Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 272 fol.

Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XI ; Ísland, 1658-1660

Innihald

1 (1r-252v)
Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XI
Titill í handriti

Brefabök Biſkupſens M Bryn|jölfs Sveinſſonar ſem byriaſt effter | alþïng. Anno 1658

1.1 (245r-252v)
Efnisyfirlit
2 (2r)
Meðkenning Michels Gregerssonar uppá meðtekna 13 ríkisdali af Bjarna Eiríkssyni vegna Péturs Bjarnasonar eftir hans lénsjarðir.
Titill í handriti

Meðkenning Michels Gregerssonar uppá meðtekna 13 ríkisdali af Bjarna Eiríkssyni vegna Péturs Bjarnasonar eftir hans lénsjarðir.

Athugasemd

Staðfesting Michels Gregssonar um að hann hafi meðtekið 13 ríkisdali frá Bjarna Eiríkssyni í leigugjöld af lénsjörðum í Suður-Múlasýslu sem gjaldast skyldu Tómasi Nikulássyni fógeta á Bessastöðum. Bréfið er á dönsku. Dags. á Þingvöllum 30. júlí 1658. Afrit dags. í Skálholti 18. júlí 1658.

3 (2v)
Meðkenning Kolbeins Einarssonar uppá 4 ríkisdali meðtekna af biskupnum sína tvo í hvoru lagi.
Titill í handriti

Meðkenning Kolbeins Einarssonar uppá 4 ríkisdali meðtekna af biskupnum sína tvo í hvoru lagi.

Athugasemd

Skuldaviðurkenning Kolbeins Einarssonar um að hafa meðtekið 4 ríkisdali frá Brynjólfi biskup. Fyrst 2 ríkisdali vegna Hjalta Jónssonar, umboðsmanns jarða Brynjólfs á Austfjörðum. Seinni tvo ríkisdalina lofar Kolbeinn að endurgreiða í haust. Strikað er yfir seinni hluta bréfsins, viðurkenninguna á seinni tveimur ríkisdölunum sem Kolbeinn fékk hjá biskup. Dags. á Þingvöllum 30. júní og 1. júlí 1658. Afrit dags. í Skálholti 13. júlí 1658.

4 (2v-3r)
Sáttmáli milli Margrétar Oddsdóttur og séra Gísla Þóroddssonar um embættisgjörð á Öndverðarnesi 1652.
Titill í handriti

Sáttmáli milli Margrétar Oddsdóttur og séra Gísla Þóroddssonar um embættisgjörð á Öndverðarnesi 1652.

Athugasemd

Samkomulag þeirra Margrétar Oddsdóttur á Öndverðarnesi og sr. Gísla Þóroddssonar þess efnis að sr. Gísli skuli sinna preststörfum á Öndverðarnesi þegar Margrét þess óskar. Einnig lofar sr. Gísli að embætta á Snæfuglstöðum fimmta hvern sunnudag. Á móti lofar Margrét að greiða sr. Gísla 10 aura árlega fyrir þessi embættisverk. Dags. á Hæðarenda í Grímsnesi 25. maí 1652. Afrit dags. í Skálholti 8. júlí 1658.

Efnisorð
5 (3r-3v)
Copium af dómi um Snæfuglstaða kirkju uppbygging sem það bevisar að inventarium sömu kirkju sé innrunnið í Skálholt.
Titill í handriti

Copium af dómi um Snæfuglstaða kirkju uppbygging sem það bevisar að inventarium sömu kirkju sé innrunnið í Skálholt.

Athugasemd

Afrit af dómi sem féll á Alþingi 1. júlí 1600, að beiðni Odds Einarssonar biskups í Skálholti, um endurreisn kirkjunnar á Snæfuglstöðum en hún hafði fallið 40 árum fyrr vegna vanrækslu og verið í eyði síðan. Dómkvaddir menn sammæltust um að kirkju skyldi byggja upp að nýju á Snæfuglstöðum með allri sinni rentu og inventario sem áður. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1600. Afrit dags. í Skálholti 18. júlí 1658.

Efnisorð
6 (3v-4r)
Commendatia Gísla Vigfússonar.
Titill í handriti

Commendatia Gísla Vigfússonar.

Athugasemd

Bréfið er á latínu.

Efnisorð
7 (4v)
Sendibréfs inntak af bréfi biskupsins til Torfa Erlendssonar.
Titill í handriti

Sendibréfs inntak af bréfi biskupsins til Torfa Erlendssonar.

Ábyrgð

Viðtakandi : Torfi Erlendsson

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Torfa Erlendssonar sýslumanns í Árnesþingi. Torfi hafði áður rætt við biskup bæði munnlega og bréflega um að sonur hans, Þormóður, tæki við forstöðu Skálholtsskóla af Gísla Einarssyni. Biskup segist ekki vera fráhverfur því að Þormóður taki við embætti forstöðumanns en telur ekki tímabært að taka ákvörðun þar um. Betra sé að bíða með þessi umskipti þar til yfirvaldið tekur ákvörðun um stöðu Gísla Einarssonar. Bréfið er ódags.

Engin bréf nr. 7, 8 og 9.

Efnisorð
8 (5r-6v)
Sendibréf biskupsins til D. Thomam Bangium.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins til D. Thomam Bangium.

Ábyrgð

Viðtakandi : Thomas Bang

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Thomas Bang prófessors. Bréfið er á latínu. Dags. í Skálholti 13. september 1658.

Efnisorð
9 (6v-7r)
Sendibréf biskupsins til doktor Thomas Bartholinum.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins til doktor Thomas Bartholinum.

Ábyrgð

Viðtakandi : Thomas Bartholin

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Thomas Bartholin fornfræðings. Bréfið er á latínu. Dags. í Skálholti 13. september 1658.

Efnisorð
10 (7v-8r)
Sendibréf biskupsins til M. Wilhelm Lang.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins til M. Wilhelm Lang.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, 114-116. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Bréfið er á latínu. Dags. í Skálholti 10. september 1658.

Efnisorð
11 (8v-9v)
Bréf biskupsins til Jochim Moltke Bibliopolam Hafniensem.
Titill í handriti

Bréf biskupsins til Jochim Moltke Bibliopolam Hafniensem.

Ábyrgð

Viðtakandi : Joachim Moltke

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Joachim Moltke útgefanda í Kaupmannahöfn. Bréfið er á latínu. Dags. í Skálholti 22. ágúst 1658.

Efnisorð
12 (9v-10r)
Lofun á kaupi á Álftanesi.
Titill í handriti

Lofun á kaupi á Álftanesi.

Athugasemd

Þórey Jónsdóttir staðfestir að Brynjólfi biskup verði fyrstum manna boðinn til kaups hlutur hennar í jörðinni Álftanesi í Álftaneshreppi á Mýrum. Einnig lofuðu þeir Jón Halldórsson og Þorbjörn Marteinsson að biskup hefði forkaupsrétt á hlut þeirra í sömu jörð. Dags. við Langá 1. september 1658.

Efnisorð
12.1 (10r-10v)
Kóngsbréf Teiti Torfasyni útgefið.
Titill í handriti

Kóngsbréf Teiti Torfasyni útgefið.

Ábyrgð
Athugasemd

Embættisbréf Friðriks 3 Danakonungs útgefið sr. Teiti Torfasyni presti. Bréfið er á dönsku. Dags. í Kaupmannahöfn 3. júní 1658. Afrit dags. á Helgafelli 8. september 1658.

Efnisorð
12.2 (11r)
Commendatia Illuga Vigfússonar.
Titill í handriti

Commendatia Illuga Vigfússonar.

Athugasemd

Bréfið er á latínu. Dags. 1658.

Blað 11v er autt.

Efnisorð
13 (12r-12v)
Bygging biskupsins jarða í Borgarfirði um haustið anno 1658, þær sem hann sjálfur í þessari umreið byggir.
Titill í handriti

Bygging biskupsins jarða í Borgarfirði um haustið anno 1658, þær sem hann sjálfur í þessari umreið byggir.

Athugasemd

Búsetuskilmálar á hálfri Gröf í Skilmannahreppi, meðal annars landskuld og kúgildiseign, sem Guðbrandur Sigurðsson tók við búi á. Dags. á Vatnsenda 27. september 1658.

Efnisorð
14 (12v-13v)
Reikningur Páls Teitssonar á Vatnsenda uppá það sem biskupinn hefur innlátið og burtskikkað þar anno 1657 um haustið.
Titill í handriti

Reikningur Páls Teitssonar á Vatnsenda uppá það sem biskupinn hefur innlátið og burtskikkað þar anno 1657 um haustið.

Athugasemd

Reikningur Páls Teitssonar lögréttumanns um innheimt leigugjöld af jörðum Brynjólfs biskups frá hausti 1657 til 1658, innkomin til Vatnsenda og útlátin, talin í fjórðungum smjörs. Dags. á Vatnsenda 27. september 1658.

Efnisorð
15 (13v-14v)
Anno 1658 í fardögum landskylda reikningur af jörðum biskupsins í Borgarfirði sem Páll Teitsson stendur.
Titill í handriti

Anno 1658 í fardögum landskylda reikningur af jörðum biskupsins í Borgarfirði sem Páll Teitsson stendur.

Athugasemd

Yfirlit yfir landskuld af jörðum Brynjólfs biskups í Borgarfirði sem Páll Teitsson lögréttumaður hafði umboð fyrir og nákvæm útlistun á hvernig greiðslu landskuldar var háttað á hverri jörð. Dags. á Vatnsenda 28. september 1658.

Efnisorð
16 (15r-16r)
Forlykunar gjörningur millum biskupsins og Páls Gíslasonar um skuld Páls við biskupinn.
Titill í handriti

Forlykunar gjörningur millum biskupsins og Páls Gíslasonar um skuld Páls við biskupinn.

Athugasemd

Sáttmáli á milli Brynjólfs biskups og hjónanna Páls Gíslasonar og Ingibjargar Bjarnadóttur. Sáttmálinn hljóðaði uppá kaup biskups á ónefndri jörð í eigu hjónanna, að verðmæti 60 hundruð. Á móti lofar biskup að aðstoða yngstu syni þeirra tvo, Henrik og Pétur, til mennta. Einnig heitir Brynjólfur biskup að afskrifa skuld Páls við Heyness umboð, en skuldin nam 40-42 álnum. Dags. á Vatnsenda í Skorradal 28. september 1658.

17 (16r)
Kaupgjald Erlends Þorsteinssonar fyrir voryrkju á Vatnsenda og sumarvinnu í Skálholti.
Titill í handriti

Kaupgjald Erlends Þorsteinssonar fyrir voryrkju á Vatnsenda og sumarvinnu í Skálholti.

Athugasemd

Erlendur Þorsteinsson fær greitt kaup fyrir tóftarhleðslu sem hann hlóð um vorið á Vatnsenda og fyrir sumarvinnu í Skálholti. Fyrir þetta fékk hann greitt ketil sem tók vart sex fjórðunga, 10 fjórðunga smjörs, 2 ríkisdali og einn veturgamlan sauð. Einnig var Erlendur ráðinn aftur til voryrkju og sumarvinnu næsta sumar. Dags. á Vatnsenda 28. september 1658.

18 (16v-17r)
Anno 1658 29. septembris. Reikningur á kötlum biskupsins sem verið hafa í varðveislu Páls Teitssonar.
Titill í handriti

Anno 1658 29. septembris. Reikningur á kötlum biskupsins sem verið hafa í varðveislu Páls Teitssonar.

Athugasemd

Samantekt um hvar katlar Brynjólfs biskups, sem Páll Teitsson hefur haft umsjón með, eru niðurkomnir. Þessi samantekt nær yfir átta ára tímabil, frá árinu 1650 til 1658. Dags. á Vatnsenda 29. september 1658.

Efnisorð
19 (17v)
Járnpottar biskupsins í varðveislu Páls Teitssonar á Vatnsenda sem eftir fylgir.
Titill í handriti

Járnpottar biskupsins í varðveislu Páls Teitssonar á Vatnsenda sem eftir fylgir.

Athugasemd

Listi yfir járnpotta Brynjólfs biskups, sem voru í umsjá Páls Teitssonar á Vatnsenda. Í bréfinu er lýsing á hvaðan pottarnir eru upprunnir, stærð og ástand hvers potts. Dags. á Vatnsenda 28. september.

Efnisorð
20 (18r-18v)
Jarða landskylda og leigukúgilda reikningur, sem biskupinn á hér í Borgarfirði, í umsjá Páls Teitssonar sem eftir fylgir.
Titill í handriti

Jarða landskylda og leigukúgilda reikningur, sem biskupinn á hér í Borgarfirði, í umsjá Páls Teitssonar sem eftir fylgir.

Athugasemd

Reikningur Páls Teitssonar lögréttumanns á Vatnsenda yfir landskuld og leigukúgildi á jörðum Brynjólfs biskups í Borgarfirði. Bréfið er ódags.

Efnisorð
21 (18v-19r)
Tilsögn Þorsteins Þorgeirssonar á 4 afnáms ám 1658.
Titill í handriti

Tilsögn Þorsteins Þorgeirssonar á 4 afnáms ám 1658.

Athugasemd

Þorsteinn Þorgeirsson að Höfn í Melasveit tilkynnti að hann hefði látið 4 gamlar ær til Vatnsenda og fengið fjórar ungar ær í staðinn. Einnig sendi hann gamla kú til skurðar hjá Teiti Helgasyni og lofaði Teitur honum kvígu eða ungri kú í staðinn. Dags. á Akranesi 2. október 1658.

22 (19r)
Kaup Stirbjarnar sagara.
Titill í handriti

Kaup Stirbjarnar sagara.

Athugasemd

Stirbirni greiddur einn ríkisdalur fyrirfram í kaup fyrir sögunarvinnu. Bréfið er ódags.

23 (19r)
Kaup Jóns í Innstavogi á tófta hleðslu.
Titill í handriti

Kaup Jóns í Innstavogi á tófta hleðslu.

Athugasemd

Jón í Innstavogi hlóð tóftarhleðslu sem greiðslu skuldar við Brynjólf biskup uppá 1 vætt smjörs. Bréfið er ódags.

24 (19r-21r)
Reikningur Hans Blatt úr Hvalfirði útskrifaður.
Titill í handriti

Reikningur Hans Blatt úr Hvalfirði útskrifaður.

Athugasemd

Reikningur Hans Blatt kaupmanns í Hvalfirði sendur Brynjólfi biskup. Á blaði 20r-20v er reikningur Hans Blatt í frumriti. Blað 20v er einungis utanáskrift reiknings Hans Blatt til biskups. Afrit dags. í Skálholti 29. september 1658.

Efnisorð
25 (21r-21v)
Reikningur Páls Christianssonar kaupmanns í Hólmi.
Titill í handriti

Reikningur Páls Christianssonar kaupmanns í Hólmi.

Athugasemd

Reikningur Páls Christianssonar kaupmanns í Hólmi sendur Brynjólfi biskup. Dags. í Hólmi 14. ágúst 1658. Afrit dags. á Skipaskaga 2. október 1658.

Efnisorð
26 (21v-23r)
Helmingaskipti á 20 hundruðum í Skipaskaga á Akranesi millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Guðmundar Jónssonar eftir kaupbréfi því sem þeir sín á milli gjörðu anno 1658 1. júlí að Þingvöllum.
Titill í handriti

Helmingaskipti á 20 hundruðum í Skipaskaga á Akranesi millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Guðmundar Jónssonar eftir kaupbréfi því sem þeir sín á milli gjörðu anno 1658 1. júlí að Þingvöllum.

Athugasemd

Eignaskiptasamningur á 20 hundraða hlut í jörðinni Skipaskaga á Akranesi milli Brynjólfs biskups og Guðmundar Jónssonar. Þeir undirrituðu kaupbréf á Þingvöllum 1. júlí 1658 þar sem biskup seldi Guðmundi 10 hundruð í jörðinni Skipaskaga. Lagði nú biskup þau 20 hundruð sem hann átti í jörðinni undir helmingaskipti við Guðmund Jónsson, túnum og húsum jafnt skipt þeirra á milli. Sjá AM 271 fol., nr. 206. Dags. á Skipaskaga á Akranesi 2. október 1658.

27 (23r)
Þorvarður Kolbeinsson skipti um innistæðu kýr
Titill í handriti

Þorvarður Kolbeinsson skipti um innistæðu kýr

Athugasemd

Þorvarður Kolbeinsson sendi frá sér afnáms innistæðukú og fær í staðinn aðra unga og leigufæra næsta vor. Dags. á Reyni á Akranesi 4. október 1658.

28 (23r)
Landskuld af hálfri Gröf á Akranesi 3 ríkisdalir.
Titill í handriti

Landskuld af hálfri Gröf á Akranesi 3 ríkisdalir.

Athugasemd

Kvittun Gissurar Magnússonar fyrir greiðslu landskuldar af hálfri jörðinni Gröf á Akranesi, en hún nam alls þremur ríkisdölum. Dags. á Skaga á Akranesi 2. október 1658.

29 (23v-24r)
Contract gjörður á millum biskupsins og Lauritz eftirlögumanns um gilding og töku á blautum fiski biskups í Skaga.
Titill í handriti

Contract gjörður á millum biskupsins og Lauritz eftirlögumanns um gilding og töku á blautum fiski biskups í Skaga.

Athugasemd

Samningur sem Lauritz Tilleson gerði við Brynjólf biskup í umboði Hans Blatt kaupmanns í Hvalfirði. Samningurinn hljóðaði uppá að Lauritz myndi kaupa allan blautan fisk biskups frá Skaga næsta vetur. Samningsskilyrði og kjör eru útlistuð í bréfinu. Dags. í Innra Hólmi á Akranesi 4. október 1658.

Efnisorð
30 (24r-25r)
Sendibréf biskupsins til Thomasar Nicolassonar.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins til Thomasar Nicolassonar.

Notaskrá

Fjallað er um bréfið í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 122. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Tómasar Nikulássonar, fógeta á Bessastöðum. Þar ræðir biskup meðal annars um skilning sinn á máli Garða á Akranesi, mál erfingja sr. Ólafs á Görðum, vígslu sr. Snjólfs til aðstoðarprests á Görðum, vangaveltur um brotnar kirkjuklukkur sem komu frá Görðum til Bessastaða og hver beri ábyrgð á að þær brotnuðu. Sjá einnig um mál Garða í AM 270 fol., nr. 61 og 120 og AM 271 fol., nr. 78 og 102. Tómas Nikulásson hafði í bréfi til biskups boðað komu sína í Skálholt en biskup svarar að hann sé alls óviðbúinn heimsókn hans svo seint að ári, hann hafi ekkert hentugt gistipláss fyrir fógeta og biður hann að koma frekar í heimsókn síðar. Bréfið er ódags.

31 (25v-26r)
Heyness kirkju máldagi útskrifaður af Wilchins bók.
Titill í handriti

Heyness kirkju máldagi útskrifaður af Wilchins bók.

Athugasemd

Máldagi Heyness kirkju á Akranesi skrifaður upp eftir máldagabók Vilkins biskups í Skálholti frá 14. öld og Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar biskups frá 16. öld. Þar eru skráðar allar upplýsingar um eignir kirkjunnar á Heynesi, eins og þær voru þegar máldagar þessir voru ritaðir. Dags. í Skálholti 16. október 1658.

Efnisorð
32 (26r-26v)
Samþykki Jórunnar Henriksdóttur uppá sölu Benedikts Halldórssonar á hálfri Gröf í Skilmannahreppi.
Titill í handriti

Samþykki Jórunnar Henriksdóttur uppá sölu Benedikts Halldórssonar á hálfri Gröf í Skilmannahreppi.

Athugasemd

Jórunn Henriksdóttir samþykkir sölu eiginmanns síns, Benedikts Halldórssonar, á hálfri jörðinni Gröf í Skilmannahreppi á Akranesi til Brynjólfs biskups. Sjá kaupbréf þeirra Brynjólfs biskups og Benedikts Halldórssonar sem gert var á Alþingi 1. júlí 1658 í AM 271 fol., nr. 207. Dags. á Stað á Reyninesi 31. ágúst 1658. Afrit dags í Skálholti 16. október 1658.

33 (26v-27r)
Meðkenning uppá jarðar áverkalán til þinghúss í Gröf í Ytra hrepp.
Titill í handriti

Meðkenning uppá jarðar áverkalán til þinghúss í Gröf í Ytra hrepp.

Athugasemd

Ari Magnússon lögréttumaður og hreppstjóri í Ytra hreppi biður Brynjólf biskup um leyfi til torfskurðar á jörðinni Gröf til nauðsynlegs viðhalds á þinghúsi hreppsins sem stendur á jörðinni. Biskup veitir samþykki sitt með þeim skilyrðum að tún og engjar verði ekki fyrir skaða og leiguliði jarðarinnar mætti hafa afnot af þinghúsinu á milli þinga. Dags. í Skálholti 18. október 1658.

Efnisorð
34 (27r-27v)
Viðboð Sigurðar Bjarnasonar á Einarsstöðum í Stöðvarfirði fyrir biskupsins jörð Syðri Kleif í Breiðdal - 9 hundruð, þar hann við henni bíður 5 hundruð í Bæ í Lóni og 3 hundruð í Litla Steinsvaði. Sendibréf Sigurðar dags. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði 7. júní 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.
Titill í handriti

Viðboð Sigurðar Bjarnasonar á Einarsstöðum í Stöðvarfirði fyrir biskupsins jörð Syðri Kleif í Breiðdal - 9 hundruð, þar hann við henni bíður 5 hundruð í Bæ í Lóni og 3 hundruð í Litla Steinsvaði. Sendibréf Sigurðar dags. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði 7. júní 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.

Athugasemd

Brot úr bréfi Sigurðar Bjarnasonar á Einarsstöðum í Stöðvarfirði til Brynjólfs biskups. Bréfið er svar við bréfi biskups til Sigurðar dags. 19. október 1657, sjá AM 271 fol., nr. 84. Biskup hafði þar boðið Sigurði jörðina Fremri Kleif í Breiðdal til kaups fyrir 9 hundruð sem Sigurður nú samþykkir. Á móti býður Sigurður 5 hundruð í jörðinni Bæ í Lóni og 3 hundruð í Litla Steinsvaði. Dags. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði 7. júní 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.

35 (28r)
Kostur á 4 hundruðum í Brúnavík í Borgarfirði og Desjamýrar kirkjusókn sem Árni Brynjólfsson á Streiti gjörir biskupinum fyrir 5 hundruð í Syðri Kleif í Breiðdal eftir hans bréfi. Datum Eydölum anno 1658, 20. septembris með hans handsölum undirskrifuðum orðrétt sem eftir fylgir.
Titill í handriti

Kostur á 4 hundruðum í Brúnavík í Borgarfirði og Desjamýrar kirkjusókn sem Árni Brynjólfsson á Streiti gjörir biskupinum fyrir 5 hundruð í Syðri Kleif í Breiðdal eftir hans bréfi. Datum Eydölum anno 1658, 20. septembris með hans handsölum undirskrifuðum orðrétt sem eftir fylgir.

Athugasemd

Bréf Árna Brynjólfssonar á Streiti til Brynjólfs biskups, en biskup hafði í bréfi til Árna óskað eftir að kaupa 4 hundraða hlut hans í jörðinni Brúnavík í Borgarfirði eystri í skiptum fyrir helmingshlut í jörðinni Fremri Kleif (Syðri Kleif). Sr. Halldór Eiríksson prestur í Skálholti hafði milligöngu um jarðaskiptin fyrir hönd biskups. Í bréfinu lýsir Árni yfir að hann sé samþykkur jarðaskiptunum svo framarlega sem aðrir eigendur að þessum jarðarhlut Brúnavíkur samþykki þau, en eigendurnir voru þrír. Einnig óskar Árni eftir því að á Fremri Kleif verði byggð upp leigufær hús. Dags. í Eydölum 20. september 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.

36 (28v)
Kostur Jóns Eiríkssonar á 4 hundruðum í Brúnavík austur í Borgarfirði fyrir hálfa Syðri Kleif í Breiðdal. Daterað Eydölum anno 1658, 23. septembris.
Titill í handriti

Kostur Jóns Eiríkssonar á 4 hundruðum í Brúnavík austur í Borgarfirði fyrir hálfa Syðri Kleif í Breiðdal. Daterað Eydölum anno 1658, 23. septembris.

Athugasemd

Bréf Jóns Eiríkssonar til Brynjólfs biskups þar sem hann samþykkir kaup biskups á 4 hundraða hlut í jörðinni Brúnavík í Borgarfirði eystri fyrir helmingshlut í jörðinni Fremri Kleif (Syðri Kleif) með því skilyrði að á jörðinni Fremri Kleif verði byggð upp leigufær hús. Sr. Halldór Eiríksson prestur í Skálholti hafði milligöngu um jarðaskiptin fyrir hönd biskups. Sjá einnig bréf nr. 38. Dags. í Eydölum 23. september 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.

37 (28v-29r)
Inntak úr bréfi séra Halldórs Eiríkssonar um jörðina Brúnavík í austfjörðum í Borgarfirði biskupinum fala gjörða.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi séra Halldórs Eiríkssonar um jörðina Brúnavík í austfjörðum í Borgarfirði biskupinum fala gjörða.

Ábyrgð

Bréfritari : Halldór Eiríksson

Athugasemd

Brot úr bréfi sr. Halldórs Eiríkssonar prests í Skálholti til Brynjólfs biskups, en sr. Halldór hafði tekið að sér að hafa samband við alla þrjá eigendur jarðarinnar Brúnavíkur á Borgarfirði eystri fyrir hönd biskups og bjóða þeim jarðaskipti á Brúnavík fyrir helmingshlut í jörðinni Fremri Kleif. Í bréfinu vonar hann að jarðaskiptin gangi hratt og vel fyrir sig en stingur uppá að biskup veiti Jóni Eiríkssyni lítið tíundarumboð til að friða hann, enda virtist Jón ósáttur við að jörðin Fremri Kleif var að mestu húsalaus. Sjá einnig bréf nr. 38 og 39. Dags. í Eydölum 22. september 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.

38 (29r-29v)
Inntak úr bréfi séra Jóns Höskuldssonar tilskrifuðu séra Halldóri Eiríkssyni hvar inni hann gjörir biskupinum fala hálfa Brúnavík fyrir 10 hundruð í Skinney.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi séra Jóns Höskuldssonar tilskrifuðu séra Halldóri Eiríkssyni hvar inni hann gjörir biskupinum fala hálfa Brúnavík fyrir 10 hundruð í Skinney.

Ábyrgð

Viðtakandi : Halldór Eiríksson

Athugasemd

Sendibréf sr. Jóns Höskuldssonar til sr. Halldórs Eiríkssonar prests í Skálholti þar sem hann samþykkir að selja Brynjólfi biskup hálfa jörðina Brúnavík, 8 hundruð að dýrleika, í skiptum fyrir 10 hundraða hlut í jörðinni Skinney. Sr. Jón segist í bréfinu ekki hafa hugsað sér að selja hlut sinn í Brúnavík en hann vilji ekki ganga gegn ósk Brynjólfs biskups. Dags. á Hálsstað í Álftafirði 8. september 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.

39 (29v-30r)
Inntak úr bréfi séra Jóns Höskuldssonar til biskupsins hvar inni hann gefur biskupinum kost á hálfri Brúnavík í Austfjörðum fyrir 10 hundruð í Skinney.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi séra Jóns Höskuldssonar til biskupsins hvar inni hann gefur biskupinum kost á hálfri Brúnavík í Austfjörðum fyrir 10 hundruð í Skinney.

Athugasemd

Sendibréf sr. Jóns Höskuldssonar til Brynjólfs biskups þar sem hann samþykkir kaup Brynjólfs biskups á hálfri jörðinni Brúnavík, 8 hundruð að dýrleika, fyrir hálfa jörðina Skinney, 10 hundruð að dýrleika. Sr. Jón nefnir þó í bréfinu að jörðin Skinney sé lítt standandi að húsum og sandur fjúki yfir túnin í vestanveðrum, svo honum hafa jarðaskiptin ekki verið alls kostar fýsileg. Dags. á Hálsi 22. september 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.

40 (30r)
Grein úr bréfi séra Sigurðar Árnasonar á Skorrastað dateruðu anno 1658, 13. septembris að Skorrastað um skipti á 3 hundruð í Stóru Breiðavík austur í Borgarfirði við Steingrím Oddsson fyrir 3 hundruð - 10 álnum niður í Sandvík sem biskupinn átti.
Titill í handriti

Grein úr bréfi séra Sigurðar Árnasonar á Skorrastað dateruðu anno 1658, 13. septembris að Skorrastað um skipti á 3 hundruð í Stóru Breiðavík austur í Borgarfirði við Steingrím Oddsson fyrir 3 hundruð - 10 álnum niður í Sandvík sem biskupinn átti.

Athugasemd

Brot úr sendibréfi sr. Sigurðar Árnasonar til Brynjólfs biskups þar sem hann staðfestir jarðaskiptagjörning. Í honum seldi biskup, fyrir milligöngu sr. Sigurðar, Steingrími Oddssyni 3 hundraða hlut í jörðinni Sandvík en fékk í staðinn 3 hundraða hlut í jörðinni Stóru Breiðavík í Desjamýrarkirkjusókn. Biður sr. Sigurður biskup um að selja engum öðrum jörðina Stóru Breiðavík þar sem hún sé heyskaparrík og með góðum reka. Vonast sr. Sigurður til að geta keypt stærri hlut í jörðinni fljótlega. Dags. á Skorrastað 13. september 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.

41 (30v)
Byggingarbréf fyrir Hospitals jörðu Hörgslandi af biskupinum gefið séra Magnúsi Péturssyni.
Titill í handriti

Byggingarbréf fyrir Hospitals jörðu Hörgslandi af biskupinum gefið séra Magnúsi Péturssyni.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir sr. Magnúsi Péturssyni umráð yfir spítalanum á Hörgslandi í tólf mánuði, frá og með næstu fardögum. Veiting hans er háð þeim skilyrðum að hann haldi góðri rækt við hús jarðarinnar, tún, engi, haglendi og aðrar landsnytjar til fjalls og fjöru. Einnig ber sr. Magnúsi að fæða og klæða fjóra ómaga sem dveljast munu á spítalanum. Dags. í Skálholti 20. október 1658.

42 (31r-31v)
Vígslubréf Þorleifs Jónssonar til capelláns föður sínum.
Titill í handriti

Vígslubréf Þorleifs Jónssonar til capelláns föður sínum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir Þorleif Jónsson til aðstoðarprests hjá föður sínum, sr. Jóni Jónssyni sóknarpresti í Mela- og Leirárkirkjum og prófasti í Borgarfirði. Dags. í Skálholti 25. október 1658.

Efnisorð
43 (31v-32r)
Kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á fiski á Eyrarbakka af séra Þorláki Bjarnasyni.
Titill í handriti

Kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á fiski á Eyrarbakka af séra Þorláki Bjarnasyni.

Athugasemd

Brynjólfur biskup kaupir fisk af sr. Þorláki Bjarnasyni, prófasti á Helgafelli, en þennan fisk átti sr. Þorlákur óseldan á Stokkseyri og var hann gjaldgengur íslenskra manna á milli. Dags. á Helgafelli 8. september 1658. Afrit dags. í Skálholti 30. október 1658.

44 (32r-32v)
Samþykki Sigríðar Bjarnadóttur uppá kaup biskupsins sem hann gjörði við Bjarna Eiríksson hennar ektamann á Teigi í Vopnafirði.
Titill í handriti

Samþykki Sigríðar Bjarnadóttur uppá kaup biskupsins sem hann gjörði við Bjarna Eiríksson hennar ektamann á Teigi í Vopnafirði.

Athugasemd

Staðfestingarbréf þar sem Sigríður Bjarnadóttir samþykkir kaup Brynjólfs biskups á eignarjörð hennar, Teig í Vopnafirði. Brynjólfur biskup gerði kaupsamning þann 2. mars 1658 við eiginmann hennar, Bjarna Eiríksson, um kaup á jörðinni Teig, 8 hundruð að dýrleika, fyrir 7 hundraða hlut í jörðinni Rauðabergi í Hornafirði og 4 hundraða hlut í jörðinni Bæ í Lóni. Sigríður Bjarnadóttir samþykkir jarðaskiptin með þeim fyrirvara að hún fái hjá Bjarna Eiríkssyni aðra jafn gagnlega og sér haganlega fastaeign í staðinn. Sjá AM 271 fol., nr. 101. Dags. í Skálholti 1. nóvember 1658.

45 (32v-33v)
Kaupmálabréf Péturs Jónssonar og Valgerðar Magnúsdóttur.
Titill í handriti

Kaupmálabréf Péturs Jónssonar og Valgerðar Magnúsdóttur.

Athugasemd

Kaupmáli á milli hjónaefnanna Péturs Jónssonar og Valgerðar Magnúsdóttur. Kaupmálinn tiltekur nákvæmlega hvað hvort þeirra fær í sinn hlut við giftinguna. Vottar að kaupmálanum og trúlofun þeirra voru móðir Valgerðar, Björg Þorvaldsdóttir, Gísli Einarsson skólameistari, sr. Sigurður Torfason, Sæmundur Oddsson og Þorleifur Árnason. Dags. í Skálholti 14. nóvember 1658.

