorð
3 (20r-49v)
Páls saga biskups
Titill í handriti

Frásögn hin sérlegasta af Páli Jónssyni Skálholtsbiskupi, og fleirum öðrum biskupum.

Upphaf

Páll var son Jóns, hins göfugasta manns, Loptssonar …

Niðurlag

… Sæból á Ingjaldssandi í Dýrafirði. Finis.

Athugasemd

Nær fram til siðaskipta.

Efnisorð
4 (50r-65v)
Jóns saga helga
Titill í handriti

Sagan af Jóni helga Ögmundssyni, fyrsta Hólabiskupi

Upphaf

Þann tíma byrjum vér frásögu af hinum heilaga Jóni biskupi er fyrir Noregi réð Haraldur Sigurðarson …

Niðurlag

… og báru til grafar það heiðarliga jarðandi.

Skrifaraklausa

Nú hef ég skrifað þessa sögu alla, jarteikn læt eg undan fa[lla], hefji oss Guð á himnapalla. Amen. Melanesi M.DC.LXXVI iiij Non. jun. IO mppria.

Efnisorð
5 (66r-v)
Minningarkvæði um Jón Arason biskup
Titill í handriti

Vísukvæði kveðið um biskup Jón

Upphaf

Rögnis rósar minni …

Niðurlag

… þó eg klifaði þett[a]. Finis.

Athugasemd

37 erindi.

7 (67r-69r)
Minningarkvæði um Jón biskup Arason og syni hans
Titill í handriti

Vísur af biskup Jóni og hans sonu[m] þeirra höfðingsskap og yfirburðum. Ortar af Ólafi Tómassyni á Hafgrímsstöðum.

Upphaf

Margir hafa þá mennta nægð …

Niðurlag

… Frostið um Bjarnar nótt. Finis.

Athugasemd

51 erindi.

8 (70r-75v)
Um Jón Arason biskup
Titill í handriti

Um biskup Jón Arason á Hólum

Upphaf

Eftir afgang biskups Gottskálks …

Niðurlag

… sem gjört var í Björgvin, ár og dag sem fyrrskrifað stendur.

Efnisorð
9 (76r-99r)
Vatnsdæla saga
Titill í handriti

Þessi saga kallast Vatnsdæla

Upphaf

Maður er nefndur Ketill og var kallaður þrumur …

Niðurlag

… og bjóst mjög kristilega viður dauða sínum.

Athugasemd

Aftan við söguna á bl. 99r er efnisyfirlit þess sem á undan er komið. Það bendir til þess að handritið hafi upprunalega endað hér.

10 (100r-145v)
Njáls saga
Titill í handriti

Njála eður Íslendinga saga

Upphaf

Mörður hét maður er var kallaður gígja …

Niðurlag

… Kolbeinn er ágætur maður hefur verið í þeirri ætt.

Baktitill

Er nú á enda Njáls saga.

11 (146r-180v)
Laxdæla saga
Titill í handriti

Hér byrjar Laxdælu. Af gömlum og virðulegum Vestfirðingum.

Upphaf

Ketill flatnefur hét maður …

Niðurlag

… Bolli fékk Sigríði gjaforð göfugt og lauk vel við hana. Og höfum vér ei heyrt þeirra sögu lengri.

Skrifaraklausa

Þessi Laxdæla enduð að Lambavatni d. 27. aprilis A M.DC.LXXXVII. JO. M.S.

11.1 (180v)
Vísa um Kjartan Ólafsson
Titill í handriti

Vísa um Kjartan Ólafsson

Upphaf

Kært var kóngi björtum / Kjartans til í hjarta …

Niðurlag

… stórt hann afl ei skorti.

Efnisorð
11.2 (180v)
Vísa um Bolla Þorleiksson
Titill í handriti

Önnur um Bolla Þorleiksson

Upphaf

Bolli snilldar snilli / snjallur á bar hjalli …

Niðurlag

… allmjög frænda falli.

Efnisorð
12 (181r-201v)
Eyrbyggja saga
Titill í handriti

Hér byrjast Eyrbyggja

Upphaf

Ketill hét hersir ágætur …

Niðurlag

… sem nú stendur kirkjan.

Skrifaraklausa

Endað 19. maí 1687.

Baktitill

Og lýkur hér sögu Þórnesinga, Eyrbyggva og Álftfirðinga.

