Skráningarfærsla handrits

PDF
PDF

AM 204 fol.

Biskupasögur ; Ísland, 1630-1675

Tungumál textans
íslenska

Innihald

1 (1r-6r)
Hungurvaka
Titill í handriti

Hér byrjast Hungurvaka

Upphaf

[B]ækling þennan kalla eg Hungurvöku …

Niðurlag

… bæði við óhlýðna menn og rangláta.

Notaskrá

Hungurvaka 1778.

Efnisorð
2 (6r-27r)
Þorláks saga helga
Titill í handriti

Þorlákur hinn helgi, sjötti biskup í Skálh(olti).

Upphaf

[Í] þann tíma er stýrði Guðs kristni Innocentius páfi …

Niðurlag

… lofandi Guð og hinn sæla Þorlák biskup.

Efnisorð
3 (27v-28v)
Páls saga biskups
Titill í handriti

Frásögn hin sérlegasta af Páli Jónssyni sjöunda Skálholtsbiskupi

Upphaf

[P]áll var son Jóns, göfugasta manns, Loftssonar …

Niðurlag

… af sínum frændum jafngöfugum.

Notaskrá

ÍFXVI.

Athugasemd

Aðeins hluti sögunnar, skrifaður á upprunalega auðar síður (sbr. Kålund, bls. 168).

Efnisorð
4 (29r-47v)
Lárentíus saga biskups
Titill í handriti

Hér byrjar sögu af Laurentio Hólabiskupi

Upphaf

[Þ]ann tíma er almenniligri kristni Guðs stýrði postullegur faðir Úrbanus hinn fjórði …

Niðurlag

… en allir menn máttu sjá hvað leið megin hans.

Efnisorð
5 (48r-71v)
Guðmundar saga biskups
Titill í handriti

Hér hefst saga af Guðmundi biskup Arasyni góða þeim fimmta að Hólum

Upphaf

[Þ]orgeir Hallason bjó undir Hvassafelli í Eyjafirði …

Niðurlag

… og tveir synir Þórðar Laufæsings, Hákon og Hildibrandur.

Efnisorð
6 (72r-80r)
Árna saga biskups
Titill í handriti

Hér hefur upp frásögn af herra Árna Þorlákssyni x. biskupi í Skálaholti

Upphaf

[H]erra Árni biskup er þessi frásögn er af skrifuð …

Niðurlag

… með bændum þennan eið.

Notaskrá

ÍFXVII.

Athugasemd

Aðeins hluti sögunnar.

Efnisorð

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Bær með þremur turnum, fangamörk C4 og IK ásamt kórónu ( 2 , 4 , 6 , 8-11 , 13 ) // Mótmerki: Bókstafur S ( 1 , 3 , 5 , 7 , 12 , 14-16 ).

Vatnsmerki 2. Aðalmerki: Skjaldarmerki með sverðlilju // Ekkert mótmerki ( 18 , 20 , 22 , 24 , 29-35 , 41-42 , 44 , 47 ).

Vatnsmerki 3. Aðalmerki: Akkeri // Ekkert mótmerki ( 48-50 , 52 , 56 , 60-62 , 65-67 , 71-72 , 75 , 77-78 , 80 ).

Blaðfjöldi
i + 80 + i blöð (296 mm x 194 mm). Auð blöð: Einn og hálfur dálkur á bl. 47v, stærsti hluti bl. 71v og 80r og bl. 80v.
Tölusetning blaða

Upprunaleg blaðmerking 267-346, en handritið var blaðmerkt síðar með blýanti 1-80, efst á milli dálka.

Umbrot

 • Tvídálka.
 • Leturflötur er ca 250-270 mm x 160 mm (dálkar eru að jafnaði 75-80 mm á breidd).
 • Línufjöldi er 53-56.
 • Eyður fyrir upphafsstöfum kafla.
 • Griporð undir dálkum.

Ástand

Dökkur blettur neðarlega við kjöl á bl. 61. Blaðið hefur verið styrkt með pappír.

Skrifarar og skrift

Með hendi Þorsteins Björnssonar á Útskálum, fljótaskrift, smágerð og þétt.

Skreytingar

Fyrirsagnir eru blekfylltar og örlítið flúraðar. Sumar kaflafyrirsagnir einnig, einkum á fyrstu sex blöðunum.

Upphafsstafir kafla blekfylltir og örlítið pennaflúraðir á bl. 27v og 28r.

Nótur

Nótur á bókfelli í gömlu bandi.

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

 • Efst á bl. 1r bætt við með annarri hendi: Cic. Nescire qvid ante se sit factum est sempere esse puerum.
 • Tíu síðustu línurnar á bl. 28v eru viðbót með annarri hendi.
 • Leiðrétting á bl. 9v, númer á ytri spássíu bl. 18v, ártöl á bl. 56v, 57v-60v og 62v.