46 (33v-34v)
Vígslubréf séra Vernharðar Erlendssonar og veitingarbréf hans fyrir Stað í Aðalvík.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Vernharðar Erlendssonar og veitingarbréf hans fyrir Stað í Aðalvík.

Athugasemd

Vígslubréf af hendi Brynjólfs biskups þar sem hann vígir sr. Vernharð Erlendsson til prests á Stað í Aðalvík á Ströndum. Aðalvík hafði verið prestlaus um tíma og gengið hafði erfiðlega að halda presti á staðnum. Sjá AM 270 fol., nr. 43-44, 146 og 163. Biður biskup um styrk til handa sr. Vernharði svo hann megi haldast við embætti og óskar eftir því að sr. Sigurður Gíslason og sr. Jón Arason prófastur í Ísafjarðarsýslu veiti honum leiðsögn og stuðning. Einnig veitir biskup sr. Vernharði allan staðinn Aðalvík að næstkomandi fardögum, með kirkjunni og hennar eign í landi og lausum munum eins og þeir voru skráðir í Vísitasíubók herra Gísla Jónssonar og Vísitasíubók Brynjólfs biskups. Dags. í Skálholti 16. nóvember 1658.

Efnisorð
47 (34v)
Tilsögn Sigmundar Jónssonar á 12 fiska tré biskupinum til handa.
Titill í handriti

Tilsögn Sigmundar Jónssonar á 12 fiska tré biskupinum til handa.

Athugasemd

Sigmundur Jónsson tilkynnir Brynjólfi biskup að hann færi honum til eignar tólf fiska tré sem hann tók út hjá Matz Rasmussyni kaupmanni í Hafnarfirði í skiptum fyrir gelda sauði af Herdísarvíkurbúi. Getur Sigmundur þess að trén liggi norðan til á búðargaflinum á kirkjubúðarhorninu í Hafnarfirði. Dags. í Skálholti 16. nóvember 1658.

Efnisorð
48 (35r-35v)
Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar yngra og Oddnýjar Jónsdóttur.
Titill í handriti

Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar yngra og Oddnýjar Jónsdóttur.

Athugasemd

Kaupmálabréf og trúlofun á milli hjónaefnanna Magnúsar Freysteinssonar yngri og Oddnýjar Jónsdóttur með samþykki bræðra hennar, Sigmundar og Guðmundar, en þeir voru einnig giftingarmenn hennar. Magnús lagði til hjúskaparins 16 hundruð í peningum, kvikum og dauðum. Oddný fékk frá frænda sínum, Jóni Þorvaldssyni, átta hundruð sem skyldi vera hennar einkaeign. Auk þess myndi Oddný eignast fjórðung úr fengnu og ófengnu fé Magnúsar, en hennar hlutur skyldi alrei vera lægri en 4 hundruð. Kaupmálinn var samþykktur í viðurvist fimm löglegra trúlofunarvotta. Dags. í Skálholti 21. nóvember 1658.

49 (35v-37r)
Byggingarbréf Árna Pálssonar fyrir Þorlákshöfn.
Titill í handriti

Byggingarbréf Árna Pálssonar fyrir Þorlákshöfn.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Árna Pálssyni kirkjujörðina Þorlákshöfn til ábúðar. Í bréfinu eru raktar allar kvaðir og skyldur Árna við búsetu á jörðinni en þær snéru meðal annars að túnrækt, greiðslu landskuldar uppá 12 vættir fiska, kúgildaleigu og ábyrgð gagnvart reka á jörðinni, bæði trjáreka og hvalreka. Einnig er fjallað um skyldu ábúanda gagnvart hjáleigum jarðarinnar, fiskveiðar og flutning skreiðar til Eyrarbakka. Árna var boðið hvort hann vildi taka við jörðinni eftir landslögum eða konungsbréfi og kaus Árni fremur að fara að landslögum. Bar honum að endurnýja veitingarbréf sitt fyrir jörðinni árlega. Dags. í Skálholti 23. nóvember 1658.

50 (37r-37v)
Enginn titill.
Titill í handriti

Enginn titill.

Athugasemd

Samkomulag milli Brynjólfs biskups og Árna Pálssonar um flutning fisks frá jörðinni Þorlákshöfn til Eyrarbakka þess efnis að Árni Pálsson skyldi flytja allan kaupmanns fisk og lýsi og setja í staðarhúsið á Eyrarbakka. Árni skyldi bera kostnað af þessum flutningi. Á móti féll niður landskuldarhundrað af jörðinni Þorlákshöfn, sama hvort um væri að ræða lítinn fisk eða mikinn. Sjá einnig bréf nr. 52. Dags. í Skálholti 24. nóvember 1658.

51 (37v-38r)
Biskupstíundarreikningur úr Rangárvallasýslu af Magnúsi Þorsteinssyni.
Titill í handriti

Biskupstíundarreikningur úr Rangárvallasýslu af Magnúsi Þorsteinssyni.

Athugasemd

Magnús Þorsteinsson gerir skil á biskupstíundum úr Rangárvallasýslu sem gjaldast áttu vorið 1658. Dags. í Skálholti 9. desember 1658.

Efnisorð
52 (38r-39r)
Qvittantia Benedikts Þorleifssonar og biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.
Titill í handriti

Qvittantia Benedikts Þorleifssonar og biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.

Athugasemd

Benedikt Þorleifsson sem gengt hafði stöðu ráðsmanns í Skálholti undanfarin fjögur ár var nú að láta af embætti. Brynjólfur biskup staðfestir að hann hafi sinnt starfi sínu af myndarskap og hér með sé Benedikt kvittur og ákærulaus gagnvart biskup og hans erfingjum um alla meðferð reikninga og greiðslna sem hann hafði með hendi þessi fjögur ár. Sömuleiðis staðfestir Benedikt að biskup sé öldungis kvittur og ákærulaus gagnvart sér og sínum erfingjum um allar þær greiðslur og útgjöld sem Benedikt hefur frá biskupnum fengið á þessum tíma. Gáfu þeir að lokum hvor öðrum sín bestu meðmæli. Dags. í Skálholti 20. desember 1658.

53 (39r)
Meðkenning biskupsins uppá ábúð Benedikts Þorleifssonar á Hrauni á Eyrarbakka og næst tilfallandi landskuld þar af.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins uppá ábúð Benedikts Þorleifssonar á Hrauni á Eyrarbakka og næst tilfallandi landskuld þar af.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir móttöku á leigu og landskuld frá Benedikt Þorleifssyni vegna dómkirkjujarðarinnar Hrauns á Eyrarbakka, en þar var Benedikt ábúandi. Einnig staðfestir Brynjólfur að hann veiti Benedikt áframhaldandi rétt til búsetu á jörðinni Hrauni ef hann svo kýs. Dags. í Skálholti 20. desember 1658.

54 (39v)
Meðkenning biskupsins uppá 10 aura sem Benedikt Þorleifsson hefur biskupinum svarað vegna Gottskálks Oddssonar.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins uppá 10 aura sem Benedikt Þorleifsson hefur biskupinum svarað vegna Gottskálks Oddssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Benedikt Þorleifsson hafi greitt honum ásauðar 10 aura vegna Gottskálks Oddssonar. Dags. í Skálholti 20. desember 1658.

55 (39v-41v)
Sendibréf biskupsins til Selvogskirkju sóknarmanna.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins til Selvogskirkju sóknarmanna.

Athugasemd

Bréf Brynjólfs biskups til sóknarmanna í Selvogi, fjárhaldsmanna Strandakirkju í Selvogi, þeirra sr. Halldórs Daðasonar og Ingimundar Grímssonar, og Torfa Erlendssonar sýslumanns. Bréfið varðar óvissuatriði sem komið hafði upp á milli sóknarmanna í Selvogi og Þorleifs Árnasonar sóknarprests í Strandakirkju, um greiðslur til sóknarprestsins af kirkjunni. Í bréfinu segir Brynjólfur biskup óstaðfest vera hversu mikið tillag prestsins skuli vera, lausafjártíundir séu óvissar og sömuleiðis útsvör af kirkjueigninni. Fyrrum sóknarprestur í Strandakirkju, sr. Jón Daðason, hafi aldrei verið til viðtals um sitt tillag af kirkjunni til móts við Ingimund Grímsson fjárhaldsmann hennar. Biskup biður því Torfa Erlendsson sýslumann í Árnesþingi að skera úr um málið fyrir hönd lénsmannsins, svo sams konar mál valdi ekki deilum framvegis. Dags. í Skálholti 27. desember 1658.

Efnisorð
56 (41v-42r)
Kaupmálabréf Péturs Jónssonar og Valgerðar Magnúsdóttur.
Titill í handriti

Kaupmálabréf Péturs Jónssonar og Valgerðar Magnúsdóttur.

Athugasemd

Kaupmálabréf hjónaefnanna Péturs Jónssonar og Valgerðar Magnúsdóttur birt og upplesið á festardegi þeirra, en kaupmáli þeirra var gerður í Skálholti 14. nóvember 1658. Sjá bréf nr. 48. Í bréfinu er nánari grein gerð fyrir innihaldi kaupmálans, konumundi Péturs, heimanfylgju Valgerðar og erfðamálum þeirra. Dags. í Skálholti 2. janúar 1659.

57 (42v-43r)
Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar yngra og Oddnýjar Jónsdóttur.
Titill í handriti

Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar yngra og Oddnýjar Jónsdóttur.

Athugasemd

Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar og Oddnýjar Jónsdóttur birt og upplesið á festingardegi þeirra. Kaupmáli þeirra á milli var gerður í Skálholti 21. nóvember 1658 og hélst að mestu óbreyttur. Sjá bréf nr. 51. Breyting hafði þó orðið á fjármunum Oddnýjar til hækkunar á heimanfylgju hennar og við kaupmálann hafði bæst kjörgripur, 2 hundruð að dýrleika, sem erfa myndi það sem lengur lifði. Dags. í Skálholti 2. janúar 1659.

58 (43r-44r)
Til minnis. Reikningur biskupsins og Jóns Halldórssonar á Hvaleyri eftir vaxspjöldum séra Árna Halldórssonar sem hann uppteiknaði eftir tilsögn Jóns Halldórssonar vegna biskupsins í vor 1658 og gjörði grein á þá er hann sunnan að hingað aftur kom.
Titill í handriti

Til minnis. Reikningur biskupsins og Jóns Halldórssonar á Hvaleyri eftir vaxspjöldum séra Árna Halldórssonar sem hann uppteiknaði eftir tilsögn Jóns Halldórssonar vegna biskupsins í vor 1658 og gjörði grein á þá er hann sunnan að hingað aftur kom.

Athugasemd

Reikningur Jóns Halldórssonar á Hvaleyri í Hafnarfirði til biskups vorið 1658 eftir fardaga. Hér má meðal annars finna reikning Jóns fyrir bátshlut biskups, bátsmíði, fiskageymslu og skipsleigu. Einnig býður Jón Halldórsson biskupnum til kaups nýtt fjögurra manna far alfært, fyrir 8 ríkisdali, og býðst til að koma því inn á Kjalarnes. Bréfið er ódags.

59 (44v)
Reikningur Matz Rasmussonar kaupmanns í Hafnarfirði.
Titill í handriti

Reikningur Matz Rasmussonar kaupmanns í Hafnarfirði.

Athugasemd

Reikningur Matz Rasmussonar kaupmanns í Hafnarfirði til Brynjólfs biskups. Bréfið er ódags.

Efnisorð
60 (45r-45v)
Kaupmálabréf séra Odds Þorkelssonar og Ingibjargar Vigfúsdóttur að Hofi í Vopnafirði. Hvar í finnst skjal um jarðirnar Svínabakka og Búastaði í Vopnafirði.
Titill í handriti

Kaupmálabréf séra Odds Þorkelssonar og Ingibjargar Vigfúsdóttur að Hofi í Vopnafirði. Hvar í finnst skjal um jarðirnar Svínabakka og Búastaði í Vopnafirði.

Athugasemd

Kaupmálabréf á milli sr. Odds Þorkelssonar og Ingibjargar Vigfúsdóttur gerður á brúðkaupsdegi þeirra á Hofi í Vopnafirði. Í bréfinu eru útlistaðir kaupskilmálar meðal annars varðandi eign sr. Odds, jörðina Hof í Vopnafirði, og jarðirnar Svínabakka og Búastaði sem voru eign Ingibjargar. Jörðina Svínabakka hafði hún erft eftir eiginmann sinn sáluga, sr. Bjarna Högnason. Kaupmálabréfið var ritað á kálfskinn á Hofi í Vopnafirði og settu vottar innsigli sín undir. Það er ódags. Afrit dags. í Skálholti 15. janúar 1659.

61 (45v-46r)
Forplictun Jóns Guðmundssonar við biskupinn á borgun peninga þeirra sem hans vegna lætur úti biskupinn við Sigfús Ólafsson norður.
Titill í handriti

Forplictun Jóns Guðmundssonar við biskupinn á borgun peninga þeirra sem hans vegna lætur úti biskupinn við Sigfús Ólafsson norður.

Athugasemd

Jón Guðmundsson hafði gerst sekur um frillulífisbrot við Margréti Sigfúsdóttur og var skyldugur til sektargreiðslu við föður hennar, Sigfús Ólafsson á Öxnahóli í Hörgárdal. Jón á ekki næga fjármuni til að standa undir sektinni við föður Margrétar, einungis 4 hundruð, og leitar hann því til Brynjólfs biskups um að hann gangi í borgun fyrir hann og greiði það sem Sigfúsi muni þykja sanngjarnar bætur. Í staðinn verði Jón skuldugur við biskup og heitir hann því að greiða skuldina annað hvort með fé eða þjónustu við biskup. Brynjólfur biskup samþykkir þessa lausn mála svo framarlega sem Sigfús Ólafsson sættir sig við þessi málalok. Dags. í Skálholti 21. janúar 1659.

62 (46v-47v)
Vígslubréf Jóns Diðrikssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf Jóns Diðrikssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir sr. Jón Diðriksson til prests í Strandar- og Krísuvíkurkirkjum. Brynjólfur nefnir einnig í bréfinu hve háar greiðslur presturinn skuli hafa í laun frá kirkjunum tveimur, einnig mun hann hafa frítt ábýli á kirkjujörðinni Vogshúsum. Sjá bréf nr. 58. Dags. í Skálholti 24. janúar 1659.

Efnisorð
63 (47v)
Lánaðir Þórólfi Guðmundssyni 4 ríkisdalir.
Titill í handriti

Lánaðir Þórólfi Guðmundssyni 4 ríkisdalir.

Athugasemd

Staðfesting á að Brynjólfur biskup hafi lánað Þórólfi Guðmundssyni fjóra ríkisdali. Í bréfinu kemur fram að skuldin hafi verið gerð upp þegar biskup keypti 9 hundraða hlut í jörðinni Syðri Gröf í Flóa. Dags. í Skálholti 25. mars 1659.

64 (48r-48v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 4 hundruðum í Brúnavík af Jóni Eiríkssyni fyrir hálfa Fremri Kleif.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir 4 hundruðum í Brúnavík af Jóni Eiríkssyni fyrir hálfa Fremri Kleif.

Athugasemd

Jarðakaupasamningur sem var gerður þann 6. janúar 1659 að Eydölum í Breiðdal þar sem Brynjólfur biskup seldi Jóni Eiríkssyni hálfa jörðina Fremri Kleif í Breiðdal, hálft fimmta hundrað að dýrleika. Á móti keypti Brynjólfur biskup 4 hundraða hlut Jóns Eiríkssonar í jörðinni Brúnavík í Borgarfirði eystri, en heildarvirði jarðarinnar nam 16 hundruðum. Sjá bréf nr. 39 og 40. Sr. Halldór Eiríksson gerði samninginn í umboði Brynjólfs biskups. Dags. að Eydölum í Breiðdal 6. janúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

65 (48v-49r)
Forlykar séra Halldór Eiríksson við Jón Eiríksson húsamismuninn á Brúnavíkur parti, 4 hundruð, og hálfra Fremri Kleifa.
Titill í handriti

Forlykar séra Halldór Eiríksson við Jón Eiríksson húsamismuninn á Brúnavíkur parti, 4 hundruð, og hálfra Fremri Kleifa.

Athugasemd

Samkomulag milli Brynjólfs biskups og Jóns Eiríkssonar þar sem biskupinn greiðir Jóni bætur vegna húsamismunar á jörðunum Fremri Kleif og Brúnavík, en hús á jörðinni Fremri Kleif voru mun lakari en hús jarðarinnar Brúnavíkur. Sjá bréf nr. 40 og 67. Samkomulag þeirra fólst í því að Jón Eiríksson seldi Brynjólfi biskup öll þau tré sem rekið hafði á Brúnavíkurfjöru síðastliðin tvö ár og fram til næstu fardaga. Þar að auki greiddi biskup Jóni átta ríkisdali. Jón seldi einnig Brynjólfi biskup það ásauðar kúgildi sem fylgdi hans hlut í Brúnavík fyrir annað kúgildi sem Jón átti að fá afgreitt í Breiðdal um næstu fardaga. Sr. Halldór Eiríksson gerði samninginn í umboði Brynjólfs biskups. Dags. að Eydölum í Breiðdal 11. janúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

66 (49r-50r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir hálfri Brúnavík af séra Jóni Höskuldssyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir hálfri Brúnavík af séra Jóni Höskuldssyni.

Athugasemd

Jarðakaupasamningur sem var gerður þann 15. janúar 1659 að Hálsi í Álftafirði þar sem Brynjólfur biskup seldi sr. Jóni Höskuldssyni hálfa jörðina Skinney í Hornafirði, 10 hundruð að dýrleika. Á móti seldi sr. Jón Brynjólfi biskup hálfa jörðina Brúnavík í Borgarfirði eystri, átta hundruð að dýrleika. Sjá bréf nr. 41 og 42. Sr. Halldór Eiríksson gerði samninginn í umboði Brynjólfs biskups. Dags. að Hálsi í Álftafirði 15. janúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

67 (50r-50v)
Kaupbréf biskupsins fyrir 4 hundruð í Brúnavík af Árna Brynjólfssyni fyrir hálft fimmta hundrað í Fremri Kleif.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir 4 hundruð í Brúnavík af Árna Brynjólfssyni fyrir hálft fimmta hundrað í Fremri Kleif.

Athugasemd

Jarðakaupasamningur sem var gerður þann 20. febrúar 1659 að Eydölum í Breiðdal þar sem Brynjólfur biskup seldi Árna Brynjólfssyni hálfa jörðina Fremri Kleif í Breiðdal, hálft fimmta hundrað að dýrleika. Á móti seldi Árni Brynjólfi biskup 4 hundraða hlut eða fjórðungshlut í jörðinni Brúnavík í Borgarfirði eystri. Sjá bréf nr. 38. Sr. Halldór Eiríksson gerði samninginn í umboði Brynjólfs biskups. Dags. að Eydölum í Breiðdal 20. febrúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

68 (51r)
Lofar séra Halldór Eiríksson uppá biskupinn 2 hundruð fyrir húsamismun á Brúnavíkur parti og hálfri Fremri Kleif.
Titill í handriti

Lofar séra Halldór Eiríksson uppá biskupinn 2 hundruð fyrir húsamismun á Brúnavíkur parti og hálfri Fremri Kleif.

Athugasemd

Samkomulag á milli Brynjólfs biskups og Árna Brynjólfssonar þar sem biskup greiðir Árna bætur vegna húsamismunar á jörðunum Brúnavík og Fremri Kleif, en húsin á Fremri Kleif voru mun lakari. Sjá bréf nr. 38 og 70. Húsamismunur jarðanna var metinn á tvö hundruð sem Árni óskaði eftir að yrðu hundraðs kýr í fardögum og fjórir ríkisdalir. Einnig seldi Árni Brynjólfi biskup hálft ásauðar kúgildi sem hann átti með hlut sínum í Brúnavík fyrir annað hálft kúgildi í Breiðdal. Sr. Halldór Eiríksson gerði samninginn í umboði Brynjólfs biskups. Dags. að Eydölum í Breiðdal 20. febrúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

69 (51r-51v)
Sendibréf Sigurðar Bjarnasonar til biskupsins, hvar inni hann gefur biskupinum í vald öll eignarráð yfir (Brúnavík-yfirstrikað) Syðri Kleifum vafalaust og átölulaust af sér.
Titill í handriti

Sendibréf Sigurðar Bjarnasonar til biskupsins, hvar inni hann gefur biskupinum í vald öll eignarráð yfir (Brúnavík-yfirstrikað) Syðri Kleifum vafalaust og átölulaust af sér.

Athugasemd

Sendibréf Sigurðar Bjarnasonar til Brynjólfs biskups þar sem hann staðfestir skriflega að hann gefi biskup hér með öll eignarumráð yfir jörðinni Fremri Kleif (Syðri Kleif) í Breiðdal. Mikilvægt var fyrir biskup að fá þessa staðfestingu vegna kaupa sinna á jörðinni Brúnavík á Borgarfirði eystri. Sjá bréf nr. 37. Dags. á Einarsstöðum á Stöðvarfirði 29. desember 1658. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

70 (51v-52r)
Kaupbréf biskupsins fyrir Hrafnstöðum í Vopnafirði af Sigurði Árnasyni á Sandbrekku.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir Hrafnstöðum í Vopnafirði af Sigurði Árnasyni á Sandbrekku.

Athugasemd

Jarðakaupasamningur sem gerður var þann 29. janúar 1659 að Sandbrekku þar sem Sigurður Árnason seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Hrafnstaði í Vopnafirði, 12 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Brynjólfur biskup Sigurði Árnasyni jörðina Bárðarstaði í Loðmundarfirði, 12 hundruð að dýrleika, auk 5 hundruð í lausafé sem var meðal annars þriggja skjólna ketill, fimm stikur klæðis og tólf veturgamlir sauðir. Var þessi samningur gerður með samþykki Cæcilíu Árnadóttur, eiginkonu Sigurðar Árnasonar. Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, gerði samninginn fyrir hönd biskups. Dags. að Sandbrekku 29. janúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

71 (52v-53r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Hrafnabjörgum af Bjarna Ögmundssyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Hrafnabjörgum af Bjarna Ögmundssyni.

Athugasemd

Jarðakaupasamningur sem gerður var þann 29. janúar 1659 að Sandbrekku í Útmannasveit þar sem Bjarni Ögmundsson seldi Brynjólfi biskup jörðina Hrafnabjörg í Útmannasveit í Hjaltastaðasókn, sex hundruð að dýrleika. Fékk Bjarni Ögmundsson greidd fyrir tólf hundruð í lausafé í fríðum og ófríðum peningum, til ábýlis jörðina Brekkugerði, eða aðra jörð sem honum myndi vel lynda, og loforð biskups um aðstoð við flutning á þessa jörð. Einnig lofaði biskup að greiða Bjarna fyrir þá viði sem hann hafði lagt til Hrafnabjarga. Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, gerði samninginn fyrir hönd biskups. Dags. að Sandbrekku 29. janúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

72 (53r-54r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Eyrarteigi í Skriðdal af Jóni Jónssyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Eyrarteigi í Skriðdal af Jóni Jónssyni.

Athugasemd

Jarðakaupasamningur sem gerður var þann 27. júlí 1652 að Klifstað í Loðmundarfirði þar sem Jón Jónsson seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Eyrarteig í Skriðdal, 9 hundruð að dýrleika. Þessi samningur var háður þeim skilmála að Gróa Hallsdóttir skyldi taka árlega landskuld af 3 hundraða parti í jörðinni en hún hafði erft þennan part eftir son sinn, Eirík Árnason. Á móti lofaði biskup að taka að sér son Jóns Jónssonar, Ólaf Jónsson, til lærdóms og skólavistar í Skálholtsskóla. Biskup heitir að greiða Ólafi árlega 12 ríkisdali af jarðarverðinu og annast hest hans í Skálholti yfir vetrartímann. Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, gerði samninginn í umboði biskups. Dags. að Klifstað í Loðmundarfirði 27. júlí 1652. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

73 (54r)
Samþykki þeirra bræðra Einarssona uppá Strandhafnar kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.
Titill í handriti

Samþykki þeirra bræðra Einarssona uppá Strandhafnar kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.

Athugasemd

Staðfestingarbréf þar sem Eiríkur og Hallur Einarssynir samþykkja kaup Brynjólfs biskups á 4 hundraða hlut í jörðinni Eyrarteigi í Skriðdal af bróður þeirra, Bergi Einarssyni. Einnig afsala þeir sér öllu tilkalli til jarðarinnar Strandhafnar í Vopnafirði. Dags. á Valþjófsstað 29. maí 1658. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

Efnisorð
74 (54v)
Smjör meðtekið af Hjalta Jónssyni vegna biskupsins af landsetum Bjarna Eiríkssonar í umskiptum þeirra.
Titill í handriti

Smjör meðtekið af Hjalta Jónssyni vegna biskupsins af landsetum Bjarna Eiríkssonar í umskiptum þeirra.

Ábyrgð

Bréfritari : Hjalti Jónsson

Athugasemd

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, staðfestir að hann hafi meðtekið smjör í landskuld af landsetum Bjarna Eiríkssonar sýslumanns. Dags. í Meðalnesi á Austfjörðum 15. febrúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 11. apríl 1659.

Efnisorð
75 (55r-56v)
Sendibréf Hjalta Jónssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar. Daterað anno 1659, 15. febrúar.
Titill í handriti

Sendibréf Hjalta Jónssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar. Daterað anno 1659, 15. febrúar.

Ábyrgð

Bréfritari : Hjalti Jónsson

Athugasemd

Sendibréf sem Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, sendi til biskups ásamt bréfum nr. 73-77. Í bréfinu ræðir Hjalti meðal annars um endurbætur á húsakosti á jörðum Brynjólfs biskups, jarðakaup Hjalta í umboði biskups, ýmsar fréttir af jörðum Brynjólfs á Austfjörðum og ábúendum þeirra, hugsanleg jarðakaup, kúgildi og fréttir af reka á jörðum biskups. Dags. í Meðalnesi á Austfjörðum 15. febrúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 4. apríl 1659.

Efnisorð
76 (57r-57v)
Inntak úr bréfi (biskupsins - yfirstrikað) séra Halldórs Eiríkssonar biskupinum tilskrifuðu anno 1659, 20. febrúar.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi (biskupsins - yfirstrikað) séra Halldórs Eiríkssonar biskupinum tilskrifuðu anno 1659, 20. febrúar.

Ábyrgð

Bréfritari : Halldór Eiríksson

Athugasemd

Bréf sem sr. Halldór Eiríksson skrifaði Brynjólfi biskup en þar er fyrst og fremst gerð grein fyrir öllum málsatvikum varðandi kaup biskupsins á jörðinni Brúnavík á Borgarfirði eystri. Sjá bréf nr. 38-42 og 67-72. Dags. í Eydölum 20. febrúar 1659. Afrit dags. í Skálholti 4. apríl 1659.

Efnisorð
77 (58r)
Reikningur biskupsins við Jón Jónsson smið.
Titill í handriti

Reikningur biskupsins við Jón Jónsson smið.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Jóni Jónssyni smið 4 hundruð fyrir ýmiss smíðaverk hans, meðal annars smíðaði Jón herbergjahúsin í Skálholti sumarið 1658, hurðar og dyraumbúnað, hann fór þrjár ferðir í trédrátt á Hestháls til að sækja viði í herbergjahúsin auk fleiri verkefna. Dags. í Skálholti 2. apríl og 8. júní 1659.

78 (58v)
Byggingarráð gefur biskupinum Bjarni Eiríksson yfir Hafrafelli í Fellum í Fljótsdalshéraði.
Titill í handriti

Byggingarráð gefur biskupinum Bjarni Eiríksson yfir Hafrafelli í Fellum í Fljótsdalshéraði.

Ábyrgð

Bréfritari : Bjarni Eiríksson

Athugasemd

Bjarni Eiríksson sýslumaður staðfestir að hann gefi Brynjólfi biskup byggingarumráð á jörðinni Hafrafelli á Fljótsdalshéraði. Biskup fær leyfi til að byggja þessa jörð með vanalegri landskuld sem er átján fjórðungar smjörs, tíu álna teigsláttur og þrjú kúgildi. Dags. í Skálholti 5. apríl 1659. Afrit dags. í Skálholti 12. apríl 1659.

Efnisorð
79 (59r-59v)
Biskupstíundareikningur úr Árnessýslu Jóns á Hömrum.
Titill í handriti

Biskupstíundareikningur úr Árnessýslu Jóns á Hömrum.

Athugasemd

Jón Jónsson á Hömrum gerir skil á biskupstíundum í Árnessýslu sem greiðast áttu vorið 1658. Dags. í Skálholti 22. apríl 1659.

Efnisorð
80 (59v)
Qvittantia Jóni Jónssyni á Hömrum útgefinn af biskupinum uppá Hamra umboðs meðferð.
Titill í handriti

Qvittantia Jóni Jónssyni á Hömrum útgefinn af biskupinum uppá Hamra umboðs meðferð.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Jónsson hafi staðið góð skil á Hamraumboði fyrir árið 1658, þeim jörðum sem því tilheyra ásamt kvöðum, afgjöldum og fardagareikningi. Biskup þakkar Jóni fyrir langvarandi tryggð og staðfestu í þessari þjónustu. Dags. í Skálholti 22. apríl 1659.

81 (60r-62v)
Dómur um Staðarlandseta.
Titill í handriti

Dómur um Staðarlandseta.

Athugasemd

Á þriggja hreppa þingi í Árnessýslu sem haldið var á Laxárholti þann 11. maí 1659 voru 12 menn kvaddir til dóms af Torfa Erlendssyni sýslumanni að ósk Brynjólfs biskups. Efni þessa máls var að fjalla um og kveða upp dóm um stöðu landseta á jörðum Skálholtsstaðar. Í fyrsta lagi bað Brynjólfur biskup um mat dómsins á hvernig koma skuli til móts við landseta þegar harðindatíð gengur yfir. Í annan máta hvort leyfa skuli landsetum og almúganum að nýta skóga á jörðum Skálholtsstaðar. Í þriðja lagi bar biskupinn fram kvörtun fyrir hönd landseta varðandi skort á greniviði til húsbygginga og lagfæringa því kaupmennirnir hafi ekki nægan við á boðstólum fyrir almenning að kaupa. Á eftir fylgir dómur tilkvaddra dómsmanna en hluta málanna var vísað til áframhaldandi athugunar og umræðu á næsta Öxarárþingi. Dags. á Laxárholti 11. maí 1659. Afrit dags. í Skálholti 13. maí 1659.

82 (62v)
Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna í sitt kaup.
Titill í handriti

Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna í sitt kaup.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir sr. Sigurði Torfasyni dómkirkjupresti 20 ríkisdali í prestlaun frá fardögum 1658 til fardaga 1659. Dags. í Skálholti 28. maí 1659.

83 (62v)
Meðkenning Páls Árnasonar uppá meðtekna 20 ríkisdali í sitt kaup.
Titill í handriti

Meðkenning Páls Árnasonar uppá meðtekna 20 ríkisdali í sitt kaup.

Athugasemd

Páll Árnason heyrari í Skálholti staðfestir að Brynjólfur biskup hafi greitt honum 20 ríkisdali í sitt kaup. Dags. í Skálholti 28. maí 1659.

2 bréf hafa númerið 86.

84 (63r)
Þessi eftirskrifuð naut afhenti ráðsmaðurinn Bjarni Eiríksson á Hamrinum. 1659, 31. maí.
Titill í handriti

Þessi eftirskrifuð naut afhenti ráðsmaðurinn Bjarni Eiríksson á Hamrinum. 1659, 31. maí.

Athugasemd

Listi yfir naut sem Bjarni Eiríksson sýslumaður afhenti á Hamrinum vorið 1659. Þetta voru sex naut, samtals 4 hundruð að virði eða 20 álnir. Dags. 31. maí 1659.

2 bréf hafa númerið 86.

Efnisorð
85 (63r-64r)
Gjörningur milli biskupsins og Finns Jónssonar um jarðakaup.
Titill í handriti

Gjörningur milli biskupsins og Finns Jónssonar um jarðakaup.

Athugasemd

Jarðakaupagjörningur þar sem Brynjólfur biskup seldi Finni Jónssyni eldri á Klausturhólum í Grímsnesi eitt hundraða hlut í jörðinni Ytra Súlunesi í Melasveit, en Brynjólfur hafði áður selt Finni 8 hundraða hlut í sömu jörð. Fyrir þennan eitt hundraða hlut lofaði Finnur að greiða 12 ríkisdali. Hafði hann þegar greitt Brynjólfi biskup fjóra ríkisdali en lofaði að greiða hina átta ríkisdalina með fyrstu hentugleikum. Þann 21. október greiddi Finnur upp í þessa átta ríkisdala skuld blámerktan hægindisdúk, sex álna langan og einn ríkisdal. Dags. í Skálholti 2. júní 1659 og 21. október 1659.

2 bréf hafa númerið 87.

86 (64r)
Afhenti Jón Guðmundsson hest í skuld sína.
Titill í handriti

Afhenti Jón Guðmundsson hest í skuld sína.