12.1 (201v)
Eftirmáli
Titill í handriti

Appendix

Upphaf

Snorri g. átti xix börn frjálsborin …

Niðurlag

… bæði á þessu landi og öðrum.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Pro Patria // Ekkert mótmerki ( 1 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 stórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 5 , 6 , 8 , 14 , 16-17 , 53 , 67 ) // Mótmerki: Flagg með bókstöfum GOH ( 3 , 7 , 12 , 55-56 , 69 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 4 stórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 9 , 15 , 51-52 , 66 , 100 ) // Mótmerki: Flagg með bókstöfum GOH ( 4 , 10 , 11 , 13 , 54 , 68 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam // Ekkert mótmerki ( 18-20 , 22 , 27 , 31 , 33-36 , 37 , 44 , 46 , 48-49 , 57 , 59-60 , 62 , 65 , 72? , 74-75? , 77 , 81 , 83 , 97 , 147 , 149 , 151 , 153? , 156-157 , 160-162 , 165 , 167-168 , 170? , 172 , 174 , 176 , 179-180 , 182 , 184 , 187 , 190-191 , 193 , 195 , 197 , 199 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Bókstafir? // Ekkert mótmerki ( 28 , 32 , 70-71 , 73 , 102 , 110-111 , 126-129 , 137 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Fangamark IV eða AI? // Ekkert mótmerki ( 76 , 78 , 82 , 96 , 98 , 155 , 164 , 164-166 , 171 , 177-178 , 183 , 186 , 188-189 , 192 , 196 , 198 , 200? ).

Vatnsmerki 7. Aðalmerki: Dárahöfuð 3, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 79 , 84 , 86-89 , 93-95 ).

Vatnsmerki 8. Aðalmerki: Dárahöfuð 4, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir // Ekkert mótmerki ( 84 , 86-89 , 93-95 , 201 ).

Vatnsmerki 9. Aðalmerki: Dárahöfuð 5, með 4 stórum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og stafur // Ekkert mótmerki ( 113-114 , 116 , 118 , 123 , 125 , 130-132 , 133 , 141 , 144 ).

Vatnsmerki 10. Aðalmerki: Dárahöfuð 6, með 4 stórum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og stafur // Ekkert mótmerki ( 113-114 , 116 , 118 , 123 , 125 , 130-131 , 133 , 141 , 144 ).

Vatnsmerki 11. Aðalmerki: Fangamark IB // Ekkert mótmerki ( 139 , 140 ).

Blaðfjöldi
i + 201 + i blað (300 mm x 190 mm). Auð blöð: 1v, 69v og 99v.
Tölusetning blaða

 • Síðari tíma blaðmerking efst á ytri spássíu.
 • Nýleg blaðmerking með blýanti á miðri neðri spássíu.

Umbrot

 • Eindálka.
 • Leturflötur er ca 245-270 mm x 160-165 mm.
 • Línufjöldi er ca 30-46.
 • Síðutitlar á bl. 146-201: Laxdæla og Eyrbyggja.
 • Griporð eru víða.
 • Síðustu orð á síðu hanga víða undir leturfleti.
 • Eyður fyrir upphafsstaf víða í Njálu (sjá t.d. bl. 104r, 108r og 111r).

Ástand

 • Eitt blað vantar milli bl. 5 og 6.
 • Blaðkantar eru sums staðar slitnir og trosnaðir og texti skertur vegna þess.

Skrifarar og skrift

Ýmsar hendur, kansellískrift.

Blöð 146-201 með hendi Jóns Ólafssonar frá Lambavatni, kansellíbrotaskrift.

Skreytingar

Einfaldur rammi um titilsíðu og flúraður upphafsstafur.

Rauðritaðar fyrirsagnir fremst í handritinu.

Flúraðir upphafsstafir víða á blöðum 75v-146r.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Spássíukrot víða.
 • Lesbrigði milli lína í Eyrbyggju á bl. 181r-201v.
 • Á 2v er blað úr prentaðri bók.

Band

Band frá árunum 1982 til 1985 (350 mm x 213 mm x 60 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk. Grófari dúkur á kili og hornum. Saumað á móttök. Saurblöð tilheyra nýju bandi.

Fylgigögn

 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.
 • Viðgerðarleifar í plastumslögum í tveimur grænum möppum.
 • Tvö eldri bönd.

Uppruni og ferill

Uppruni

Handritið var skrifað á Íslandi og tímasett til ca 1675-1700 (sbr. bl. 65v, 180v og 210v).

Ferill

Kom í Árnasafn frá Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab 1883.

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 30. maí 1986.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið í Kaupmannahöfn á árunum 1982-1985.

Áður viðgert með blaðræmum (skrifuðum og prentuðum) sem límdar voru á slitna blaðkanta.

Myndir af handritinu

 • Stafrænar myndir á www.sagnanet.is.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Slay, Desmond
Titill: On the origin of two Icelandic manuscripts in the Royal Library in Copenhagen,
Umfang: s. 143-150
Titill: , Byskupa sǫgur
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: I-II
Titill: , Jóns saga Hólabyskups ens helga
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: XIV
Titill: , Vatsdæla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Finnur Jónsson
Umfang: 58
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Titill: Íslendínga sögur, Njála I
Ritstjóri / Útgefandi: Eiríkur Jónsson, Konráð Gíslason
Umfang: III
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Chesnutt, Michael
Titill: , Egils saga Skallagrímssonar. Bind III. C- redaktionen
Umfang: 21
Titill: STUAGNL, Laxdőla saga
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Umfang: XIX
Titill: Antiquarisk Tidsskrift
Ritstjóri / Útgefandi: Det Kongelige Nordiske Oldskrift-Selskab
Lýsigögn
×

Lýsigögn