Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 236 fol.

Postulasögur ; Ísland, 1590-1610

Innihald

1 (1r-42v)
Tveggja postula saga Jóns og Jakobs
Athugasemd

Óheil.

Efnisorð
2 (43r-60v)
Péturs saga postula
Athugasemd

Óheil.

Efnisorð
3 (60v-65v)
Páls saga postula
Athugasemd

Óheil.

Aftan við bl. 65 eru nokkur blöð sem að hluta til eru með niðurlagi sögunnar frá: hafa urlausn edr ſpyr hann þeſſ, og að hluta til með upphafi næstu sögu.

Efnisorð
4 (66r-71v)
Jóns saga baptista
Upphaf

iordina af mannligum dreyra

Athugasemd

Vantar framan af.

Í lokin hefur ein og hálf síða upprunalega verið skilin eftir auð.

Lýsing á handriti

Blaðefni
Skinn
Blaðfjöldi
71 blað (275 mm x 190 mm).
Umbrot

Ástand

Vantar í handritið:

  • sex til átta blöð aftan við bl. 11
  • eitt á eftir bl. 18
  • eitt á eftir bl. 40
  • tíu til tólf á eftir bl. 44
  • tvö á eftir bl. 58
  • eitt á eftir bl. 64

Skrifarar og skrift

Tvær hendur að mestu.

Skreytingar

Rauðir og svartir upphafsstafir.

Rauðritaðar fyrirsagnir.

Band

Band frá 1991.

Band frá 1935.

Fylgigögn

Fastur seðill (166 mm x 130 mm): Johannis postula saga nærri heil. Þar í og um sankti Jakob. Péturs saga postula vantar mið í, Páls sögu postula upphaf. Johannis sögu babtista endir.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til um 1600 í Katalog I , bls. 197.

Ferill

Árni Magnússon fékk handritið frá sr. Ólafi Jónssyni frá Stað í Súgandafirði, og hann fékk það líklega frá Jóni Steinþórssyni á Hvilft í Önundarfirði, en um það skrifar Jón Árna árið 1705 (sbr. AM 435 a 4to, bl. 11v).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 21. október 1991.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 197-198 (nr. 357). Kålund gekk frá handritinu til skráningar í janúar 1886. DKÞ skráði 7. maí 2001.

Viðgerðarsaga

Bundið á falsa í Kaupmannahöfn í september 1991. Eldra band fylgir með í öskju.

Bundið í Kaupmannahöfn 1935.

Myndir af handritinu

Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.

Notaskrá

Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans, Shook, L. K., Widding, Ole
Titill: The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist, Mediaeval Studies
Umfang: s. 294-337
Höfundur: Springborg, Peter
Titill: Equus Troianus sive Trójuhestur tygjaður Jonnu Louis-Jensen, Himmelrivende
Umfang: s. 66-69
Höfundur: Svanhildur Óskarsdóttir
Titill: , Dómsdagslýsing í AM 764 4to
Umfang: s. 186-193
Lýsigögn
×

Lýsigögn