Athugasemd

Jón Guðmundsson afhenti Brynjólfi biskup 12 vetra gamlan hest sem greiðslu upp í skuld sína við biskup, en Brynjólfur hafði greitt sekt til Sigfúsar Ólafssonar vegna frillulífisbrots Jóns Guðmundssonar við Margréti, dóttur Sigfúsar. Sjá bréf nr. 64. Dags. í Skálholti 6. júní 1659.

2 bréf hafa númerið 87.

87 (64r)
Reikningur biskupsins við Jón smið.
Titill í handriti

Reikningur biskupsins við Jón smið.

Athugasemd

Reikningur uppá skuld Brynjólfs biskups við Jón smið en Jón hafði meðal annars smíðað tvo hnakka fyrir Brynjólf og skinnklætt þá, steypt hringjur og hringa og lagt sjálfur til efnið. Reikningur Jóns nam alls 32 álnum. Dags. í Skálholti 8. júní 1659.

Efnisorð
88 (64r-66v)
Eignarskipti á Hvammi í Kjós.
Titill í handriti

Eignarskipti á Hvammi í Kjós.

Athugasemd

Jarðaskiptasamningur á jörðinni Hvammi í Kjós á milli Brynjólfs biskups og feðganna Jóns Hannessonar og Ólafs Jónssonar. Þeir feðgar áttu fjóra fimmtu hluta jarðarinnar en Brynjólfur biskup átti fimmtungshlut. Samningurinn tók til skiptingar á eignum jarðarinnar á milli eigenda hennar, þar á meðal allan völlinn í Hvammi sem reiknaðist 25 eyrisvellir, engi jarðarinnar og tún, haglendi, torftöku og meðferð reka og fjörunytja. Í bréfinu er nákvæm lýsing á hvernig skiptum var háttað auk þess sem nefnd eru fjölmörg örnefni í landi Hvamms. Skiptabréfinu var lýst á manntalsþingi á Reynivöllum 4. júní 1659. Dags. á Hvammi í Kjós 30. apríl 1659 og Reynivöllum 4. júní 1659. Afrit dags. í Skálholti 8. júní 1659.

Ekkert bréf nr. 90.

89 (67r-67v)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 3 hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal af séra Pétri Rafnssyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 3 hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal af séra Pétri Rafnssyni.

Athugasemd

Jarðakaupasamningur þar sem sr. Pétur Rafnsson seldi Brynjólfi biskup 3 hundraða hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum í Skriðdal, en öll jörðin reiknaðist 18 hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarpart greiddi Brynjólfur biskup sr. Pétri sjö hundruð, sem voru hundraðs kýr og ásauðar kúgildi, 12 sauðir veturgamlir, 8 ríkisdalir og þrjár vættir smjörs. Kaupsamningurinn var gerður með samþykki eiginkonu sr. Péturs, Herborgar Arngrímsdóttur. Sigurður Bjarnason samþykkti einnig jarðasöluna fyrir hönd eiginkonu sinnar, Helgu Arngrímsdóttur. Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, gerði samninginn í umboði biskups. Dags. á Stöðvarstað í Stöðvarfirði 2. dag Hvítasunnu 1659. Afrit dags. í Skálholti 26. júní 1659.

90 (67v-68r)
Samþykki séra Péturs Rafnssonar og Sigurðar Bjarnasonar uppá sölu Cæciliu Arngrímsdóttur á hennar jörðum.
Titill í handriti

Samþykki séra Péturs Rafnssonar og Sigurðar Bjarnasonar uppá sölu Cæciliu Arngrímsdóttur á hennar jörðum.

Athugasemd

Sr. Pétur Rafnsson og Sigurður Bjarnason staðfesta í votta viðurvist að þeir hafi hlotið samþykki eiginkvenna sinna, systranna Herborgar og Helgu Arngrímsdætra, fyrir sölu á jarðarhlut Cæciliu Arngrímsdóttur í Þorvaldsstöðum í Skriðdal til Brynjólfs biskups, en Cæcilia hafði þegar gefið samþykki sitt fyrir sölunni. Dags. á Stöðvarstað á Stöðvarfirði 2. dag Hvítasunnu 1659. Afrit dags. í Skálholti 26. júní 1659.

91 (68r-68v)
Citatia prestanna til Þingvalla prestastefnu.
Titill í handriti

Citatia prestanna til Þingvalla prestastefnu.

Athugasemd

Boðun presta til prestastefnu á Þingvöllum 1659. Bréfið er á latínu.Bréfið er ódags.

Efnisorð
92 (69r-69v)
Anno 1659 í fardögum fiskur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar af jörðum hans í Borgarfirði sem Páll Teitsson tók út.
Titill í handriti

Anno 1659 í fardögum fiskur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar af jörðum hans í Borgarfirði sem Páll Teitsson tók út.

Athugasemd

Páll Teitsson gerir grein fyrir fiskhlut Brynjólfs biskups á fiski sem aflast hafði á jörðum hans í Borgarfirði í fardögum 1659. Einnig er hér samantekt á búfénaði þeim sem kaupmaðurinn á Hvalfjarðareyri má vænta frá jörðum biskups í Borgarfirði. Í síðari hluta bréfsins er staðfesting Guðmundar Jónssonar á að hann hafi meðtekið tvo ríkisdali frá Brynjólfi biskup vegna Ólafs Jónssonar sem hafði verið vinnumaður í Skálholti, en Ólafur átti inni hjá biskup alls fjóra ríkisdali. Dags. á Hvalfjarðareyri 17. júní 1659.

93 (69v-70r)
Reikningur séra Jóns Bjarnasonar í Bjarnanesi um Bjarnaness umboðsgjöld fyrir anno 1658 til 1659.
Titill í handriti

Reikningur séra Jóns Bjarnasonar í Bjarnanesi um Bjarnaness umboðsgjöld fyrir anno 1658 til 1659.

Athugasemd

Sr. Jón Bjarnason greiðir Brynjólfi biskup umboðsgjald sem hann hefur innheimt frá landsetum í Bjarnanesi árið 1658-1659. Í bréfinu er að finna sundurliðaða samantekt á því fé og þeirri vöru sem greidd var í umboðsgjald. Dags. á Hvalfjarðareyri 17. júní 1659.

Efnisorð
94 (70v)
Qvittantia séra Jóni Bjarnasyni útgefinn af biskupinum uppá Bjarnaness umboðs meðferð.
Titill í handriti

Qvittantia séra Jóni Bjarnasyni útgefinn af biskupinum uppá Bjarnaness umboðs meðferð.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hafi móttekið umboðsgjöld þau sem sr. Jón Bjarnason innheimti frá landsetum í Bjarnanesi fyrir árið 1658-1659. Dags. á Hvalfjarðareyri 17. júní 1659.

95 (70v-71r)
Meðkenning Einars Illugasonar uppá meðtekin 8 hundruð af hálfu biskupsins.
Titill í handriti

Meðkenning Einars Illugasonar uppá meðtekin 8 hundruð af hálfu biskupsins.

Athugasemd

Einar Illugason staðfestir að hafa meðtekið þau átta hundruð sem Brynjólfur biskup skuldaði honum vegna kaupa biskups á jörðinni Höfða á Akranesi, en kaupbréfið var undirritað á Hvalfjarðarströnd 6. maí 1658. Sjá AM 271 fol., nr. 151. Dags. á Hvalfjarðareyri 17. júní 1659.

96 (71r-71v)
Kaup Þorvarðs Magnússonar.
Titill í handriti

Kaup Þorvarðs Magnússonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Þorvarði Magnússyni, umboðsmanni fyrir Heyness umboð, kaup fyrir umliðið ár og til fardaga 1659, alls fimm hundruð fyrir þau gjöld sem Þorvarður hafði innheimt í landskuld í umboði biskups. Dags. í Eyjum í Kjós 18. júní 1659.

Efnisorð
97 (71v-72v)
Reikningur Hans Blatt uppá það sem biskupinn verður honum skyldugur eftir hans eigin facit útskrifaður.
Titill í handriti

Reikningur Hans Blatt uppá það sem biskupinn verður honum skyldugur eftir hans eigin facit útskrifaður.

Athugasemd

Reikningur Hans Blatt kaupmanns í Hvalfirði sendur Brynjólfi biskup. Í bréfinu er sundurliðun á útteknum vörum biskups fyrir árið 1659. Dags. á Eyrarbakka 16. júní 1659.

Efnisorð
98 (72v)
Qvittun biskupinum útgefinn af Þorvarði Magnússyni uppá kaup hans.
Titill í handriti

Qvittun biskupinum útgefinn af Þorvarði Magnússyni uppá kaup hans.

Athugasemd

Þorvarður Magnússon staðfestir að Brynjólfur biskup hafi greitt honum 4 hundruð í kaup, en Þorvarður hafði með höndum skipaumboð á Skaga fyrir Brynjólf biskup. Bréfið er ódags.

99 (73r-74r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Reikningur Hans Blatt kaupmanns í Hvalfirði í frumriti. Sjá bréf nr. 99. Dags. á Eyrarbakka 16. júní 1659.

Efnisorð
100 (74v-75r)
Reikningur Lauritz Thilloffssonar við biskupinn.
Titill í handriti

Reikningur Lauritz Thilloffssonar við biskupinn.

Athugasemd

Reikningur Lauritz Thilloffssonar kaupmanns sendur Brynjólfi biskup. Í bréfinu er sundurliðun á útteknum vörum biskups. Reikningurinn er í frumriti. Á bls. 74v er einungis utanáskrift bréfsins. Bréfið er ódagsett.

Blað 75v er autt.

Efnisorð
101 (76r)
Afhentir af biskupinum 4 ríkisdalir Thomasi Finnssyni vegna Hjalta Jónssonar og 14 ríkisdalir vegna Péturs Bjarnasonar.
Titill í handriti

Afhentir af biskupinum 4 ríkisdalir Thomasi Finnssyni vegna Hjalta Jónssonar og 14 ríkisdalir vegna Péturs Bjarnasonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Tómasi Finnssyni lögréttumanni í Múlasýslu fjóra ríkisdali frá Hjalta Jónssyni, lögréttumanni í Meðalnesi í N-Múlasýslu, og fjórtán ríkisdali frá Pétri Bjarnasyni eldri á Torfastöðum á Vopnafirði. Hér var um að ræða afgjöld af lénsjörðum þeirra en Tómas Finnsson tók við fénu fyrir hönd Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1659.

Efnisorð
102 (76r-76v)
Meðkenning Bjarna Eiríkssonar uppá 5 ríkisdali tekna til láns af biskupinum.
Titill í handriti

Meðkenning Bjarna Eiríkssonar uppá 5 ríkisdali tekna til láns af biskupinum.

Athugasemd

Skuldaviðurkenning þar sem Bjarni Eiríksson sýslumaður í Skálholti staðfestir að hafa fengið fimm ríkisdali að láni frá Brynjólfi biskup. Í síðari hluta bréfsins er staðfesting á greiðslu til Brynjólfs biskups uppá 30 ríkisdali frá Þorláki Þórarinssyni, en hann greiddi féð í umboði Benedikts Halldórssonar sýslumanns í Skagafirði, vegna viðskipta við Árna Oddsson lögmann. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1659.

103 (76v-77r)
Eftirleitni biskupsins og prestanna á alþingi uppá forlykun milli Thomasar Nicolai og séra Sigurðar Torfasonar.
Titill í handriti

Eftirleitni biskupsins og prestanna á alþingi uppá forlykun milli Thomasar Nicolai og séra Sigurðar Torfasonar.

Athugasemd

Í bréfinu er að finna yfirlýsingu frá Brynjólfi biskup og prestunum á prestastefnu á Alþingi þar sem þeir vona að sættir náist á milli Tómasar Nikulássonar og Margrétar Clausdóttur, fógetahjónanna á Bessastöðum, og séra Sigurðar Torfasonar dómkirkjuprests. Sjá bréf nr. 106. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1659. Afrit dags. á Þingvöllum 1. júlí 1659.

104 (77v)
Sáttargjörð milli Thomasar Nicolai og Margrétar og séra Sigurðar Torfasonar.
Titill í handriti

Sáttargjörð milli Thomasar Nicolai og Margrétar og séra Sigurðar Torfasonar.

Athugasemd

Í bréfinu er lýst yfir að fullar sættir hafi náðst á milli hjónanna Tómasar Nikulássonar og Margrétar Clausdóttur á eina hönd og séra Sigurðar Torfasonar dómkirkjuprests á aðra hönd. Ekki kemur fram í bréfinu í hverju ágreiningur þeirra fólst. Dags. á Þingvöllum 1. júlí 1659.

105 (78r-79r)
Hospitals reikningur úr Eyrarsveit.
Titill í handriti

Hospitals reikningur úr Eyrarsveit.

Athugasemd

Jón Jónsson á Hraunskarði í Neshreppi skilar Brynjólfi biskup reikningi vegna spítalans á Öndverðareyri í Eyrarsveit fyrir árin 1655-1658, en Jón var forstöðumaður spítalans þessi þrjú ár. Matthías Guðmundsson sýslumaður í Snæfellssýslu hafði farið yfir reikninginn og staðfest að hann væri réttur. Bar Jóni Jónssyni að greiða vegna spítalans 3 hundruð eða 104 álnir og lofaði hann að gera skil á skuldinni innan þriggja vikna. Vonaði biskup að Jón myndi fljótlega gefa kost á sér sem forstöðumaður spítalans á ný. Dags. undir Hrafnagjá á Þingvöllum á Þingmaríumessu (2. júlí) 1659.

Efnisorð
106 (79r-80r)
Uppgjöf séra Þórðar Guðmundssonar á 10 hundruðum í Skinney við séra Þórð í Hítardal.
Titill í handriti

Uppgjöf séra Þórðar Guðmundssonar á 10 hundruðum í Skinney við séra Þórð í Hítardal.

Athugasemd

Samkomulag Brynjólfs biskups og sr. Þorleifs Jónssonar prófasts í Rangárþingi, í umboði sr. Þórðar Jónssonar í Hítardal, við sr. Þórð Guðmundsson á Kálfafelli í Hornafirði. Í samkomulaginu fólst að sr. Þórður Guðmundsson gaf frá sér allt tilkall til 10 hundraða hlutar í jörðinni Skinney í Hornafirði. Á móti lofuðu Brynjólfur biskup og sr. Þorleifur að koma því til leiðar að sr. Þórði Guðmundssyni stæði til boða kaup á 10 hundraða hlut í jörðinni Kálfafelli ytra í Hornafirði fyrir 60 ríkisdali af sr. Þórði í Hítardal. Ef sr. Þórður í Hítardal myndi ekki sætta sig við kaupverð uppá 60 ríkisdali þá lofuðu Brynjólfur biskup og sr. Þorleifur að greiða mismuninn. Dags. undir Hrafnagjá á Þingvöllum 2. júlí 1659.

Efnisorð
107 (80r-81r)
Sendibréf biskupsins til prófastsins séra Einars Illugasonar og Seltirninga um séra Björn Stephansson.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins til prófastsins séra Einars Illugasonar og Seltirninga um séra Björn Stephansson.

Athugasemd

Svarbréf Brynjólfs biskups til Einars Illugasonar prófasts í Kjalarnessþingi og sóknarmanna í Seltjarnarness, Víkur, Laugarness og Engeyjarkirkjum. Þeir höfðu skrifað biskupi bréf þar sem þeir óskuðu eftir að sr. Björn Stefánsson yrði vígður til sóknarprests í stað sr. Stefáns Hallkelssonar sem nú var látinn. Biskup telur sig ekki hafa vald til að vígja sr. Björn til prests í sóknunum án samþykkis konungs, eða umboðsmanns hans á Íslandi, þar sem Seltjarnarnes og Vík voru konungsjarðir og konungur hafði jus patronatus yfir þessum tveimur jörðum. Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum hafði hugsað sér sr. Sjólf Einarsson í embætti sóknarprests og taldi Brynjólfur biskup sig ekki geta gengið gegn þeirri ákvörðun en lofaði að tala máli sr. Björns við fógetann. Dags. í Skálholti 3. júlí 1659.

Efnisorð
108 (81r)
Commendatiubréf af biskupinum tilskrifað umboðsmanninum Thomas Nicolassyni með séra Snjólfi Einarssyni uppá Seltjarnarness þing.
Titill í handriti

Commendatiubréf af biskupinum tilskrifað umboðsmanninum Thomas Nicolassyni með séra Snjólfi Einarssyni uppá Seltjarnarness þing.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Bréf sem Brynjólfur biskup sendi með sr. Snjólfi Einarssyni til Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum varðandi tilnefningu sóknarprests í Seltjarnarness, Víkur, Laugarness og Engeyjarkirkjum. Sjá bréf nr. 109. Dags. í Skálholti 3. júlí 1659.

Efnisorð
109 (81v)
Dalagjald afhent Daða Halldórssyni heiman að á alþingi Anno 1659 28. júní.
Titill í handriti

Dalagjald afhent Daða Halldórssyni heiman að á alþingi Anno 1659 28. júní.

Athugasemd

Reikningur fyrir umboðsgjöld sem Daði Halldórsson innheimti fyrir Brynjólf biskup í Dalasýslu, afhent á Alþingi 28. júní 1659. Dags. á Þingvöllum 28. júní 1659.

Efnisorð
110 (81v-82v)
Reikningur Stephans Einarssonar af biskupstíundum í Skaftafellssýslu og qvittun.
Titill í handriti

Reikningur Stephans Einarssonar af biskupstíundum í Skaftafellssýslu og qvittun.

Athugasemd

Reikningur Stepháns Einarssonar til Brynjólfs biskups yfir biskupstíundir í Skaftafellssýslu sem gjaldast áttu vorið 1659. Dags. í Skálholti 27. júní 1659.

Efnisorð
111 (83r)
Meðkenning Thomasar Finnssonar uppá meðtekna 24 ríkisdali.
Titill í handriti

Meðkenning Thomasar Finnssonar uppá meðtekna 24 ríkisdali.

Athugasemd

Tómas Finnsson staðfestir að hafa fengið 24 ríkisdali hjá Brynjólfi biskup sem hann lofar að afhenda sr. Halldóri Eiríkssyni. Einnig lofar hann að senda biskupi staðfestingu á að sr. Halldór hafi móttekið féð. Dags. í Skálholti 5. júlí 1659.

112 (83r)
Qvittun Péturs Bjarnasonar fyrir afgift af lénsjörðum hans, sem biskupinn hans vegna útlagði. Útgefin af Thomasi Nicolassyni.
Titill í handriti

Qvittun Péturs Bjarnasonar fyrir afgift af lénsjörðum hans, sem biskupinn hans vegna útlagði. Útgefin af Thomasi Nicolassyni.

Ábyrgð

Bréfritari : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Pétur Bjarnason staðfestir að hafa móttekið afgjöld af lénsjörðum í hans umsjá, frá Jónsmessu 1658 til sama dags 1659. Staðfestingin er útgefin af Tómasi Nikulássyni fógeta á Bessastöðum og er bréfið á dönsku. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1659. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1659.

113 (83v)
Meðkenning Benedikts Pálssonar uppá meðtekna 4 ríkisdali af biskupsins hálfu vegna Sigfúsar Ólafssonar á Öxnhóli.
Titill í handriti

Meðkenning Benedikts Pálssonar uppá meðtekna 4 ríkisdali af biskupsins hálfu vegna Sigfúsar Ólafssonar á Öxnhóli.

Athugasemd

Staðfesting Benedikts Árnasonar um að hann hafi móttekið 4 ríkisdali frá Þorleifi Árnasyni í umboði Brynjólfs biskups. Sigfús Ólafsson á Öxnhóli bað biskup um að greiða Benedikt þessa fjóra ríkisdali. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1659. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1659.

114 (83v)
Qvittantia Halls Björnssonar biskupinum útgefin fyrir útgreiðslur fyrir 1 hundrað í Búastöðum.
Titill í handriti

Qvittantia Halls Björnssonar biskupinum útgefin fyrir útgreiðslur fyrir 1 hundrað í Búastöðum.

Athugasemd

Hjalti Jónsson greiðir Halli Björnssyni, fyrir hönd Brynjólfs biskups, tvö hundruð vegna kaupa biskups á eitt hundraða hlut í jörðinni Búastöðum í Vopnafirði. Dags. að Höfn í Hornafirði 11. apríl 1659. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1659.

115 (83v-84r)
Húsareikningur á Hrappstöðum sendur biskupinum af Hjalta Jónssyni.
Titill í handriti

Húsareikningur á Hrappstöðum sendur biskupinum af Hjalta Jónssyni.

Ábyrgð

Bréfritari : Hjalti Jónsson

Athugasemd

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, sendir biskupi yfirlit yfir húsakost á jörðinni Hrappstöðum auk lýsingar á landamerkjum jarðarinnar. Dags. á Hrappstöðum 30. maí 1659. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1659.

116 (84r-84v)
Trjárekareikningur biskupsins fyrir jörðinni Strandhöfn sendur biskupinum af Hjalta Jónssyni.
Titill í handriti

Trjárekareikningur biskupsins fyrir jörðinni Strandhöfn sendur biskupinum af Hjalta Jónssyni.

Ábyrgð

Bréfritari : Hjalti Jónsson

Athugasemd

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, sendir biskupi yfirlit yfir reka sem kom í hans hlut af jörðinni Strandhöfn vorið 1659. Dags. 5. maí 1659. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1659.

Efnisorð
117 (84v-85v)
Afhending jarðarinnar Mýrartungu með landskylld og kúgildum sem séra Gunnlaugur Snorrason afhenti í umboði biskupsins, útskrifuð af prestsins sendibréfi til biskupsins.
Titill í handriti

Afhending jarðarinnar Mýrartungu með landskylld og kúgildum sem séra Gunnlaugur Snorrason afhenti í umboði biskupsins, útskrifuð af prestsins sendibréfi til biskupsins.

Athugasemd

Sr. Gunnlaugur Snorrason afhendir sr. Þórði Jónssyni jörðina Mýrartungu í Króksfirði fyrir hönd Brynjólfs biskups, en biskup seldi sr. Þórði 11 hundraða hlut í jörðinni sumarið 1659. Sjá AM 271 fol., nr. 204. Í bréfinu er að finna yfirlit yfir afhent kúgildi jarðarinnar Mýrartungu auk landskuldar. Dags. á Stað 11. júní 1659. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1659.

Efnisorð
118 (85v-86v)
Kaupbréf séra Halldórs Eiríkssonar fyrir 3 hundruð í Litla Steinsvaði af Þorvarði Höskuldssyni fyrir hálfan Norðfjörð í Trékyllisvík.
Titill í handriti

Kaupbréf séra Halldórs Eiríkssonar fyrir 3 hundruð í Litla Steinsvaði af Þorvarði Höskuldssyni fyrir hálfan Norðfjörð í Trékyllisvík.

Athugasemd

Jarðaskiptasamningur sem gerður var að Eydölum í Breiðdal 29. maí 1659 þar sem sr. Halldór Eiríksson seldi Þorvarði Höskuldssyni hálfa jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík, 4 hundruð að dýrleika. Á móti seldi Þorvarður Höskuldsson sr. Halldóri 3 hundraða hlut í jörðinni Litla Steinsvaði. Var þessi samningur gerður með samþykki eiginkonu Þorvarðar, Þorbjargar Arngrímsdóttur, en hún erfði þennan 3 hundraða hlut í Litla Steinsvaði eftir föður sinn, Arngrím Magnússon. Dags. að Eydölum í Breiðdal 29. maí 1659. Afrit dags. í Skálholti 6. júlí 1659.

119 (86v-87r)
Álit á verði þeirra viða sem Guðmundur Helgason sér eignaði í Hvammsvíkur húsum.
Titill í handriti

Álit á verði þeirra viða sem Guðmundur Helgason sér eignaði í Hvammsvíkur húsum.

Athugasemd

Matsgerð þriggja tilkvaddra manna um verðmæti þeirra viða sem Guðmundur Helgason eignaði sér í bæjarhúsunum á jörðinni Hvammsvík. Var verðmæti viðanna metið á 50 álnir. Dags. í Hvammsvík 27. júní 1659. Afrit dags. í Skálholti án dags. 1659.

Efnisorð
120 (87r)
Handskrift Þorkels Guðmundssonar hvar inni hann meðkennir sig skyldugan vera biskupinum um 30 ríkisdali.
Titill í handriti

Handskrift Þorkels Guðmundssonar hvar inni hann meðkennir sig skyldugan vera biskupinum um 30 ríkisdali.

Athugasemd

Þorkell Guðmundsson staðfestir að hann skuldi Brynjólfi biskup 30 ríkisdali. Í bréfinu kemur fram að hann muni endurgreiða féð á Alþingi árið eftir, 1660. Dags. á Þingvöllum 30. júní 1659. Afrit dags. í Skálholti án dags. 1659.

121 (87v-88r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicolassonar með skólameistaranum Gísla Einarssyni uppá Útskálastað.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicolassonar með skólameistaranum Gísla Einarssyni uppá Útskálastað.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum, en Tómas hafði skrifað biskupi bréf skömmu áður og sagt honum frá legorðsmáli sr. Þorsteins Björnssonar prests í Útskálakirkju. Biskup segist vart trúa því að sr. Þorsteinn sé sekur um þvílík ósköp, en tíminn muni leiða hið sanna í ljós. Í bréfi sínu til biskups hafði Tómas Nikulásson mælst til þess að sr. Þorleifur Clausson taki við embætti sóknarprests á Útskálastað, en hann hafði gegnt stöðu aðstoðarprests sr. Þorsteins frá árinu 1651. Biskup tekur undir með Tómasi að best væri að sr. Þorleifur taki við embætti sóknarprests, ef hann sjálfur samþykkir þá ráðstöfun. Dags. í Skálholti 23. júlí 1659.

122 (88r-88v)
Bréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til prófastsins séra Einars Illugasonar uppá áður skrifað efni með Gísla Einarssyni skólameistara.
Titill í handriti

Bréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til prófastsins séra Einars Illugasonar uppá áður skrifað efni með Gísla Einarssyni skólameistara.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Einari Illugasyni prófasti og biður hann og sóknarmenn um aðstoð við veitingu sr. Þorleifs Claussonar til sóknarprests í Útskálakirkju. Sjá bréf nr. 123. Dags. í Skálholti 23. júlí 1659.

Efnisorð
123 (88v-89r)
Qvittun gefin biskupinum af Árna Brynjólfssyni og Jóni Eiríkssyni fyrir milligjöf sem séra Halldór Eiríksson þeim lofaði uppá biskupinn vegna 8 hundraða í Brúnavík fyrir Fremri Kleifar.
Titill í handriti

Qvittun gefin biskupinum af Árna Brynjólfssyni og Jóni Eiríkssyni fyrir milligjöf sem séra Halldór Eiríksson þeim lofaði uppá biskupinn vegna 8 hundraða í Brúnavík fyrir Fremri Kleifar.

Athugasemd

Árni Brynjólfsson og Jón Eiríksson staðfesta að þeir hafi móttekið 2 hundruð hvor frá Brynjólfi biskup vegna húsamismunar á jörðunum Brúnavík og Fremri Kleif. Sjá bréf nr. 68 og 71. Lýsa þeir yfir að Brynjólfur biskup sé nú réttmætur eigandi jarðarinnar Brúnavík. Sr. Halldór Eiríksson innti greiðsluna af hendi fyrir hönd Brynjólfs biskups. Dags. að Eydölum 2. sunnudag eftir Trinitatis 1659. Afrit dags. í Skálholti 23. júlí 1659.

124 (89r-90r)
Kaupbréf biskupsins fyrir 3 hundruðum í Breiðavík fyrir 3 hundruð - 10 álnum fátt í, í Sandvík.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir 3 hundruðum í Breiðavík fyrir 3 hundruð - 10 álnum fátt í, í Sandvík.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir 3 hundraða hlut í jörðinni Breiðuvík á Borgarfirði eystri af Steingrími Oddssyni. Á móti seldi Brynjólfur biskup Steingrími Oddssyni 3 hundraða hlut, 10 álnum minna, í jörðinni Sandvík á Norðfirði. Steingrímur fékk gilt ásauðar kúgildi með jarðarpartinum í Sandvík og greniviði til tveggja faðma langs húss, auk ábúðar í Breiðuvík svo lengi sem honum líkaði. Sr. Sigurður Árnason gerði samninginn í umboði biskups. Dags. að Skorrastað á Norðfirði 28. maí 1659. Afrit dags. í Skálholti 23. júlí 1659.

125 (90v)
Confirmatio uppá köllun Páls Árnasonar til Kolfreyjustaðar.
Titill í handriti

Confirmatio uppá köllun Páls Árnasonar til Kolfreyjustaðar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann samþykki vígslu sr. Páls Árnasonar til sóknarprests í Kolfreyjustaðarkirkju á Fáskrúðsfirði, en prófasturinn í Múlaþingi og sóknarmenn Kolfreyjustaðarsóknar höfðu kosið sr. Pál til sóknarprests. Dags. í Skálholti 25. júlí 1659.

Efnisorð
126 (90v-91v)
Commendatio biskupsins til Thomam Nicolai uppá Pál Árnason.
Titill í handriti

Commendatio biskupsins til Thomam Nicolai uppá Pál Árnason.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Bréf Brynjólfs biskups til Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum, varðandi vígslu sr. Páls Árnasonar til sóknarprests í Kolfreyjustaðarkirkju á Fáskrúðsfirði. Gefur biskup sr. Páli sín bestu meðmæli og vonar að Tómas Nikulásson staðfesti köllun sr. Páls til Kolfreyjustaðar sem fyrst. Dags. í Skálholti 25. júlí 1659.

127 (91v-92v)
Vígslubréf Jóns Sigmundssonar til capelláns séra Magnúsi Péturssyni.
Titill í handriti

Vígslubréf Jóns Sigmundssonar til capelláns séra Magnúsi Péturssyni.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir sr. Jón Sigmundsson til aðstoðarprests sr. Magnúsar Péturssonar prófasts í Skaftafellssýslu og sóknarprests á Kirkjubæ á Síðu. Vegna atviks sem komið hafði uppá í messu á Hvítasunnudag var talið nauðsynlegt að fá aðstoðarprest til Kirkjubæjarkirkju. Sjá bréf nr. 134 og 135. Biskup prestvígði sr. Jón í dómkirkjunni í Skálholti 31. júlí 1659 og gaf honum góðan vitnisburð. Dags. í Skálholti 31. júlí 1659.

128 (93r-94r)
Vígslubréf Páls Árnasonar til Kolfreyjustaðar.
Titill í handriti

Vígslubréf Páls Árnasonar til Kolfreyjustaðar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir sr. Pál Árnason til sóknarprests í Kolfreyjustaðarkirkju á Fáskrúðsfirði. Sjá bréf nr. 127 og 128. Dags. í Skálholti 3. ágúst 1659.

Efnisorð
129 (94r)
Inntak úr sendibréfi biskupsins tilskrifuðu séra Halldóri Eiríkssyni hvar með hann heimilar séra Halldóri 10 hundruðum í Skipaskaga á Akranesi til eignarráða en skilur sér eður sínum erfingjum lausn á fyrstum fyrir lausafé þá falt er.
Titill í handriti

Inntak úr sendibréfi biskupsins tilskrifuðu séra Halldóri Eiríkssyni hvar með hann heimilar séra Halldóri 10 hundruðum í Skipaskaga á Akranesi til eignarráða en skilur sér eður sínum erfingjum lausn á fyrstum fyrir lausafé þá falt er.

Ábyrgð

Viðtakandi : Halldór Eiríksson

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til sr. Halldórs Eiríkssonar þar sem biskup selur sr. Halldóri 19 hundruð í jörðinni Skipaskaga á Akranesi. Jarðasalan var háð þeim skilmálum að biskup og hans erfingjar hefðu öll byggingarráð yfir þessum jarðarparti og yfirráð yfir sjávarútvegi og skipaútgerð á jörðinni. Einnig setur biskup það skilyrði að hann og hans erfingjar njóti forkaupsréttar á þessum jarðarhlut verði hann aftur falur. Sr. Halldór skyldi greiða fyrir með annarri fastaeign sem þeir höfðu enn ekki samið um hver yrði. Dags. í Skálholti 3. ágúst 1659. Afrit dags. í Skálholti 3. ágúst 1659.

130 (94v-95r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Reikningur Brynjólfs biskups við Bjarna Eiríksson, ráðsmann Skálholtsdómkirkju, vegna jarðarinnar Fjalls á Skeiðum, en Bjarni tók við umsjón á búinu um fardaga 1658. Dags. í Skálholti 6. ágúst 1659.

Efnisorð
131 (95r-95v)
Samþykki Marcúsar Bjarnasonar biskupinum útgefið að hann megi með fry fyrir sér kaupa 9 hundruð í Gröf af Þórólfi Gvöndssyni, sem hans ektakvinnu tilheyri.
Titill í handriti

Samþykki Marcúsar Bjarnasonar biskupinum útgefið að hann megi með fry fyrir sér kaupa 9 hundruð í Gröf af Þórólfi Gvöndssyni, sem hans ektakvinnu tilheyri.

Athugasemd

Sendibréf Markúsar Bjarnasonar til Brynjólfs biskups en í bréfinu samþykkir Markús sölu Þórólfs Guðmundssonar á níu hundraða hlut í jörðinni Gröf til biskups. Þessi jarðarpartur var eign eiginkonu Þórólfs og Markús Bjarnason var skyldmenni hennar. Dags. 5. ágúst 1659. Afrit dags. í Skálholti 10. ágúst 1659.