Band

Band frá júlí 1978 (299 mm x 218 mm x 25 mm). Pappaspjöld klædd fínofnum líndúk, grófari dúkur á kili og hornum, saumað á móttök. Saurblöð tilheyra bandi.

Spjöld og kjölur í eldra bandi klædd bókfelli úr latnesku helgisiðahandriti með nótum.

Fylgigögn

 • Fastur seðill (99 mm x 162 mm) fremst með efnisyfirliti með hendi Árna Magnússonar: Hungurvaka. Þorláks saga. Páls biskups saga (fragment). Lárentíus saga. Guðmundar saga biskups. Árna biskups saga Þorlákssonar.
 • Laus seðill frá Kaupmannahöfn með upplýsingum um forvörslu.

Uppruni og ferill

Uppruni

Ferill

Bókin sem handritið tilheyrði var í eigu skrifarans séra Þorsteins Björnssonar á Setbergi (að Útskálum) og síðar Sigurðar Björnssonar lögmanns (sbr. JS 409 4to og seðla í AM 121 fol. og AM 158 fol.).

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 26. september 1978.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Viðgerðarsaga

Viðgert og bundið af Birgitte Dall í júlí 1978.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Negatíf filma frá 1990 á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi Ljósmyndari Jóhanna Ólafsdóttir.
 • Tvær filmur af bl. 72r-80v á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi (öskjur 336 og 161).

Notaskrá

Höfundur: Loth, Agnete
Titill: , Om håndskrifter fra Vigur i Magnús Jónssons tid. Tre bidrag
Umfang: s. 92-100
Titill: Mírmanns saga,
Ritstjóri / Útgefandi: Slay, Desmond
Umfang: 17
Titill: Guðmundar sögur biskups I: Ævi Guðmundar biskups, Guðmundar saga A,
Ritstjóri / Útgefandi: Stefán Karlsson
Umfang: VI
Titill: Hemings þáttr Áslákssonar,
Ritstjóri / Útgefandi: Fellows-Jensen, Gillian
Umfang: 3
Höfundur: Guðrún Ása Grímsdóttir
Titill: Skjöldur, Heimkynni uppskrifta Sturlunga sögu
Umfang: 11
Titill: , Biskupa sögur III
Ritstjóri / Útgefandi: Guðrún Ása Grímsdóttir
Umfang: 17
Höfundur: Hreinn Benediktsson
Titill: Linguistic studies, historical and comparative
Höfundur: Hare, I. R., J. Simpson
Titill: , Some observations on the relationship of the II-class paper MMS of Sturlunga saga
Umfang: s. 190-200
Titill: Byskupa sögur,
Ritstjóri / Útgefandi: Jón Helgason
Umfang: 13:1
Titill: Katalog over Den Arnamagnæanske Håndskriftsamling
Ritstjóri / Útgefandi: Kålund, Kristian
Höfundur: Kålund, Kristian
Titill: Om håndskrifterne af Sturlunga Saga og dennes enkelte bestanddele,
Umfang: 1901
Höfundur: Andersen, Merete Geert
Titill: , Colligere fragmenta, ne pereant
Umfang: s. 1-35
Höfundur: Bekker-Nielsen, Hans, Shook, L. K., Widding, Ole
Titill: Mediaeval Studies, The Lives of the Saints in Old Norse Prose: A Handlist
Umfang: s. 294-337
Titill: Jóns saga Hólabyskups ens helga,
Ritstjóri / Útgefandi: Foote, Peter
Umfang: 14
Höfundur: Sigurgeir Steingrímsson
Titill: Stefán Karlsson dr. phil h.c. 2.12.1928-2.5.2006, Gripla
Umfang: 17
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: , Ritun Reykjafjarðarbókar. Excursus, bókagerð bænda
Umfang: s. 120-140
Höfundur: Stefán Karlsson
Titill: Introduction, Sagas of Icelandic bishops. Fragments of eight manuscripts
Umfang: s. 9-61
Titill: Guðmundar sögur biskups,
Ritstjóri / Útgefandi: Stefán Karlsson
Umfang: 6
Titill: Biskupa sögur
Umfang: I-II
Titill: Laurentius saga biskups, Rit Handritastofnunar Íslands
Ritstjóri / Útgefandi: Árni Björnsson
Umfang: 3
Höfundur: Árni Björnsson
Titill: Gripla, Laurentius saga biskups í ÍB 62 fol
Umfang: 8
Titill: Biskupa sögur II,
Ritstjóri / Útgefandi: Ásdís Egilsdóttir
Umfang: 16
Titill: Árna saga biskups,
Ritstjóri / Útgefandi: Þorleifur Hauksson
Umfang: 2
Lýsigögn
×

Lýsigögn