„Á Dögum feðra vorra voru þau lög sett …“
„… Ef menn flytja hval úr almenningu og skulu þeir honum .vsque. tilförina.“
Texti skertur á fáeinum stöðum.
„Ef þú hæðir hryggvan mann ...“
„Í nafni föður og sonar og andans helga …“
„… Því að einn skal eyris synja en tveir tveggja sem fyrr segir.“
Óheil.
Á milli bl. 104 og 105 er eyða sem svarar til tveggja blaða. Neðst á bl. 104v hefur Árni Magnússon skrifað hér vantar.
Bl. 108v upprunalega autt.
Fjórtán kver.
Þrjár hendur, en tíu hendur aðrar skrifa stutta pósta, þar af átta í þeim hluta sem hönd A skrifar (Finsen, Grágás efter det Arnamagnæanske Haandskrift Nr. 334 fol., Staðarhólsbók. 1879:V-VII ). Ólafur Lárusson telur hins vegar að vera kunni að hönd H og K séu sama höndin ( Staðarhólsbók, 1936:12-13 ).
Jónsbók:
I. 1ra-b: Óþekktur skrifari.
Grágás:
II. 1va-69va og 87ra:30-92rb: e.t.v. Þórarinn kaggi Egilsson (hönd A).
III. 70ra-87ra:31 Óþekktur skrifari (hönd B).
IV. 5rb:20-37, 7vb:20-24, 68ra:33-68rb:27, 89rb:18-19, 89vb:1-11, 90va:6-14: Óþekktur skrifari (hönd C).
V. 19ra:15-37, 22vb:1-6: Óþekktur skrifari (hönd D).
VI. 9rb:35-37: Óþekktur skrifari (hönd E).
VII. 10ra:33-37: Óþekktur skrifari (hönd F).
VIII. 21rb:1-37: Óþekktur skrifari (hönd G).
IX. 44ra:20-28: Óþekktur skrifari (hönd H).
X. 63va:1-37: Óþekktur skrifari (hönd I).
XI. 91ra:2-10: Óþekktur skrifari (hönd K).
Járnsíða:
XII. 92va-108rb: Óþekktur skrifari.
XIII. 98rb:18-37: Óþekktur skrifari.
Við upphaf þátta í Grágásarhlutanum eru stórir upphafsstafir (8-15 inndregnar línur) með laufteinungsvafningum í rómönskum stíl:
Í upphafi kafla eru minni upphafstafir (2-3 línur) í ýmsum litum (rauðum, grænum, bláum og gulum), flestir með pennaflúri í öðrum lit. Stærri upphafsstafir af þessari gerð eru á nokkrum stöðum.
Í Grágás:
Í Járnsíðu:
Í efnisyfirlitum á bl. 27r-v, 36v-37r, 50v-51r og 70r er fremsti stafur í hverri línu dreginn með lit og fyllt upp í línur með litdregnum mynstrum.
Rauðritaðar fyrirsagnir eru í upphafi þátta og kafla.
Síðari tíma teikningar og flúr er á nokkrum stöðum á spássíum og í upphafsstöfum, t.d. á bl. 49r (andlit á spássíu) og 51v (andlit í upphafsstöfum).
Spássíugreinar frá ýmsum tímum er að finna í handritinu og hafa sumar skaddast er skorið var utan af blöðunum, en einnig hafa ýmsar þeirra að mestu verið máðar út. Víða eru athugasemdir við textann og tilvísanir í rit, sumar samtíma (t.d. um nýmæli), aðrar gerðar af lögfróðum manni á 17. öld. Á a.m.k. einum stað er leiðrétting við textann (31r). Hér má og finna pennakrot af ýmsu tagi, t.d. greinaskilamerki, áherslumerki (t.d. bendlar), pennaprufur og guðlegar upphrópanir.
Tréspjöld klædd skinni (348 mm x 240 mm x 55 mm), blindþrykktu, með spennum. Kjölur og jaðrar klæddir skinni, kjölur upphleyptur.
Handritið liggur í blárri öskju, með gylltu safnmarki á kili.
Handritið var skrifað á Íslandi. Það er tímasett til ca 1260-1281. Kålund tímasetur þó Jónsbókarkaflann (1ra-1rb) til c1300 ( Katalog (I) 1889:275). Ólafur Lárusson ( Staðarhólsbók, 1936:10 ) og Stefán Karlsson ( 1977:20 ) tímasetja Grágásarhlutann (1va-92rb) til c1260-1270, en Gunnar Karlsson til 1271-1272 ( 1992:40-42 og Grágás 1992:xvi ). Stefán Karlsson segir Grágás skrifaða með sömu hendi og Konungsbók Grágásar (GKS 1157 fol.) og Kringlublaðið (Lbs. fragm. 82) (sjá einnig Finnur Jónsson 1895:iv ). Hann telur og hugsanlegt að Þórarinn kaggi Egilsson prestur á Völlum sé annar af meginskrifurum Grágásarhlutans ( 1977:20-24 ). Járnsíðuhlutinn (92va-108rb) hefur verið tímasettur til c1271-1281 ( Jansson 1908:208 og Jón Helgason, Introduction, 1962:ix ). Sigurður Líndal telur að Grágás sé skrifuð um líkt leyti, þ.e. eftir 1271 ( Hvers vegna var Staðarhólsbók Grágásar skrifuð?, 1998 ).
Lítið er vitað um Staðarhólsbók fram til 1540 að Hólmfríður Erlendsdóttir ánafnaði hana Filippusi Runólfssyni, en Hólmfríður dó 1543 (108r). Filippus gaf Páli Vigfússyni lögmanni handritið (108r) og eftir það fennir aftur í spor þess, til þess það kemst í eigu Bjarna Péturssonar, sýslumanns í Dalasýslu. Sonur hans, Pétur Bjarnason, gaf það séra Páli Ketilssyni frá Hvammi, og hann gaf Árna Magnússyni ( Árni Magnússon 1909:57 ).
Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 10. mars 1987.
Frá 11. nóvember 2024 til febrúar 2025 er handritið ekki aðgengilegt. Það er á sýningunni „Heimur í orðum“ í Eddu.
Yfirfarið í Kaupmannahöfn í janúar 1986.
Viðgert af Birgitte Dall í nóvember 1978.