Efnisorð
132 (96r)
Prófun biskupsins á vitnisburðum um séra Magnús Pétursson Kirkjubæjar sóknarmenn.
Titill í handriti

Prófun biskupsins á vitnisburðum um séra Magnús Pétursson Kirkjubæjar sóknarmenn.

Athugasemd

Brynjólfur biskup ferðast til Kirkjubæjarkirkju á Síðu til að rannsaka háttsemi sóknarprestsins, sr. Magnúsar Péturssonar, við messugjörð á Hvítasunnudag, hegðun hans fyrir altarinu og meðferð á helgidómum drottins. Biður biskup viðstadda sóknarmenn, einkum þá sem voru viðstaddir messuna á Hvítasunnudag, að gefa sér nákvæman vitnisburð um allt sem fram fór í kirkjunni þennan dag og hvernig þjónustugjörð sóknarprestsins var háttað, frá upphafi til enda. Dags. að Kirkjubæ á Síðu 17. júlí 1659.

Efnisorð
133 (96v-98v)
Mál Magnúsar Péturssonar.
Titill í handriti

Mál Magnúsar Péturssonar.

Athugasemd

Rannsókn Brynjólfs biskups á háttsemi sr. Magnúsar Péturssonar við messugjörð á Hvítasunnudag í Kirkjubæjarkirkju á Síðu. Biskup yfirheyrði sóknarmenn sem voru viðstaddir messuna, sáu það sem fram fór og gátu þeir lýst öllum málsatvikum. Samkvæmt lýsingu vitna virtist í fyrstu sem sr. Magnús hefði verið undir áhrifum áfengis í messunni en eftir vitnisburð sóknarmanna og lýsingu á háttsemi prests var staðfest að svo væri ekki, heldur hefði verið um skyndileg veikindi að ræða. Úrskurðaði Brynjólfur biskup að sr. Magnús héldi sínu prestakalli en afráðið var að útvega honum aðstoðarprest til að létta undir með honum. Sjá bréf nr. 129 og 134. Dags. að Kirkjubæ á Síðu 17. júlí 1659.

Efnisorð
134 (99r-99v)
Sáttargjörð milli séra Sigmundar Guðmundssonar og Stephans Einarssonar.
Titill í handriti

Sáttargjörð milli séra Sigmundar Guðmundssonar og Stephans Einarssonar.

Athugasemd

Sættargjörð milli sr. Sigmundar Guðmundssonar og hjónanna Stepháns Einarssonar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur þar sem lýst var að allur ágreiningur og óeining þeirra á milli sé nú niður fallin. Einnig sættust þeir sr. Sigmundur og Halldór Jónsson og Ólöf Sigmundsdóttir sættist við hjónin Stephán Einarsson og Guðrúnu Þorsteinsdóttur. Lofuðu sr. Sigmundur og Stephán að greiða sekt ef sættin myndi ekki halda, gott og gagnlegt hundrað fátækustu barnamönnum búandi í hreppnum, tvö hundruð í annað skipti sem sættin brygðist og þrjú hundruð í þriðja skipti. Dags. að Ytri Ásum í Skaftártungu 18. júlí 1659.

135 (99v-100v)
Bréf biskupsins til sóknarmanna Kirkjubæjarklausturs kirkju að þeir fylgi að svo séra Magnús Pétursson kalli sér capellán vegna hans tilfallinna nauðsynja.
Titill í handriti

Bréf biskupsins til sóknarmanna Kirkjubæjarklausturs kirkju að þeir fylgi að svo séra Magnús Pétursson kalli sér capellán vegna hans tilfallinna nauðsynja.

Athugasemd

Í bréfinu biður Brynjólfur biskup sóknarmenn í Kirkjubæjarkirkju á Síðu að standa saman og þrýsta á sr. Magnús Pétursson sóknarprest að hann kalli sér til aðstoðar capellán (aðstoðarprest). Biskupinn vitnar í Kóngsins Recess fyrstu bókar, Articula 23, en samkvæmt þeirri grein var sr. Magnúsi óheimilt að embætta þar til hann hefði fengið aðstoð capelláns. Vill biskup að aðstoðarprestur sé kominn til starfa í sókninni fyrir Laurentíusarmessu, þann 10. ágúst, og því verði sóknarmenn að hafa hraðar hendur svo sr. Magnús kalli formlega eftir aðstoð capelláns sem allra fyrst. Dags. að Felli í Mýrdal 19. júlí 1659.

Efnisorð
136 (100v)
Tilsegir biskupinn séra Þorsteini í Holti að bera fram í Lögréttu um þá klukku sem gengin er úr inventario í Holti.
Titill í handriti

Tilsegir biskupinn séra Þorsteini í Holti að bera fram í Lögréttu um þá klukku sem gengin er úr inventario í Holti.

Athugasemd

Í bréfinu er fjallað um klukku sem horfið hafði úr eignaskrá kirkjunnar að Holti undir Eyjafjöllum í tíð herra Gísla Oddssonar Skálholtsbiskups. Brynjólfur biskup var á vísitasíuferð sinni undir Eyjafjöllum og ráðlagði hann sr. Þorsteini Jónssyni presti í Holtskirkju að bera málið fram í Lögréttu og fá dómsálit þar um. Dags. að Holti undir Eyjafjöllum 20. júlí 1659.

Efnisorð
137 (100v)
Qvittantia séra Þorsteini í Holti útgefinn af biskupinum um þeirra skipti.
Titill í handriti

Qvittantia séra Þorsteini í Holti útgefinn af biskupinum um þeirra skipti.

Athugasemd

Á vísitasíuferð sinni undir Eyjafjöllum gefur Brynjólfur biskup sr. Þorsteini Jónssyni presti í Holtskirkju staðfestingu á að öll þeirra viðskipti hafi farið vel fram, með besta þakklæti til þeirra hjóna, sr. Þorsteins og Sólveigar Ísleifsdóttur. Dags. að Holti undir Eyjafjöllum 20. júlí 1659.

Efnisorð
138 (100v-101r)
Skoðuð kirkjan í Odda af biskupinum.
Titill í handriti

Skoðuð kirkjan í Odda af biskupinum.

Athugasemd

Á vísitasíuferð sinni skoðar Brynjólfur biskup kirkjuna í Odda á Rangárvöllum, en sr. Þorleifur Jónsson sóknarprestur hafði látið gera hana upp. Dags. að Odda á Rangárvöllum 21. júlí 1659.

Efnisorð
139 (101r-102r)
Inntak úr sendibréfi séra Hávarðs Sigurðssonar um Brúnavík austur í Borgarfirði hvernig henni og hennar landeign sé varið, með ummerkjum.
Titill í handriti

Inntak úr sendibréfi séra Hávarðs Sigurðssonar um Brúnavík austur í Borgarfirði hvernig henni og hennar landeign sé varið, með ummerkjum.

Athugasemd

Sendibréf sr. Hávarðs Sigurðssonar til Brynjólfs biskups þar sem hann lýsir jörðinni Brúnavík á Borgarfirði eystri og helstu gæðum hennar. Segir hann Brúnavík vera eina bestu jörðina á Borgarfirði eystri. Einnig er í bréfinu lýsing á þeim jörðum sem liggja næst Brúnavík og gæðum þeirra, en það eru jarðirnar Hvalvík, Kjólsvík og Breiðavík. Dags. á Desjamýri á Borgarfirði eystri 27. maí 1659. Afrit dags. í Skálholti 10. ágúst 1659.

140 (102r)
Vitnisburður séra Páls Árnasonar útgefinn af biskupinum.
Titill í handriti

Vitnisburður séra Páls Árnasonar útgefinn af biskupinum.

Athugasemd

Sr. Páll Árnason óskar eftir meðmælabréfi frá Brynjólfi biskup um hegðun sína meðan á skólavist í Skálholtsskóla stóð og einnig eftir að hann snéri heim frá Kaupmannahöfn, en þá starfaði hann sem heyrari við Skálholtsdómkirkju um fimm ára skeið. Brynjólfur biskup gefur honum sín bestu meðmæli og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni, en sr. Páll hafði nýlega verið vígður til sóknarprests að Kolfreyjustað á Fáskrúðsfirði. Sjá bréf nr. 127. Dags. í Skálholti 10. ágúst 1659.

141 (102r-102v)
Lofun Þórarins Illugasonar og samþykki hans ektakvinnu Þorbjargar Gísladóttur að selja biskupinum allra manna fyrstum 20 hundruð í Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd fyrir aðra fastaeign hér í Borgarfirði.
Titill í handriti

Lofun Þórarins Illugasonar og samþykki hans ektakvinnu Þorbjargar Gísladóttur að selja biskupinum allra manna fyrstum 20 hundruð í Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd fyrir aðra fastaeign hér í Borgarfirði.

Athugasemd

Samkomulag gert á Hvítárvöllum í Andakíl þann 15. ágúst 1659 þar sem hjónin Þórarinn Illugason og Þorbjörg Gísladóttir lofa að selja Brynjólfi biskup 20 hundraða hlut í jörðinni Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd. Í staðinn lofar Brynjólfur biskup að selja þeim aðra fastaeign í Borgarfirði en ekki hafði verið ákveðið hver hún yrði. Dags. að Bæ í Borgarfirði 16. ágúst 1659.

142 (102v-105r)
Dómur Ara Magnússonar um fullréttisorð og fjölmælgi.
Titill í handriti

Dómur Ara Magnússonar um fullréttisorð og fjölmælgi.

Athugasemd

Dómur Ara Magnússonar sýslumanns gerður á héraðsþingi að Ögri við Ísafjarðardjúp 19. nóvember 1635. Í dómnum er fjallað um ærumeiðandi orð, lygar og óhróður um náungann og hvort hægt sé að beita lögum til að uppræta þess konar hegðun. Brynjólfur biskup lét skrifa dóminn upp að Bæ í Borgarfirði 16. ágúst 1659. Dags. að Ögri við Ísafjarðardjúp 19. nóvember 1635. Afrit dags. að Bæ í Borgarfirði 16. ágúst 1659.

Efnisorð
143 (105v)
Reikningur og qvittun séra Jóns Ólafssonar í Hvammi um meðferð á Skálholtsvík í Hrútafirði og reka hennar og þriggja ára meðferð á Þambárvallareka.
Titill í handriti

Reikningur og qvittun séra Jóns Ólafssonar í Hvammi um meðferð á Skálholtsvík í Hrútafirði og reka hennar og þriggja ára meðferð á Þambárvallareka.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að sr. Jón Ólafsson hafi staðið skil á landskuld og kúgildaleigu dómkirkjujarðarinnar Skálholtsvíkur í Hrútafirði, en sr. Jón hafði umboð fyrir jörðina af hendi biskups. Einnig staðfestir biskup að sr. Jón hafi staðið skil á reka jarðarinnar undanfarin sex ár og reka jarðarinnar Þambárvalla síðastliðin þrjú ár. Dags. að Hvammi í Norðurárdal 18. ágúst 1659.

144 (106r-106v)
Reikningur og qvittun séra Ásgeirs Einarssonar fyrir það sem hann hefur meðferðis haft til umboðs af dómkirkjunni í Skálholti og biskupinum um næstu fyrirfarandi þrjú ár til þessa.
Titill í handriti

Reikningur og qvittun séra Ásgeirs Einarssonar fyrir það sem hann hefur meðferðis haft til umboðs af dómkirkjunni í Skálholti og biskupinum um næstu fyrirfarandi þrjú ár til þessa.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að sr. Ásgeir Einarsson hafi staðið skil á landskuld og kúgildaleigu dómkirkjujarðarinnar Litlu Ávík, en sr. Ásgeir hafði umboð fyrir jörðina af hálfu biskups. Einnig greiddi sr. Ásgeir afgjöld af hálfum Norðurfirði í Trékyllisvík til biskups. Dags. að Tröllatungu við Steingrímsfjörð 24. ágúst 1659.

145 (106v-107v)
Sendibréf biskupsins til séra Jóns Jónssonar í Holti
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins til séra Jóns Jónssonar í Holti

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar sr. Jóni Jónssyni í Holti. Brynjólfur hafði ætlað að hitta sr. Jón á vísitasíuferð sinni en varð að snúa heim á leið án þess að ná til Holts. Aðalefni bréfsins er um þá styrjöld sem nú geysaði í Danmörku og hvaða boðskap prestum bæri að færa sóknarbörnum sínum á þessum viðsjárverðu tímum. Biður biskup sr. Jón að minna söfnuð sinn á að halda iðrunardag á Maríumessu síðari þann 8. september. Dags. að Stað í Steingrímsfirði 25. ágúst 1659.

146 (108r)
Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá afgreiðslur séra Einars Sigurðssonar á afgreiðslum af Grímsey í Steingrímsfirði um 3 ár.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá afgreiðslur séra Einars Sigurðssonar á afgreiðslum af Grímsey í Steingrímsfirði um 3 ár.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hafa móttekið þriggja ára afgjöld af dómkirkjujörðinni Grímsey í Steingrímsfirði, alls átta ríkisdali. Sr. Einar Sigurðsson prófastur í Strandasýslu stóð skil á greiðslunni en hann var umboðsmaður biskups fyrir jörðinni. Dags. að Stað í Steingrímsfirði 25. ágúst 1659.

147 (108r-108v)
Reikningur biskupsins við séra Þórð Jónsson í Hítardal um skuldaskipti þeirra sem nú standa þau.
Titill í handriti

Reikningur biskupsins við séra Þórð Jónsson í Hítardal um skuldaskipti þeirra sem nú standa þau.

Athugasemd

Samkomulag Brynjólfs biskups og sr. Þórðar Jónssonar í Hítardal um greiðslu skuldar biskups við sr. Þórð. Biskup skuldaði honum 5 hundraða jarðarpart vegna sölu á 5 hundraða hlut í jörðinni Skinney, einnig 20 álnir vegna landskuldar jarðarinnar Mýrartungu í Króksfirði og tvær vættir smjörs. Dags. við Glitstaði 1. september 1659. Afrit dags. að Vatnsenda í Skorradal 2. september 1659.

Efnisorð
148 (109r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup afhendir Hannesi Björnssyni í Hvammi í Skorradal eina á í ásauðarkúgildis uppbót. Dags. að Hvammi á Vatnsenda í Skorradal 2. september 1659.

Efnisorð
149 (109r-110v)
Húsatóftir að Vatnsenda Grund í Skorradal mældar og uppskrifaðar að forlagi biskupsins.
Titill í handriti

Húsatóftir að Vatnsenda Grund í Skorradal mældar og uppskrifaðar að forlagi biskupsins.

Athugasemd

Brynjólfur biskup lét mæla tóftarhleðslur sem Erlendur Þorsteinsson hafði hlaðið fyrir hann um sumarið á Vatnsenda í Skorradal. Mælingarmenn voru Hannes Björnsson, Þorleifur Árnason, Daði Halldórsson og Sigurður Guðnason og mældu þeir veggjalengdina að innan en gólfhlöðin að utan. Dags. á Vatnsenda í Skorradal 2. september 1659.

Efnisorð
150 (111r)
Lögfesta Reyners á Akranesi er Þorleifur Árnason upplas við Garðakirkju 4. september 1659.
Titill í handriti

Lögfesta Reyners á Akranesi er Þorleifur Árnason upplas við Garðakirkju 4. september 1659.

Athugasemd

Lögfesta jarðarinnar Reynis á Akranesi lesin upp við Garðakirkju á Akranesi söfnuðinum áheyrandi. Þar kom fram að öll jörðin að Reyni væri nú lögmæt eign Brynjólfs biskups, þar með taldir akrar og töður, engjar og skógar, holt og hagar, vötn og veiðistöður og allar landsnytjar. Einnig var gerð grein fyrir landamerkjum jarðarinnar. Dags. að Görðum á Akranesi 4. september 1659. Afrit dags. á Innra Hólmi á Akranesi 5. september 1659.

151 (111v)
Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Þorsteinsson fyrir hans tóftarhleðslu á Vatnsenda Grund í sumar 1659.
Titill í handriti

Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Þorsteinsson fyrir hans tóftarhleðslu á Vatnsenda Grund í sumar 1659.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Erlendi Þorsteinssyni fyrir tóftarhleðslu sem hann hlóð fyrir biskup á jörðinni Vatnsenda í Skorradal sumarið 1659. Bréfið er ódags.

152 (112r-112v)
Heygarður og baðstofa að Reyni á Akranesi mælt og skoðað sem Þorvarður Kolbeinsson hafði hlaðið og uppbyggt. Anno 1659, 5. september.
Titill í handriti

Heygarður og baðstofa að Reyni á Akranesi mælt og skoðað sem Þorvarður Kolbeinsson hafði hlaðið og uppbyggt. Anno 1659, 5. september.

Athugasemd

Brynjólfur biskup lét mæla heygarð og baðstofu sem Þorvarður Kolbeinsson hafði hlaðið á jörðinni Reyni á Akranesi. Einnig fylgir með lýsing á innviðum baðstofunnar. Dags. á Reyni á Akranesi 5. september 1659. Afrit dags. við Katanes 7. september 1659.

Efnisorð
153 (113r-113v)
Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Norðurfirði í Trékyllisvík af Pétri Þórðarsyni fyrir 32 ríkisdali.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Norðurfirði í Trékyllisvík af Pétri Þórðarsyni fyrir 32 ríkisdali.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir hálfa jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík, 4 hundruð að dýrleika, af Pétri Þórðarsyni. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup Pétri 32 ríkisdali sem skyldu greiðast fyrir næstkomandi Marteinsmessu (11. nóvember). Dags. við Katanes á Hvalfjarðarströnd 5. september 1659.

154 (113v)
Vitnisburður Gísla Sæmundssonar uppá Mófellsstaða landamerki.
Titill í handriti

Vitnisburður Gísla Sæmundssonar uppá Mófellsstaða landamerki.

Athugasemd

Gísli Sæmundsson lýsir fyrir Brynjólfi biskup, í votta viðurvist, landamerkjum jarðarinnar Mófellsstaða í Skorradal, en Gísli bjó á jörðinni í ungdómi sínum. Dags. að Katanesi 7. september 1659.

155 (114r-114v)
Kaupbréf biskupsins fyrir hálfu austara Miðfelli 20 hundruð fyrir 12 hundruð í Hvammi í Kjós og 70 ríkisdali.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir hálfu austara Miðfelli 20 hundruð fyrir 12 hundruð í Hvammi í Kjós og 70 ríkisdali.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir hálfa jörðina Austara Miðfell á Hvalfjarðarströnd, 20 hundruð að dýrleika, af Jóni Marteinssyni yngri. Á móti seldi Brynjólfur biskup Jóni Marteinssyni fimmtungshlut í jörðinni Hvammi í Kjós, 12 hundruð að dýrleika, auk 70 ríkisdala fyrir mismuninn á dýrleika jarðanna. 57 ríkisdalir skyldu greiðast strax og þeir þrettán sem eftir stóðu með fyrstu hentugleikum. Dags. að Brekku á Hvalfjarðarströnd 9. september 1659.

156 (115r)
Handskrift Péturs Þórðarsonar uppá 29 vættir og 11 fiska útgefinn Hans Péturssyni Blatt kaupmanni í Hvalfirði. Anno 1659, 13. ágúst.
Titill í handriti

Handskrift Péturs Þórðarsonar uppá 29 vættir og 11 fiska útgefinn Hans Péturssyni Blatt kaupmanni í Hvalfirði. Anno 1659, 13. ágúst.

Athugasemd

Pétur Þórðarson bóndi á Innra Hólmi staðfestir að hann skuldi Hans Blatt kaupmanni í Hvalfirði 29 vættir og 11 fiska sem hann lofar að standa skil á á næstkomandi ári. Bréfið er á dönsku. Dags. á Eyri í Hvalfirði 13. ágúst 1659. Afrit dags. í Skálholti 13. september 1659.

157 (115v-116r)
Inntak úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar tilskrifuðu Hans Blatt kaupmanni í Hvalfirði um viði bestillta.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar tilskrifuðu Hans Blatt kaupmanni í Hvalfirði um viði bestillta.

Athugasemd

Brynjólfur biskup pantar við til húsbygginga hjá Hans Blatt kaupmanni í Hvalfirði. Biskup segir íbúa landsins farna að finna fyrir skorti á vörum vegna styrjaldarinnar sem nú geysar og húsin falli niður yfir fólk vegna skorts á byggingartimbri. Hann biðlar til Hans Blatt að hann útvegi timbur fyrir næsta vor því íbúar landsins geti ekki án þess verið. Dags. 8. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 13. september 1659.

158 (116r-116v)
Meðkenning Þorleifs Árnasonar uppá meðtekna 32 ríkisdali af biskupinum Pétri Þórðarsyni til handa.
Titill í handriti

Meðkenning Þorleifs Árnasonar uppá meðtekna 32 ríkisdali af biskupinum Pétri Þórðarsyni til handa.

Athugasemd

Þorleifur Árnason staðfestir að Brynjólfur biskup hafi afhent sér 32 ríkisdali. Þá átti Þorleifur að færa Pétri Þórðarsyni bónda á Innra Hólmi á Akranesi vegna kaupa biskups á jörðinni Norðurfirði í Trékyllisvík. Sjá bréf nr. 155. Þorleifur hafði einnig meðferðis skuldaviðurkenninguna í bréfi nr. 158 sem hann færði Pétri frá Brynjólfi biskup. Biskup afhenti Þorleifi einnig 13 ríkisdali sem voru ætlaðir Jóni Marteinssyni yngri vegna kaupa biskups á jörðinni Austara Miðfelli og 4 ríkisdali til Nikulásar Illugasonar á Miðfelli. Sjá bréf nr. 157. Dags. í Skálholti 19. september 1659.

159 (116v-118r)
Bréf til Vestmannaeyja með Pétri Hanssyni umboðsmanni þar uppá sín kristileg fríheit.
Titill í handriti

Bréf til Vestmannaeyja með Pétri Hanssyni umboðsmanni þar uppá sín kristileg fríheit.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 116-118. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Bréf Brynjólfs biskups til presta og sóknarmanna í Vestmannaeyjum varðandi mál Péturs Hanssonar umboðsmanns í Vestmannaeyjum. Pétur kom til biskups og kvartaði undan ósanngjarnri framkomu prestsins og prófastsins í Vestmannaeyjum gagnvart sér. Hann hafði í drykkjuskap skorið yfirboðara sinn, Nikulás Þorsteinsson, í fótinn, en fullar sættir höfðu náðst á milli þeirra fyrir löngu. Aftur á móti neitar presturinn að veita Pétri altaris sakramenti nema að undangenginni opinberri áminningu af predikunarstólnum. Pétur biður biskup um að sýna sér vægð þar sem opinber áminning muni verða sér til minnkunar og skapa hneyksli. Þar sem Pétur iðrist gjörða sinna og fullar sættir hafi náðst á milli þeirra Nikulásar þá telur biskup að opinber áminning muni frekar ýfa upp sár en græða og betra sé að ljúka málinu á mildilegri hátt, enda virðist honum Pétur vera sanngjarn og skynsamur ungur maður. Betra sé að ávirða Pétur með hægu móti úr predikunarstólnum, þannig að ekki skapist hneykslan af, og brýna fyrir sóknarbörnum skaðsemi ofdrykkju. Einnig lofaði Pétur að greiða fjóra ríkisdali til fátækra sóknarbarna í Vestmannaeyjarsókn. Dags. í Skálholti 19. september 1659.

160 (118r-119r)
Kaup Sigurðar Guðnasonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón á Hvaleyri fyrir 88 borðum.
Titill í handriti

Kaup Sigurðar Guðnasonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón á Hvaleyri fyrir 88 borðum.

Athugasemd

Sigurður Guðnason kaupir, í umboði Brynjólfs biskups, 88 greniborð af Jóni Halldórssyni á Hvaleyri. Borgaði biskup fyrir 14 ríkisdali, þar af 3 vættir smjörs að andvirði átta ríkisdali. Eftir stóðu sex ríkisdalir sem yrðu gerðir upp síðar. Dags. að Hvaleyri 22. og 23. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 29. september 1659.

Efnisorð
161 (119r)
Qvittantia útgefin af Pétri Þórðarsyni biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hálfs Norðurfjarðar í Trékyllisvík andvirði.
Titill í handriti

Qvittantia útgefin af Pétri Þórðarsyni biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hálfs Norðurfjarðar í Trékyllisvík andvirði.

Athugasemd

Pétur Þórðarson bóndi á Innra Hólmi á Akranesi staðfestir að hann hafi meðtekið sex ríkisdali frá Þorleifi Árnasyni, í umboði Brynjólfs biskups. Voru þessir sex ríkisdalir greiðsla vegna kaupa biskups á helmingshlut í jörðinni Norðurfirði í Trékyllisvík. Sjá bréf nr. 155. Dags. á Innra Hólmi á Akranesi 21. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 29. september 1659.

162 (119v)
Meðkenning Péturs Þórðarsonar uppá meðtekna 4 ríkisdali til láns af Þorleifi Árnasyni í trausti við biskupinn M. B. Ss. til láns.
Titill í handriti

Meðkenning Péturs Þórðarsonar uppá meðtekna 4 ríkisdali til láns af Þorleifi Árnasyni í trausti við biskupinn M. B. Ss. til láns.

Athugasemd

Pétur Þórðarson staðfestir að hafa fengið að láni 4 ríkisdali hjá Þorleifi Árnasyni, en hann var staddur hjá Pétri á Innra Hólmi í erindagjörðum fyrir biskup. Lofar Pétur í bréfinu að standa skil á skuldinni við Brynjólf biskup að ári, ef Guð lofar. Dags. á Innra Hólmi á Akranesi 21. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 29. september 1659.

163 (119v)
Qvittantia útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hálfs Miðfells andvirði af Jóni Marteinssyni yngra.
Titill í handriti

Qvittantia útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hálfs Miðfells andvirði af Jóni Marteinssyni yngra.

Athugasemd

Jón Marteinsson yngri staðfestir að Brynjólfur biskup hafi greitt honum 13 ríkisdali sem voru lokagreiðsla vegna kaupa biskups á helmingshlut í jörðinni Austara Miðfelli á Hvalfjarðarströnd. Sjá bréf nr. 157 og 160. Dags. á Austara Miðfelli 23. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 29. september 1659.

164 (120r-120v)
Sendibréf Jóns Marteinssonar til biskupsins.
Titill í handriti

Sendibréf Jóns Marteinssonar til biskupsins.

Athugasemd

Sendibréf Jóns Marteinssonar til Brynjólfs biskups í frumriti með hendi Jóns. Í bréfinu ræðir Jón meðal annars um skiptabréf á jörðinni Austara Miðfelli, en biskup hafði nýlega keypt helmingshlut í jörðinni af Jóni, kúgildaskiptingu og húsamun á jörðunum Austara Miðfelli og Hvammi í Kjós. Sjá bréf nr. 157. Dags. á Austara Miðfelli 23. september 1659.

165 (121r-121v)
Qvittantia biskupinum útgefin af Jóni Marteinssyni uppá hálfs Miðfells andvirði.
Titill í handriti

Qvittantia biskupinum útgefin af Jóni Marteinssyni uppá hálfs Miðfells andvirði.

Athugasemd

Frumrit bréfs nr. 165, með hendi Jóns Marteinssonar yngri. Blað 121v er utanáskrift bréfsins með hendi Jóns. Dags. á Austara Miðfelli 23. september 1659.

166 (122r)
Handskriftar meðkenning Nicolasar Illugasonar uppá meðtekna peninga af biskupsins hálfu uppí andvirði 5 hundraða í Þingnesi í Borgarfirði útskrifuð.
Titill í handriti

Handskriftar meðkenning Nicolasar Illugasonar uppá meðtekna peninga af biskupsins hálfu uppí andvirði 5 hundraða í Þingnesi í Borgarfirði útskrifuð.

Athugasemd

Nikulás Illugason kvittar fyrir að hafa meðtekið 4 ríkisdali frá Þorleifi Árnasyni, í umboði Brynjólfs biskups, auk fyrri greiðslna frá árinu 1658 og sumri 1659. Dags. á Austara Miðfelli 22. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 29. september 1659.

167 (122v)
Handskrift biskupsins uppá 4 hundruð hjá Jóni Einarssyni.
Titill í handriti

Handskrift biskupsins uppá 4 hundruð hjá Jóni Einarssyni.

Athugasemd

Brynjólfur biskup lýsir yfir að þeir fjármunir sem Jón Einarsson frændi hans hefur innheimt af hálfu biskups síðastliðin þrjú ár, alls 4 hundruð, geti Jón notað í sína þágu. Sama gildi um þá fjármuni sem Jón innheimtir fyrir hönd biskups í framtíðinni. Þessir peningar séu veittir Jóni Einarssyni að láni án kröfu um endurgreiðslu. Brynjólfur biskup vill að eftir dauða Jóns verði þessir fjármunir eign Gróu, dóttur Jóns, en skiptist ekki á milli annarra barna hans við erfðaskipti. Dags. í Skálholti á Mikaelsmessu (29. september) 1659.

168 (123r)
Meðkenning Lauritzar eftirlögumanns í Hvalfirði uppá 44 vættir, 2 fjórðunga, 1 fisks skuld við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson.
Titill í handriti

Meðkenning Lauritzar eftirlögumanns í Hvalfirði uppá 44 vættir, 2 fjórðunga, 1 fisks skuld við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson.

Athugasemd

Lauritz Thilloffson eftirlögumaður staðfestir að hann skuldi Brynjólfi biskup 44 vættir, 2 fjórðunga og einn fisk sem hann lofar að greiða biskupi á næstkomandi ári, 1660, í góðri kaupmanns vöru. Bréfið er á dönsku. Dags. á Eyri í Hvalfirði 22. september 1659.

Efnisorð
169 (123r)
Önnur handskrift Lauritzar uppá það sem hann meðkennir sig hafa meðtekið í biskups M. Brynjólfs Sveinssonar reikning, svo og líka í öðru lagi sem Þorvarður hefur biskupsins vegna úttekið.
Titill í handriti

Önnur handskrift Lauritzar uppá það sem hann meðkennir sig hafa meðtekið í biskups M. Brynjólfs Sveinssonar reikning, svo og líka í öðru lagi sem Þorvarður hefur biskupsins vegna úttekið.

Athugasemd

Viðbót við reikning Lauritz eftirlögumanns við Brynjólf biskup. Sjá bréf nr. 170. Lauritz tók á móti smjöri frá biskup og Þorvarður tók út tré og viði, fyrir hönd biskups. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 30. september 1659.

Efnisorð
170 (123v-124r)
Inntak úr sendibréfi Gísla Bjarnasonar biskupinum tilskrifuðu anno 1659, 30. ágúst hvar inni hann samþykkir fyrir sitt leiti að biskupinn kaupi 9 hundruð í Gröf.
Titill í handriti

Inntak úr sendibréfi Gísla Bjarnasonar biskupinum tilskrifuðu anno 1659, 30. ágúst hvar inni hann samþykkir fyrir sitt leiti að biskupinn kaupi 9 hundruð í Gröf.

Athugasemd

Sendibréf sem Gísli Bjarnason skrifar Brynjólfi biskup. Biskup hafði falast eftir kaupum á 9 hundraða hlut í jörðinni Gröf af Þórólfi Guðmundssyni en þessi jarðarhlutur var eign eiginkonu Þórólfs. Brynjólfur hafði óskað eftir samþykki Gísla fyrir þessum jarðarkaupum sem hann veitti nú góðfúslega. Dags. að Skarði á Landi 30. ágúst 1659. Afrit dags. í Skálholti 30. september 1659.

171 (124r-124v)
Reikningur séra Halldórs Eiríkssonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson uppá þau skipti sem hingað til hafa þeirra á millum farið.
Titill í handriti

Reikningur séra Halldórs Eiríkssonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson uppá þau skipti sem hingað til hafa þeirra á millum farið.

Athugasemd

Reikningur yfir viðskipti þeirra Brynjólfs biskups og sr. Halldórs Eiríkssonar prests í Eydölum í Breiðdal. Þar á meðal reikningur vegna kaupa biskups á 3 hundraða hlut í jörðinni Litla Steinsvaði á Héraði af sr. Halldóri, útlát sr. Halldórs vegna húsamismunar við kaup biskups á jörðinni Brúnavík á Borgarfirði eystri auk fleiri viðskipta þeirra á milli. Dags. í Skálholti 6. október 1659.

172 (124v-125r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 3 hundruð í Litla Steinsvaði í Tungu austur í Héraði og Kirkjubæjar kirkjusókn af séra Halldóri Eiríkssyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 3 hundruð í Litla Steinsvaði í Tungu austur í Héraði og Kirkjubæjar kirkjusókn af séra Halldóri Eiríkssyni.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir fjórðungshlut í jörðinni Litla Steinsvaði á Héraði, 3 hundruð að dýrleika, af sr. Halldóri Eiríkssyni presti í Eydölum í Breiðdal. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi Brynjólfur biskup 8 hundruð eða 32 ríkisdali. Dags. í Skálholti 6. október 1659.

173 (125r)
Umráð séra Halldórs Eiríkssonar yfir öllum Norðurfirði í Trékyllisvík og Árness kirkjusókn 8 hundruð.
Titill í handriti

Umráð séra Halldórs Eiríkssonar yfir öllum Norðurfirði í Trékyllisvík og Árness kirkjusókn 8 hundruð.

