Skráningarfærsla handrits

AM 202 e fol.

Hálfs saga og Hálfsrekka ; Ísland, 1600-1700

Innihald

(1r-5v)
Hálfs saga og Hálfsrekka
Titill í handriti

Sỏgu þättur af Alfe Konge og | Alfs-Reckum

Athugasemd

Eyða í texta auðkennd á bl. 4v.

Lýsing á handriti

Blaðefni

Pappír með vatnsmerkjum.

Vatnsmerki 1. Aðalmerki: Skjaldarmerki í tvöföldum kringlóttum ramma. Fyrir innan er ljón, Charlotte Amalie og kóróna efst ( 2 , 4 ) // Mótmerki: Fangamark ID ( 3 ).

Blaðfjöldi
5 blöð (296 mm x 190 mm).
Umbrot

Spássíugreinar og aðrar viðbætur

Bl. 1 og 5 innskotsblöð, bætt við fyrir Árna Magnússon, skrifað á bl. 1v og 5r.

Band

Fylgigögn
efst á bl. 1r stendur: Af Hálfi og Hálfsrekkum.

Uppruni og ferill

Uppruni

Tímasett til 17. aldar í Katalog I , bls. 165. Rannsóknir á vatnsmerkjum benda þó til þess að handritið hafi verið framleitt á árunum 1694-1710 (sjá Hufnagel, „Die Papiermühlen und Wasserzeichen der Königin“)

Aðföng

Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi tók við handritinu 15. nóvember 1983.

Aðrar upplýsingar

Skráningarferill

Tekið eftir Katalog I , bls. 165 (nr. 313). Kålund gekk frá handritinu til skráningar 30. janúar 1886. DKÞ skráði 20. apríl 2001. ÞÓS skráði 30. júní 2020.

Myndir af handritinu

 • Svart-hvítar ljósmyndir á Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn.
 • Svart-hvítar ljósmyndir á Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, sem keypti þær af Arne Mann Nielsen 11. nóvember 1971.

Notaskrá

Lýsigögn
×
 • Land
 • Ísland
 • Staður
 • Reykjavík
 • Stofnun
 • Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
 • Vörsludeild
 • Handritasvið
 • Safn
 • Safn Árna Magnússonar
 • Safnmark
 • AM 202 e fol.
 • Efnisorð
 • Fornaldarsögur
 • XML
 • Opna XML færslu  

Lýsigögn