Athugasemd

Brynjólfur biskup lýsir yfir að hann gefi sr. Halldóri Eiríkssyni full eignarráð yfir allri jörðinni Norðurfirði í Trékyllisvík, 8 hundruð að dýrleika, og má sr. Halldór ráðstafa eigninni svo sem hann kýs. Dags. í Skálholti 6. október 1659.

Efnisorð
174 (125v-126v)
Reikningur Jóns Vilhjálmssonar á Drumboddstöðum á þeim peningum sem hann hefur biskupsins vegna burtselt af kvikum og dauðum peningum af Drumboddstaðabúi anno 1659.
Titill í handriti

Reikningur Jóns Vilhjálmssonar á Drumboddstöðum á þeim peningum sem hann hefur biskupsins vegna burtselt af kvikum og dauðum peningum af Drumboddstaðabúi anno 1659.

Athugasemd

Reikningur Jóns Vilhjálmssonar yfir selt búfé og fé til slátrunar frá Drumboddstaðabúi frá fardögum 1659 og hvernig greiðslu var háttað í hverju tilviki. Bréfið er ódags.

175 (127r-128r)
Kallsbréf Hannesar Benediktssonar til Snæfjalla.
Titill í handriti

Kallsbréf Hannesar Benediktssonar til Snæfjalla.

Athugasemd

Hreppstjórnarmenn og íbúar Snæfjallasóknar, með samþykki Jóns Arasonar prófasts, óska eftir því að Brynjólfur biskup vígi sr. Hannes Benediktsson til sóknarprests í Snæfjallasókn. Fyrri sóknarprestur Snæfjallasóknar var sviptur embætti "fyrir sitt brot og holdlegan breiskleika". Dags. að Snæfjöllum 11. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1659.

Efnisorð
176 (128r-128v)
Capelláns köllun Jóns Eiríkssonar af séra Halldóri Eiríkssyni.
Titill í handriti

Capelláns köllun Jóns Eiríkssonar af séra Halldóri Eiríkssyni.

Ábyrgð

Bréfritari : Halldór Eiríksson

Athugasemd

Sr. Halldór Eiríksson prestur að Eydölum í Breiðdal kallar sér til aðstoðarprest bróður sinn, Jón Eiríksson. Sr. Halldór telur sig ekki geta sinnt störfum sóknarprests í Berunessókn án aðstoðar vegna vegalengdar og torfæru, sér í lagi yfir vetrartímann. Biður hann því Brynjólf biskup að samþykkja beiðni sína og vígja Jón Eiríksson sem sinn capellán og meðhjálpara. Dags. í Skálholti 7. október 1659. Afrit dags. í Skálholti 9. október 1659.

Efnisorð
177 (128v-129r)
Meðtók séra Halldór Eiríksson nokkur kaupbréf til meðferðar.
Titill í handriti

Meðtók séra Halldór Eiríksson nokkur kaupbréf til meðferðar.

Athugasemd

Sr. Halldór Eiríksson kvittar fyrir að hafa meðtekið sjö jarðakaupabréf frá Brynjólfi biskup vegna jarðakaupa hans á Austfjörðum. Bréfin skyldi sr. Halldór láta innsigla á Austfjörðum og senda þau svo aftur til Skálholts. Dags. í Skálholti 10. október 1659.

178 (129r-130v)
Vígslu og veitingabréf séra Hannesar Benediktssonar.
Titill í handriti

Vígslu og veitingabréf séra Hannesar Benediktssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir sr. Hannes Benediktsson til sóknarprests í Snæfjallasókn á Vestfjörðum. Sjá bréf nr. 177. Dags. í Skálholti 10. október 1659.

Efnisorð
179 (130v-131r)
Umboð Gísla Sigurðssonar biskupsins vegna í burt að fá séra Sigurði Oddssyni hálft Austara Miðfell fyrir tvær jarðir í Vopnafirði Gröf 6 hundruð og nyrðra Skálanes átta hundruð.
Titill í handriti

Umboð Gísla Sigurðssonar biskupsins vegna í burt að fá séra Sigurði Oddssyni hálft Austara Miðfell fyrir tvær jarðir í Vopnafirði Gröf 6 hundruð og nyrðra Skálanes átta hundruð.

Athugasemd

Í bréfinu lýsir Brynjólfur biskup yfir að ef sr. Sigurður Oddsson er reiðubúinn að selja honum jarðirnar Gröf og Nyrðra Skálanes í Vopnafirði, í skiptum fyrir hálft Austara Miðfell á Hvalfjarðarströnd, þá veiti hann Gísla Sigurðssyni fullt umboð til að annast jarðakaupin fyrir sína hönd. Dags. í Skálholti 10. október 1659. Afrit dags. í Skálholti 10. október 1659.

180 (131v-132r)
Vígslubréf séra Jóns Eiríkssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Jóns Eiríkssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup samþykkir ósk sr. Halldórs Eiríkssonar um að hann fái aðstoðarprest eða capellán til starfa í Eydala og Beruness kirkjusóknum en langt er á milli sóknanna og yfir torfærur að fara, sér í lagi yfir vetrartímann. Vígir Brynjólfur biskup sr. Jón Eiríksson, bróður sr. Halldórs, til capelláns í sóknunum. Dags. í Skálholti 11. október 1659.

Efnisorð
181 (132r)
Heimild séra Halldórs Es fyrir Reynir.
Titill í handriti

Heimild séra Halldórs Es fyrir Reynir.

Athugasemd

Í bréfinu samþykkir Brynjólfur biskup að selja sr. Halldóri Eiríkssyni alla jörðina Reyni á Akranesi, 40 hundruð að dýrleika, fyrir aðra fastaeign sem þeir höfðu ekki samið um hver yrði. Dags. í Skálholti 12. október 1659.

Efnisorð
182 (132v)
Rekatrjáreikningur Árna Pálssonar í Þorlákshöfn anno 1659, 17. október.
Titill í handriti

Rekatrjáreikningur Árna Pálssonar í Þorlákshöfn anno 1659, 17. október.

Athugasemd

Reikningur Árna Pálssonar yfir trjáreka á dómkirkjujörðinni Þorlákshöfn fyrir árið 1659. Dags. í Þorlákshöfn 17. október 1659.

Efnisorð
183 (133r)
Testimonium domini Torferi Jonæ.
Titill í handriti

Testimonium domini Torferi Jonæ.

Athugasemd

Meðmælabréf sem Brynjólfur biskup skrifar fyrir sr. Torfa Jónsson. Sr. Torfi var áður skólapiltur í Skálholtsskóla, kirkjuprestur í Skálholti og síðast aðstoðarprestur (capellán) hjá föður sínum, sem nú var látinn. Gefur biskup sr. Torfa sín bestu meðmæli. Dags. í Skálholti 17. október 1659.

184 (133v-134v)
Kaupmálabréf Jóns Guðmundssonar og Margrétar Sigfúsdóttur er fram fór í Skálholti 1659, 18. október.
Titill í handriti

Kaupmálabréf Jóns Guðmundssonar og Margrétar Sigfúsdóttur er fram fór í Skálholti 1659, 18. október.

Athugasemd

Kaupmálabréf á milli verðandi brúðhjóna, Jóns Guðmundssonar og Margrétar Sigfúsdóttur. Samninginn gerðu sr. Sigurður Torfason, með samþykki Jóns Guðmundssonar, og Brynjólfur biskup fyrir hönd Margrétar Sigfúsdóttur. Faðir hennar, Sigfús Ólafsson, veitti Brynjólfi biskup umboð til að annast öll hennar giftingarmál og gifta hana hverjum þeim góðum manni sem biskup kýs. Samþykktu bæði Jón Guðmundsson og Margrét Sigfúsdóttir þennan ráðahag en nokkuð lá á að gifta Margréti vegna bráðra nauðsynja hennar og framtíðarstöðu. Var kaupmálabréf þeirra og trúlofun samþykkt í votta viðurvist í Skálholti 18. október 1659. Sjá bréf nr. 64 og 87. Dags. í Skálholti 18. október 1659.

185 (135r-137r)
Anno 1659, 24. október. Reikningur Sigmundar Jónssonar í Herdísarvík af búinu þar sem hann er fyrir frá fardögum 1659 til þessa oktobris sama ár.
Titill í handriti

Anno 1659, 24. október. Reikningur Sigmundar Jónssonar í Herdísarvík af búinu þar sem hann er fyrir frá fardögum 1659 til þessa oktobris sama ár.

Athugasemd

Reikningur af Herdísarvíkurbúi til Brynjólfs biskups frá Sigmundi Jónssyni, en hann var umboðsmaður búsins. Hér er að finna reikning yfir trjáreka á jörðinni, landskuld, seldan fisk og sauði auk úttekta og smjöreignar. Dags. í Skálholti 24. október 1659.

186 (137r-138r)
Anno 1659. Bifalning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til handa Sigmundi Jónssyni að byggja búð staðarins á Bjarnastöðum í Selvogi 25. október.
Titill í handriti

Anno 1659. Bifalning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til handa Sigmundi Jónssyni að byggja búð staðarins á Bjarnastöðum í Selvogi 25. október.

Athugasemd

Brynjólfur biskup mælist til þess að Sigmundur Jónsson, umboðsmaður fyrir Herdísarvíkurbúi, láti byggja upp Skálholtsstaðarbúð á Bjarnastöðum í Selvogi. Vill Brynjólfur að búðin verði byggð þar sem búð Skálholts hefur áður staðið og að hún verði svo stór að hún rúmi teinærings skipshöfn og yfirskipsmenn. Dags. í Skálholti 25. október 1659.

187 (138r-138v)
Anno 1659. Manntal þeirra staðarlandseta sem flutt hafa og látið flytja Skálholtsstaðar skreið frá Skaumstöðum á Eyrarbakka og upp eftir.
Titill í handriti

Anno 1659. Manntal þeirra staðarlandseta sem flutt hafa og látið flytja Skálholtsstaðar skreið frá Skaumstöðum á Eyrarbakka og upp eftir.

Athugasemd

Listi sem Ormur Jónsson sendi Brynjólfi biskup yfir 23 staðarlandseta sem fluttu eða létu flytja skreið frá Skaumstöðum á Eyrarbakka og samantekt á hve mikla skreið hver þeirra flutti. Bréfið er ódags.

188 (139r)
Meðkenning Jóns Jónssonar austur á Dvergasteini uppá meðtekna 33 ríkisdali af séra Pétri Rafnssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem eftir voru af Eyrarteigs jarðarparts andvirði en fyllilega betalaðist með þessum 33 ríkisdölum.
Titill í handriti

Meðkenning Jóns Jónssonar austur á Dvergasteini uppá meðtekna 33 ríkisdali af séra Pétri Rafnssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem eftir voru af Eyrarteigs jarðarparts andvirði en fyllilega betalaðist með þessum 33 ríkisdölum.

Athugasemd

Kvittun Jóns Jónssonar um að Rafn Jónsson lögréttumaður í Múlasýslu hafi afhent honum 33 ríkisdali frá Brynjólfi biskup vegna kaupa biskups á hlut í jörðinni Eyrarteigi. Sjá bréf nr. 75. Dags. 7. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 21. október 1659.

189 (139r-139v)
Meðkenning séra Halldórs Eiríkssonar að Eydölum uppá meðtekna 24 ríkisdali af Tómasi Finnssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.
Titill í handriti

Meðkenning séra Halldórs Eiríkssonar að Eydölum uppá meðtekna 24 ríkisdali af Tómasi Finnssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.

Athugasemd

Sr. Halldór Eiríksson staðfestir að Tómas Finnsson hafi afhent honum 24 ríkisdali frá Brynjólfi biskup. Dags. að Eydölum 11. ágúst 1659. Afrit dags. í Skálholti 16. nóvember 1659.

190 (140r-141r)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicolassonar með Þorleifi Árnasyni uppá Kálfafellsstað og um legorðsmál séra Þorsteins á Útskálum. Anno 1659.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicolassonar með Þorleifi Árnasyni uppá Kálfafellsstað og um legorðsmál séra Þorsteins á Útskálum. Anno 1659.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Sendibréf sem sr. Þorleifur Árnason færði Tómasi Nikulássyni fógeta á Bessastöðum frá Brynjólfi biskup. Sr. Þorleifur hafði einnig meðferðis veitingarbréf sitt fyrir Kálfafelli í Fljótshverfi, undirritað af biskupi og prófasti, sem Brynjólfur vonar að Tómas samþykki svo sr. Þorleifur geti tekið við prestakallinu sem fyrst. Í bréfinu tilkynnir Brynjólfur biskup Tómasi einnig að hann hafi engar nýjar fréttir að færa af máli sr. Þorsteins á Útskálum eða hvort konan sem kenndi honum barn, Ástný Hallsteinsdóttir, standi enn við frásögn sína. Sjá bréf nr. 123 og 124. Biskup á ekki von á að prestastefna verði haldin um mál sr. Þorsteins fyrr en vorar þar sem prestar séu ófúsir að ferðast um langan veg í mesta skammdeginu, en hún verði haldin á Útskálum þar sem sr. Þorsteinn sé sjúkur og rúmfastur. Dags. í Skálholti 8. nóvember 1659.

191 (141r-141v)
Jóni Þórðarsyni fengið járn til smíða.
Titill í handriti

Jóni Þórðarsyni fengið járn til smíða.

Athugasemd

Jón Þórðarson í Miklholtskoti fékk afhent í Skálholti járn til að smíða úr saum fyrir Vatnsendajörðina. Var járnið vegið í Skálholti af járnpundara Skálholtsstaðar. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1659.

Efnisorð
192 (141v-142v)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þorsteins Björnssonar að Útskálum uppá hans bréf biskupinum tilskrifað um það legorðsmál sem honum var á hendur borið af Ástnýju Hallsteinsdóttur.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þorsteins Björnssonar að Útskálum uppá hans bréf biskupinum tilskrifað um það legorðsmál sem honum var á hendur borið af Ástnýju Hallsteinsdóttur.

Ábyrgð

Viðtakandi : Þorsteinn Björnsson

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til sr. Þorsteins Björnssonar sóknarprests í Útskálakirkju, en bréfið er svar við bréfi sem sr. Þorsteinn sendi biskupi. Sr. Þorsteinn hafði í bréfi sínu afsakað sig og haldið uppi vörnum gagnvart framburði Ástnýjar Hallsteinsdóttur, en hún sór að sr. Þorsteinn væri faðir barns sem hún bar undir belti. Í bréfinu segir Brynjólfur biskup að hann hafi meðtekið bréf sr. Þorsteins en hafi ekki haft tíma til að yfirvega og meta málsvörn hans. Biður Brynjólfur sr. Þorstein að sýna biðlund þó sér verði svarafátt um hríð, enda sé þetta mál sem þarfnist nákvæmrar íhugunar af hans hálfu. Þar að auki segist biskup ekki hafa dómaravald í þessu máli, það verði að hafa sinn gang eftir boði laganna. Sjá bréf nr. 123, 124 og 192. Dags. í Skálholti 9. nóvember 1659.

193 (142v)
Umboð Þorleifi Árnasyni gefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni uppá festing Margrétar Sigfúsdóttur og festingargjörningurinn vottaður og handskriftaður þar eftir við kaupmálabréfið supra hoe libro.
Titill í handriti

Umboð Þorleifi Árnasyni gefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni uppá festing Margrétar Sigfúsdóttur og festingargjörningurinn vottaður og handskriftaður þar eftir við kaupmálabréfið supra hoe libro.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir sr. Þorleifi Árnasyni umboð til að gifta Margréti Sigfúsdóttur Jóni Guðmundssyni, en faðir Margrétar hafði áður veitt Brynjólfi biskup umboð til að ráða málefnum dóttur sinnar. Sjá bréf nr. 64, 87 og 186. Dags. í Skálholti 19. nóvember 1659. Afrit dags. í Skálholti 22. nóvember 1659.

194 (143r)
Festingargjörningurinn sem eftir fylgir.
Titill í handriti

Festingargjörningurinn sem eftir fylgir.

Athugasemd

Kaupmálabréf hjónaefnanna Margrétar Sigfúsdóttur og Jóns Guðmundssonar upplesið og yfirlýst í kirkjunni að Torfastöðum í Biskupstungum. Þar á eftir voru þau Margrét og Jón gefin saman í hjónaband. Sjá bréf nr. 195. Dags. að Torfastöðum 20. nóvember 1659. Afrit dags. í Skálholti 22. nóvember 1659.

195 (143r-143v)
Reikningur Jacobs Nielssonar kaupmanns í Hafnarfirði. Anno 1659.
Titill í handriti

Reikningur Jacobs Nielssonar kaupmanns í Hafnarfirði. Anno 1659.

Athugasemd

Reikningur Jakobs Níelssonar kaupmanns í Hafnarfirði sendur Brynjólfi biskup. Dags. í Hafnarfirði 1. nóvember 1659. Afrit dags. í Skálholti 22. nóvember 1659.

Efnisorð
196 (143v)
Qvittun útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni af Jóni Halldórssyni á Hvaleyri fyrir andvirði þeirra 88 greniborða sem Sigurður Guðnason í umboði biskupsins að honum keypti.
Titill í handriti

Qvittun útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni af Jóni Halldórssyni á Hvaleyri fyrir andvirði þeirra 88 greniborða sem Sigurður Guðnason í umboði biskupsins að honum keypti.

Athugasemd

Jón Halldórsson á Hvaleyri kvittar fyrir að hafa móttekið sex ríkisdali í greiðslu fyrir 88 greniborð sem Sigurður Guðnason tók út hjá honum í umboði biskups. Sjá bréf nr. 162. Dags. á Görðum á Álftanesi 14. nóvember 1659. Afrit dags. í Skálholti 22. nóvember 1659.

Efnisorð
197 (144r)
Útskrift af skiptabréfi millum barna séra Sigfúsar heitins Sigurðssonar á Refstöðum austur og Helgu Jónsdóttur sem nú er á Svínabakka í Vopnafirði. Áhrærandi jarðirnar Ásbrandstaði og Svínabakka í Vopnafirði.
Titill í handriti

Útskrift af skiptabréfi millum barna séra Sigfúsar heitins Sigurðssonar á Refstöðum austur og Helgu Jónsdóttur sem nú er á Svínabakka í Vopnafirði. Áhrærandi jarðirnar Ásbrandstaði og Svínabakka í Vopnafirði.

Athugasemd

Arfaskiptagjörningur sem Helga Jónsdóttir gerði við börn sín, fjóra syni og tvær dætur, á Ásbrandsstöðum í Vopnafirði 14. apríl 1640, að viðstöddum Bjarna Oddssyni sýslumanni og fleiri vottum. Í arfaskiptum voru jarðirnar Ásbrandstaðir, 30 hundruð að dýrleika, og Svínabakki, 12 hundruð að dýrleika. Dags. á Ásbrandstöðum 14. apríl 1640. Afrit dags. í Skálholti 22. nóvember 1659.

198 (144v-145r)
Kaupmálabréf Jóns Einarssonar og Sigríðar Magnúsdóttur.
Titill í handriti

Kaupmálabréf Jóns Einarssonar og Sigríðar Magnúsdóttur.

Athugasemd

Kaupmálabréf og trúlofun hjónaefnanna Jóns Einarssonar og Sigríðar Magnúsdóttur sem fram fór í Skálholti með samþykki föður Jóns og móður og bræðra Sigríðar. Dags. í Skálholti 25. nóvember 1659.

199 (145r-146r)
Vígslubréf Þorleifs Árnasonar til Kálfafellsstaðar í Fljótshverfi.
Titill í handriti

Vígslubréf Þorleifs Árnasonar til Kálfafellsstaðar í Fljótshverfi.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir sr. Þorleif Árnason til sóknarprests í Kálfafells og Núpsstaðar kirkjusóknum í Fljótshverfi. Dags. í Skálholti 27. nóvember 1659.

Efnisorð
200 (146r-146v)
Útskrift af meðkenningarseðli lögmannsins herra Árna Oddssonar uppá smjör í Heynes umboði meðtekið.
Titill í handriti

Útskrift af meðkenningarseðli lögmannsins herra Árna Oddssonar uppá smjör í Heynes umboði meðtekið.

Athugasemd

Árni Oddsson staðfestir að hann hafi meðtekið smjör í afgjöld fyrir Heyness umboð árið 1659. Dags. 8. september 1659. Afrit dags. í Skálholti 30. nóvember 1659.

Efnisorð
201 (146v-147r)
Útskrift af seðli lögmannsins herra Árna Oddssonar hvar inni hann meðkennir sér í peningaskiptum svo mikið skikkað verið hafa af landskuldargjöldum úr Heyness umboði sem hér eftir fylgir.
Titill í handriti

Útskrift af seðli lögmannsins herra Árna Oddssonar hvar inni hann meðkennir sér í peningaskiptum svo mikið skikkað verið hafa af landskuldargjöldum úr Heyness umboði sem hér eftir fylgir.

Athugasemd

Reikningur Árna Oddssonar lögmanns fyrir innheimtri landskuld í Heyness umboði fyrir árið 1659. Dags. að Leirá 17. maí 1659. Afrit dags. í Skálholti 1. desember 1659.

Efnisorð
202 (147v)
Meðkenning biskupsins uppá meðtekna landskuld af Hjálmstöðum.
Titill í handriti

Meðkenning biskupsins uppá meðtekna landskuld af Hjálmstöðum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hafi móttekið landskuld frá Erlendi Sigurðssyni á Hjálmsstöðum og Katrínu Erlendsdóttur á Hóli sem gjaldast áttu árið 1659. Dags. í Skálholti 5. desember 1659.

Efnisorð
203 (148r-148v)
Anno 1658. Leignareikningur Skálholts dómkirknajarða í Heynes umboði til Leirár afhent herra Árna Oddssyni frá Bæ.
Titill í handriti

Anno 1658. Leignareikningur Skálholts dómkirknajarða í Heynes umboði til Leirár afhent herra Árna Oddssyni frá Bæ.

Athugasemd

Reikningur Árna Oddssonar lögmanns yfir innheimt leigugjöld af dómkirkjujörðum í Heyness umboði fyrir árið 1658. Bréfið er ódags.

Efnisorð
204 (149r-151r)
Landskulda kúgilda og leignareikningur Skálholts dómkirkjujarða í Heyness umboði. Anno 1659.
Titill í handriti

Landskulda kúgilda og leignareikningur Skálholts dómkirkjujarða í Heyness umboði. Anno 1659.

Athugasemd

Reikningur Árna Oddssonar lögmanns yfir innheimta landskuld, kúgildaleigu og umboðsgjöld af jörðum Skálholtsdómkirkju í Heyness umboði fyrir árið 1659. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 30. nóvember 1659.

Efnisorð
205 (151v)
Smjör af leignagjöldum í Heyness umboði í haust 1659 sem að forlagi Þorvarðar Magnússonar skilað er Skagann í hans umsjón.
Titill í handriti

Smjör af leignagjöldum í Heyness umboði í haust 1659 sem að forlagi Þorvarðar Magnússonar skilað er Skagann í hans umsjón.

Athugasemd

Reikningur yfir smjör úr Heyness umboði sem lagt var inn til kaupmannsins á Skaga haustið 1659. Bréfið er ódags.

Efnisorð
206 (152r-152v)
Uppbygging á Staðarbúðinni á Bjarnastöðum í Selvogi.
Titill í handriti

Uppbygging á Staðarbúðinni á Bjarnastöðum í Selvogi.

Athugasemd

Í bréfinu kemur fram að uppbyggingu Skálholtsstaðarbúðar á Bjarnastöðum í Selvogi sé nú lokið. Sjá bréf nr. 188. Taldir eru upp þeir menn sem tóku þátt í að flytja trén frá Herdísarvík til Bjarnastaða, hlóðu búðina og fullgerðu. Tiltekið er hve mikinn mat hver vinnumaður fékk meðan á verkinu stóð en það tók alls þrjá daga. Í lokin fylgir lýsing á öllum þeim trjám sem notuð voru til að byggja búðina. Dags. 11. nóvember 1659.

207 (152v-153r)
Anno 1660. Til staðarskipanna í Herdísarvík og Selvogi tré í sundur tekin af Sigmundi Jónssyni til hlunna og annars er skipin með þurftu.
Titill í handriti

Anno 1660. Til staðarskipanna í Herdísarvík og Selvogi tré í sundur tekin af Sigmundi Jónssyni til hlunna og annars er skipin með þurftu.

Athugasemd

Reikningur yfir tré sem Sigmundur Jónsson tók í Herdísarvík og Selvogi til hlunna og lagfæringa á skipum Skálholtsstaðar. Bréfið er ódags.

Efnisorð
208 (153r)
Umskipti biskupsins við Sigmund í Herdísarvík á sauðum og ám.
Titill í handriti

Umskipti biskupsins við Sigmund í Herdísarvík á sauðum og ám.

Athugasemd

Búfjárskipti Sigmundar Jónssonar í Herdísarvík við Brynjólf biskup. Bréfið er ódags.

Efnisorð
209 (153r-153v)
Reikningur Sigmundar Jónssonar á fémunum biskupsins í Herdísarvík.
Titill í handriti

Reikningur Sigmundar Jónssonar á fémunum biskupsins í Herdísarvík.

Athugasemd

Reikningur Sigmundar Jónssonar yfir búfé Brynjólfs biskups á Herdísarvíkurbúi í fardögum 1660, er búinu var brugðið. Þar er einnig samkomulag Sigmundar og biskups um hve mikið af búfénu skuli haldast áfram á Herdísarvíkurbúi í umsjá Sigmundar. Dags. 29. maí 1660.

Efnisorð
210 (154r-155r)
Reikningur Þorvarðs Magnússonar af skipaútgjörðar umboðs meðferð á Akranesi, Hvalfirði og Borgarfirði á inntektum útgjöldum anno 1657 (inclusive) til þessa sem nú er komið anno 1659, 2. desember.
Titill í handriti

Reikningur Þorvarðs Magnússonar af skipaútgjörðar umboðs meðferð á Akranesi, Hvalfirði og Borgarfirði á inntektum útgjöldum anno 1657 (inclusive) til þessa sem nú er komið anno 1659, 2. desember.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar til Brynjólfs biskups vegna skipaútgerðarumboðs hans á Akranesi, í Hvalfirði og í Borgarfirði frá árinu 1657 til desember 1659. Dags. 2. desember 1659.

Efnisorð
211 (155r)
Reikningur Páls Kristjánssonar kaupmanns í Hólmi anno 1656.
Titill í handriti

Reikningur Páls Kristjánssonar kaupmanns í Hólmi anno 1656.

Athugasemd

Reikningur Páls Kristjánssonar kaupmanns í Hólmi til Brynjólfs biskups frá árinu 1656. Bréfið er ódags.

Efnisorð
212 (155v-156r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

213 (156v-157r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

214 (157v-158r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

215 (158v-159r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

216 (159v-160r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

217 (160v-161r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

218 (161v-162r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

219 (162v-163r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

220 (163v-164r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

221 (164v-165r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

222 (165v-166r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

223 (166v-167r)
Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
Titill í handriti

Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.

Athugasemd

Reikningur Þorvarðar Magnússonar fyrir árin 1657, 1658 og 1659, en Þorvarður hafði umboð fyrir skipaútgerð Brynjólfs biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

224 (167v-168r)
Qvittantia Þorvarðs Magnússonar uppá fyrrskrifaðan reikning.
Titill í handriti

Qvittantia Þorvarðs Magnússonar uppá fyrrskrifaðan reikning.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Þorvarður Magnússon hafi staðið skil á afgjöldum og landskuld í Heyness umboði. Sömuleiðis hafi Þorvarður staðið skil á umboði sínu fyrir skipaútgerð biskups á Akranesi, í Hvalfirði og Borgarfirði auk viðskipta við íslenska og erlenda kaupmenn í Hólminum og á Hvalfjarðareyri. Biskup lýsir yfir að hann veiti Þorvarði áframhaldandi umboð, bæði Heyness umboð og skipaútgerðarumboð. Dags. í Skálholti 5. desember 1659. Afrit dags. í Skálholti 5. desember 1659.

225 (168r)
Meðkenning Þorvarðs Magnússonar uppá viðskipti biskupsins.
Titill í handriti

Meðkenning Þorvarðs Magnússonar uppá viðskipti biskupsins.

Athugasemd

Þorvarður Magnússon kvittar fyrir viðskipti sín við Brynjólf biskup vegna Heyness umboðs og skipaútgerðarumboðs sem Þorvarður var í forsvari fyrir. Dags. í Skálholti 6. desember 1659.

226 (168v)
Qvittantia Magnúsar Þorsteinssonar uppá Skambeinstaða umboðs og biskupstíunda umboðs í Rangárvallaþingi meðferð.
Titill í handriti

Qvittantia Magnúsar Þorsteinssonar uppá Skambeinstaða umboðs og biskupstíunda umboðs í Rangárvallaþingi meðferð.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Magnús Þorsteinsson hafi staðið skil á Skammbeinsstaðaumboði og biskupstíundaumboði í Rangárvallasýslu. Einnig lýsir biskup yfir að Magnús skuli halda umboðinu áfram fyrir sína hönd. Dags. í Skálholti 9. desember 1659.

227 (169r)
Meðkenningarseðill Magnúsar Þorsteinssonar uppá 20 og hálfan ríkisdal sem hann var biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni umskuldugur.
Titill í handriti

Meðkenningarseðill Magnúsar Þorsteinssonar uppá 20 og hálfan ríkisdal sem hann var biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni umskuldugur.

Athugasemd

Magnús Þorsteinsson lýsir yfir að hann skuldi Brynjólfi biskup 20 og hálfan ríkisdal. Í síðari hluta bréfsins kvittar Brynjólfur biskup fyrir að Magnús hafi greitt skuldina 28. október 1661. Dags. í Skálholti 9. desember 1659.

228 (169r-169v)
Vitnisburður Guðrúnar Halldórsdóttur.
Titill í handriti

Vitnisburður Guðrúnar Halldórsdóttur.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Guðrúnu Halldórsdóttur að beiðni föður hennar, sr. Halldórs Daðasonar prófasts í Árnessýslu. Guðrún hafði dvalist hjá Brynjólfi biskup í Skálholti síðastliðin sex ár. Biskup segir hegðun hennar ætíð hafa verið til fyrirmyndar, hann þakkar henni fyrir siðprúða og sómasamlega umgengni við sig og sína og óskar henni Guðs náðar og blessunar í framtíðinni. Dags. í Skálholti 17. desember 1659.

229 (169v-170r)
Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón Jónsson smið frá seinasta reikningi 1659 í vor 8. júní til þessa reiknaðist þá biskupinn skyldugur Jóni um 32 álnir síðan hefur Jón meðtekið í sumar fyrst í Hafnarfirði.
Titill í handriti

Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón Jónsson smið frá seinasta reikningi 1659 í vor 8. júní til þessa reiknaðist þá biskupinn skyldugur Jóni um 32 álnir síðan hefur Jón meðtekið í sumar fyrst í Hafnarfirði.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Jóni Jónssyni smið fyrir ýmiss verkefni sem hann vann fyrir biskup frá síðasta reikningi þeirra sem gerður var vorið 1659. Dags. í Skálholti 23. desember 1659.

Efnisorð
230 (170r-171v)
Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicholassonar um mál séra Þorsteins Björnssonar og svar uppá hans bréf.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicholassonar um mál séra Þorsteins Björnssonar og svar uppá hans bréf.

Notaskrá

Fjallað er um bréfið í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 118. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum. Í bréfinu fjallar biskup aðallega um framvindu í máli sr. Þorsteins Björnssonar prests á Útskálum, væntanlega prestastefnu um hans mál og vitnisburð konunnar sem kenndi honum barn sitt. Vonar biskup að ekki verði þörf á dómi um mál sr. Þorsteins heldur muni eiður konunnar nægja til að ljúka málinu. Einnig fjallar biskup um mál Úlfhildar Jónsdóttur í Nesi, en Tómas hafði í bréfi til biskups lýst Úlfhildi sem styggri og sturlaðri án vitanlegra orsaka. Biskup svarar Tómasi og segir "mitt ráð að við hana sé tilvægt svo sem við aðra sorgfulla og sturlaða manneskju hæfir að gjöra". Best væri að sr. Snjólfur Einarsson, prestur í Seltjarnarnessþingum, leyfði henni að njóta þjónustu annars prests ef hún svo kýs. Sjá bréf nr. 237 og 238. Dags. í Skálholti 27. desember 1659.

231 (171v-173r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 9 hundruð í Syðri Gröf í Flóa.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 9 hundruð í Syðri Gröf í Flóa.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Þórólfur Guðmundsson selur Brynjólfi biskup 9 hundraða hlut í jörðinni Syðri Gröf í Flóa með samþykki Guðrúnar Magnúsdóttur, eiginkonu Þórólfs, en hún var eigandi þessa jarðarhluta. Á móti seldi Brynjólfur biskup þeim hjónum ónefndan 9 hundraða jarðarhlut fyrir sunnan, vestan, norðan eða austan. Á meðan þessi jarðarhlutur væri ógreiddur af biskupi þá skyldi landskuld og kúgildaleiga af jörðinni Syðri Gröf falla í hlut Þórólfs, auk ábýlis á dómkirkjujörðinni Sandlæk í Austara hreppi. Dags. í Skálholti 30. desember 1659.

232 (173r-174r)
Laugboðning á 9 hundruð í fastaeign sem Þórólfur Guðmundsson, vegna sinnar kvinnu, Guðrúnar Magnúsdóttur á inni hjá biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir 9 hundruð í Syðri Gröf í Flóa.
Titill í handriti

Laugboðning á 9 hundruð í fastaeign sem Þórólfur Guðmundsson, vegna sinnar kvinnu, Guðrúnar Magnúsdóttur á inni hjá biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir 9 hundruð í Syðri Gröf í Flóa.

Athugasemd

Lögfesting á jarðakaupagjörningi Brynjólfs biskups við Þórólf Guðmundsson vegna kaupa biskups á 9 hundraða hlut í jörðinni Syðri Gröf í Flóa, auglýst þingmönnum á þremur héraðsþingum næsta vor og á næstkomandi landsþingi við Öxará. Dags. í Skálholti 31. desember 1659.

233 (174r-176r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 9 hundruð í fastaeign er Þórólfur Guðmundsson átti inni hjá biskupinum fyrir 9 hundruð í Gröf.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 9 hundruð í fastaeign er Þórólfur Guðmundsson átti inni hjá biskupinum fyrir 9 hundruð í Gröf.

Athugasemd

Í bréfinu er að finna nákvæma lýsingu á öllum skilmálum varðandi kaup Brynjólfs biskups á 9 hundraða hlut í jörðinni Syðri Gröf í Flóa af Þórólfi Guðmundssyni og Guðrúnu Magnúsdóttur fyrir ónefndan 9 hundraða jarðarpart. Sjá bréf nr. 233 og 234. Dags. í Skálholti 31. desember 1659.

234 (176r-177r)
Anno 1660. Laus Deo Semper 1660. Umboðsbréf útgefið biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Bjarna Eiríkssyni til að selja 9 hundruð í jörðinni Syðri Gröf í Flóa.
Titill í handriti

Anno 1660. Laus Deo Semper 1660. Umboðsbréf útgefið biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Bjarna Eiríkssyni til að selja 9 hundruð í jörðinni Syðri Gröf í Flóa.

Ábyrgð

Viðtakandi : Bjarni Eiríksson

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Bjarna Eiríkssyni, ráðsmanni Skálholtsstaðar, umboð til að selja Ragnhildi Daðadóttur 9 hundraða hlut í jörðinni Syðri Gröf í Flóa. Á móti vonar biskup að Ragnhildur samþykki að selja sér 6 hundraða hlut í jörðinni Efstabæ í Skorradal og 7 hundraða hlut í jörðinni Narfastöðum í Melasveit. Dags. í Skálholti 2. janúar 1660.

235 (177r-178r)
Inntak úr bréfi Úlfhildar Jónsdóttur tilskrifuðu séra Sigurði Torfasyni.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi Úlfhildar Jónsdóttur tilskrifuðu séra Sigurði Torfasyni.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 118-120. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Sendibréf sem Úlfhildur Jónsdóttir í Nesi skrifar sr. Sigurði Torfasyni dómkirkjupresti um viðskipti sín við sr. Snjólf Einarsson prest í Seltjarnarnessþingum. Eiginmaður Úlfhildar, sr. Stefán Hallkelsson, var áður prestur í Nesi en hann lést árið 1659. Sóknarmenn kusu þá sér til prests sr. Björn Stefánsson, son Úlfhildar, en Tómas Nikulásson fógeti á Bessastöðum gekk gegn þeirra vilja og valdi í embættið sr. Snjólf Einarsson. Þetta féll Úlfhildi illa og vildi hún ekki þiggja heilagt sakramenti frá sr. Snjólfi en óskaði eftir að sr. Þorkell Arngrímsson í Görðum veitti henni þessa þjónustu. Þessu neitaði sr. Snjólfur. Í bréfinu leitar Úlfhildur eftir aðstoð biskups og sr. Sigurðar Torfasonar og óskar eftir að fá að taka við heilögu sakramenti frá þeim presti sem hún kýs. Segist Úlfhildur vera rúmliggjandi og við bága heilsu og afstaða sr. Snjólfs valdi henni miklum andlegum þjáningum. Brynjólfur biskup skrifar sr. Snjólfi Einarssyni bréf samdægurs. Dags. í Nesi 29. desember 1659. Afrit dags. í Skálholti 4. janúar 1660.

236 (178r-179r)
Sendibréf biskupsins tilskrifað séra Snjólfi Einarssyni um andlegar nauðsynjar Úlfhildar Jónsdóttur.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins tilskrifað séra Snjólfi Einarssyni um andlegar nauðsynjar Úlfhildar Jónsdóttur.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 120-121. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til sr. Snjólfs Einarssonar. Í bréfinu lýsir biskup fyrir sr. Snjólfi andlegri þörf Úlfhildar Jónsdóttur í Nesi fyrir að meðtaka heilagt sakramenti til að bæta hjartans sorg og hugarangur. Sjá bréf nr. 237. Biskup undrar sig stórlega á hvað sr. Snjólfi gangi til að neita henni um heilagt sakramenti eða meina henni þessa þjónustu að fá frá öðrum presti. Segir biskup að sr. Snjólfur vilji ekki hafa á sinni samvisku að Úlfhildur andist án þess að fá þessa þjónustu frá presti, sér í lagi þar sem hún sjálf hafi margoft óskað eftir að fá að meðtaka heilagt sakramenti en verið neitað um það af sóknarprestinum án ástæðu. Segir biskup að "hvergi finn ég það fyrirboðið að sóknarprestarnir megi ekki leyfa öðrum presti þjónustugjörð í sinni sókn að fremja". Dags. í Skálholti 4. janúar 1660.

237 (179v-180r)
Kaupbréf Hjalta Jónssonar biskupsins vegna M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 5 hundruð í Skjöldólfsstöðum í Jökuldal í Hofteigs kirkjusókn fyrir austan af Torfa Einarssyni á Hafursá.
Titill í handriti

Kaupbréf Hjalta Jónssonar biskupsins vegna M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 5 hundruð í Skjöldólfsstöðum í Jökuldal í Hofteigs kirkjusókn fyrir austan af Torfa Einarssyni á Hafursá.

Athugasemd

Jarðakaupagjörningur sem fram fór á Hafursá í Fljótsdal 22. febrúar 1657. Þar seldi Torfi Einarsson Brynjólfi biskup 5 hundraða hlut í jörðinni Skjöldólfsstöðum á Jökuldal. Á móti seldi Brynjólfur biskup Torfa 4 hundruð í jörðu sem Torfi skuldaði dóttur sinni, Sesselju, auk 5 hundraða í lausafé. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. á Hafursá í Fljótsdal 22. febrúar 1657. Afrit dags. í Skálholti 12. janúar 1660.

238 (180r-180v)
Smjör sem Hjalti Jónsson hefur meðtekið biskupsins vegna af jörðum Bjarna Eiríkssonar anno 1659.
Titill í handriti

Smjör sem Hjalti Jónsson hefur meðtekið biskupsins vegna af jörðum Bjarna Eiríkssonar anno 1659.

Athugasemd

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, meðtekur smjör af landsetum Bjarna Eiríkssonar á Austfjörðum fyrir árið 1659. Dags. 9. nóvember 1659.

Efnisorð
239 (180v)
Rekareikningur frá Höfn á Ströndum.
Titill í handriti

Rekareikningur frá Höfn á Ströndum.

Ábyrgð

Bréfritari : Hjalti Jónsson

Athugasemd

Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, sendir Brynjólfi biskup yfirlit yfir reka á jörðinni Strandhöfn á Vopnafirði árið 1659. Bréfið er ódags. Afrit dags. í Skálholti 12. janúar 1660.

Efnisorð
240 (181r-182r)
Kaupbréf Bjarna Eiríkssonar vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 7 hundruð í Narfastöðum í Melasveit og 6 hundruð í Efstabæ í Skorradal af Ragnhildi Daðadóttur fyrir 9 hundruð í Gröf í Flóa.
Titill í handriti

Kaupbréf Bjarna Eiríkssonar vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 7 hundruð í Narfastöðum í Melasveit og 6 hundruð í Efstabæ í Skorradal af Ragnhildi Daðadóttur fyrir 9 hundruð í Gröf í Flóa.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup seldi Ragnhildi Daðadóttur 9 hundraða hlut í jörðinni Syðri Gröf í Flóa ásamt þremur málnytu kúgildum. Á móti seldi Ragnhildur Daðadóttir Brynjólfi biskup 6 hundraða hlut í jörðinni Efstabæ í Skorradal og 7 hundraða hlut í jörðinni Narfastöðum í Melasveit. Einnig óskaði Ragnhildur eftir því að biskup útvegaði henni eitt hundrað til viðbótar í jörðinni Syðri Gröf, svo hún ætti full 10 hundruð í jörðinni, sem biskup samþykkti. Samninginn gerði Bjarni Eiríksson, ráðsmaður Skálholtsstaðar, fyrir hönd Brynjólfs biskups. Dags. að Kolsholti í Flóa 12. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 15. janúar 1660.

241 (182v-183r)
Kaupbréf fyrir einu hundraði og 5 álnum frekar í Þorleifsstöðum á Rangárvöllum af Daða Jónssyni.
Titill í handriti

Kaupbréf fyrir einu hundraði og 5 álnum frekar í Þorleifsstöðum á Rangárvöllum af Daða Jónssyni.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir eitt hundrað og fimm álna hlut í jörðinni Þorleifsstöðum á Rangárvöllum af hjónunum Daða Jónssyni og Höllu Torfadóttur. Á móti myndu þau hjón fá til ábýlis dómkirkjujörð í Austara hreppi, helst jörðina Haga í Núpskirkjusókn og halda jörðina eins og leiguliðum ber skylda til. Dags. í Skálholti 15. janúar 1660.

242 (183v-185r)
Kaupbréf fyrir 1 hundraði og 5 aurum í Austustu Sámstöðum af Ólafi Magnússyni.
Titill í handriti

Kaupbréf fyrir 1 hundraði og 5 aurum í Austustu Sámstöðum af Ólafi Magnússyni.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir eitt hundrað og fimm aura hlut í jörðinni Austustu Sámstöðum í Fljótshlíð af hjónunum Ólafi Magnússyni og Sesselju Loftsdóttur. Fyrir þennan hlut greiddi biskup 3 hundruð, sex ríkisdali strax og næsta vor í fardögum 2 hundruð í góðum og gagnlegum peningum. Í lok bréfsins kemur fram að Brynjólfur biskup seldi Jóni Vigfússyni, sýslumanni í Árnesþingi, þennan jarðarhlut þann 18. apríl 1667. Dags. í Skálholti 19. janúar 1660.

243 (185v-186r)
Qvittantia útgefin Ólafi Magnússyni á Sámstöðum í Fljótshlíð uppá töku í Herdísarvík anno 1660, 19. janúar.
Titill í handriti

Qvittantia útgefin Ólafi Magnússyni á Sámstöðum í Fljótshlíð uppá töku í Herdísarvík anno 1660, 19. janúar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup lýsir yfir að fullar sættir hafi náðst á milli hans og Ólafs Magnússonar, en Ólafur hafði gerst brotlegur við biskup í Herdísarvík haustið 1659. Dags. í Skálholti 19. janúar 1660.

244 (186r-186v)
Vígslubréf Guttorms Sigfússonar til capelláns séra Stephani í Vallanesi.
Titill í handriti

Vígslubréf Guttorms Sigfússonar til capelláns séra Stephani í Vallanesi.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir Guttorm Sigfússon til aðstoðarprests hjá sr. Stefáni Ólafssyni sóknarpresti í Vallanesi. Sr. Stefán hafði í bréfi til biskups, dags. 25. nóvember 1659, óskað eftir aðstoð capelláns þar sem hann átti við vanheilsu að stríða og gat því ekki sinnt prestskyldum sínum með besta móti. Í bréfinu fer Brynjólfur biskup yfir skyldur sr. Stefáns gagnvart sínum aðstoðarpresti og einnig hvernig capellán ber að haga sér í sínu embætti. Sr. Guttormur var vígður til aðstoðarprests í dómkirkjunni í Skálholti 22. janúar 1660. Dags. í Skálholti á Pálsvöku (24. janúar) 1660.

Efnisorð
245 (187r-187v)
Inntak úr bréfi Ragnhildar Daðadóttur tilskrifað biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
Titill í handriti

Inntak úr bréfi Ragnhildar Daðadóttur tilskrifað biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.

Athugasemd

Sendibréf sem Ragnhildur Daðadóttir skrifar Brynjólfi biskup. Í bréfinu segir Ragnhildur að hún hafi fengið full skil á afgjöldum þeirra jarða sem hún seldi biskupi, Efstabæ og Narfastöðum, og því séu engar skuldir óuppgerðar þeirra á milli. Einnig minnir hún biskup á samkomulag þeirra um að Brynjólfur biskup útvegi henni tíunda hundraðið í jörðinni Syðri Gröf í Flóa, en biskup seldi henni 9 hundraða hlut í jörðinni. Sjá bréf nr. 242. Dags. í Kolsholti 12. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 25. janúar 1660.

246 (187v)
Tilsögn biskupsins á landamerkjum milli Skjaldþingsstaða í Vopnafirði og Rauðhóla, ábúandanum Eyjólfi Þórðarsyni tilskrifuð, svo látandi í bréfinu.
Titill í handriti

Tilsögn biskupsins á landamerkjum milli Skjaldþingsstaða í Vopnafirði og Rauðhóla, ábúandanum Eyjólfi Þórðarsyni tilskrifuð, svo látandi í bréfinu.

Athugasemd

Lýsing Brynjólfs biskups á landamerkjum milli Skjaldþingsstaða í Vopnafirði og Rauðhóla, sent Eyjólfi Þórðarsyni ábúanda á Skjaldþingsstöðum. Í bréfinu segir biskup að þessi lýsing á landamerkjum fyrir sunnan bæinn skuli halda á meðan ekki koma fram önnur skjalleg landamerkjaskilríki. Dags. í Skálholti 25. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 25. janúar 1660.

247 (188r-188v)
Tilsögn biskupsins um tilstyrk á kirkju byggingu í Klausturhólum sóknarmönnunum þar tilskrifuð.
Titill í handriti

Tilsögn biskupsins um tilstyrk á kirkju byggingu í Klausturhólum sóknarmönnunum þar tilskrifuð.

Athugasemd

Bréf Brynjólfs biskups til sóknarmanna kirkjunnar á Klausturhólum í Grímsnesi. Í bréfinu segir biskup kirkjuna á Klausturhólum vera að hruni komna og ekki megi við svo búa lengur vegna mannhættu og niðurfalls. Hann segir sóknarmenn þekkja vanefni og fátækt kirkjunnar þar sem hún eigi engar eignir sem skili tekjum, einungis tíundir sem dugi skammt til að standa undir endurbyggingu. Biskup hefur heyrt að viðir hafi verið keyptir en þeir liggi suður í Hafnarfirði og kirkjan hafi ekki ráð á að láta draga þá til Klausturhóla. Biskup tilkynnir því sóknarmönnum að samkvæmt tilskipun konungs, Kong Majestatis Ordinantia, beri þeim skylda til að aðstoða kirkjuna í vanefnum hennar, ljá hesta, menn og nauðsynleg aðföng til að flytja þessa viði frá Hafnarfirði og aðstoða við endurbyggingu kirkjunnar. Dags. í Skálholti 26. janúar 1660.

Ekkert bréf nr. 250.

248 (188v-189r)
Biskupstíundaupphæð í Árnessýslu anno 1659.
Titill í handriti

Biskupstíundaupphæð í Árnessýslu anno 1659.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að Jón Jónsson á Hömrum hefur staðið skil á biskupstíundum sem safnast hafa í Árnessýslu árið 1659. Dags. í Skálholti 25. maí 1660.

Efnisorð
249 (189v-190v)
Copium af bréfi biskupsins fógetanum Tómasi Nicholassyni tilskrifuðu.
Titill í handriti

Copium af bréfi biskupsins fógetanum Tómasi Nicholassyni tilskrifuðu.

Notaskrá

Bréfið er prentað í bókinni Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Sjá Jón Helgason (útg.). Úr bréfabókum Brynjólfs Sveinssonar. Safn Fræðafélagsins um Ísland og Íslendinga XII, bls. 122. Kaupmannahöfn: Hið íslenzka fræðafélag, 1942.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum. Biskup segir sér kært að heyra að ekkjan í Nesi, Úlfhildur Jónsdóttir, hafi nú meðtekið heilagt sakramenti. Hann leggur til að sr. Snjólfi Einarssyni verði veitt prestakall í Vestmannaeyjum eða á Snæfuglstöðum. Þar með geti sr. Björn Stefánsson, sonur Úlfhildar, orðið sóknarprestur í Seltjarnarnessþingum "svo menn sæu aumur á og sýndu miskunnarverk á ekkjunnar harmþrunginni samvisku, hvað víst mun og Guði kært og þægilegt verk vera". Vonar hann að Tómasi muni líka þessi lausn mála. Sjá bréf nr. 237 og 238. Í bréfinu fjallar biskup einnig um mál sr. Þorsteins á Útskálum og telur því nú lokið þar sem konan hafi svarið eið að því að sr. Þorsteinn sé faðir barns hennar. Biskup biðst undan heimsókn Tómasar, en hann hafði boðað komu sína í Skálholt. Í Skálholti sé ekki dropa að fá sem gleðja mætti góðan vin. Þar að auki sé Skálholtsstaður nú húsalítill vegna eldskaða, betra sé að bíða með heimsókn þar til sumrar og nægt öl verði að fá. Dags. í Skálholti 1. febrúar 1660.

250 (190v-194r)
Reikningur ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar af ráðsmannsumboðinu við biskupinn frá anno 1658 í fardögum til 1659.
Titill í handriti

Reikningur ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar af ráðsmannsumboðinu við biskupinn frá anno 1658 í fardögum til 1659.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir reikning Bjarna Eiríkssonar yfir búfjáreign, inntektir og útgjöld af ráðsmannsumboði Skálholtsstaðar frá fardögum 1658 til 1659. Dags. í Skálholti 1. febrúar 1660.

Efnisorð
251 (194v-196r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Reikningur yfir smjörgjöld sem Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, innheimti af landsetum Bjarna Eiríkssonar á Austfjörðum árin 1658 og 1659. Einnig reikningur Bjarna Eiríkssonar yfir smjörgjöld í ráðsmannsumboði Skálholtsstaðar sömu ár. Reiknaðist þeim til að Bjarni Eiríksson væri Brynjólfi biskup skuldugur um 4 vættir, 5 fjórðunga og 18 merkur smjörs. Dags. í Skálholti 1. febrúar 1660 og 3. febrúar 1661.

Efnisorð
252 (196v-198v)
Þetta eftirskrifað reiknast niðurfallið hafi í reikning ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar af Skálholtsstaðar vorgjöldum 1659 í fardögum.
Titill í handriti

Þetta eftirskrifað reiknast niðurfallið hafi í reikning ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar af Skálholtsstaðar vorgjöldum 1659 í fardögum.

Athugasemd

Reikningur yfir skuldaskil Brynjólfs biskups við Bjarna Eiríksson, ráðsmann Skálholtsstaðar, vegna vorgjalda, meðtekta og útsvars í fardögum 1659. Dags. í Skálholti 1. febrúar 1660.

Efnisorð
253 (198v-199r)
Hér í mót hef ég aftur af honum meðtekið anno 1659.
Titill í handriti

Hér í mót hef ég aftur af honum meðtekið anno 1659.

Athugasemd

Reikningur yfir skuldaskil Brynjólfs biskups við Bjarna Eiríksson, ráðsmann Skálholtsstaðar, vegna vorgjalda, meðtekta og útsvars í fardögum 1659. Dags. í Skálholti 1. febrúar 1660.

Efnisorð
254 (199v-200v)
Kaupbréf biskupsins fyrir Skálanesi nyrðra 8 hundruð og Gröf 6 hundruð í Vopnafirði af Gísla Sigurðssyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir Skálanesi nyrðra 8 hundruð og Gröf 6 hundruð í Vopnafirði af Gísla Sigurðssyni.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir tvær jarðir í Vopnafirði af Gísla Sigurðssyni, sem annaðist söluna fyrir hönd föður síns, sr. Sigurðar Oddssonar. Þetta var öll jörðin Skálanes nyrðra, átta hundruð að dýrleika, og öll jörðin Gröf, sex hundruð að dýrleika. Á móti lofaði Brynjólfur biskup að fá Gísla Sigurðssyni til eignar 16 eða 20 hundraða jörð í Borgarfirði. Nefndi biskup jörðina Höfn í Melasveit, 20 hundruð að dýrleika, yrði hún biskupi föl til kaups, annars aðra jafngilda og jafngóða fastaeign sem þeir yrðu ásáttir um og fengi Gísli þessa eign afhenta um næstu fardaga. Dags. í Skálholti 11. febrúar 1660.

255 (200v-201v)
Kúgildaskipti biskupsins við Gísla Sigurðsson.
Titill í handriti

Kúgildaskipti biskupsins við Gísla Sigurðsson.

Athugasemd

Samkomulag Brynjólfs biskups og Gísla Sigurðssonar um að í næstkomandi fardögum taki biskup að sér öll þau kúgildi sem fylgja jörðunum Skálanesi nyrðra og Gröf í Vopnafirði. Á móti lofar biskup að greiða og gjalda Gísla Sigurðssyni jafnmörg og jafngild leigukúgildi með þeirri jörð eða fastaeign sem Gísli skyldi þá meðtaka frá biskupi. Sömuleiðis er í samkomulaginu fjallað um töku landskuldar af beggja hálfu og meðferð reka á jörðunum í Vopnafirði. Dags. í Skálholti 14. febrúar 1660.

Efnisorð
256 (201v-202r)
Seðill Gísla Sigurðssonar til Þorgríms Guðmundssonar austur.
Titill í handriti

Seðill Gísla Sigurðssonar til Þorgríms Guðmundssonar austur.

Athugasemd

Gísli Sigurðsson skrifar Þorgrími Guðmundssyni, fulltrúa sýslumanns, en hann sá um að meðtaka landskuld af jörðunum Skálanesi og Gröf í Vopnafirði fyrir hönd föður Gísla, sr. Sigurðar Oddssonar. Í bréfinu lýsir Gísli yfir að nú skuli greiða og gjalda Brynjólfi biskup eða hans umboðsmanni öll afgjöld, landskuld og leigur af þessum tveimur jörðum. Einnig biður hann Þorgrím að athuga með innistæðukúgildi jarðanna, hvort nokkuð þurfi upp að bæta áður en biskup tekur við kúgildaeign jarðanna um næstu fardaga. Dags. í Skálholti 17. febrúar 1660.

Efnisorð
257 (202v-205v)
Collationis bréf séra Þorleifs Claussonar fyrir Útskálastað á Roshvalanesi.
Titill í handriti

Collationis bréf séra Þorleifs Claussonar fyrir Útskálastað á Roshvalanesi.

Athugasemd

Í bréfinu lýsir Brynjólfur biskup yfir að sóknarmenn í Útskálakirkjusókn hafi valið sér sr. Þorleif Clausson í embætti sóknarprests í Útskálakirkju í stað sr. Þorsteins Björnssonar sem var rekinn úr embætti vegna legorðsmáls. Sr. Þorleifur hafði þjónað sem aðstoðarprestur sr. Þorsteins um níu ára skeið og hafði getið sér gott orð fyrir heiðarleika, bæði í lærdómi og lifnaði. Staðfestir Brynjólfur biskup því köllunarbréf hans og óskar honum alls velfarnaðar í störfum sínum. Biskup óskar eftir að sr. Hallkell Stefánsson, í forföllum prófasts, taki út kirkju og stað Útskála svo sr. Þorleifur geti tekið við embætti um næstu fardaga. Vonar hann að samkomulag náist um brottför sr. Þorsteins frá Útskálastað svo ekki þurfi að kalla saman dómkvadda menn. Dags. í Skálholti 19. febrúar 1660.

258 (205v-206r)
Mark sem biskupinn keypti að Bjarna Jónssyni tvístift að framan bæði eyrun.
Titill í handriti

Mark sem biskupinn keypti að Bjarna Jónssyni tvístift að framan bæði eyrun.

Athugasemd

Brynjólfur biskup kaupir fjármark af Bjarna Jónssyni bónda á Kýlhrauni á Skeiðum, en Bjarni hafði notað þetta fjármark síðastliðin tuttugu ár. Er markið tvístyft að framan bæði eyrun. Lofaði Bjarni að lýsa þessum kaupum á næstkomandi manntalsþingi og láta skrá í þingbók sýslumannsins. Greiddi biskup Bjarna fyrir fjármarkið með ungri kú sem hann fengi afhenta um næstu fardaga. Dags. í Skálholti 29. febrúar 1660.

2 bréf hafa númerið 261.

259 (206v-207r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Hluti af því járni sem Jón Þórðarson fékk afhent í Skálholti til smíða og hann notaði ekki er nú skilað aftur til Skálholtsstaðar. Var járnið vigtað af járnpundara Skálholtsstaðar, Þorsteini Eyvindssyni. Sjá bréf nr. 193. Dags. í Skálholti 2. mars 1660.

2 bréf hafa númerið 261.

Efnisorð
260 (206v-207r)
Uppsagnarbréf séra Gísla Þóroddssonar á Grímsnessþingum að næstu komandi fardögum.
Titill í handriti

Uppsagnarbréf séra Gísla Þóroddssonar á Grímsnessþingum að næstu komandi fardögum.

Athugasemd

Sr. Gísli Þóroddsson segir lausu starfi sínu sem sóknarprestur í Snæfuglstaða, Klausturhóla og Búrfellskirkjusókn frá og með næstu fardögum. Sr. Gísli hafði gegnt þessu embætti síðastliðin þrettán ár en segir nú af sér vegna veikinda, að beiðni sóknarmanna. Vonast hann eftir að fá að búa áfram á Snæfuglstöðum, að minnsta kosti þar til biskup finnur honum annan öruggan samastað "eftir því sem öðrum veikum og vanfærum uppgefnum kennimönnum á að leggjast". Dags. í Skálholti 24. mars 1660.

Efnisorð
261 (207r-208r)
Útskrift af biskupsins bréfi um tillag séra Gísla Þóroddssonar þremur prestum í Rangárþingi tilskrifað.
Titill í handriti

Útskrift af biskupsins bréfi um tillag séra Gísla Þóroddssonar þremur prestum í Rangárþingi tilskrifað.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar bréf til þriggja presta, sr. Þorleifs Jónssonar í Odda, sr. Þorsteins Jónssonar að Holti og sr. Magnúsar Jónssonar að Breiðabólstað. Í bréfinu tilkynnir hann þeim um afsögn sr. Gísla Þóroddssonar, ástæður hennar og jafnframt beiðni sr. Gísla um framfæri og uppheldis tillag. Biður hann prestana um aðstoð við að sjá um framfæri sr. Gísla í veikindum hans og óskar eftir að tillag prestanna þriggja verði 4 hundruð en tillagið verði alls fimm hundruð. Dags. í Skálholti 24. mars 1660.

2 bréf hafa númerið 263.

Efnisorð
262 (208v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Skuldaviðurkenning þar sem Jón Jónsson í Skáney lýsir yfir að hann skuldi Brynjólfi biskup 20 ríkisdali. Lofar hann að endurgreiða þessa ríkisdali í síðasta lagi á næstkomandi Pétursmessuaftan (29. júní), annað hvort í Skálholti eða við Öxará á næsta Alþingi. Í síðari hluta bréfsins, sem er dags. á Þingvöllum 30. júní 1660, staðfestir Brynjólfur biskup að Árni Ólafsson hafi greitt honum þessa 20 ríkisdali til baka, fyrir hönd Jóns Jónssonar. Dags. í Skálholti 28. mars 1660 og á Þingvöllum 30. júní 1660.

2 bréf hafa númerið 263.

Efnisorð
263 (209r-209v)
Útskrift af sendibréfi biskupsins tilskrifuðu Thomasi Nicholassyni.
Titill í handriti

Útskrift af sendibréfi biskupsins tilskrifuðu Thomasi Nicholassyni.

Ábyrgð

Viðtakandi : Tómas Nikulásson

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Tómasar Nikulássonar fógeta á Bessastöðum. Í bréfinu tilkynnir biskup Tómasi að Mosfellsprestakall sé nú laust og Snæfuglstaðaprestaköllin þrjú verði laus um næstu fardaga. Leggur hann til að þessar fjórar sóknir verði sameinaðar og myndi þar með eitt fjársterkara prestakall. Hann vonar að Tómas geti mælt með góðum presti til að taka við embætti sóknarprests í þessu nýsameinaða prestakalli, sér í lagi ef sr. Snjólfur Einarsson, prestur í Seltjarnarnessþingum, hefur áhuga. Biskup nefnir að sr. Snjólfur sé alinn þar upp og þar búi föðursystir hans. Þar með gæti sr. Björn Stefánsson tekið við starfi sóknarprests í Seltjarnarnessþingum og tveimur sorgmæddum ekkjum yrði þá gerður stór velgjörningur. Sjá bréf nr. 252. Dags. í Skálholti 12. apríl 1660.

264 (209v-211r)
Kaupbréf biskupsins fyrir Hamragerði 5 hundruð af Jóni Pálssyni fyrir 50 ríkisdali til Jóns Sigurðssonar.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir Hamragerði 5 hundruð af Jóni Pálssyni fyrir 50 ríkisdali til Jóns Sigurðssonar.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir fjórðungshlut í jörðinni Hamragerði í Útmannasveit, 5 hundruð að dýrleika, af Jóni Pálssyni og Málfríði Torfadóttur. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup fimmtíu ríkisdali. Einnig lofaði Jón Pálsson að selja Brynjólfi biskup 5 hundraða hlut í jörðinni Hjartarstöðum fyrir annan 5 hundraða jarðarpart á Fljótsdalshéraði. Dags. í Skálholti 13. apríl 1660.

Ekkert bréf nr. 266.

265 (211v)
Meðkenning Ólafs Jónssonar uppá meðtekna 20 ríkisdali.
Titill í handriti

Meðkenning Ólafs Jónssonar uppá meðtekna 20 ríkisdali.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Ólafi Jónssyni kaup fyrir starf sitt sem heyrari við Skálholtsskóla. Alls fékk Ólafur greidda 20 ríkisdali fyrir þessa árs þjónustu. Dags. í Skálholti 15. apríl 1660.

266 (211v-212r)
Álit á bæjarfærslu á Syðri Loftstöðum.
Titill í handriti

Álit á bæjarfærslu á Syðri Loftstöðum.

Athugasemd

Sex menn voru fengnir til að meta hvar væri að finna besta bæjarstæðið á jörðinni Syðri Loftstöðum, en færa þurfti bæjarhúsin vegna uppblásturs á jörðinni. Þremur þeirra sýndist besta bæjarstæðið liggja fyrir austan landnorðan hjáleigubænum Loftstaðahjáleigu en þrír menn gáfu ekki álit. Dags. að Loftstaðahjáleigu 7. apríl 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. apríl 1660.

Efnisorð
267 (212v)
Álit á bæjarfærslu á Syðri Loftstöðum.
Titill í handriti

Álit á bæjarfærslu á Syðri Loftstöðum.

Athugasemd

Bjarni Eiríksson, ráðsmaður Skálholtsstaðar, fékk þrjá menn til að gefa álit á bæjarfærslu Syðri Loftstaða en færa þurfti bæjarstæðið vegna uppblásturs á jörðinni. Voru þessir þrír álitsgjafar sammála niðurstöðunni sem kemur fram í bréfi nr. 268. Dags. að Loftstaðahjáleigu 7. apríl 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. apríl 1660.

Efnisorð
268 (213r-213v)
Virðing á því skipi er biskupinn átti á Eyrarbakka við Gísla Gíslason.
Titill í handriti

Virðing á því skipi er biskupinn átti á Eyrarbakka við Gísla Gíslason.

Athugasemd

Sex menn voru tilkvaddir til að meta verðmæti skips sem Brynjólfur biskup átti á Eyrarbakka í félagi við Gísla Gíslason en Gísli vildi kaupa hlut biskups í skipinu. Af hálfu biskups kallaði Bjarni Eiríksson, ráðsmaður Skálholtsstaðar, til þrjá menn og af hálfu Gísla Gíslasonar voru þrír menn valdir til að meta virði skipsins. Dags. að Skúmstöðum á Eyrarbakka 9. apríl 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. apríl 1660.

Efnisorð
269 (214r-215r)
Útskrift af sendibréfi biskupsins tilskrifuðu séra Katli Jörundssyni.
Titill í handriti

Útskrift af sendibréfi biskupsins tilskrifuðu séra Katli Jörundssyni.

Ábyrgð

Viðtakandi : Ketill Jörundsson

Athugasemd

Svar Brynjólfs biskups við sendibréfi sem sr. Ketill Jörundsson prófastur í Dalasýslu hafði skrifað biskupi en þar óskaði sr. Ketill aðstoðar biskups vegna stöðu sem komin var upp á milli sr. Erlendar Einarssonar sóknarprests í Hjarðarholti í Laxárdal og sóknarmanna í Laxárdal. Sóknarmenn treystu sér ekki til að meðtaka frá sóknarpresti sínum altaris sakramenti "vegna þeirra veikleikamerkja sem þeim þykir hann á sínu holdi hafa". Biskup telur best að sr. Ketill vísiteri sóknina sem prófastur, heyri embættisgjörðina og rannsaki hvort ákæran eigi rétt á sér með vitnisburði sjö sóknarmanna. Ef prestastefna reynist nauðsynleg þá biður biskup um að helstu kennimenn úr næstu prófastdæmum komi til Hjarðarholts á þeim tíma sem sr. Ketill Jörundsson prófastur ákveður. Þar muni koma í ljós hvort sr. Erlendur sé einfær um að sinna prestskyldum sínum eða hvort hann verði skyldugur til að kalla sér capellán eða aðstoðarprest til sakramentisins útdeilingar og annarra prestembætta. Dags. í Skálholti 17. apríl 1660.

270 (215r)
Meðkenning Jóns Sigurðssonar í Káranesi í Kjós uppá 50 ríkisdali honum af biskupinum afgreidda vegna Jóns Pálssonar í Austfjörðum.
Titill í handriti

Meðkenning Jóns Sigurðssonar í Káranesi í Kjós uppá 50 ríkisdali honum af biskupinum afgreidda vegna Jóns Pálssonar í Austfjörðum.

Athugasemd

Jón Sigurðsson í Káranesi í Kjós staðfestir að Brynjólfur biskup hafi afhent honum 50 ríkisdali. Þessa ríkisdali átti Jón Sigurðsson að færa Jóni Pálssyni vegna kaupa biskups á fjórðungshlut í jörðinni Hamragerði. Sjá bréf nr. 265. Dags. í Skálholti 19. apríl 1660.

271 (215v)
NB. Til minnis.
Titill í handriti

NB. Til minnis.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hafi afhent Þórólfi Guðmundssyni átta ríkisdali vegna kaupa biskups á jörðinni Syðri Gröf í Flóa. Sjá bréf nr. 233. Dags. í Skálholti 24. apríl 1660.

Efnisorð
272 (215v-216v)
Vígslu og staðfestingarbréf til kennimanns embættis þjónustu í Mýrarþingum Hannesar Björnssonar.
Titill í handriti

Vígslu og staðfestingarbréf til kennimanns embættis þjónustu í Mýrarþingum Hannesar Björnssonar.

Athugasemd

Bréf Brynjólfs biskups til sr. Sigurðar Oddssonar prófasts í Mýrarsýslu, forstöðu og fjárhaldsmanna kirknanna að Borg og Álftanesi á Mýrum og sóknarmanna í sömu sókn. Biskup auglýsir að hann hafi séð og lesið köllunar og útvalningarbréf sr. Hannesar Björnssonar, útgefið af sóknarmönnum Borgar og Álftanessóknar og samþykkt af prófasti, sem hann hér með samþykkir. Biskup tilkynnir að hann hafi prestvígt sr. Hannes í dómkirkjunni í Skálholti, þann 24. apríl 1660 og muni nú senda hann vestur til að taka við embætti. Dags. í Skálholti 24. apríl 1660.

Efnisorð
273 (216v-217v)
Umboð gefur biskupinn séra Jóni Daðasyni að úttaka Útskálastað.
Titill í handriti

Umboð gefur biskupinn séra Jóni Daðasyni að úttaka Útskálastað.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir sr. Jóni Daðasyni umboð til að gera úttekt á Útskálakirkju og stað og undirbúa staðinn fyrir nýjan sóknarprest, sr. Þorleif Clausson, eftir því sem máldagar og vísitasíubækur kirkjunnar segja til um. Dags. í Skálholti 26. apríl 1660.

Efnisorð
274 (217v-218r)
Meðkenning Eiríks Guðmundssonar í Birtingaholti.
Titill í handriti

Meðkenning Eiríks Guðmundssonar í Birtingaholti.

Athugasemd

Í bréfinu er að finna vitnisburð Eiríks Guðmundssonar í Birtingaholti vegna fimm ára drengs, Jóns Árnasonar, sem drukknaði í Stóru Laxá þann 9. mars 1660. Eiríkur var afi barnsins og varð vitni að því þegar drengurinn datt niður um vök á ísilagðri ánni. Dags. í Birtingaholti 20. mars 1660.

Efnisorð
275 (218v-219r)
Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Beitistöðum í Leirársveit 6 hundruð að dýrleika fyrir Norðfjörð í Trégildisvík 8 hundruð að dýrleika.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Beitistöðum í Leirársveit 6 hundruð að dýrleika fyrir Norðfjörð í Trégildisvík 8 hundruð að dýrleika.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Brynjólfur biskup selur Pétri Þórðarsyni alla jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík, 8 hundruð að dýrleika. Á móti selur Pétur Þórðarson Brynjólfi biskup hálfa jörðina Beitistaði í Leirársveit, 6 hundruð að dýrleika. Dags. á Skipaskaga á Akranesi 4. maí 1660.

276 (219r)
Lánaðir Pétri Þórðarsyni 12 ríkisdalir af biskupinum.
Titill í handriti

Lánaðir Pétri Þórðarsyni 12 ríkisdalir af biskupinum.

Athugasemd

Brynjólfur biskup staðfestir að hann hafi lánað Pétri Þórðarsyni á Innra Hólmi á Akranesi 12 ríkisdali til greiðslu landskuldar. Dags. á Skipaskaga á Akranesi 4. maí 1660.

277 (219v-220r)
Sendibréf biskupsins tilskrifað Jóni Jónssyni á Skáney.
Titill í handriti

Sendibréf biskupsins tilskrifað Jóni Jónssyni á Skáney.

Athugasemd

Sendibréf Brynjólfs biskups til Jóns Jónssonar á Skáney þar sem hann biður Jón um að selja sér 7 hundraða hlut í jörðinni Grafarkoti. Bréfið er ódags.

278 (220r-222v)
Afhending Jóns Marteinssonar á hálfu Austara Miðfelli í Strandarhrepp biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til eignar eftir þar um gjörðu kaupbréfi.
Titill í handriti

Afhending Jóns Marteinssonar á hálfu Austara Miðfelli í Strandarhrepp biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til eignar eftir þar um gjörðu kaupbréfi.

Athugasemd

Brynjólfur biskup fær afhenta hálfa jörðina Austara Miðfell á Hvalfjarðarströnd en biskup keypti þennan hlut af Jóni Marteinssyni yngri eins og fram kemur í jarðabréfi sem dagsett var 9. september 1659. Sjá bréf nr. 157. Viðstaddir afhendinguna voru Jón Marteinsson yngri, Nikulás Illugason sem átti helmingshlut í jörðinni á móti biskupi og eigendur næstu jarða, Kalastaða og Ytra Miðfells. Gerðu þeir samkomulag um helmingaskipti á jörðinni Austara Miðfelli, húsum, túnum og engjum. Í bréfinu er einnig að finna lýsingu á landamerkjum milli jarðanna Miðfells og Kalastaða og örnefni í landi Miðfells. Dags. á Austara Miðfelli 8. maí 1660.

279 (222v-223r)
Contract biskupsins við Jón Marteinsson um húsamun á Miðfelli og Hvammsvík.
Titill í handriti

Contract biskupsins við Jón Marteinsson um húsamun á Miðfelli og Hvammsvík.

Athugasemd

Brynjólfur biskup gerir samkomulag við Jón Marteinsson yngri vegna húsamunar á jörðunum Austara Miðfelli og Hvammi í Kjós. Sjá bréf nr. 157 og 166. Meðal annars fær Jón til eignar bát og næstkomandi landskuld af jörðinni Hvammsvík. Dags. á Hvalfjarðareyri 11. maí 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. maí 1660.

Efnisorð
280 (223r)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Reikningur Brynjólfs biskups við Jón Jónsson smið. Dags. í Skálholti 16. maí 1660.

Efnisorð
281 (223v-224r)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir einu hundraði í jörðinni Kjólsvík í Borgarfirði á Austfjörðum af Árna Árnasyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir einu hundraði í jörðinni Kjólsvík í Borgarfirði á Austfjörðum af Árna Árnasyni.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir eitt hundraða hlut í jörðinni Kjólsvík á Borgarfirði eystri af Árna Árnasyni. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup Árna tvö og hálft hundrað í lausafé sem var nýr tveggja skjólna ketill, tvívetra geld kvíga og tvívetra naut. Skyldi greiðslan innt af hendi um næstu fardaga. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. á Ketilstöðum í Jökulsárhlíð 14. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. maí 1660.

282 (224r-224v)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir þremur hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal fyrir lausafé af Jóni Rafnssyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir þremur hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal fyrir lausafé af Jóni Rafnssyni.

Athugasemd

Jarðabréf þar sem Brynjólfur biskup kaupir 3 hundraða hlut í jörðinni Þorvaldsstöðum í Skriðdal af Jóni Rafnssyni, með samþykki Cæcilíu Arngrímsdóttur, eiginkonu Jóns. Fyrir þennan jarðarhlut greiddi biskup Jóni Rafnssyni sjö hundruð í lausafé sem var 24 veturgamlir sauðir, sex ríkisdalir, eitt og hálft hundrað í vaðmáli og ekki minna magn í prjónasaum, ein voð vaðmáls, 4 vetra gamalt naut og tvö hundruð í ásauðar kúgildum. Skyldi greiðslan innt af hendi um næstu fardaga. Samninginn gerði Hjalti Jónsson, umboðsmaður jarða Brynjólfs biskups á Austfjörðum, fyrir hönd biskups. Dags. á Ketilstöðum í Jökulsárhlíð 14. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. maí 1660.

283 (225r-225v)
Skoðun á húsum í Brúnavík.
Titill í handriti

Skoðun á húsum í Brúnavík.

Athugasemd

Fimm erindrekar Brynjólfs biskups, Sigurður Hjálmarsson, Einar Magnússon, Gunnlaugur Jónsson, Sigurður Bárðarson og Þorleifur Eiríksson skoða ábúð á jörðinni Brúnavík á Borgarfirði eystri. Dags. á Brúnavík 14. júní 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. maí 1660.

Efnisorð
284 (226r)
Qvittantia séra Péturs Rafnssonar fyrir þrjú hundruð í Þorvaldsstöðum í Skriðdal.
Titill í handriti

Qvittantia séra Péturs Rafnssonar fyrir þrjú hundruð í Þorvaldsstöðum í Skriðdal.

Athugasemd

Sr. Pétur Rafnsson staðfestir að Hjalti Jónsson, í umboði Brynjólfs biskups, hafi greitt sér andvirði 3 hundraða hlutar í jörðinni Þorvaldsstöðum í Skriðdal, alls sjö hundruð. Sjá bréf nr. 91. Dags. í Eydölum 30. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. maí 1660.

285 (226v-227r)
Lögmáli á 16 hundruðum í Kirkjubóli af Ásmundi Torfasyni.
Titill í handriti

Lögmáli á 16 hundruðum í Kirkjubóli af Ásmundi Torfasyni.

Athugasemd

Sáttmáli gerður á milli Ásmundar Torfasonar og sr. Halldórs Eiríkssonar, í umboði Brynjólfs biskups. Þar staðfestir Ásmundur, í votta viðurvist, að hann muni selja Brynjólfi biskup 16 hundraða hlut í jörðinni Kirkjubóli á Stöðvarfirði fyrir það verð sem þeir ná samkomulagi um. Sr. Halldór greiddi nú Ásmundi átta ríkisdali til staðfestu samkomulaginu. Dags. að Eydölum í Breiðdal 17. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. maí 1660.

286 (227r-227v)
Lýsing séra Halldórs Eiríkssonar í Eydölum fyrir lögmála á sextán hundruðum í Kirkjubóli af Ásmundi Torfasyni.
Titill í handriti

Lýsing séra Halldórs Eiríkssonar í Eydölum fyrir lögmála á sextán hundruðum í Kirkjubóli af Ásmundi Torfasyni.

Athugasemd

Sr. Halldór Eiríksson lýsir yfir, í sex votta viðurvist, að Ásmundur Torfason hafi lofað að selja sér, fyrir hönd Brynjólfs biskups, 16 hundraða hlut í jörðinni Kirkjubóli á Stöðvarfirði. Einnig lýsir sr. Halldór yfir að hann hafi nú þegar greitt Ásmundi 8 ríkisdali upp í kaupverðið. Dags. að Eydölum 29. janúar 1660. Afrit dags. í Skálholti 16. maí 1660.

Blað 228r er autt.

Ekkert bréf nr. 291.

Bréf nr. 289, 290 og 292 koma síðar.

287 (228v-229v)
Afhending Jóns Þorvaldssonar á britaskemmunni í Skálholti er Halldór Einarsson viðtók.
Titill í handriti

Afhending Jóns Þorvaldssonar á britaskemmunni í Skálholti er Halldór Einarsson viðtók.

Athugasemd

Jón Þorvaldsson yfirbryti í Skálholti skilar skrá yfir birgðir í brytaskemmunni í Skálholti til Halldórs Einarssonar sem tók nú við starfi yfirbryta. Dags. í Skálholti 19. maí og 5. júní 1660.

Framhald af bréfinu er á blaði 235r-236v.

Bréf nr. 294 kemur síðar.

Efnisorð
288 (230r-230v)
Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Beitistöðum af Árna Jónssyni á Reykjum fyrir 727 álnir í Grafarkoti.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Beitistöðum af Árna Jónssyni á Reykjum fyrir 727 álnir í Grafarkoti.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Árni Jónsson selur Brynjólfi biskup hálfa jörðina Beitistaði í Leirársveit, sex hundruð að dýrleika. Fyrir þennan jarðarpart greiddi Brynjólfur biskup Árna 727 álnir í jörðinni Gröf í Reykholtsreykjadal. Samninginn gerði sr. Hannes Björnsson fyrir hönd biskups. Dags. í Reykholti 12. maí 1660. Afrit dags. í Skálholti 27. maí 1660.

289 (230v-231r)
Meðkenning Jóns Jónssonar á Skáney að biskupinn megi í burt fá þann part í Grafarkoti sem hann á.
Titill í handriti

Meðkenning Jóns Jónssonar á Skáney að biskupinn megi í burt fá þann part í Grafarkoti sem hann á.

Athugasemd

Samþykki Jóns Jónssonar á Skáney uppá sölu Brynjólfs biskups á hlut hans í jörðinni Grafarkoti í Reykholtsreykjadal. Dags. að Krossi í Lundarreykjadal 8. maí 1660. Afrit dags. í Skálholti 27. maí 1660.

Blað 231v er autt.

Efnisorð
290 (232r-232v)
Reikningur Jóns Halldórssonar á Hvaleyri til þessa 1660 25. maí.
Titill í handriti

Reikningur Jóns Halldórssonar á Hvaleyri til þessa 1660 25. maí.

Athugasemd

Reikningur Jóns Halldórssonar á Hvaleyri sendur Brynjólfi biskup. Dags. á Hvaleyri 25. maí 1660.

291 (233r-233v)
Anno 1660 29. maí. Reikningur skólameistarans Gísla Einarssonar fyrir hans skólameistarakaup þetta ár 1659 og 1660 meðtekið.
Titill í handriti

Anno 1660 29. maí. Reikningur skólameistarans Gísla Einarssonar fyrir hans skólameistarakaup þetta ár 1659 og 1660 meðtekið.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir Gísla Einarssyni skólameistara Skálholtsskóla kaup fyrir árið 1659-1660. Alls var kaup skólameistarans 15 hundruð og tvær álnir. Dags. í Skálholti 29. maí 1660.

292 (233v)
Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna í sitt kaup.
Titill í handriti

Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna í sitt kaup.

Athugasemd

Brynjólfur biskup greiðir sr. Sigurði Torfasyni dómkirkjupresti kaup fyrir síðasta ár, frá fardögum 1659 til fardaga 1660. Alls fékk sr. Sigurður greidda 20 ríkisdali fyrir þjónustu sína. Dags. í Skálholti 30. maí 1660.

293 (234r)
Virtar 3 kýr útlátnar af Bjarna ráðsmanni.
Titill í handriti

Virtar 3 kýr útlátnar af Bjarna ráðsmanni.

Athugasemd

Skoðaðar og metnar þrjár kýr sem Brynjólfur biskup átti. Tvær þeirra virtust vænlegar mjólkurkýr en ein þeirra þótti ólíkleg til að mjólka vel. Dags. við Ásholt 31. maí 1660.

Blað 234v er autt.

Efnisorð
294 (235r-236v)
Afhending Jóns Þorvaldssonar á britaskemmunni í Skálholti er Halldór Einarsson viðtók.
Titill í handriti

Afhending Jóns Þorvaldssonar á britaskemmunni í Skálholti er Halldór Einarsson viðtók.

Athugasemd

Jón Þorvaldsson yfirbryti í Skálholti skilar skrá yfir birgðir í brytaskemmunni í Skálholti til Halldórs Einarssonar sem nú tók við starfi yfirbryta. Dags. í Skálholti 19. maí og 5. júní 1660.

Fyrri hluti bréfsins er á blaði 228v-229v.

Blað 235r-236v er síðari hluti bréfs nr. 293.

Efnisorð
295 (237r)
Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.
Titill í handriti

Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.

Athugasemd

Reikningur af Herdísarvíkurbúi í fardögum 1660, meðal annars reikningur yfir óráðstafað búfé og hlut Sigmundar Jónssonar, umboðsmanns biskups yfir búinu. Dags. í Skálholti 29. maí 1660.

Blað 237r er niðurlag bréfsins.

Upphaf bréfsins er á blaði 240v.

Miðhluti bréfsins er á blaði 238r.

Blað 237v er autt.

Efnisorð
296 (238r)
Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.
Titill í handriti

Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.

Athugasemd

Reikningur af Herdísarvíkurbúi í fardögum 1660, meðal annars reikningur yfir óráðstafað búfé og hlut Sigmundar Jónssonar, umboðsmanns biskups yfir búinu. Dags. í Skálholti 29. maí 1660.

Blað 238r er miðhluti bréfsins.

Upphaf bréfsins er á blaði 240v.

Niðurlag bréfsins er á blaði 237r.

Blað 238v er autt.

Efnisorð
297 (239r-239v)
Afsala biskupsins á hálfri Höfn Gísla Sigurðssyni.
Titill í handriti

Afsala biskupsins á hálfri Höfn Gísla Sigurðssyni.

Athugasemd

Brynjólfur biskup afhendir Gísla Sigurðssyni hálfa jörðina Höfn í Melasveit, 20 hundruð að dýrleika, eins og jarðabréf þeirra frá 11. febrúar 1660 segir til um. Sjá bréf nr. 257. Staðfesting Gísla Sigurðssonar fyrir afhendingu jarðarinnar er dags. á Vatnsenda 6. maí 1660. Dags. á Hvanneyri 7. maí 1660.

298 (239v-240v)
Umboðsbréf Jóns Ásmundssonar yfir Grímsness umboði og út með sjó. Item biskupstíunda í Árnessýslu.
Titill í handriti

Umboðsbréf Jóns Ásmundssonar yfir Grímsness umboði og út með sjó. Item biskupstíunda í Árnessýslu.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Jóni Ásmundssyni Grímsnessumboð og biskupstíundaumboð í Árnessýslu. Í bréfinu er lýsing á hvað er innifalið í umboðinu og hverjar skyldur umboðsmannsins eru gagnvart landsetum og leiguliðum jarða dómkirkjunnar í Skálholti. Bréfið er ódags.

Ekkert bréf nr. 291.

Efnisorð
299 (240v)
Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.
Titill í handriti

Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.

Athugasemd

Reikningur af Herdísarvíkurbúi í fardögum 1660, meðal annars reikningur yfir óráðstafað búfé og hlut Sigmundar Jónssonar, umboðsmanns biskups yfir búinu. Dags. í Skálholti 29. maí 1660.

Blað 240v er upphaf bréfsins.

Blað 237r er miðhluti bréfsins.

Niðurlag bréfsins er á blaði 238r.

Efnisorð
300 (241r-241v)
Vígslubréf séra Björns Stefánssonar.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Björns Stefánssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir sr. Björn Stefánsson til sóknarprests í Klausturhóla, Búrfells og Snæfuglstaðakirkjusóknum í Grímsnesi. Fyrri sóknarprestur, sr. Gísli Þóroddsson, varð að láta af embætti vegna veikinda. Sjá bréf nr. 262 og 263. Var sr. Björn Stefánsson vígður í dómkirkjunni í Skálholti 20. maí 1660. Dags. í Skálholti 20. maí 1660.

Bréf nr. 301-304 vantar í bókina.

Bréf nr. 303 og 304 eru ekki nefnd í registri bókarinnar.

Efnisorð
301 (242r-242v)
Vígslubréf séra Jóns Snorrasonar til Mosfellssókna 1660.
Titill í handriti

Vígslubréf séra Jóns Snorrasonar til Mosfellssókna 1660.

Athugasemd

Brynjólfur biskup vígir sr. Jón Snorrason til sóknarprests í Mosfellssókn. Bréfið er ódags.

Fyrri hluti bréfsins er glataður.

Titill bréfsins er skrifaður upp eftir registri bókarinnar.

Efnisorð
302 (242v-243r)
Vitnisburður Jóns brita Þorvaldssonar.
Titill í handriti

Vitnisburður Jóns brita Þorvaldssonar.

Athugasemd

Brynjólfur biskup skrifar meðmælabréf fyrir Jón Þorvaldsson bryta í Skálholti. Jón hafði starfað við Skálholtsstað síðastliðin 13 ár, þar af síðustu átta ár sem verkstjóri og yfirbryti en lætur nú af störfum. Brynjólfur biskup gefur honum bestu meðmæli og óskar honum alls góðs. Dags. í Skálholti 4. júní 1660.

303 (243r-243v)
Qvittantia útgefin biskupinum um sex hundraða jarðarpart af séra Þorsteini Jónssyni í Holti.
Titill í handriti

Qvittantia útgefin biskupinum um sex hundraða jarðarpart af séra Þorsteini Jónssyni í Holti.

Athugasemd

Sr. Þorsteinn Jónsson í Holti undir Eyjafjöllum kvittar fyrir að Brynjólfur biskup hafi keypt af sér 6 hundraða jarðarpart og greitt sér fyrir 50 ríkisdali. Einnig kvittar Brynjólfur biskup fyrir að sr. Þorsteinn hafi meðtekið af sér 50 ríkisdali vegna jarðaskipta þeirra á jörðunum Drumboddsstöðum, hálfum Flekkudal og öllum Bæ í Kjós. Dags. í Skálholti 6. júní 1660. Afrit dags. í Skálholti 6. júní 1660. Kvittan Brynjólfs biskups með hans hendi dags. í Skálholti 7. júní 1660.

304 (244r-244v)
Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir jörðinni Norðurfirði í Trékildisvík 8 hundruð að dýrleika af Pétri Þórðarsyni.
Titill í handriti

Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir jörðinni Norðurfirði í Trékildisvík 8 hundruð að dýrleika af Pétri Þórðarsyni.

Athugasemd

Jarðakaupabréf þar sem Pétur Þórðarson seldi Brynjólfi biskup alla jörðina Norðurfjörð í Trékyllisvík, 8 hundruð að dýrleika. Fyrir jörðina greiddi biskup Pétri 15 hundruð eða 60 ríkisdali. Samninginn gerði Daði Halldórsson í umboði biskups. Dags. í Ytri Galtavík 14. júní 1660.

305 (244v)
Án titils.
Titill í handriti

Án titils.

Athugasemd

Brynjólfur biskup veitir Ásmundi Guðnasyni leyfi til torfskurðar í landi Haukholts í Hrunamannahreppi. Dags. í Skálholti 4. júlí 1660.

306 (245r-252v)
Registur uppá bréf og gjörninga sem þessi bók hefur að halda circa annos 1658:1659:1660.
Titill í handriti

Registur uppá bréf og gjörninga sem þessi bók hefur að halda circa annos 1658:1659:1660.

Athugasemd

Atriðisorðaskrá bókarinnar.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Dárahöfuð 1, með 4 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 stórir hringir ( 1 , 3 , 5 , 7 , 10 , 12 , 14 , 16 , 18 , 23-24 , 27-30 , 32-34 , 38 , 43 , 45 , 47-50 , 52-53 , 56 , 119 , 123-126 , 129-130 , 133-135 , 137 , 140 , 142 , 144 , 146 , 155 , 158 , 160 , 163 , 168 , 170-174 , 178 , 180-182 , 184-185 , 187 , 189 , 192 , 194 , 196 , 198 , 200 , 205 , 207 , 209-214 , 217-218 , 223-224 , 227-228 , 236 , 238 , 240 , 243 , 245 ) // Mótmerki: Fangamark PI? Ps? ( 2 , 4 , 6 , 8-9 , 11 , 13 , 15 , 17 , 19 , 21-22 , 25 , 26? , 31 , 35-37 , 39-42 , 44 , 46 , 51 , 54-55 , 57 , 115-118? , 122 , 127-128 , 131-132 , 136 , 138-139 , 141 , 143 , 145 , 147 , 154 , 157 , 159 , 161-162 , 164-167 , 169 , 175-177 , 179 , 183 , 186 , 188 , 190-191 , 193 , 195 , 197 , 199 , 201-204 , 206 , 208 , 215-216 , 219-222 , 225-226 , 229 , 235 , 239 , 241-242 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki með hornum // Ekkert mótmerki ( 20 , 120 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Dárahöfuð 2, með 5 meðalstórum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 61 , 63-66 , 83 , 87 , 89 , 90 , 100-103 , 105 , 107-108 , 110 , 113 ).

Vatnsmerki 4. Aðalmerki: Dárahöfuð 3, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross, 3 stórir hringir og stafur // Ekkert mótmerki ( 67 , 76 , 78 ).

Vatnsmerki 5. Aðalmerki: Fangamark AJ? // Ekkert mótmerki ( 68 ).

Vatnsmerki 6. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 1 // Ekkert mótmerki ( 71-72 , 230 , 232 , 244 , 246-247 , 249 ).

Vatnsmerki 7. Aðalmerki: Dárahöfuð 4, með 7 litlum bjöllum á kraga, Hermes kross og 3 meðalstórir hringir // Ekkert mótmerki ( 75 , 85 , 96 , 98 , 104 ).

Vatnsmerki 8. Aðalmerki: Fangamark MPB // Ekkert mótmerki ( 77 , 79 ).

Vatnsmerki 9. Aðalmerki: Skjaldarmerki Amsterdam 2 // Ekkert mótmerki ( 150 , 153 ).

Vatnsmerki 10. Aðalmerki: Óflokkanlegt vatnsmerki (jurtir? blóm?) // Ekkert mótmerki ( 251 , 253 ).

Blaðfjöldi
252 blöð (326 mm x 208 mm).
Tölusetning blaða

Efnisnúmerun (með nokkrum gloppum).

Umbrot

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Fangamark eiganda á bl. 1 (titilblaði).

Band

Uppruni og ferill

Uppruni

Þetta bindi er skrifað 1658-1660.

Ferill

Á titilblaði eru upphafsstafirnir HT:, en það mun vera fangamark Halldórs sonar sr. Torfa Jónssonar í Gaulverjabæ, sem var aðalerfingi Brynjólfs biskups (sbr. Jón Helgason, Úr bréfabókum Bryjólfs biskups Sveinssonar , bls. VII).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 19. desember 1974.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 243 (nr. 427). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 3. júlí 2002. ÞÓS skráði 6. júlí 2020.

Viðgerðarsaga

Lagfært af Birgitte Dall í júní 1974.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir, Þórður Jónsson í Hítardal
Titill: Ættartölusafnrit séra Þórðar Jónssonar í Hítardal I-II
Höfundur: Haraldur Bernharðsson
Titill: Gripla, Þykkja og þykja. Hljóðbeygingarvíxl einfölduð
Umfang: 15
Höfundur: Jón Helgason
Titill: Árbók 1946 (Landsbókasafn Íslands), Bókasafn Brynjólfs biskups
Umfang: 3-4
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Lýsigögn
×
Efni skjals
×
  1. Bréfabók Brynjólfs biskups Sveinssonar XI
    1. Efnisyfirlit
  2. Meðkenning Michels Gregerssonar uppá meðtekna 13 ríkisdali af Bjarna Eiríkssyni vegna Péturs Bjarnasonar eftir hans lénsjarðir.
  3. Meðkenning Kolbeins Einarssonar uppá 4 ríkisdali meðtekna af biskupnum sína tvo í hvoru lagi.
  4. Sáttmáli milli Margrétar Oddsdóttur og séra Gísla Þóroddssonar um embættisgjörð á Öndverðarnesi 1652.
  5. Copium af dómi um Snæfuglstaða kirkju uppbygging sem það bevisar að inventarium sömu kirkju sé innrunnið í Skálholt.
  6. Commendatia Gísla Vigfússonar.
  7. Sendibréfs inntak af bréfi biskupsins til Torfa Erlendssonar.
  8. Sendibréf biskupsins til D. Thomam Bangium.
  9. Sendibréf biskupsins til doktor Thomas Bartholinum.
  10. Sendibréf biskupsins til M. Wilhelm Lang.
  11. Bréf biskupsins til Jochim Moltke Bibliopolam Hafniensem.
  12. Lofun á kaupi á Álftanesi.
    1. Kóngsbréf Teiti Torfasyni útgefið.
    2. Commendatia Illuga Vigfússonar.
  13. Bygging biskupsins jarða í Borgarfirði um haustið anno 1658, þær sem hann sjálfur í þessari umreið byggir.
  14. Reikningur Páls Teitssonar á Vatnsenda uppá það sem biskupinn hefur innlátið og burtskikkað þar anno 1657 um haustið.
  15. Anno 1658 í fardögum landskylda reikningur af jörðum biskupsins í Borgarfirði sem Páll Teitsson stendur.
  16. Forlykunar gjörningur millum biskupsins og Páls Gíslasonar um skuld Páls við biskupinn.
  17. Kaupgjald Erlends Þorsteinssonar fyrir voryrkju á Vatnsenda og sumarvinnu í Skálholti.
  18. Anno 1658 29. septembris. Reikningur á kötlum biskupsins sem verið hafa í varðveislu Páls Teitssonar.
  19. Járnpottar biskupsins í varðveislu Páls Teitssonar á Vatnsenda sem eftir fylgir.
  20. Jarða landskylda og leigukúgilda reikningur, sem biskupinn á hér í Borgarfirði, í umsjá Páls Teitssonar sem eftir fylgir.
  21. Tilsögn Þorsteins Þorgeirssonar á 4 afnáms ám 1658.
  22. Kaup Stirbjarnar sagara.
  23. Kaup Jóns í Innstavogi á tófta hleðslu.
  24. Reikningur Hans Blatt úr Hvalfirði útskrifaður.
  25. Reikningur Páls Christianssonar kaupmanns í Hólmi.
  26. Helmingaskipti á 20 hundruðum í Skipaskaga á Akranesi millum biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar og Guðmundar Jónssonar eftir kaupbréfi því sem þeir sín á milli gjörðu anno 1658 1. júlí að Þingvöllum.
  27. Þorvarður Kolbeinsson skipti um innistæðu kýr
  28. Landskuld af hálfri Gröf á Akranesi 3 ríkisdalir.
  29. Contract gjörður á millum biskupsins og Lauritz eftirlögumanns um gilding og töku á blautum fiski biskups í Skaga.
  30. Sendibréf biskupsins til Thomasar Nicolassonar.
  31. Heyness kirkju máldagi útskrifaður af Wilchins bók.
  32. Samþykki Jórunnar Henriksdóttur uppá sölu Benedikts Halldórssonar á hálfri Gröf í Skilmannahreppi.
  33. Meðkenning uppá jarðar áverkalán til þinghúss í Gröf í Ytra hrepp.
  34. Viðboð Sigurðar Bjarnasonar á Einarsstöðum í Stöðvarfirði fyrir biskupsins jörð Syðri Kleif í Breiðdal - 9 hundruð, þar hann við henni bíður 5 hundruð í Bæ í Lóni og 3 hundruð í Litla Steinsvaði. Sendibréf Sigurðar dags. á Einarsstöðum í Stöðvarfirði 7. júní 1658. Afrit dags. í Skálholti 19. október 1658.
  35. Kostur á 4 hundruðum í Brúnavík í Borgarfirði og Desjamýrar kirkjusókn sem Árni Brynjólfsson á Streiti gjörir biskupinum fyrir 5 hundruð í Syðri Kleif í Breiðdal eftir hans bréfi. Datum Eydölum anno 1658, 20. septembris með hans handsölum undirskrifuðum orðrétt sem eftir fylgir.
  36. Kostur Jóns Eiríkssonar á 4 hundruðum í Brúnavík austur í Borgarfirði fyrir hálfa Syðri Kleif í Breiðdal. Daterað Eydölum anno 1658, 23. septembris.
  37. Inntak úr bréfi séra Halldórs Eiríkssonar um jörðina Brúnavík í austfjörðum í Borgarfirði biskupinum fala gjörða.
  38. Inntak úr bréfi séra Jóns Höskuldssonar tilskrifuðu séra Halldóri Eiríkssyni hvar inni hann gjörir biskupinum fala hálfa Brúnavík fyrir 10 hundruð í Skinney.
  39. Inntak úr bréfi séra Jóns Höskuldssonar til biskupsins hvar inni hann gefur biskupinum kost á hálfri Brúnavík í Austfjörðum fyrir 10 hundruð í Skinney.
  40. Grein úr bréfi séra Sigurðar Árnasonar á Skorrastað dateruðu anno 1658, 13. septembris að Skorrastað um skipti á 3 hundruð í Stóru Breiðavík austur í Borgarfirði við Steingrím Oddsson fyrir 3 hundruð - 10 álnum niður í Sandvík sem biskupinn átti.
  41. Byggingarbréf fyrir Hospitals jörðu Hörgslandi af biskupinum gefið séra Magnúsi Péturssyni.
  42. Vígslubréf Þorleifs Jónssonar til capelláns föður sínum.
  43. Kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á fiski á Eyrarbakka af séra Þorláki Bjarnasyni.
  44. Samþykki Sigríðar Bjarnadóttur uppá kaup biskupsins sem hann gjörði við Bjarna Eiríksson hennar ektamann á Teigi í Vopnafirði.
  45. Kaupmálabréf Péturs Jónssonar og Valgerðar Magnúsdóttur.
  46. Vígslubréf séra Vernharðar Erlendssonar og veitingarbréf hans fyrir Stað í Aðalvík.
  47. Tilsögn Sigmundar Jónssonar á 12 fiska tré biskupinum til handa.
  48. Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar yngra og Oddnýjar Jónsdóttur.
  49. Byggingarbréf Árna Pálssonar fyrir Þorlákshöfn.
  50. Enginn titill.
  51. Biskupstíundarreikningur úr Rangárvallasýslu af Magnúsi Þorsteinssyni.
  52. Qvittantia Benedikts Þorleifssonar og biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.
  53. Meðkenning biskupsins uppá ábúð Benedikts Þorleifssonar á Hrauni á Eyrarbakka og næst tilfallandi landskuld þar af.
  54. Meðkenning biskupsins uppá 10 aura sem Benedikt Þorleifsson hefur biskupinum svarað vegna Gottskálks Oddssonar.
  55. Sendibréf biskupsins til Selvogskirkju sóknarmanna.
  56. Kaupmálabréf Péturs Jónssonar og Valgerðar Magnúsdóttur.
  57. Kaupmálabréf Magnúsar Freysteinssonar yngra og Oddnýjar Jónsdóttur.
  58. Til minnis. Reikningur biskupsins og Jóns Halldórssonar á Hvaleyri eftir vaxspjöldum séra Árna Halldórssonar sem hann uppteiknaði eftir tilsögn Jóns Halldórssonar vegna biskupsins í vor 1658 og gjörði grein á þá er hann sunnan að hingað aftur kom.
  59. Reikningur Matz Rasmussonar kaupmanns í Hafnarfirði.
  60. Kaupmálabréf séra Odds Þorkelssonar og Ingibjargar Vigfúsdóttur að Hofi í Vopnafirði. Hvar í finnst skjal um jarðirnar Svínabakka og Búastaði í Vopnafirði.
  61. Forplictun Jóns Guðmundssonar við biskupinn á borgun peninga þeirra sem hans vegna lætur úti biskupinn við Sigfús Ólafsson norður.
  62. Vígslubréf Jóns Diðrikssonar.
  63. Lánaðir Þórólfi Guðmundssyni 4 ríkisdalir.
  64. Kaupbréf biskupsins fyrir 4 hundruðum í Brúnavík af Jóni Eiríkssyni fyrir hálfa Fremri Kleif.
  65. Forlykar séra Halldór Eiríksson við Jón Eiríksson húsamismuninn á Brúnavíkur parti, 4 hundruð, og hálfra Fremri Kleifa.
  66. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir hálfri Brúnavík af séra Jóni Höskuldssyni.
  67. Kaupbréf biskupsins fyrir 4 hundruð í Brúnavík af Árna Brynjólfssyni fyrir hálft fimmta hundrað í Fremri Kleif.
  68. Lofar séra Halldór Eiríksson uppá biskupinn 2 hundruð fyrir húsamismun á Brúnavíkur parti og hálfri Fremri Kleif.
  69. Sendibréf Sigurðar Bjarnasonar til biskupsins, hvar inni hann gefur biskupinum í vald öll eignarráð yfir (Brúnavík-yfirstrikað) Syðri Kleifum vafalaust og átölulaust af sér.
  70. Kaupbréf biskupsins fyrir Hrafnstöðum í Vopnafirði af Sigurði Árnasyni á Sandbrekku.
  71. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Hrafnabjörgum af Bjarna Ögmundssyni.
  72. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir Eyrarteigi í Skriðdal af Jóni Jónssyni.
  73. Samþykki þeirra bræðra Einarssona uppá Strandhafnar kaup biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.
  74. Smjör meðtekið af Hjalta Jónssyni vegna biskupsins af landsetum Bjarna Eiríkssonar í umskiptum þeirra.
  75. Sendibréf Hjalta Jónssonar til biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar. Daterað anno 1659, 15. febrúar.
  76. Inntak úr bréfi (biskupsins - yfirstrikað) séra Halldórs Eiríkssonar biskupinum tilskrifuðu anno 1659, 20. febrúar.
  77. Reikningur biskupsins við Jón Jónsson smið.
  78. Byggingarráð gefur biskupinum Bjarni Eiríksson yfir Hafrafelli í Fellum í Fljótsdalshéraði.
  79. Biskupstíundareikningur úr Árnessýslu Jóns á Hömrum.
  80. Qvittantia Jóni Jónssyni á Hömrum útgefinn af biskupinum uppá Hamra umboðs meðferð.
  81. Dómur um Staðarlandseta.
  82. Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna í sitt kaup.
  83. Meðkenning Páls Árnasonar uppá meðtekna 20 ríkisdali í sitt kaup.
  84. Þessi eftirskrifuð naut afhenti ráðsmaðurinn Bjarni Eiríksson á Hamrinum. 1659, 31. maí.
  85. Gjörningur milli biskupsins og Finns Jónssonar um jarðakaup.
  86. Afhenti Jón Guðmundsson hest í skuld sína.
  87. Reikningur biskupsins við Jón smið.
  88. Eignarskipti á Hvammi í Kjós.
  89. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 3 hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal af séra Pétri Rafnssyni.
  90. Samþykki séra Péturs Rafnssonar og Sigurðar Bjarnasonar uppá sölu Cæciliu Arngrímsdóttur á hennar jörðum.
  91. Citatia prestanna til Þingvalla prestastefnu.
  92. Anno 1659 í fardögum fiskur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar af jörðum hans í Borgarfirði sem Páll Teitsson tók út.
  93. Reikningur séra Jóns Bjarnasonar í Bjarnanesi um Bjarnaness umboðsgjöld fyrir anno 1658 til 1659.
  94. Qvittantia séra Jóni Bjarnasyni útgefinn af biskupinum uppá Bjarnaness umboðs meðferð.
  95. Meðkenning Einars Illugasonar uppá meðtekin 8 hundruð af hálfu biskupsins.
  96. Kaup Þorvarðs Magnússonar.
  97. Reikningur Hans Blatt uppá það sem biskupinn verður honum skyldugur eftir hans eigin facit útskrifaður.
  98. Qvittun biskupinum útgefinn af Þorvarði Magnússyni uppá kaup hans.
  99. Án titils.
  100. Reikningur Lauritz Thilloffssonar við biskupinn.
  101. Afhentir af biskupinum 4 ríkisdalir Thomasi Finnssyni vegna Hjalta Jónssonar og 14 ríkisdalir vegna Péturs Bjarnasonar.
  102. Meðkenning Bjarna Eiríkssonar uppá 5 ríkisdali tekna til láns af biskupinum.
  103. Eftirleitni biskupsins og prestanna á alþingi uppá forlykun milli Thomasar Nicolai og séra Sigurðar Torfasonar.
  104. Sáttargjörð milli Thomasar Nicolai og Margrétar og séra Sigurðar Torfasonar.
  105. Hospitals reikningur úr Eyrarsveit.
  106. Uppgjöf séra Þórðar Guðmundssonar á 10 hundruðum í Skinney við séra Þórð í Hítardal.
  107. Sendibréf biskupsins til prófastsins séra Einars Illugasonar og Seltirninga um séra Björn Stephansson.
  108. Commendatiubréf af biskupinum tilskrifað umboðsmanninum Thomas Nicolassyni með séra Snjólfi Einarssyni uppá Seltjarnarness þing.
  109. Dalagjald afhent Daða Halldórssyni heiman að á alþingi Anno 1659 28. júní.
  110. Reikningur Stephans Einarssonar af biskupstíundum í Skaftafellssýslu og qvittun.
  111. Meðkenning Thomasar Finnssonar uppá meðtekna 24 ríkisdali.
  112. Qvittun Péturs Bjarnasonar fyrir afgift af lénsjörðum hans, sem biskupinn hans vegna útlagði. Útgefin af Thomasi Nicolassyni.
  113. Meðkenning Benedikts Pálssonar uppá meðtekna 4 ríkisdali af biskupsins hálfu vegna Sigfúsar Ólafssonar á Öxnhóli.
  114. Qvittantia Halls Björnssonar biskupinum útgefin fyrir útgreiðslur fyrir 1 hundrað í Búastöðum.
  115. Húsareikningur á Hrappstöðum sendur biskupinum af Hjalta Jónssyni.
  116. Trjárekareikningur biskupsins fyrir jörðinni Strandhöfn sendur biskupinum af Hjalta Jónssyni.
  117. Afhending jarðarinnar Mýrartungu með landskylld og kúgildum sem séra Gunnlaugur Snorrason afhenti í umboði biskupsins, útskrifuð af prestsins sendibréfi til biskupsins.
  118. Kaupbréf séra Halldórs Eiríkssonar fyrir 3 hundruð í Litla Steinsvaði af Þorvarði Höskuldssyni fyrir hálfan Norðfjörð í Trékyllisvík.
  119. Álit á verði þeirra viða sem Guðmundur Helgason sér eignaði í Hvammsvíkur húsum.
  120. Handskrift Þorkels Guðmundssonar hvar inni hann meðkennir sig skyldugan vera biskupinum um 30 ríkisdali.
  121. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicolassonar með skólameistaranum Gísla Einarssyni uppá Útskálastað.
  122. Bréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til prófastsins séra Einars Illugasonar uppá áður skrifað efni með Gísla Einarssyni skólameistara.
  123. Qvittun gefin biskupinum af Árna Brynjólfssyni og Jóni Eiríkssyni fyrir milligjöf sem séra Halldór Eiríksson þeim lofaði uppá biskupinn vegna 8 hundraða í Brúnavík fyrir Fremri Kleifar.
  124. Kaupbréf biskupsins fyrir 3 hundruðum í Breiðavík fyrir 3 hundruð - 10 álnum fátt í, í Sandvík.
  125. Confirmatio uppá köllun Páls Árnasonar til Kolfreyjustaðar.
  126. Commendatio biskupsins til Thomam Nicolai uppá Pál Árnason.
  127. Vígslubréf Jóns Sigmundssonar til capelláns séra Magnúsi Péturssyni.
  128. Vígslubréf Páls Árnasonar til Kolfreyjustaðar.
  129. Inntak úr sendibréfi biskupsins tilskrifuðu séra Halldóri Eiríkssyni hvar með hann heimilar séra Halldóri 10 hundruðum í Skipaskaga á Akranesi til eignarráða en skilur sér eður sínum erfingjum lausn á fyrstum fyrir lausafé þá falt er.
  130. Án titils.
  131. Samþykki Marcúsar Bjarnasonar biskupinum útgefið að hann megi með fry fyrir sér kaupa 9 hundruð í Gröf af Þórólfi Gvöndssyni, sem hans ektakvinnu tilheyri.
  132. Prófun biskupsins á vitnisburðum um séra Magnús Pétursson Kirkjubæjar sóknarmenn.
  133. Mál Magnúsar Péturssonar.
  134. Sáttargjörð milli séra Sigmundar Guðmundssonar og Stephans Einarssonar.
  135. Bréf biskupsins til sóknarmanna Kirkjubæjarklausturs kirkju að þeir fylgi að svo séra Magnús Pétursson kalli sér capellán vegna hans tilfallinna nauðsynja.
  136. Tilsegir biskupinn séra Þorsteini í Holti að bera fram í Lögréttu um þá klukku sem gengin er úr inventario í Holti.
  137. Qvittantia séra Þorsteini í Holti útgefinn af biskupinum um þeirra skipti.
  138. Skoðuð kirkjan í Odda af biskupinum.
  139. Inntak úr sendibréfi séra Hávarðs Sigurðssonar um Brúnavík austur í Borgarfirði hvernig henni og hennar landeign sé varið, með ummerkjum.
  140. Vitnisburður séra Páls Árnasonar útgefinn af biskupinum.
  141. Lofun Þórarins Illugasonar og samþykki hans ektakvinnu Þorbjargar Gísladóttur að selja biskupinum allra manna fyrstum 20 hundruð í Kalastöðum á Hvalfjarðarströnd fyrir aðra fastaeign hér í Borgarfirði.
  142. Dómur Ara Magnússonar um fullréttisorð og fjölmælgi.
  143. Reikningur og qvittun séra Jóns Ólafssonar í Hvammi um meðferð á Skálholtsvík í Hrútafirði og reka hennar og þriggja ára meðferð á Þambárvallareka.
  144. Reikningur og qvittun séra Ásgeirs Einarssonar fyrir það sem hann hefur meðferðis haft til umboðs af dómkirkjunni í Skálholti og biskupinum um næstu fyrirfarandi þrjú ár til þessa.
  145. Sendibréf biskupsins til séra Jóns Jónssonar í Holti
  146. Meðkenning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar uppá afgreiðslur séra Einars Sigurðssonar á afgreiðslum af Grímsey í Steingrímsfirði um 3 ár.
  147. Reikningur biskupsins við séra Þórð Jónsson í Hítardal um skuldaskipti þeirra sem nú standa þau.
  148. Án titils.
  149. Húsatóftir að Vatnsenda Grund í Skorradal mældar og uppskrifaðar að forlagi biskupsins.
  150. Lögfesta Reyners á Akranesi er Þorleifur Árnason upplas við Garðakirkju 4. september 1659.
  151. Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Erlend Þorsteinsson fyrir hans tóftarhleðslu á Vatnsenda Grund í sumar 1659.
  152. Heygarður og baðstofa að Reyni á Akranesi mælt og skoðað sem Þorvarður Kolbeinsson hafði hlaðið og uppbyggt. Anno 1659, 5. september.
  153. Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Norðurfirði í Trékyllisvík af Pétri Þórðarsyni fyrir 32 ríkisdali.
  154. Vitnisburður Gísla Sæmundssonar uppá Mófellsstaða landamerki.
  155. Kaupbréf biskupsins fyrir hálfu austara Miðfelli 20 hundruð fyrir 12 hundruð í Hvammi í Kjós og 70 ríkisdali.
  156. Handskrift Péturs Þórðarsonar uppá 29 vættir og 11 fiska útgefinn Hans Péturssyni Blatt kaupmanni í Hvalfirði. Anno 1659, 13. ágúst.
  157. Inntak úr bréfi biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar tilskrifuðu Hans Blatt kaupmanni í Hvalfirði um viði bestillta.
  158. Meðkenning Þorleifs Árnasonar uppá meðtekna 32 ríkisdali af biskupinum Pétri Þórðarsyni til handa.
  159. Bréf til Vestmannaeyja með Pétri Hanssyni umboðsmanni þar uppá sín kristileg fríheit.
  160. Kaup Sigurðar Guðnasonar í umboði biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón á Hvaleyri fyrir 88 borðum.
  161. Qvittantia útgefin af Pétri Þórðarsyni biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hálfs Norðurfjarðar í Trékyllisvík andvirði.
  162. Meðkenning Péturs Þórðarsonar uppá meðtekna 4 ríkisdali til láns af Þorleifi Árnasyni í trausti við biskupinn M. B. Ss. til láns.
  163. Qvittantia útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir hálfs Miðfells andvirði af Jóni Marteinssyni yngra.
  164. Sendibréf Jóns Marteinssonar til biskupsins.
  165. Qvittantia biskupinum útgefin af Jóni Marteinssyni uppá hálfs Miðfells andvirði.
  166. Handskriftar meðkenning Nicolasar Illugasonar uppá meðtekna peninga af biskupsins hálfu uppí andvirði 5 hundraða í Þingnesi í Borgarfirði útskrifuð.
  167. Handskrift biskupsins uppá 4 hundruð hjá Jóni Einarssyni.
  168. Meðkenning Lauritzar eftirlögumanns í Hvalfirði uppá 44 vættir, 2 fjórðunga, 1 fisks skuld við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson.
  169. Önnur handskrift Lauritzar uppá það sem hann meðkennir sig hafa meðtekið í biskups M. Brynjólfs Sveinssonar reikning, svo og líka í öðru lagi sem Þorvarður hefur biskupsins vegna úttekið.
  170. Inntak úr sendibréfi Gísla Bjarnasonar biskupinum tilskrifuðu anno 1659, 30. ágúst hvar inni hann samþykkir fyrir sitt leiti að biskupinn kaupi 9 hundruð í Gröf.
  171. Reikningur séra Halldórs Eiríkssonar við biskupinn M. Brynjólf Sveinsson uppá þau skipti sem hingað til hafa þeirra á millum farið.
  172. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 3 hundruð í Litla Steinsvaði í Tungu austur í Héraði og Kirkjubæjar kirkjusókn af séra Halldóri Eiríkssyni.
  173. Umráð séra Halldórs Eiríkssonar yfir öllum Norðurfirði í Trékyllisvík og Árness kirkjusókn 8 hundruð.
  174. Reikningur Jóns Vilhjálmssonar á Drumboddstöðum á þeim peningum sem hann hefur biskupsins vegna burtselt af kvikum og dauðum peningum af Drumboddstaðabúi anno 1659.
  175. Kallsbréf Hannesar Benediktssonar til Snæfjalla.
  176. Capelláns köllun Jóns Eiríkssonar af séra Halldóri Eiríkssyni.
  177. Meðtók séra Halldór Eiríksson nokkur kaupbréf til meðferðar.
  178. Vígslu og veitingabréf séra Hannesar Benediktssonar.
  179. Umboð Gísla Sigurðssonar biskupsins vegna í burt að fá séra Sigurði Oddssyni hálft Austara Miðfell fyrir tvær jarðir í Vopnafirði Gröf 6 hundruð og nyrðra Skálanes átta hundruð.
  180. Vígslubréf séra Jóns Eiríkssonar.
  181. Heimild séra Halldórs Es fyrir Reynir.
  182. Rekatrjáreikningur Árna Pálssonar í Þorlákshöfn anno 1659, 17. október.
  183. Testimonium domini Torferi Jonæ.
  184. Kaupmálabréf Jóns Guðmundssonar og Margrétar Sigfúsdóttur er fram fór í Skálholti 1659, 18. október.
  185. Anno 1659, 24. október. Reikningur Sigmundar Jónssonar í Herdísarvík af búinu þar sem hann er fyrir frá fardögum 1659 til þessa oktobris sama ár.
  186. Anno 1659. Bifalning biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til handa Sigmundi Jónssyni að byggja búð staðarins á Bjarnastöðum í Selvogi 25. október.
  187. Anno 1659. Manntal þeirra staðarlandseta sem flutt hafa og látið flytja Skálholtsstaðar skreið frá Skaumstöðum á Eyrarbakka og upp eftir.
  188. Meðkenning Jóns Jónssonar austur á Dvergasteini uppá meðtekna 33 ríkisdali af séra Pétri Rafnssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar sem eftir voru af Eyrarteigs jarðarparts andvirði en fyllilega betalaðist með þessum 33 ríkisdölum.
  189. Meðkenning séra Halldórs Eiríkssonar að Eydölum uppá meðtekna 24 ríkisdali af Tómasi Finnssyni vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar.
  190. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicolassonar með Þorleifi Árnasyni uppá Kálfafellsstað og um legorðsmál séra Þorsteins á Útskálum. Anno 1659.
  191. Jóni Þórðarsyni fengið járn til smíða.
  192. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til séra Þorsteins Björnssonar að Útskálum uppá hans bréf biskupinum tilskrifað um það legorðsmál sem honum var á hendur borið af Ástnýju Hallsteinsdóttur.
  193. Umboð Þorleifi Árnasyni gefið af biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni uppá festing Margrétar Sigfúsdóttur og festingargjörningurinn vottaður og handskriftaður þar eftir við kaupmálabréfið supra hoe libro.
  194. Festingargjörningurinn sem eftir fylgir.
  195. Reikningur Jacobs Nielssonar kaupmanns í Hafnarfirði. Anno 1659.
  196. Qvittun útgefin biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni af Jóni Halldórssyni á Hvaleyri fyrir andvirði þeirra 88 greniborða sem Sigurður Guðnason í umboði biskupsins að honum keypti.
  197. Útskrift af skiptabréfi millum barna séra Sigfúsar heitins Sigurðssonar á Refstöðum austur og Helgu Jónsdóttur sem nú er á Svínabakka í Vopnafirði. Áhrærandi jarðirnar Ásbrandstaði og Svínabakka í Vopnafirði.
  198. Kaupmálabréf Jóns Einarssonar og Sigríðar Magnúsdóttur.
  199. Vígslubréf Þorleifs Árnasonar til Kálfafellsstaðar í Fljótshverfi.
  200. Útskrift af meðkenningarseðli lögmannsins herra Árna Oddssonar uppá smjör í Heynes umboði meðtekið.
  201. Útskrift af seðli lögmannsins herra Árna Oddssonar hvar inni hann meðkennir sér í peningaskiptum svo mikið skikkað verið hafa af landskuldargjöldum úr Heyness umboði sem hér eftir fylgir.
  202. Meðkenning biskupsins uppá meðtekna landskuld af Hjálmstöðum.
  203. Anno 1658. Leignareikningur Skálholts dómkirknajarða í Heynes umboði til Leirár afhent herra Árna Oddssyni frá Bæ.
  204. Landskulda kúgilda og leignareikningur Skálholts dómkirkjujarða í Heyness umboði. Anno 1659.
  205. Smjör af leignagjöldum í Heyness umboði í haust 1659 sem að forlagi Þorvarðar Magnússonar skilað er Skagann í hans umsjón.
  206. Uppbygging á Staðarbúðinni á Bjarnastöðum í Selvogi.
  207. Anno 1660. Til staðarskipanna í Herdísarvík og Selvogi tré í sundur tekin af Sigmundi Jónssyni til hlunna og annars er skipin með þurftu.
  208. Umskipti biskupsins við Sigmund í Herdísarvík á sauðum og ám.
  209. Reikningur Sigmundar Jónssonar á fémunum biskupsins í Herdísarvík.
  210. Reikningur Þorvarðs Magnússonar af skipaútgjörðar umboðs meðferð á Akranesi, Hvalfirði og Borgarfirði á inntektum útgjöldum anno 1657 (inclusive) til þessa sem nú er komið anno 1659, 2. desember.
  211. Reikningur Páls Kristjánssonar kaupmanns í Hólmi anno 1656.
  212. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  213. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  214. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  215. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  216. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  217. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  218. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  219. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  220. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  221. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  222. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  223. Skipaútgerðarreikningur Þorvarðs Magnússonar í Skaga. Anno 1657, 8, 9.
  224. Qvittantia Þorvarðs Magnússonar uppá fyrrskrifaðan reikning.
  225. Meðkenning Þorvarðs Magnússonar uppá viðskipti biskupsins.
  226. Qvittantia Magnúsar Þorsteinssonar uppá Skambeinstaða umboðs og biskupstíunda umboðs í Rangárvallaþingi meðferð.
  227. Meðkenningarseðill Magnúsar Þorsteinssonar uppá 20 og hálfan ríkisdal sem hann var biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni umskuldugur.
  228. Vitnisburður Guðrúnar Halldórsdóttur.
  229. Reikningur biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar við Jón Jónsson smið frá seinasta reikningi 1659 í vor 8. júní til þessa reiknaðist þá biskupinn skyldugur Jóni um 32 álnir síðan hefur Jón meðtekið í sumar fyrst í Hafnarfirði.
  230. Sendibréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar til umboðsmannsins Thomasar Nicholassonar um mál séra Þorsteins Björnssonar og svar uppá hans bréf.
  231. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 9 hundruð í Syðri Gröf í Flóa.
  232. Laugboðning á 9 hundruð í fastaeign sem Þórólfur Guðmundsson, vegna sinnar kvinnu, Guðrúnar Magnúsdóttur á inni hjá biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni fyrir 9 hundruð í Syðri Gröf í Flóa.
  233. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar á 9 hundruð í fastaeign er Þórólfur Guðmundsson átti inni hjá biskupinum fyrir 9 hundruð í Gröf.
  234. Anno 1660. Laus Deo Semper 1660. Umboðsbréf útgefið biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni Bjarna Eiríkssyni til að selja 9 hundruð í jörðinni Syðri Gröf í Flóa.
  235. Inntak úr bréfi Úlfhildar Jónsdóttur tilskrifuðu séra Sigurði Torfasyni.
  236. Sendibréf biskupsins tilskrifað séra Snjólfi Einarssyni um andlegar nauðsynjar Úlfhildar Jónsdóttur.
  237. Kaupbréf Hjalta Jónssonar biskupsins vegna M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 5 hundruð í Skjöldólfsstöðum í Jökuldal í Hofteigs kirkjusókn fyrir austan af Torfa Einarssyni á Hafursá.
  238. Smjör sem Hjalti Jónsson hefur meðtekið biskupsins vegna af jörðum Bjarna Eiríkssonar anno 1659.
  239. Rekareikningur frá Höfn á Ströndum.
  240. Kaupbréf Bjarna Eiríkssonar vegna biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir 7 hundruð í Narfastöðum í Melasveit og 6 hundruð í Efstabæ í Skorradal af Ragnhildi Daðadóttur fyrir 9 hundruð í Gröf í Flóa.
  241. Kaupbréf fyrir einu hundraði og 5 álnum frekar í Þorleifsstöðum á Rangárvöllum af Daða Jónssyni.
  242. Kaupbréf fyrir 1 hundraði og 5 aurum í Austustu Sámstöðum af Ólafi Magnússyni.
  243. Qvittantia útgefin Ólafi Magnússyni á Sámstöðum í Fljótshlíð uppá töku í Herdísarvík anno 1660, 19. janúar.
  244. Vígslubréf Guttorms Sigfússonar til capelláns séra Stephani í Vallanesi.
  245. Inntak úr bréfi Ragnhildar Daðadóttur tilskrifað biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni.
  246. Tilsögn biskupsins á landamerkjum milli Skjaldþingsstaða í Vopnafirði og Rauðhóla, ábúandanum Eyjólfi Þórðarsyni tilskrifuð, svo látandi í bréfinu.
  247. Tilsögn biskupsins um tilstyrk á kirkju byggingu í Klausturhólum sóknarmönnunum þar tilskrifuð.
  248. Biskupstíundaupphæð í Árnessýslu anno 1659.
  249. Copium af bréfi biskupsins fógetanum Tómasi Nicholassyni tilskrifuðu.
  250. Reikningur ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar af ráðsmannsumboðinu við biskupinn frá anno 1658 í fardögum til 1659.
  251. Án titils.
  252. Þetta eftirskrifað reiknast niðurfallið hafi í reikning ráðsmannsins Bjarna Eiríkssonar af Skálholtsstaðar vorgjöldum 1659 í fardögum.
  253. Hér í mót hef ég aftur af honum meðtekið anno 1659.
  254. Kaupbréf biskupsins fyrir Skálanesi nyrðra 8 hundruð og Gröf 6 hundruð í Vopnafirði af Gísla Sigurðssyni.
  255. Kúgildaskipti biskupsins við Gísla Sigurðsson.
  256. Seðill Gísla Sigurðssonar til Þorgríms Guðmundssonar austur.
  257. Collationis bréf séra Þorleifs Claussonar fyrir Útskálastað á Roshvalanesi.
  258. Mark sem biskupinn keypti að Bjarna Jónssyni tvístift að framan bæði eyrun.
  259. Án titils.
  260. Uppsagnarbréf séra Gísla Þóroddssonar á Grímsnessþingum að næstu komandi fardögum.
  261. Útskrift af biskupsins bréfi um tillag séra Gísla Þóroddssonar þremur prestum í Rangárþingi tilskrifað.
  262. Án titils.
  263. Útskrift af sendibréfi biskupsins tilskrifuðu Thomasi Nicholassyni.
  264. Kaupbréf biskupsins fyrir Hamragerði 5 hundruð af Jóni Pálssyni fyrir 50 ríkisdali til Jóns Sigurðssonar.
  265. Meðkenning Ólafs Jónssonar uppá meðtekna 20 ríkisdali.
  266. Álit á bæjarfærslu á Syðri Loftstöðum.
  267. Álit á bæjarfærslu á Syðri Loftstöðum.
  268. Virðing á því skipi er biskupinn átti á Eyrarbakka við Gísla Gíslason.
  269. Útskrift af sendibréfi biskupsins tilskrifuðu séra Katli Jörundssyni.
  270. Meðkenning Jóns Sigurðssonar í Káranesi í Kjós uppá 50 ríkisdali honum af biskupinum afgreidda vegna Jóns Pálssonar í Austfjörðum.
  271. NB. Til minnis.
  272. Vígslu og staðfestingarbréf til kennimanns embættis þjónustu í Mýrarþingum Hannesar Björnssonar.
  273. Umboð gefur biskupinn séra Jóni Daðasyni að úttaka Útskálastað.
  274. Meðkenning Eiríks Guðmundssonar í Birtingaholti.
  275. Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Beitistöðum í Leirársveit 6 hundruð að dýrleika fyrir Norðfjörð í Trégildisvík 8 hundruð að dýrleika.
  276. Lánaðir Pétri Þórðarsyni 12 ríkisdalir af biskupinum.
  277. Sendibréf biskupsins tilskrifað Jóni Jónssyni á Skáney.
  278. Afhending Jóns Marteinssonar á hálfu Austara Miðfelli í Strandarhrepp biskupinum M. Brynjólfi Sveinssyni til eignar eftir þar um gjörðu kaupbréfi.
  279. Contract biskupsins við Jón Marteinsson um húsamun á Miðfelli og Hvammsvík.
  280. Án titils.
  281. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir einu hundraði í jörðinni Kjólsvík í Borgarfirði á Austfjörðum af Árna Árnasyni.
  282. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir þremur hundruðum í Þorvaldsstöðum í Skriðdal fyrir lausafé af Jóni Rafnssyni.
  283. Skoðun á húsum í Brúnavík.
  284. Qvittantia séra Péturs Rafnssonar fyrir þrjú hundruð í Þorvaldsstöðum í Skriðdal.
  285. Lögmáli á 16 hundruðum í Kirkjubóli af Ásmundi Torfasyni.
  286. Lýsing séra Halldórs Eiríkssonar í Eydölum fyrir lögmála á sextán hundruðum í Kirkjubóli af Ásmundi Torfasyni.
  287. Afhending Jóns Þorvaldssonar á britaskemmunni í Skálholti er Halldór Einarsson viðtók.
  288. Kaupbréf biskupsins fyrir hálfum Beitistöðum af Árna Jónssyni á Reykjum fyrir 727 álnir í Grafarkoti.
  289. Meðkenning Jóns Jónssonar á Skáney að biskupinn megi í burt fá þann part í Grafarkoti sem hann á.
  290. Reikningur Jóns Halldórssonar á Hvaleyri til þessa 1660 25. maí.
  291. Anno 1660 29. maí. Reikningur skólameistarans Gísla Einarssonar fyrir hans skólameistarakaup þetta ár 1659 og 1660 meðtekið.
  292. Meðkenning séra Sigurðar Torfasonar uppá 20 ríkisdali meðtekna í sitt kaup.
  293. Virtar 3 kýr útlátnar af Bjarna ráðsmanni.
  294. Afhending Jóns Þorvaldssonar á britaskemmunni í Skálholti er Halldór Einarsson viðtók.
  295. Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.
  296. Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.
  297. Afsala biskupsins á hálfri Höfn Gísla Sigurðssyni.
  298. Umboðsbréf Jóns Ásmundssonar yfir Grímsness umboði og út með sjó. Item biskupstíunda í Árnessýslu.
  299. Herdísarvíkurreikningur cujus caput et maximam corporis partem vide supra folio hine 76, signo marginale hoc.
  300. Vígslubréf séra Björns Stefánssonar.
  301. Vígslubréf séra Jóns Snorrasonar til Mosfellssókna 1660.
  302. Vitnisburður Jóns brita Þorvaldssonar.
  303. Qvittantia útgefin biskupinum um sex hundraða jarðarpart af séra Þorsteini Jónssyni í Holti.
  304. Kaupbréf biskupsins M. Brynjólfs Sveinssonar fyrir jörðinni Norðurfirði í Trékildisvík 8 hundruð að dýrleika af Pétri Þórðarsyni.
  305. Án titils.
  306. Registur uppá bréf og gjörninga sem þessi bók hefur að halda circa annos 1658:1659:1660.

Lýsigögn